Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 20
✝ Jón Sigurðssonfæddist á Sleitu-
Bjarnarstöðum í
Kolbeinsdal, Hóla-
hreppi í Skagafirði
24. apríl 1929. Hann
lést á Sauðárkróki
13. júlí 2020.
Foreldrar hans
voru Guðrún Sig-
urðardóttir hús-
móðir, frá Víðivöll-
um í Skagafirði, f.
29.6. 1886, d. 4.7. 1969, og Sig-
urður Þorvaldsson bóndi og
kennari, frá Álftártungukoti á
Mýrum í Borgarfirði, f. 23.1.
1884, d. 21.12. 1989. Börn þeirra
auk Jóns voru: Sigrún, f. 16.10.
1910, d. 23.9. 1988. Hennar mað-
ur var Óskar Gíslason. Gísli, f.
10.10. 1911, d. 2.1. 1966. Hans
kona var Helga Margrét Magn-
úsdóttir. Gerður, f. 11.2. 1915, d.
14.8. 2012. Sigurður, f. 4.2. 1917,
d. 24.1. 1999. Kona hans er Mar-
grét Haraldsdóttir. Guðrún, f.
24.6. 1918, d. 4.8. 2000. Hennar
maður var Jón Brynjólfsson.
Þorvaldur Pétur, f. 7.12. 1920, d.
1.5. 1922, Pétur (nefndur), f.
7.12. 1920, d. 7.12. 1920, Lilja, f.
31.7. 1923, d. 22.12. 2008, Rósa
(nefnd), f. 1.8. 1923, d. 1.8. 1923,
Þórveig, f. 11.3. 1925, d. 11.1.
2020, Jón, f. 26.1. 1927, d. 7.3.
Helgi Sigurjón, f. 26.1. 2009. 4)
Lilja Magnea, f. 5.2. 1973. Henn-
ar maður er Skúli Hermann
Bragason. Börn þeirra eru:
Hólmar Daði, f. 9.10. 1995. Sam-
býliskona hans er Þórunn Erla
Guðmundsdóttir. Karen Lind, f.
27.7. 2001. Unnusti hennar er
Sæþór Már Hinriksson. Bragi, f.
29.3. 2005. Laufey Alda, f. 18.11.
2008.
Jón ólst upp á Sleitustöðum
og hóf nám við barnaskólann í
Hlíðarhúsi í Óslandshlíð. Hann
var við nám í Héraðsskólanum á
Laugarvatni. Hann starfaði
lengst við akstur langferða-
bifreiða, á árunum 1952-66 í
samvinnu við Gísla bróður sinn
og síðar með syni sínum Gísla
Rúnari. Hann var sérleyfishafi
milli Siglufjarðar og Reykjavík-
ur 1987 til 2002. Hann sinnti
póst- og farþegaflutningum milli
Siglufjarðar og Sauðárkróks.
Hann sá um skólaakstur í Hóla-
hreppi á árunum 1966-78. Þá
var hann umboðsmaður Skelj-
ungs og rak söluskála á Sleitu-
stöðum ásamt eiginkonu sinni.
Jón var áhugamaður um bridds
og sat löngum stundum við spila-
borðið. Hann var ágætur söng-
maður og stundaði kórsöng á
yngri árum. Ættarlundurinn á
Sleitustöðum átti hug hans allan
seinustu árin.
Jón Sigurðsson verður jarð-
sunginn frá Hóladómkirkju í
dag, 24. júlí 2020, klukkan 14.
1928. Fósturbróðir
Jóns var Guðjón
Þór Ólafsson, f. 2.7.
1937, d. 4.11. 1998.
Kona hans er Jóna
Kristín Ólafsdóttir.
Jón kvæntist 6.5.
1961 Laufeyju Öldu
Guðbrandsdóttur
frá Siglufirði, f. 6.5.
1938, d. 12.9. 2005.
Þau bjuggu á
Sleitustöðum alla
sína tíð. Börn þeirra eru: 1)
Reynir Þór, f. 8.1. 1960. Hans
kona er Ingibjörg Jónsdóttir.
Börn þeirra eru Drífa Þöll, f.
8.11. 1990, Friðrik Skúli, f. 23.10.
1993, Þórhildur Alda, f. 12.12.
1997. Unnusti hennar er Ásgeir
Valur Jónsson. Hinrik Jón, f.
31.5. 2000. Barn Reynis er Jón
Óðinn, f. 27.4. 1982. Kona hans
er Þórdís Birna Lúthersdóttir.
Börn þeirra eru Védís Bella, f.
2.7. 2012, og Jón Konráð, f.
27.12. 2018. 2) Íris Hulda, f. 4.2.
1965. Hennar maður er Björn
Gunnar Karlsson. Börn þeirra
eru Rakel Sara, f. 7.5. 1991. Sam-
býlismaður hennar er Róbert
Þór Henn. Róbert Smári, f. 18.5.
1993. Sambýliskona hans er Lilja
Dögg Heiðarsdóttir. 3) Gísli Rún-
ar, f. 9.8. 1966. Börn hans eru:
Þorsteinn Elí, f. 7.11. 1998, og
Í Hnjúkum, ofan við bæinn
Sleitustaði, er útsýni gott yfir all-
an Skagafjörð, fjallahringinn, dal-
ina og eyjarnar. Náttúrufegurð af
besta tagi, loftið tært og lækirnir
spriklandi niður hlíðina. Sumar-
sólin að verma fjalldrapann og
berjalyngið. Þar fann hann sér
væna þúfu til að setjast á, horfa á
átthagana og bernskuslóðirnar.
Kasta mæðinni. Hanga á blá-
þræði lífs síns aðeins lengur.
Dvelja við minningarnar. Þarna
var lindin tæra sem svalaði þorsta
heimilisfólksins á Sleitustöðum í
gegnum áranna rás. Þarna var
Byrgishóllinn þar sem smalarnir
ungu leituðu skjóls í veðursudda,
byrgið á hólnum var gamalt,
hrunið og niðurgróið. Hann hafði
sagt strákunum að það þyrfti að
endurhlaða byrgið. Þarna var
gamla rafstöðin sem pabbi hans
kom á laggirnar. Rönning hafði
sjálfur komið til að gangsetja og
bærinn ljómaði. Þarna var lund-
urinn fagri sem pabbi hans bar
frækassana sína til forðum og
byrjaði að gróðursetja fyrir hart-
nær heilli öld. Þarna beljaði Kol-
beinsdalsáin framhjá á leið sinni
til sjávar. Mikið sjónarspil oft og
vafalítið uppspretta frjórrar
kímnigáfu og frásagnarlistar. Jón
á Sleitustöðum var enda gaman-
samur að eðlisfari, léttur í lund og
góður sagnaþulur. Gaman var að
hlusta á þær sögur. Þær voru
sagðar með innlifun og ná-
kvæmni. Þunginn í sögunni jókst
eftir því sem á leið og svo endaði
sagan á því að allar flóðgáttir opn-
uðust. Hlustandinn fékk botn í
söguna og hláturgusa braust
fram. Þannig náði Jón á Sleitu-
stöðum ítrekað að kitla hlátur-
taugar margra. Þannig minnist
lítill drengur föður síns sitjandi
við eldhúsborðið að segja sögur.
Stundum tók hláturinn öll völd og
menn urðu votir um hvarma og
þrútnir um vanga. Grétu í ein-
lægri gleði. Einnig eru margar
stundir eftirminnilegar við spila-
borðið þar sem léttleikinn gaf
undirtóninn og skotið var á alla
kanta. Á slíkri stund varð þetta
vísukorn til og því beint að Jóni
briddsmeistara, sem kominn var
nokkuð á aldur.
Ekkert farinn er að bila,
ennþá skýr í hugsunum.
Reynir því með rögg að spila,
rassgatið úr buxunum.
Jafnframt var Jón mikill og
hollur mannvinur. Ráðinn til þjón-
ustu og einlægrar hagsmuna-
gæslu. Vildi allt fyrir alla gera.
Hann var huggari og græddi sár
manna. Hann var alþýðlegur og
átti jafnan greiða leið að öðrum.
Studdi börn sín og afkomendur í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
og fylgdist með afkomu þeirra.
Hann leiddi mig heim brautina á
Sleitustöðum í minni frum-
bernsku eða setti mig á háhest ef
litlu fæturnir urðu lúnir. Man það
vel þegar ég lagði hendur á enni
hans eins og til að detta ekki af
baki. Þannig braust ég áfram í líf-
inu með dyggum stuðningi og
nærgætni hans. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur og kveð ást-
kæran föður með sorg í hjarta.
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Fyrir mína hönd og minna
nánustu,
Reynir.
Klukkan tifar, tíminn líður, árin
þjóta. Kallið er komið. Lífsbók
míns ástkæra föður er lokið.
Fjársjóðskista minninganna er
full af dýrmætum myndum. Ég
vann í foreldralottóinu, ferðalagið
með pabba og mömmu var
skemmtilegt.
Pabbi var farsæll rútubílstjóri,
hann keyrði af öryggi og festu,
hann fékk aldrei sektir eða jú þá
fyrstu þegar hann var 90 ára.
Gleymdi víst að spenna beltið áður
en setti í gang, hann var nappað-
ur. Fór rakleitt á lögreglustöðina
og borgaði sína skömm, rammaði
svo inn sektina og hengdi upp á
vegg. Hann hafði húmor fyrir
sjálfum sér, þannig maður var
hann.
Foreldrahlutverkið fór honum
vel, hann var duglegur að miðla til
okkar barnanna, hafði okkur
gjarnan með í alls konar rútuferð-
ir, þá æfði hann okkur í söng, hafði
unun af að láta okkur syngja fyrir
sig enda mikill söngunnandi.
Hann var enn betri afi, stoltasti
afinn sem þreyttist aldrei á að
hampa og hvetja unga fólkið sitt
áfram, þau voru öll sem eitt auga-
steinarnir hans. Þau áttu besta af-
ann í öllum heiminum.
Hann hafði áhuga á öllu sem
tengdist íþróttum, ungur æfði
hann frjálsar, spilaði knattspyrnu
og briddsspilamennsku neitaði
hann aldrei. Þrjú grönd voru hans
aðal, þar var hann á heimavelli.
Eftir að hann hætti að keyra
rúturnar, þá 86 ára að aldri, nýtti
hann allan sinn tíma í að hlúa að
fjölskylduauðlindunum á Sleitu-
stöðum, vatnsfallsvirkjuninni og
skógræktinni í unaðsreitnum
Fagralundi. Hugur hans stóð til
stórra verka. Þar var hann að
bjástra alveg fram á síðasta dag.
Pabbi var víðförull vegna rútu-
útgerðarinnar, hann sankaði að
sér vinum og kunningjum um allt
land. Náði að tengjast fólki þannig
að eftir var tekið, hann hafði ein-
hvern sjarma. Snerti strengi sem
náðu alla leið að innstu hjartarót-
um.
Í dag kveð ég með söknuði
pabbann, afann og vininn sem allir
vildu eiga. Hann var kletturinn
okkar.
Þín dóttir,
Íris Hulda.
Elsku pabbi, það er komið að
kveðjustund, lífsgöngu þinni er
lokið.
Símtalið sem ég fékk frá Skúla
að morgni mánudagsins 13. júlí
hverfur mér seint úr minni. Mér
sem fannst þú eiginlega vera
ódauðlegur, hvernig mátti þetta
vera? Okkur gafst ekki einu sinni
tími til að kveðja, það er sárt en
samt svo ljúft að hugsa til þess að
þú fékkst að fara „í fullu fjöri“. Þú
varst óstöðvandi og starfsorka þín
var hvergi nærri búin, þú ætlaðir
þér að gera svo margt en síðustu
vikur varstu búinn að vera á fullu í
Fagralundi, skóginum sem pabbi
þinn sá um að rækta og þér þótti
svo vænt um. Að fegra þar um-
hverfið og sjá til þess að allt væri
nú klárt fyrir gesti sumarsins.
Það verður allavega margt um
helgina, þú hefur nú sannarlega
séð til þess.
Það eru forréttindi að fá að eiga
svona heilsuhraustan föður fram á
síðasta dag. Þú leist ekki út fyrir
að vera deginum eldri en 75, þótt
værir 91+. Það var alveg sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur; þú
áttir ekki í neinum erfiðleikum
með að leysa það, sama hversu
erfið verkefnin voru.
Ég hafði stundum áhyggjur af
því að þú værir að ofgera þér og
bað þig oft á tíðum að fara þér
hægar. Það stóð nú ekki á svari
hjá þér: „Ég hef nú nægan tíma til
þess, þegar ég verð kominn undir
græna torfu,“ var svar þitt, og þar
við sat.
Ég þakka þér, elsku pabbi, fyr-
ir allar stundirnar sem við áttum
saman, gæðastundirnar sem við
áttum í covidinu í sveitinni og
púsluðum og spiluðum saman í
fjórar vikur.
Það verða erfiðir tímar fram
undan og ég skal halda utan um
börnin mín fyrir þig, sem voru þér
svo kær. Takk fyrir allan stuðn-
inginn sem þú hefur veitt þeim í
gegnum lífið.
Þín
Lilja Magnea.
Þegar ég lét nokkra erlenda fé-
laga vita af andláti tengdaföður
míns varð ég hissa hvað þeir vissu
mikið um hann. Maður talar
greinilega meira um bestu vini
sína en maður áttar sig á. Ég kom
fyrst á Sleitustaði sumarið 1986
og leið strax eins og ég hefði alltaf
þekkt Jón og Öldu. Maður var um-
vafinn hlýju og umhyggju og þau
áttu í manni hvert bein, þetta var
aðalsmerki þeirra. Þau áttu, að
manni fannst, óendanlegan fjölda
af vinum og þekktu nánast alla. Í
einni af rútuferðum mínum með
Nonna til Reykjavíkur var stopp-
að við Laugarbakka til að taka
upp í farþega og, þá sjötugur,
stekkur Nonni út úr rútunni eins
og unglamb, kastar töskunum inn
í bíl, heilsar farþeganum kumpán-
lega eins og þeir hafi alltaf þekkst.
Það kemur svipur á farþegann
eins og þegar manni er heilsað af
ókunnugum. Ég var viss um að nú
væri Jón að ruglast. „Þekkjumst
við?“ spyr farþeginn. „Já, heldur
betur,“ svarar Jón, „við vorum
saman á Laugarvatni,“ sem var
auðvitað hárrétt.
Sumarið var annatími hjá
Nonna og Öldu en á sama tíma
þurfti að sinna viðhaldi og rækta
garðinn á Sleitustöðum. Það kom
því oft í hlut þeirra sem komu í
heimsókn að sinna þeim verkum,
slá garðinn, reyta arfa, mála og
dytta að ýmsu. Þetta var frábær
tími og ekki skorti á þakklætið
fyrir vel unnið dagsverk.
Þegar Alda var á lífi voru ófá
kvöldin sem við eyddum í spila-
mennsku á Sleitustöðum en þegar
vantaði fjórða mann var oftast
hringt í Halla í Enni. Ég vissi hvað
beið okkar. Fjórir tímar í spila-
mennsku og svo tveggja tíma
ómetanlegt uppistand hjá Halla.
Nonni var duglegur að spila á
mótum og skipti engu hver makk-
erinn var, Kristján Snorra, Gísli
Rúnar eða einhver annar, alltaf
var Nonni með efstu mönnum.
Hann styrkti barnabörnin í
briddsskólann hjá Guðmundi Páli
en eftir það var alltaf gripið í spil
þegar barnabörnin voru á svæð-
inu.
Virkjunaráhugann erfði Nonni
frá Sigurði pabba sínum, en Sig-
urður virkjaði bæjarlækinn á
Sleitustöðum árið 1948. Í kringum
1985 stóð Nonni að virkjun Kol-
beinsdalsár með systkinum sínum
og Þorvaldi frænda sínum.
Eftir að Alda lést var Nonni
mikið hjá Lilju á Króknum. Hann
tók virkan þátt í uppeldi barnanna
og hafði góð áhrif á þau. Íslenskan
þeirra er því dýpri og þroskaðri en
hjá mörgum jafnöldrum þeirra. Í
Víðihlíðinni hafa Lilja og Skúli
geymt Nonna í formalíni því útlit
hans og lipurð virtist standa í stað.
Við erum ykkur eilíflega þakklát
fyrir að hugsa svona vel um hann.
Nonni lést á heimili sínu, en
þrátt fyrir háan aldur kom það á
óvart því kvöldið áður var hann á
fullu að baksa í skógræktinni á
Sleitustöðum. Hann dó því í skón-
um sínum, eins og sagt er, með
veikt hjarta en annars við hesta-
heilsu. Þegar við Skúli fórum á
sýsluskrifstofuna á Króknum með
dánarvottorðið var kallað til okkar
af starfsmanni embættisins.
Nonni hafði þá verið á skrifstof-
unni viku áður. „Hann kom hér
skokkandi upp stigann og blés
ekki úr nös, las og skrifaði undir
án þess að nota gleraugu.“ Hann
hafði verið að endurnýja ökuskír-
teinið sitt.
Kæri vinur, hvíldu í friði.
Þinn tengdasonur,
Björn Gunnar.
Afi var yngstur tólf barna og
oft var þröngt í búi. Afa var minn-
isstætt að þegar gesti bar að garði
þurfti barnahópurinn að bíða þar
til gestirnir höfðu borðað, svo
máttu börnin skipta því sem eftir
var sín á milli.
Fatnaður var líka af skornum
skammti og átti afi aðeins eitt sett
af fötum til daglegs brúks svo og
spariföt. Hann átti ekki föt til
skiptanna við upphaf árlegs
þvottadags þegar hann datt á
bólakaf í bæjarlækinn. Sparifötin
komu ekki til greina og þurfti
hann að láta sér lynda að vera
háttaður niður í rúm og dúsa þar
það sem eftir var. „Að hugsa sér
það að eiga ekki önnur föt, hver
myndi trúa þessu í dag?“ sagði afi
mér.
Afi þurfti að ganga sex kíló-
metra fram og til baka á hverjum
degi til kennslu. „Oft lagðist ég í
rekkju þegar heim var komið og
þá notaði ég heimilisköttinn sem
kodda,“ sagði afi og hló við.
Afi þótti nokkuð efnilegur
íþróttamaður. Hann fór til náms á
Laugarvatni einn vetur. Á Laug-
arvatni kynntist afi Ólafi Ketils-
syni bílstjóra sem fékk hann til að
keyra vörubíla, aðeins sextán ára
gamlan og ekki með bílpróf.
Leiðin lá aftur á heimaslóð og
árið 1950 tók afi að keyra rútur.
Afi keyrði rúturnar sínar í rúm
sextíu og fimm ár og var ætíð far-
sæll í starfi. „Í þá daga var litið
upp til rútubílstjóra. Það var svo
gaman að vera í hringiðu mann-
lífsins og kynnast óhemju fjölda
fólks.“
Af mörgum ferðasögum afa var
honum þó ein sérstaklega minn-
isstæð. Þá var hann á heimleið frá
Siglufirði, en ferðin heim sóttist
honum seint vegna óveðurs. Það
sá ekki út úr augum. „Allt í einu
datt mér það ráð í hug að nota
vasaljós og keðjubút, ganga
nokkra metra frá bílnum með ljós-
ið eftir veginum, skorða það af
með keðjunni og keyra síðan í átt
að ljósinu. Það tók mig fjóra til
fimm klukkutíma að þumlungast
svona áfram en heim komst ég að
lokum óhultur en örþreyttur.“
Afi hafði ávallt gefið sér tíma til
að sinna áhugamálum sínum.
Hann hafði í gegnum árin sungið
mikið í karlakórum: „Söngurinn
nærir hugann og léttir lund.“
Afi var mikill briddsunnandi
ásamt Öldu ömmu og unnu þau til
margra spilaverðlauna. Fé-
lagsskapur sem þessi var afa mik-
ilvægur og spilaði hann mörgum
sinnum í viku. Hann miðlaði einn-
ig kunnáttunni til barna og barna-
barna.
Afi hafði reynt margt á lífsleið-
inni og finnst mér persóna hans
hafa mótast mikið af breytingum
lífsgæðanna. Hann var nægju-
samur, hæglátur og lét ekkert fyr-
ir sér hafa. Hann vann hörðum
höndum að því sem hann stóð fyr-
ir.
Á rúmum níutíu árum hafði lífið
kennt afa eitt og annað. „Lífið gef-
ur og lífið tekur, maður kann ekki
að meta það meðan allt er í lagi.
Svo þegar áföllin verða, þá finnur
maður hvað góðu stundirnar eru
mikils virði. Hamingjustundir og
áföll eru þeir atburðir sem hug-
urinn staldrar við og leita oft á
hugann. Maður ætti að njóta á
meðan maður hefur,“ sagði hann.
Já, að vera sáttur við það sem
maður hefur er gott lífsmottó.
Það má með sanni segja að lífið
hjá afa hafi verið langt ferðalag.
„Sá sem ferðast með góðum fé-
lögum í góðum félagsskap er aldr-
ei einn á ferð.“
Þín afastelpa,
Rakel Sara.
Nú ríkir friður inni
í hjarta og sálu minni.
Því tek ég til
mitt hinsta spil
og kveð að þessu sinni.
Ein fyrsta minningin sem ég á
af afa er úr sveitinni okkar, Sleitu-
stöðum. Hann var að þrífa rútuna
sína fyrir utan sjoppuna hjá
ömmu og notaði til þess kúst sem
sprautaði vatni. Ég var örugglega
ekki mikið eldri en fjögurra ára á
þessum tíma, svo auðvitað fannst
mér þetta agalega spennandi, að
þrífa stóra rútu með tóli sem ég
hafði aldrei séð áður. Ég grátbað
afa um að fá að prófa að bursta
rútuna með kústinum, en hann
neitaði mér um það, eflaust svo ég
Jón Sigurðsson HISNTA KVEÐJA
Það er erfitt að kveðja
afa minn í síðasta sinn. Þú
hefur verið í lífi mínu frá
því ég fæddist og leitt mína
litlu hendi. Mig langar að
þakka þér fyrir alla ástina
og umhyggjuna sem þú
hefur veitt mér.
Það verður skrítið að
enginn afi komi inn í her-
bergið mitt og kitli mig
undir ilina og setjist á rúm-
ið mitt og spjalli við mig.
Það verður líka skrítið
að þú sitjir ekki í stólnum
þínum í stofunni og lesir
Moggann.
Núna er enginn afi til að
gefa Snata eitthvað undir
borðið sem hann má ekki
fá. Snati er líka leiður og
skilur ekki af hverju þú
kemur ekki inn um dyrnar.
Elsku afi, það er komið
að kveðjustund og ég veit
að nú eruð þið amma saman
á ný.
Þín
Laufey Alda.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
ELISABETH RITA WARD
lést mánudaginn 13. júlí.
Útför hennar mun fara fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 27. júlí
klukkan 13.30. Einungis nánustu ættingjum
og vinum verður boðið að vera viðstaddir en þeim sem vilja
fylgjast með athöfninni er bent á streymi frá útförinni á
Facebook (jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar).
Courtney Michael Ward Betty Ward Ouma
Angelica Johanna Ward
Isabella Guðbjörg Ward
Megan Ella Ward
Richard James Ward Carolyn Arlene Ward
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Silfurtúni, Búðardal,
sem lést 17. júlí,
verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju í
Dölum 27. júlí klukkan 14.
Sigurður Ólafsson Guðlaug Kristinsdóttir
Pálmi Ólafsson Guðrún E. Magnúsdóttir
Steinunn Lilja Ólafsdóttir Erling Þ. Kristinsson
Páll Reynir Ólafsson
barnabörn og langömmubörn