Morgunblaðið - 24.07.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson
hefur náð þeim merka áfanga að eiga
tvær bækur af þeim fimm söluhæstu í
flokki skáldsagna í Þýskalandi í sömu
vikunni, líkt og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær en fréttatímaritið
Spiegel birti í gær nýjasta bóksölulist-
ann. Í öðru og fjórða sæti listans eru
þýskar þýðingar á bókum Ragnars
Jónassonar, annars vegar Dunkel eða
Dimma í öðru sæti og hins vegar Insel
eða Drungi í fjórða sæti. Er þetta í
fyrsta sinn sem tvær bækur eftir
sama íslenska rithöfundinn eru meðal
fimm söluhæstu bóka sömu viku þar í
landi, eftir því sem næst verður kom-
ist.
Yfir hundrað þúsund bækur
Ragnar er að vonum hæstánægður
með þessa miklu sölu bóka sinna í
Þýskalandi og nefnir að yfir hundrað
þúsund eintök af þessum tveimur
bókum hafi selst í Þýskalandi á síð-
ustu tveimur mánuðum. „Það er
eiginlega alveg magnað að sjá þetta,“
segir Ragnar um sölutölurnar.
Bækurnar voru gefnar út í Þýska-
landi með tveggja mánaða millibili og
þriðja bókin, Mistur eða Nebel í
þýskri þýðingu, er svo væntanleg í
september en hún er lokabókin í þrí-
leik Ragnars um rannsóknarlög-
reglukonuna Huldu.
„Ég hef aldrei verið á neinum met-
sölulistum í Þýskalandi áður,“ segir
Ragnar og að bóksalan hafi gengið
vægast sagt vonum framar. Bæk-
urnar eru ekki þær fyrstu eftir Ragn-
ar sem koma út á þýsku því hann hef-
ur verið á þeim markaði frá árinu
2011. Spurður út í mögulega skýringu
á þessari auknu sölu á bókum hans
segist Ragnar ekki kunna hana en
mögulega spili inn í að hann sé kom-
inn á samning hjá nýjum útgefanda,
Random House. „Eitthvað virkar,“
segir Ragnar kíminn og bendir á að
Dunkel hafi náð öðru sæti fyrir
nokkrum vikum og sé nú snúin aftur í
sama sæti. Kunna vinsældir hinnar
bókarinnar, Insel, að spila þar inn í.
Kemur fyrst út á frönsku
– Þýðir þetta að þú þurfir að fara
oftar til Þýskalands? Fara í viðtöl,
árita og lesa upp kannski?
„Vonandi, en það er bara nánast
enginn að ferðast neitt núna þannig
að það hefur ekki reynt á það. Þetta
er óheppilegur tími og frábært að ná
að selja bækur í þessu ástandi. Það
sýnir kannski að bóksala lifir þetta
af,“ svarar Ragnar og vísar þar að
sjálfsögðu til Covid-19-farsóttarinnar.
– Ertu að skrifa bók fyrir jólin?
„Já, ég er tilbúinn með bókina fyrir
jólin, hún var tilbúin í janúar meira að
segja af því hún kemur út á frönsku
fyrst. Ég er hálfnaður með næstu bók
í rólegheitum, Frakkland hefur fram
að þessu verið stærsta landið, þar höf-
um við selt 700.000 bækur á fjórum
árum,“ svarar Ragnar. Bókin sem
hann kláraði í janúar heitir Vetrar-
mein en mun heita Sigló í frönsku
þýðingunni. „Þeir vilja hafa íslenska
titla á þessari seríu,“ segir Ragnar
sposkur.
1,4 milljónir bóka
Við snúum okkur aftur að sölutöl-
um og segist Ragnar nú hafa selt um
1,4 milljónir bóka að nýjustu tölum
meðtöldum. Er þar átt við sölu á bók-
um hans frá upphafi, frá því hann gaf
þá fyrstu út og sala á Íslandi talin
með. Ragnar hefur skrifað bækur í
ein tíu ár en um fimm ár eru liðin frá
því fyrstu bækur hans fóru að koma
út á öðrum tungumálum. „Þessi sala
hefur að mestu leyti verið á síðustu
fimm árum,“ útskýrir hann.
Ragnar starfar í banka við fyrir-
tækjaráðgjöf og blaðamaður spyr
hvernig hann hafi tíma fyrir þetta allt
saman, að vinna í banka og skrifa
skáldsögur. „Ég reyni að vera skipu-
lagður og skrifa á kvöldin. Það hefur
alltaf verið þannig og gengið ágæt-
lega,“ segir hann. Aðalmálið sé að
skrifa jafnt og þétt yfir árið og nú sé
hann um einu ári á undan áætlun.
Ragnar viðurkennir að það geti
reynt á að setjast niður við skriftir að
loknum vinnudegi. „Þá verður maður
bara að fórna einhverju í staðinn,“
segir hann.
„Magnað að sjá“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Tvær bækur eftir Ragnar Jónasson, Dimma og Drungi,
eru meðal fimm söluhæstu skáldsagnanna í Þýskalandi
Agaður Ragnar Jónasson
starfar í banka á daginn
og skrifar á kvöldin.
Metropolitan-óperan í New York
brá á það ráð í kórónuveirukófinu
að streyma upptökum af upp-
færslum sínum á netinu gegn gjaldi
en einnig er hægt að fá ókeypis
prufuaðgang. Um helgina verður
sýnd upptaka af uppfærslu óper-
unnar árið 2010 á Rósariddaranum
eftir Strauss en í henni söng Krist-
inn Sigmundsson eitt af aðal-
hlutverkunum ásamt þeim Renée
Fleming, Christine Schäfer og Sus-
an Graham. Á vef óperunnar segir
að streymið hefjist á laugardag og
má finna frekari upplýsingar á
vefnum metopera.org. Kristinn
söng hlutverk Ochs baróns, hljóm-
sveitarstjóri var Edo de Waart og
leikstjóri Nathaniel Merrill.
Óperan er tæpar fimm klukku-
stundir að lengd með hléum og var
hún sýnd í beinni útsendingu í
Kringlubíói í janúar 2010. Sögu-
þráð og hlutverkaskipan má finna
á fyrrnefndri heimasíðu Metro-
politan og þar má einnig finna
fjöldann allan af bæði vídeó- og
hljóðupptökum fyrir óperuunn-
endur.
Rósariddarinn með
Kristni í streymi
Bassi Kristinn Sigmundsson.
Bætt aðgengi að stórum og spenn-
andi listviðburðum í gegnum netið
er eitt af því góða sem hefur þrátt
fyrir allt hlotist af samskipta-
takmörkunum síðustu mánaða.
Á meðal viðburða sem eru nú að-
gengilegir er nýstárleg uppfærsla
Grahams Wicks á Parsifal eftir
Richard Wagner í óperunni í Pal-
ermo á Sikiley, en hljómsveitar-
stjórn var í höndum Omers Meirs
Wellbers. Á meðal söngvara var
Tómas Tómasson bassabaritón í
hlutverki Amfortas og hlaut hann
lofsamlega dóma fyrir sína frammi-
stöðu. Það er því tilvalið fyrir
óperuunnendur að njóta uppfærsl-
unnar á meðan færi gefst en sýn-
ingin er aðgengileg án endurgjalds
á síðu Arte á vefslóðinni arte.tv/en
fram eftir vetri.
Þess má geta að gert er ráð fyrir
að Tómas komi fram í sömu óperu í
Genf í mars og apríl á næsta ári, en
þá sem Klingsor.
Sjáðu Tómas Tómasson í Parsifal Wagners
Lofsunginn Tómas Tómasson fékk lof-
samlega dóma fyrir Amfortas á Ítalíu.
Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir
opnar sýningu í Deiglunni á Akur-
eyri í kvöld kl. 20 sem er afrakstur
þriggja vikna langrar vinnustofu-
dvalar hennar og eru verkin enn í
vinnslu.
Sigríður hefur verið að vinna
með Eldfuglinn, gamalt rússneskt
ævintýri, og í tilkynningu er spurt
hvort við séum stödd í miðju vondu
ævintýri í dag. „Nú má segja að
við/heimurinn séum í álögum kór-
ónuveirunnar: Grímur, veira, kór-
ónur,“ stendur þar og að í ævintýr-
inu um Eldfuglinn sé ill vera sem
nefnist Kachtcheï dauðalausi.
Dauði Kachtcheïs sé falinn og álög-
um sem hann hafi lagt yfir sam-
félagið verði ekki létt nema dauði
hans finnist. „Hvað verður heimur-
inn lengi í álögum veirunnar þar til
lausn á smiti finnst? Við vonum að
lækning finnist og við leysumst úr
álögum,“ skrifar Sigríður.
Eldfuglinn í verkum Sigríðar í Deiglunni
Álög Hluti verks eftir Sigríði af sýningu
hennar í Deiglunni sem opnuð verður í dag.
Move, kvartett
Óskars Guðjóns-
sonar saxófón-
leikara, leikur á
tónleikum Jazz-
klúbbsins Múlans
í kvöld kl. 20 í
Flóa á jarðhæð
Hörpu. Óskar
stofnaði kvart-
ettinn til að tak-
ast á við sígild-
asta form djasstónlistar, blásara
með píanótríói, skv. tilkynningu en
undanfarin fjögur ár hefur kvart-
ettinn æft reglulega og farið hönd-
um um ýmsa tónlist með það fyrir
augum að stilla sig saman og opna
möguleika á fjölbreyttri og óheftri
nálgun í samleik og spuna. Á efnis-
skránni í kvöld verða verk eftir
Óskar sem til stendur að hljóðrita á
næstunni. Með honum leika Eyþór
Gunnarsson píanóleikari, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari
og trymbillinn Matthías Hemstock.
Move leikur
í Múlanum
Óskar
Guðjónsson