Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 26
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stjarnan og Valur sýndu í gærkvöld
að þau ætla sér alla leið í baráttunni
um Íslandsmeistaratitilinn á meðan
Breiðablik missteig sig einu sinni
enn og tapaði óvænt fyrir nágrönn-
um sínum í HK.
Birnir Snær Ingason tryggði HK
sigur á Breiðabliki 1:0 með marki
um miðjan fyrri hálfleik eftir mikil
mistök Antons Ara Einarssonar í
marki Blikanna. Birnir gerði þó
mjög vel sjálfur að leika skemmti-
lega á varnarmann áður en hann
sendi boltann í netið.
HK-ingar hafa tak á Breiðabliki
og hafa ekki tapað í fjórum síðustu
viðureignum liðanna í efstu deild.
HK fékk fjögur stig úr leikjum lið-
anna í fyrra, þegar liðin gerðu 2:2
jafntefli í Kórnum og HK vann 2:1 á
Kópavogsvelli. Þar á undan mætt-
ust þau síðast í deildinni árið 2008
og þá hafði HK betur í seinni leik
liðanna.
HK hafði ekki unnið í fimm leikj-
um í röð fyrir leikinn í Kórnum í
gærkvöld en er nú búið að leggja að
velli tvö þeirra liða sem þóttu líkleg-
ust í baráttunni um Íslands-
meistaratitilinn í byrjun móts.
Blikum gekk illa að skapa sér
marktækifæri þrátt fyrir að ráða
ferðinni úti á vellinum mest allan
tímann. HK hafði fyrir þessa um-
ferð fengið á sig flest mörk allra í
deildinni það sem af er tímabilinu
en nú var varnarleikur liðsins líkari
því sem það sýndi svo oft í fyrra.
HK fékk þarna sín fyrstu stig á
heimavelli á tímabilinu en liðið hafði
tapað fyrstu þremur leikjum sínum
í Kórnum.
Sannfærandi Valsmenn efstir
Valsmenn eru komnir í efsta sæt-
ið eftir sannfærandi sigur á Fylki á
Hlíðarenda, 3:0. Þeir eru með betri
markatölu en KR-ingar, sem eiga
hins vegar leik til góða.
„Heimir Guðjónsson virðist vera
kominn nær því að átta sig á sínu
besta byrjunarliði og er hann hætt-
ur ákveðinni tilraunastarfsemi sem
var ekki að ganga upp framan af
móti.
Stillti Heimir t.d. Sebastian Hed-
lund upp á miðjunni og Sigurði Agli
Lárussyni fyrir aftan eina framherj-
ann í fyrstu leikjunum. Hedlund er
miklu betri miðvörður en miðjumað-
ur og Sigurður Egill er miklu betri
á vinstri kantinum en fyrir aftan
framherjanna. Heimir er búinn að
átta sig á því og frammistaða Vals-
liðsins er mun betri fyrir vikið,“
skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Sebastian Hedlund, sænski
miðvörðurinn, skoraði fyrsta mark
sitt í deildinni þegar hann kom Val í
2:0 gegn Fylki og það var langþráð.
Þetta var 37. leikur hans með
Hlíðarendaliðinu í deildinni.
Sterk staða Stjörnunnar
Stjarnan læðist upp töfluna og er
með fæst töpuð stig allra liða, ásamt
því að vera það eina sem ekki hefur
tapað leik. Garðbæingar lögðu
Skagamenn á Akranesi, 2:1, og eru
komnir með 13 stig af 15 mögu-
legum. Þeir eiga tvo og þrjá leiki til
góða á efstu liðin og þannig verður
staðan hjá þeim áfram í bili því
frestuðu leikirnir þeirra eru ekki
strax á dagskránni.
Stjarnan er komin í þriðja sætið
og liðið virðist til alls líklegt.
Eyjólfur Héðinsson og Alex
Þór Hauksson bættust í hóp marka-
skorara Stjörnunnar í deildinni þeg-
ar þeir komu liðinu í 2:0 með fal-
legum mörkum í fyrri hálfleiknum.
Hvorki fleiri né færri en tíu leik-
menn hafa skorað fyrstu tólf mörk
Garðabæjarliðsins í deildinni.
Eyjólfur skorar ekki oft en mörk-
in hans eru yfirleitt ansi falleg og sú
var raunin á Akranesi í gærkvöld.
Hann tók boltann glæsilega á lofti
og skoraði með óverjandi skoti í
vinstra hornið.
Víkingar í vanda á Nesinu
Víkingar fylgdu ekki eftir frábær-
um leik gegn Skagamönnum og
urðu að sætta sig við jafntefli, 1:1,
gegn Gróttu á Seltjarnarnesi eftir
að hafa lent undir á upphafs-
mínútum leiksins í gærkvöld.
„Víkingum gekk einfaldlega illa
að opna vörn Gróttumanna og þeir
sköpuðu sér engin afgerandi mark-
tækifæri í leiknum. Þá voru þeir
ragir við að láta vaða á markið þeg-
ar þeir komu sér í álitlegar stöður
við vítateig Seltirninga. Þegar ekk-
ert annað gengur er stundum bara
einfaldast að þruma boltanum í átt
að marki og vona það besta en Vík-
ingar voru of fastir í því að þröngva
sér í gegn,“ skrifaði Bjarni Helga-
son um leikinn á mbl.is.
Karl Friðleifur Gunnarsson
skoraði þriðja mark sitt fyrir Gróttu
og er fyrstur leikmanna liðsins til að
ná þeirri tölu í efstu deild. Karl,
sem er í láni frá Breiðabliki, hefur
skorað í þeim þremur leikjum þar
sem Grótta hefur náð í stig í fyrstu
átta umferðunum.
Davíð Örn Atlason hægri bak-
vörður Víkings lék 100. leik sinn í
efstu deild gegn Gróttu. Leikirnir
eru allir fyrir Víking og Davíð er
tólfti leikmaður félagsins frá upp-
hafi sem nær þessum áfanga í deild-
inni.
Fimm markahæstu leikmenn
deildarinnar náðu ekki að skora
mark í áttundu umferð deildarinnar.
Óttar Magnús Karlsson úr Víkingi
og Thomas Mikkelsen úr Breiða-
bliki eru með 7 mörk hvor, Patrick
Pedersen og Steven Lennon úr FH
eru með 6 mörk og Valdimar Þór
Ingimundarson úr Fylki 5 mörk.
Sá fimmti án sigurs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einbeittir Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK, fagnar Ívari Erni
Jónssyni eftir að hann hafði stöðvað eina af mörgum sóknum Blika.
Óvæntur sigur HK á Breiðabliki sem sígur niður töfluna Valsmenn eru
komnir á toppinn en staða Stjörnunnar er sterk eftir sigur á Akranesi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson gerði fyrsta mark Vals gegn Fylki og
fer hér framhjá Daða Ólafssyni Fylkismanni í leiknum á Hlíðarenda.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Pepsi Max-deild karla
ÍA – Stjarnan ............................................ 1:2
Valur – Fylkir ........................................... 3:0
Grótta – Víkingur R ................................. 1:1
HK – Breiðablik........................................ 1:0
Staðan:
Valur 8 5 1 2 18:7 16
KR 7 5 1 1 13:7 16
Stjarnan 5 4 1 0 12:4 13
Víkingur R. 8 3 3 2 15:12 12
Fylkir 8 4 0 4 11:12 12
Breiðablik 8 3 2 3 14:12 11
FH 7 3 2 2 13:12 11
ÍA 8 3 1 4 18:16 10
HK 8 2 2 4 13:19 8
KA 7 1 4 2 6:10 7
Grótta 8 1 2 5 8:18 5
Fjölnir 8 0 3 5 7:19 3
3. deild karla
Höttur/Huginn – Vængir Júpíters ......... 0:2
Reynir S. – KFG....................................... 2:1
Einherji – Álftanes................................... 3:2
KV – Ægir................................................. 3:1
Staðan:
Reynir S. 7 5 2 0 16:10 17
KV 7 5 0 2 18:9 15
Tindastóll 7 4 2 1 15:12 14
Sindri 7 3 2 2 15:14 11
Einherji 7 3 1 3 14:17 10
Augnablik 7 2 3 2 13:12 9
KFG 7 3 0 4 15:16 9
Elliði 7 2 2 3 13:11 8
Vængir Júpiters 7 2 2 3 7:11 8
Ægir 7 2 1 4 12:16 7
Álftanes 7 1 2 4 8:12 5
Höttur/Huginn 7 1 1 5 9:15 4
2. deild kvenna
Hamar – Fram.......................................... 2:2
Staðan:
HK 6 6 0 0 25:1 18
Fjarð/Hött/Leikn. 5 4 0 1 13:11 12
Hamrarnir 4 2 1 1 7:6 7
Grindavík 4 2 0 2 12:6 6
Álftanes 4 2 0 2 6:15 6
ÍR 5 1 2 2 7:11 5
Hamar 5 1 1 3 8:13 4
Sindri 5 1 0 4 8:11 3
Fram 6 0 2 4 9:21 2
Danmörk
AaB – FC Köbenhavn.............................. 0:1
Ragnar Sigurðsson lék ekki með FCK
vegna meiðsla.
Staðan:
Midtjylland 35 26 4 5 60:27 82
Köbenhavn 35 20 5 10 56:41 65
AGF 35 19 7 9 58:40 64
Bröndby 35 15 8 12 55:42 53
AaB 35 15 6 14 52:43 51
Nordsjælland 35 13 8 14 58:52 47
Evrópuumspil, undanúrslit, 1. leikur:
OB – Horsens............................................ 3:1
Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 37. mínútu.
Svíþjóð
Malmö – Hammarby................................ 3:0
Arnór Ingvi Traustason lék ekki með
Malmö vegna meiðsla.
Aron Jóhannsson kom inn á hjá
Hammarby á 76. mínútu.
Staða efstu liða:
Norrköping 10 7 2 1 24:11 23
Malmö 10 5 4 1 16:9 19
Elfsborg 10 5 4 1 14:11 19
Häcken 10 4 5 1 21:9 17
Sirius 10 4 4 2 15:12 16
Djurgården 10 4 2 4 13:10 14
Varberg 10 4 2 4 13:11 14
Örebro 10 3 4 3 9:10 13
Mjällby 10 4 1 5 10:16 13
Ítalía
Udinese – Juventus.................................. 2:1
Lazio – Cagliari ........................................ 2:1
Staðan:
Juventus 35 25 5 5 73:38 80
Atalanta 35 22 8 5 95:44 74
Inter Mílanó 35 21 10 4 74:36 73
Lazio 35 22 6 7 71:38 72
Roma 35 18 7 10 69:47 61
AC Milan 35 17 8 10 55:44 59
Napoli 35 16 8 11 56:47 56
Sassuolo 35 13 9 13 64:60 48
Hellas Verona 35 11 13 11 43:43 46
Parma 35 12 7 16 49:51 43
Fiorentina 35 10 13 12 43:45 43
Bologna 35 11 10 14 48:58 43
Cagliari 35 10 12 13 50:52 42
Sampdoria 35 12 5 18 46:58 41
Udinese 35 10 9 16 34:49 39
Torino 35 11 5 19 42:63 38
Genoa 35 9 9 17 44:65 36
Lecce 35 8 8 19 45:77 32
Brescia 35 6 6 23 33:74 24
SPAL 35 5 4 26 25:70 19
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Þórsvöllur: Þór/KA – Fylkir..................... 18
Meistaravellir: KR – FH ..................... 19.15
Kópavogsv.: Breiðablik – Þróttur R ... 19.15
GOLF
Íslandsmót golfklúbba heldur áfram í dag
en keppt er í 1. deild karla og kvenna á
Leirdalsvelli hjá GKG og á Urriðavelli hjá
Golfklúbbnum Oddi.
Í KVÖLD!
ÍA – STJARNAN 1:2
0:1 Eyjólfur Héðinsson 23.
0:2 Alex Þór Hauksson 40.
1:2 Viktor Jónsson 58.
M
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
Hallur Flosason (ÍA)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
Alex Þór Hauksson (Stjörnunni)
Rautt spjald: Ingimar Elí Hlynsson (ÍA/
aðstoðarþjálfari) 62.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 6.
Áhorfendur: Um 800.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
VALUR – FYLKIR 3:0
1:0 Kristinn Freyr Sigurðsson 13.
2:0 Sebastian Hedlund 37.
3:0 Sigurður Egill Lárusson 90.
M
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Sebastian Hedlund (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Rasmus Christiansen (Val)
Aron Bjarnason (Val)
Valgeir Lunddal Friðriksson (Val)
Daði Ólafsson (Fylki)
Arnór Gauti Ragnarsson (Fylki)
Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7.
Áhorfendur: 1028.
GRÓTTA – VÍKINGUR R. 1:1
1:0 Karl Friðleifur Gunnarsson 2.
1:1 Atli Hrafn Andrason 54.
M
Hákon Rafn Valdimarsson (Gróttu)
Arnar Þór Helgason (Gróttu)
Patrik Orri Pétursson (Gróttu)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Atli Hrafn Andrason (Víkingi)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 6.
Áhorfendur: Um 700.
HK – BREIÐABLIK 1:0
1:0 Birnir Snær Ingason 21.
MM
Ívar Örn Jónsson (HK)
M
Sigurður Hrannar Björnsson (HK)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Leifur Andri Leifsson (HK)
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Birnir Snær Ingason (HK)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðab)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðab)
Alexander H. Sigurðarson (Breiðab)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7.
Áhorfendur: Um 1.000.
KR – FJÖLNIR 2:2
M
Atli Sigurjónsson (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Kennie Chopart (KR)
Pablo Punyed (KR)
Atli Gunnar Guðmundsson (Fjölni)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni)
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölni)
Örvar Eggertsson (Fjölni)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7.
Áhorfendur: 778.