Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 27

Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020  Knattspyrnumaðurinn Jason Daði Svanþórsson hefur samið við Breiða- blik um að ganga til liðs við félagið frá Aftureldingu eftir þetta tímabil. Jason er tvítugur og hefur skorað 14 mörk í 52 leikjum fyrir Aftureldingu í 1. og 2. deild frá 2017, þar af fjögur mörk í sjö leikjum í 1. deildinni á þessu tímabili. Þá hefur Jason gert fimm mörk í tveimur leikjum Aftureldingar í bikar- keppninni í sumar.  Nýliðar Gróttu hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild karla í hand- bolta næsta vetur, en hornamaðurinn Andri Þór Helgason samdi við félagið í gær til tveggja ára. Andri spilaði síðast með Stjörnunni og þar á undan Fram. Andri skoraði 56 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni á síðustu leiktíð og var Stjarnan í áttunda sæti þegar keppi í deildinni var hætt vegna kórónu- veirunnar.  Spánverjinn Unai Emery hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Villarreal á Spáni. Gerði hann gerði þriggja ára samning við félagið í gær. Emery stýrði síðast Arsenal á Englandi, en hann tók við af Arsene Wenger í maí 2018 og var rekinn í nóvember á síð- asta ári. Villarreal hafnaði í fimmta sæti spænsku 1. deildarinnar á nýliðnu tímabili og leikur því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Emery gerði Sevilla þrívegis að Evrópudeildarmeistara á árunum 2013 til 2016 og PSG að frönskum meistara 2018.  Mike Tyson, fyrrverandi heims- meistari í þungavigt í hnefaleikum, snýr aftur í hringinn 12. september næstkomandi, en það er BBC sem greinir frá þessu. Tyson mun þá mæta Roy Jones Jr. sem varð fjórum sinnum heimsmeistari á ferli sínum. Tyson er í dag 54 ára gamall en Roy Jones Jr. er orðinn 51 árs. Tyson barð- ist síðast árið 2005 þegar hann tapaði fyrir Íranum Kevin McBride en Jones barðist síðast gegn Scott Sigmon í febrúar 2018. Tyson er sá yngsti í sög- unni til þess að verða heimsmeistari í þungavigt, en hann var einungis tví- tugur þegar hann sigraði Trevor Ber- vick árið 1986 í bardaga um beltið. Ty- son er með 58 bardaga undir beltinu en hann hefur unnið fimmtíu þeirra.  Bandaríski körfuknattleiksmaður- inn Stanley Robinson sem lék með Keflavík fyrri hluta tímabilsins 2017-18 fannst látinn á heimili sínu í Birm- ingham í Alabama í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Dánarorsök er ókunn en ekkert bendir til þess að dauða hans hafi borið að höndum með saknæmum hætti, samkvæmt fregnum. Robinson var 32 ára gamall, þriggja barna faðir, og var valinn af Orlando Magic í ný- liðavali NBA árið 2010 en lék aldrei í deildinni. Tvö síðustu tímabil lék hann með Espanol de Talca í Síle. Eitt ogannað Haukur Þrastarson, landsliðs- maðurinn ungi í handknattleik, er ristarbrotinn. Þetta staðfesti hann við Vísi í gær. Reiknað er með þriggja mánaða fjarveru en Hauk- ur er kominn til liðs við pólsku meistarana Kielce. Tímabilið í Pól- landi hefst 5. september og þá leik- ur liðið fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu gegn Flensburg 16. septem- ber. Horfur eru á að Haukur missi af fyrstu fimm umferðum Meistara- deildarinnar vegna meiðslanna en Kielce leikur fjórtán leiki í riðla- keppni hennar fyrri hluta vetrar. Haukur frá í þrjá mánuði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brotinn Haukur Þrastarson spilar ekki strax með Kielce. Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er farinn frá rússneska fé- laginu Krasnodar, en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum þar. Krasnodar skýrði frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Félagið keypti Jón Guðna, sem er 31 árs gamall miðvörður, af Norrköping í Svíþjóð sumarið 2018 en hann lék aðeins sex leiki af þrjátíu fyrra tímabilið sitt og á nýloknu tímabili lék Jón Guðni tíu leiki í deildinni. Krasnodar endaði í þriðja sæti og fer í undankeppni Meistaradeildar- innar síðar í sumar. Jón yfirgefur Krasnodar Ljósmynd/Krasnodar Farinn Jón Guðni Fjóluson hefur leikið með Krasnodar í tvö ár. DANMÖRK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn Mikael Ander- son hefur verið lykilmaður hjá FC Midtjylland sem tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta með 3:1- sigri á FC København 9. júlí síðast- liðinn, þrátt fyrir að þá væru fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Yfirburðir Midtjylland í danska fót- boltanum hafa verið miklir á tíma- bilinu og er liðið með sautján stiga forskot á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir. Mikael og félagar hafa náð í 82 stig í 35 leikjum, en FCK er í öðru sæti með 65. Mikael, sem er 22 ára gamall, er eini Íslend- ingurinn sem hefur orðið danskur meistari í fótbolta fyrir utan Rúrik Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Sölva Geir Ottesen sem urðu dansk- ir meistarar saman árið 2013 með FC København. „Þetta var risastórt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn titil í meist- araflokki og það er alltaf gaman að vinna. Þetta er búið að vera langt tímabil, en við höfum unnið flesta leiki, spilað virkilega vel og þetta er sætt og verðskuldað. Það var sér- staklega sætt að við tryggðum titil- inn með sigri á FC København,“ sagði Mikael í samtali við Morgun- blaðið. Eins og taflan gefur til kynna er Midtjylland búið að vera lang- besta lið deildarinnar á tímabilinu. „Við erum búnir að vera langbesta liðið. FCK hefur verið óvenjuslakt á þessari leiktíð, en við erum búnir að vera rosalega góðir og stöðugir. Við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta og á sama tíma erum við með hrikalega sterka vörn. Við erum með tvo bestu miðverðina í deildinni; Alexander Scholz sem spilaði með Stjörnunni og svo er fyrirliðinn okk- ar Erik Sviatchenko mjög sterkur. Hann spilaði með Celtic áður en hann kom til okkar og hann er búinn að vera gríðarlega góður líka. Við er- um með hrikalega gott lið, spilum vel saman og erum þéttir og það hef- ur verið lykillinn að sigri.“ Fyrsta alvörutímabilið Mikael hefur spilað 30 deildarleiki af 35 til þessa á leiktíðinni, þar af 20 frá byrjun, og skorað í þeim fjögur mörk. Er hann sáttur við eigin frammistöðu á tímabilinu, þótt hann væri til í að bæta við fleiri mörkum. Er um fyrsta alvörutímabil Mikaels hjá Midtjylland að ræða, en hann hafði aðeins spilað 22 mínútur í deildinni með liðinu fyrir þessa leik- tíð og verið að láni hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni og Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni. „Ég er ánægður með mína frammistöðu. Ég er búinn að spila mjög mikið, skapa mikið af færum og skora nokkur mörk, þótt ég hefði viljað skora aðeins meira. Heilt yfir er ég sáttur við tímabilið mitt því ég er búinn að standa mig vel og þjálf- arinn og aðrir eru sáttir með mína frammistöðu. Ég byrjaði tímabilið á bekknum og þurfti að bíða eftir mínu tækifæri. Ég var svo klár þeg- ar kallið kom og nýtti tækifærið vel. Ég skoraði tvö mörk í byrjun tíma- bilsins og hef haldið sætinu í byrjunarliðinu síðan. Ég bjóst ekki endilega við því að spila svona mikið, en á sama tíma hafði ég trú á því.“ Lygileg sigurganga á útivelli Gengi Midtjylland á útivöllum á leiktíðinni hefur verið lygilegt og vann liðið 15 af 18 útileikjum sínum á tímabilinu. Eina tapið kom í síð- asta útileiknum gegn Jóni Degi Þor- steinssyni og félögum í AGF 12. júlí þar sem lokaölur urðu 3:0, AGF í vil. Þar á undan settu Mikael og félagar danskt met yfir flesta sigra í röð á útivöllum en 1:0-sigur gegn Nord- sjælland á útivelli 5. júlí var ellefti útisigurinn í röð. „Við erum með lið sem er mjög gott í skyndisóknum. Þegar við spilum á heimavelli pakk- ar andstæðingurinn gjarnan í vörn og þá þurfum við að stjórna leiknum og það erfiðasta í fótbolta er að stjórna leiknum og brjóta upp lið sem eru með tíu leikmenn á bak við boltann. Þegar við förum á útivelli vilja hin liðin spila meira og við fáum meira pláss og þá er léttara að ná skyndisóknum. Við höfum líka verið heppnir inn á milli og unnið leiki sem við vorum ekki góðir í. Alvöru- meistaralið taka svoleiðis sigra, ljóta 1:0-sigra.“ Midtjylland var á mikilli siglingu þegar tæplega þriggja mánaða hlé var gert á deildarkeppninni í Dan- mörku vegna kórónuveirunnar. Mikael viðurkennir að tímabilið hafi verið langt og strangt, en fram und- an er stutt frí, áður en undirbún- ingur fyrir næsta tímabil fer á fulla ferð. Fyrst leikur liðið gegn AaB í lokaumferðinni á sunnudag. „Þetta var mjög erfitt. Áður en Covid byrj- aði vorum við á svakalegri siglingu og að vinna alla leiki. Við töpuðum fyrsta leik eftir hléið og misstum smá flugið en það kom fljótt aftur. Þetta er búið að vera rosalega langt tímabil. Við fáum sjö daga frí eftir sunnudaginn og svo förum við strax að undirbúa næsta tímabil.“ Meistaradeild eða Evrópudeild Með sigri í deildinni tryggði Midt- jylland sér sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem lið- ið byrjar í 2. umferð af fjórum. Danska liðið þarf því að vinna þrjú einvígi til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi liðið í undankeppninni taka við leikir þar sem sæti í riðlakeppni Evrópu- deildarinnar eru undir. „Stefnan er að komast annaðhvort í Meistara- deildina eða Evrópudeildina. Það verður erfitt þar sem það eru mjög góð lið í undankeppninni. Við þurf- um að vera heppnir með dráttinn okkar en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast annaðhvort í Meistaradeildina eða Evrópudeild- ina. Það væri æðislegt að komast þangað,“ sagði Mikael. Hann er samningsbundinn Midtjylland til ársins 2023, en hann viðurkennir að stefnan sé að yfirgefa liðið áður en samningurinn rennur út. „Ég er mjög ánægður hjá Midt- jylland núna en ég stefni ekki á að vera hjá félaginu til 2023. Maður stefnir alltaf hærra og ég vonast til þess að komast að í sterkari deild. Tímasetningin er mjög mikilvæg, en það er erfitt að segja hvenær rétti tíminn er til að færa sig um set, von- andi gerist það fyrir 2023. Það gæti hjálpað að standa sig vel í Evrópu- keppni. Það myndi hjálpa mér per- sónulega að komast í riðlakeppnina í annarri hvorri keppninni.“ Mikael lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Indónesíu í vináttulandsleik í ársbyrjun 2018. Hann þurfti að bíða þolinmóður eftir næsta tækifæri því landsleikur númer tvö kom gegn Tyrklandi á útivelli 17. nóvember á síðasta ári í undankeppni EM, en hann kom þá inn á sem varamaður í Istanbúl. Mikael var svo í byrjunar- liðinu gegn Moldóvu ytra þremur dögum síðar í sömu keppni og lagði upp mark í 2:1-sigri. Átti lokamót EM að fara fram í sumar, en var frestað vegna kórónuveirunnar. Ís- land mætir Rúmeníu á heimavelli í umspili um sæti í keppninni 8. sept- ember næstkomandi og annaðhvort Ungverjalandi eða Búlgaríu á úti- velli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni, nái liðið að leggja Rúmeníu að velli. Risaleikir í Þjóðadeildinni Síðustu tveir landsleikir Mikaels komu í vináttuleikjum gegn Kanada og El Salvador í byrjun árs og hefur hann því alls leikið fimm A-lands- leiki. Mikael vill ólmur sanna sig með landsliðinu og er spenntur fyrir komandi verkefnum, sérstaklega í Þjóðadeildinni þar sem Ísland mætir Englandi, Belgíu og Danmörku í september, október og nóvember. Mikael ólst upp í Keflavík og Sand- gerði en hann flutti ungur til Dan- merkur. „Ég horfði á dráttinn þegar það var dregið í Þjóðadeildinni og þegar ég sá England, Belgíu og sérstak- lega Danmörku varð ég mjög spenntur. Þetta verða sex risaleikir og gegn skemmtilegum þjóðum. Vonandi stend ég mig nógu vel með félagsliðinu og fæ sénsinn með landsliðinu aftur, þá verð ég að nýta tækifærið og standa mig vel. Við eig- um góða möguleika gegn öllum þess- um þjóðum þótt þetta séu stórar fót- boltaþjóðir,“ sagði Mikael. Hann dreymir sérstaklega um að vinna Danmörku á útivelli. „Það er stærsti leikurinn fyrir mig og það yrði algjör veisla að vinna Danmörk á Parken,“ sagði Mikael Neville Anderson. Draumur danska meistar- ans að vinna Dani á Parken  Mikael Anderson ánægður með glæsilegan árangur Midtjylland í Danmörku Ljósmynd/Midtjylland Fastamaður Mikael Anderson hefur leikið 30 leiki í deildinni á tímabilinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.