Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 12
ÚTTEKT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 Taugalæknirinn og rithöfundurinn OliverSacks skrifaði endurminngabók um æskusína og gaf út árið 2001. Í seinni heims- styrjöldinni bjó Sacks í London ásamt fjölskyldu sinni og lýsir hann því í bókinni að veturinn 1940-41 hafi tvær sprengjur lent í nálægð við heimili hans. Í fyrra skiptið sprakk sprengjan ekki og fjöl- skyldan læddist í húsaskjól skyldmenna um miðja nótt til að verða ekki sprengingu að bráð spryngi hún skyndilega. Í seinna skiptið lenti íkveikjusprengja Þjóðverja fyrir aftan hús fjöl- skyldunnar og hröðuðu faðir og bræður Sacks sér að reyna að ná tökum á eldinum sem kom frá sprengjunni. Lýsir Sacks því nákvæmlega hvernig þessu fór fram, hvernig þeir pumpuðu vatni á eldinn og hvernig bráðnaður málmur sprengjunnar skvettist í allar áttir. Stuttu eftir útgáfu bókarinnar hitti Sacks bróður sinn. Hann sagði að hann myndi eftir fyrri atburðinum á sama hátt og Sacks en þann seinni gat hann ekki tekið undir. „Þú sást þetta aldrei, þú varst ekki þarna,“ sagði bróðirinn, Michael. „Við vorum báðir í burtu í skóla. En David [eldri bróðir þeirra] skrifaði okkur bréf um þetta. Mjög myndrænt og dramatískt bréf. Þú varst heltekinn af því.“ Sacks skildi ekki hvað var í gangi. Hvernig gat hann munað eftir einhverju svo skýrt án þess að hafa verið á staðnum? Hann sá engan mun á minningu sinni af fyrri sprengjunni og þeirri seinni. Var einhver munur þarna á? Upprunaruglingur Fjölmörg dæmi eru um að fólk muni ranglega eftir minnisstæðum atburðum. Minning er eins skýr og mögulegt er, líkt og hjá Sacks, en ómögulegt er að fólk hafi upplifað hana. 19. apríl 1995 sprakk sprengja í miðborg Oklahoma-borgar. Að minnsta kosti 168 létust og 680 aðrir slösuðust. Sprengjan sprakk í sendiferðabíl sem leigður hafði verið í Kansas. Sá sem leigði bílinn út, Tom Kessinger, sagði að tveir menn hefðu leigt bílinn. Annar þeirra, Timothy McVeigh, var fljótlega handtekinn en hinn fannst hvergi. Seinna kom í ljós að McVeigh stóð einn að hryðjuverkinu en Kess- ingar ruglaði því saman þegar tveir menn leigðu annan svipaðan bíl. Annar þeirra var líkur McVeigh og því varð ruglingurinn. Í grein Árna Kristjánssonar, prófessors við Háskóla Íslands, í Sálfræðiritinu árið 2014 segir að þetta sé dæmi um upprunarugling. Þá sé minningin nokkuð skýr en uppruni hennar er á reiki. „Þannig getur fólk munað tiltekna stað- reynd réttilega en ekki, til dæmis, um hvern var að ræða og hvenær eða hvar atburðurinn átti sér stað,“ segir í greininni. Frægt dæmi um upprunarugling er þegar ástralski sálfræðingurinn Donald Thomson var boðaður til yfirheyrslu vegna nauðgunarkæru. Fórnarlambið hafði gefið lýsingu á árásarmann- inum sem varð að teikningu sem svipaði mjög til Thomsons. Hann hafði hins vegar góða fjar- vistarsönnun, hann var nefnilega í viðtali í beinni útsendingu í sjónvarpi á sama tíma og árásin átti sér stað. Fórnarlambið hafði verið að horfa á sjón- varpið rétt áður en ráðist var á hana og hafði því tengt andlit Thomsons við árásarmanninn. Í ljós kom síðan að árásarmaðurinn var um margt lík- ur Thomson í útliti þegar hann loks fannst og því hefur fórnarlammbið „límt“ andlit Thomson á búk hans í minningu sinni. Fyllum upp í minningar okkar Eitt sinn töldu sálfræðingar að heilinn skráði og geymdi tilfinngaríkar minningar okkar líkt og um ljósmyndir eða myndbandsupptökur væri að ræða. Var þetta kallað leifturminni. Rannsóknir sýndu hins vegar ekki fram á þetta. Í rannsókn Frederick Bartlett á 4. áratug síðustu aldar var þátttakendum sögð saga. Þeir voru síðan spurðir hvað þeir mundu úr sögunni, klukkutímum, dögum, mánuðum eða árum síð- ar. Kom í ljós að rangfærslur þátttakendanna um söguna voru mjög svipaðar. Ástæðan var sú að þegar fólkið sagði frá sög- unni fyllti það upp í það sem það raunverulega mundi með atriðum sem rímuðu við þeirra eigin reynslu. T.d. var talað um kanó í sögunni; fólk breytti því yfir í bát. Minni virkar því þannig að umhverfi þitt og reynsla hafa áhrif á það hverju þú manst eftir, hverju ekki og hverju þú bætir við minninguna til að fylla upp í það sem þú manst ekki. Sálfræðingar tala oft um skemu í þessu sam- hengi. Þannig er auðveldara að fá fólk til að trúa rangfærslum um atburði sem það upplifði sjálft ef þeir falla að skema þeirra um ákveðnar að- stæður því það getur séð þær fyrir sér. Ef fótboltaáhugamaður sér leikmann fá sitt annað gula spjald í leik er auðvelt að telja honum trú um að rauða spjaldið hafi einnig farið á loft þó það hafi aldrei gerst. Samhengið kallar á rautt spjald. Sami áhugamaður myndi ekki trúa því að dómarinn hafi farið í þrjá kollhnísa og hlaupið svo af vellinum ef hann hefði ekki séð það gerast. Ómöguleg minning Flestir muna hvar þeir voru þegar þeir fréttu af eða horfðu á sjónvarpsfréttir af hryðjuverka- árásunum á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Slíkir atburðir eru flestum í fersku minni löngu seinna og getur fólk oft talið upp ýmis smáatriði frá þessum degi. Í grein á vefsíðunni Bustle segir Melanie Mignucci frá því að hún muni eftir því að hafa verið sjö ára gömul 11. september 2001. Hún man eftir að hafa horft út um gluggann á skóla- stofu sinni og séð svartan reykinn frá bygging- unni svífa yfir Long Island-sund. Þá man hún eftir því að mamma hennar hafi verið að vinna í miðborg New York þennan dag. En enginn gluggi var á skólastofu Mignucci þar sem sást yfir sundið. Skólinn var í um 90 kílómetra fjarlægð frá turnunum og nánast ómögulegt að reykurinn hefði ferðast alla þá leið. Þá vann móðir hennar ekki í New York frá 2000 til 2002. Samt er minningin eins skýr og mögulegt er í huga Mignucci. Eftir hryðjuverkaárásirnar sáu sálfræðingar sér leik á borði og rannsökuðu hvernig minn- ingar fólks af þessum degi myndu breytast. Þátttakendur rannsóknarinnar, sem Elizabeth Phelps fór fyrir, voru spurðir út í minningar sín- ar af árásinni viku, ári, þremur árum og síðast tíu árum eftir hana. Eftir eitt ár var nákvæmni frásagnar þátt- takendanna aðeins 57%, samanborið við þegar vika var liðin frá árásinni. Sérstaklega var fólk lélegt að muna hvernig því leið þegar það frétti af árásinni; aðeins 40% nákvæmni. Þrátt fyrir þetta var fólk mjög visst í sinni sök að minningin væri rétt. Minningar eru ekki skrásettar í heila okkar og geymast þar að eilífu. Við mótum minningar okkar í hvert sinn sem við hugsum um þær. Þess vegna gæti minningin um tilfinninguna breyst frekar en staðreyndirnar því minningin litast af tilfinningunni sem við finnum þegar við hugsum um minninguna. „Minningum“ komið fyrir Rannsóknir hafa sýnt að tiltölulega auðvelt er að fá fólk til að búa til minningu um eitthvað sem gerðist aldrei, sérstaklega á það við um æsku- minningar. 1995 var gerð rannsókn þar sem fengnar voru upplýsingar um þrjár æskuminn- AFP Er minning alltaf minning? Okkur finnst við oft muna nákvæmlega hvert smáatriði atburða sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir okkur. Þetta getur átt við þegar fréttir af stórviðburði berast, æskuminningar eða upplifun af glæp sem var framinn. En getum við treyst þessum minn- ingum? Getum við treyst því að minningin sem við sjáum svo skýrt í huga okkar sé sönn og það sem raunverulega gerðist? Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Flestir muna hvar þeir voru þegar ráðist var á Tvíburaturnana 11. september 2001. Minningin af því gæti þó verið ósönn. Í gegnum tíðina hefur borið á því að lista- menn eða rithöfundar séu sakaðir um brot á höfundarrétti án þess að hafa gert sér grein fyrir líkindum verka sinna og annarra. Um þetta fjallar Oliver Sacks í bók sinni The River of Consciousness. Með ritstuldi er oftast átt við einbeittan brotavilja þar sem viðkomandi tekur hug- mynd frá öðrum og, án nokkurrar viður- kenningar, setur hugmyndina fram sem sína eigin. Erfitt er að færa rök fyrir því að slíkt eigi við þegar hugmynd annars er óvart notuð. Það er kallað „cryptom- nesia“ og á við þegar minning um eitthvað kemur á yfirborðið en viðkomandi fattar ekki að um minningu er að ræða og held- ur að hugmyndin sé hans eða hennar eig- in. Helen Keller gaf út sína fyrstu bók, The Frost King, ellefu ára. Í kjölfarið var Keller, sem var blind, sökuð um ritstuld en bók hennar þótti svipa mjög til The Frost Diaries eftir Margaret Canby. Keller mundi ekki eftir að hafa lesið bókina en áttaði sig síðar á því að hún hafði verið „lesin“ fyrir hana með fingrastöfun. Ef hún hefði lesið bókina með blindraletri hefði þetta ekki komið fyrir, að sögn Keller. Árið 1996 tók Sacks sjálfur eftir því að leikrit Brian Friel, Molly Sweeney, fjallaði um það sama og grein hans í New Yorker. Fjallaði leikritið um blinda konu sem fær sjónina eftir að hafa verið blind frá fæð- ingu en getur ekki meðtekið það sem aug- un sjá því heilinn er ekki vanur sjóninni. Ýmsa frasa og setningar úr grein Sacks mátti finna í leikritinu svo um tilviljun gat ekki verið að ræða. Sacks hafði samband við Friel og hann kannaðist ekki við að hafa lesið greinina. En þegar Sacks sendi honum greinagóðan samanburð á verkunum tveimur viður- kenndi hann að hann hlyti að hafa lesið greinina og gleymt því. Hann hafði því kallað fram minningu sem hann hélt að væri hans eigin hugmynd. Helen Keller var sökuð um ritstuld. Minning eða hugmynd? RITSTULDUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.