Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 32

Morgunblaðið - 24.07.2020, Side 32
„Fingraför Sæmundar fróða“ er yfirskrift viðburðar sem boðið verður upp á á morgun, laugardaginn 25. júlí, kl. 15, í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð. Friðrik Erlingsson rithöfundur mun þá flytja erindi og velta fyrir sér hverjar séu helstu vísbendingarnar um ritstörf Sæmundar Sigfússonar fróða í Odda. Friðrik er þekktur fyrir ritstörf sín og handritaskrif fyrir kvikmyndir og leikhús og er sérfróður um Sæmund fróða. Kaffiveit- ingar verða í boði að loknum fyrirlestrinum og aðgang- ur ókeypis. Friðrik flytur erindi um Sæmund FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Mikael Anderson er fyrsti Íslendingurinn í sjö ár til að verða danskur meistari í knattspyrnu, en hann hefur átt mjög gott tímabil með Midjtylland, sem vann meistaratitilinn með talsverðum yfirburðum. Hann dreymir um að vinna sigur með íslenska landsliðinu gegn því danska á Parken, en liðin eiga að mætast þar í Þjóðadeildinni í haust. „Það er stærsti leikurinn fyrir mig og það yrði algjör veisla að vinna Danmörk á Parken,“ segir Mikael. »27 Draumurinn hjá dönskum meistara að vinna Dani á Parken ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Markaðshaldið hér hefur fyrir löngu unnið sér hefð og er orðið fast í sessi. Sala á afurðum bænda færist líka sífellt meira í þetta horf, fram- tíðin er einfaldlega þessi,“ segir Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfells- dal. Í rúmlega tuttugu ár hafa fram- leiðendur ýmiss góðmetis mætt þangað á hverjum laugardegi frá miðju sumri og fram á haust með af- urðir sínar á söluborðin. Sulta, safi og silungur Jón var upphafsmaður markaðar- ins og leggur til hans úr eigin rækt- un meðal annars radísur, kartöflur, blómkál, brokkólí, hvítkál, hnúðkál og fjölbreytt úrval af salati. Frá garðyrkjustöðinni á Dalsgarði í Mosfellsdal koma jarðarber og rósir, nýr sem reyktur silungur frá bænd- unum á Heiðarbæ í Þingvallasveit, Íslensk hollusta leggur til sultur, safa og fleira slíkt og frá Sprettu koma grænar spírur. Aðrir selj- endur koma svo með framleiðslu sína tilfallandi. Þá má til dæmis nefna að á staðnum er matreiddur spænskur pönnuréttur, paella, sem slegið hefur rækilega í gegn. „Það er margt spennandi að ger- ast í ræktun og framleiðslu á Íslandi. Fólk vill sjá hvaðan maturinn sem það neytir kemur og hvernig staðið er að verkun hans. Smáframleiðsla sem seld er beint yfir borðið er í sókn; þróun sem heilbrigðiseftirlit vildi stoppa á sínum tíma en var eðli- lega gert afturreka með,“ segir Jón. Bætir við að markaðurinn í Mos- skógum sé ekki bara afurðasala heldur líka skemmtilegt mannamót. Sumir viðskiptavinir mæti á hverj- um laugardegi til að sýna sig og sjá aðra, fá sér hressingu og taka sólar- hæðina í samfélaginu. Gulrætur og rauðrófur „Við byrjum alltaf á laugardags- morgnum kl. 10 og stundum er allt uppselt um kl. 14. Núna er um það bil mánuður frá fyrstu markaðs- helginni og úrvalið verður meira með hverri helginni. Núna um helgina fáum við til dæmis nýjar gul- rætur, vorlauk og rauðrófur og von- andi skila rófurnar sér líka. Sumarið hefur verið hlýtt og gott og upp- skera er góð. Komi ekkert óvænt upp á gæti markaðurinn hér verið opinn fram í október gangi allt sam- kvæmt óskum,“ segir Jón í Mos- skógum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hollusta Grænmetið er litríkt og gæðin eftir því. Hjá mörgum er fastur liður að mæta í Mosfellsdal á laugardögum. Veislan í Mosskógum  Markaður í dalnum nú í meira en tuttugu ár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndinn Markaðurinn er manna- mót, segir Jón í Mosskógum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.