Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR „NÆSTA LAG ER NÝTT AF NÁLINNI – EN HLJÓMAR EINS OG FLEST HIN LÖGIN MÍN.” „GETURÐU SNIÐIÐ STJÖRNULAGA GLER FYRIR MIG SEM PASSAR Í GATIÐ?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... svöl. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AF HVERJU HEFURÐU ÁHYGGJUR, GRETTIR? Ó, ÞÚ VEIST … DAUÐLEIKA MÍNUM … PLÁGUM … ÉG HEF ÁHYGGJUR AF UPPREISN VÉLMENNANNA JÆJA, ÞÁ SEF ÉG EKKI Í NÓTT HELGA SEGIR AÐ ALLIR TÖFRARNIR SÉU FARNIR ÚR HJÓNABANDINU! SEGÐU MÉR AÐ ÞETTA SÉ EKKI KANÍNUKÁSSA! listamaður þegar ég er að vaska upp. Svo það er ekki mikið pláss fyrir áhugamál, en ég spila badminton með mömmu, það finnst mér gaman, og ég hef gaman af því að vera með fjöl- skyldunni minni og að smíða. Pabbi minn er smiður og er minn helsti samstarfsmaður þegar kemur að því að framleiða verk. Ég hef aldrei lært að smíða en verið með honum í gegn- um lífið.“ Fjölskylda Sambýlismaður Hildigunnar er Jón Þór Finnbogason, f. 20.9. 1977, verkfræðingur og einn eigenda Verk- fræðistofu Reykjavíkur. Þau eru bú- sett í Vesturbænum í Reykjavík. For- eldrar Jóns Þórs eru hjónin Þóra Þuríður Jónsdóttir, f. 6.7. 1953, hjúkr- unarfræðingur og Finnbogi Ottó Guðmundsson, f. 23.8. 1954, smiður. Þau eru búsett í Reykjavík. Dóttir Hildigunnar og Baldurs Björnssonar er Eik, f. 10.12. 2003. Sonur Hildigunnar og Jóns Þórs er Finnbogi Þór, f. 20.7. 2015. Hálfsystkini Hildigunnar samfeðra eru Rúnar Sigurður Birgisson, f. 18.5. 1960, búsettur í Reykjavík; Inga Lára Birgisdóttir, f. 29.6. 1961, bókasafns- fræðingur, búsett í Reykjavík; Hulda Jóna Birgisdóttir, f. 20.1. 1965, sjúkraliði, búsett í Svíþjóð; Birgir Þór Birgisson, f. 21.9. 1971, búsettur í Reykjavík, og Sveinberg Þór Birg- isson, f. 23.6. 1976, smiður, búsettur í Reykjavík. Hálfsystir Hildigunnar sammæðra er Aðalheiður Pálsdóttir, f. 18.12. 1974, iðjuþjálfi, búsett í Reykjavík. Foreldrar Hildigunnar eru hjónin Birgir Þór Sveinbergsson, f. 14.2. 1941, smiður, og Erla Kristín Jónas- dóttir, f. 3.6. 1951, bókasafnsfræð- ingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Hildigunnur Birgisdóttir Sigurlaug Hansdóttir ráðskona í Sólheimum við Svínavatn, A-Hún. Guðmundur Jónsson skipstjóri í Reykjavík Lára Guðmundsdóttir húsfreyja á Blönduósi Sveinberg Jónsson bifreiðarstjóri og fulltrúi á Blönduósi Birgir Þór Sveinbergsson smiður í Reykjavík Margrét Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Gíslason sjómaður í Rvík, síðar á Eyrarbakka Helena Jónsdóttir sálfræðingur á Flateyri Sjöfn Ingólfsdóttir fv. formaður Starfsm.félags Reykjavíkurborgar Svava Juliusson myndlistarmaður í Kanada Jón Jónasson tannlæknir í Rvík Margrét Sveinbergsdóttir fv. verslunarstj. í Kanada og Rvík, bús. á Siglufirði Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja á Reyðarfirði og víðar Pétur Magnússon póstur á Reyðarfirði, síðar bóndi víða,m.a. í Fljótsdal Aðalheiður Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík JónasJónsson leigubílstjóri í Rvík Anna Jóhannsdóttir húsfreyja á Bessastöðum Jón Jónasson bóndi á Bessastöðum í Fljótsdal Úr frændgarði Hildigunnar Birgisdóttur Erla Kristín Jónasdóttir bókasafnsfræðingur í Reykjavík Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þannig orti Andrés Björnsson á sínum tíma. Og víst er það rétt, að vísur eru meðal þess fyrsta sem börn læra og raula. Það skýrir með sínum hætti vinsældir ferskeytlunnar og hversu margir spreyta sig á því síð- ar á lífsleiðinni að kveða að og yrkja. Hörður Þorleifsson læknir er meðal þeirra. Hann sendi mér um daginn póst, sagði að upp í huga sinn hefðu komið vísur frá 1946 og eldri: Bókin vekur mannsins móð, menntalöngun alla. Manninn bætir bókin góð. byggir menning snjalla. Eflir hugann, eflir dáð, aftur mér koma í huga ráð, undir fót að leggja láð, látið vera allt spott og háð. Þessar kallar hann „Vorið“, ortar í apríl 1945: Vorið hjá oss vekur líf, vesöld burtu hrekur. Börnin, karlar bæði og víf, bætta gleði tekur. Líf allt jarðar lifnar við ljós frá sólarspjóti. Veröldu hún veitir lið vetrarhörku móti. Fyrst á vori lóan leitar lands vors yfir Atlantshaf. Hérna verða fyrst þær feitar frjóu landi beitar af. Síðan koma fuglar fleiri, finna stað í mýri og bug. Krían býr með unga á eyri, elur hann af krafti og dug. Hér eru tvær vísur, sem skýra sig sjálfar og mega vel vera um Hörð sjálfan: Mörg þín orðin ævispor, ekkert grandað hefur fár. Hafðir bæði þrek og þor að þrauka í níutíu ár. Aldurinn í sjálfum sér sýnist ekki skipta máli. Það sem stendur upp úr er, afstaðan sem betur fer. Sigmundur Benediktsson gerir kvennaboltann að yrkisefni: „Ein- stefna 4-0“: Valskonur með værð og hik vantar keppnisfasið. Fór á kostum Breiðablik bylti þeim í grasið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísan lifir með ungum og gömlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.