Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 13
19.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 ingar þátttakendanna frá fjölskyldumeðlimum. Fjórðu sögunni, sögu um að viðkomandi hafi týnst í verslunarmiðstöð, var bætt við. Þátttakendurnir voru svo beðnir um að rifja upp þessar sögur og 25% þeirra „mundi“ mjög vel eftir því að hafa týnst í verslunarmiðstöðinni og gátu flestir þeirra „rifjað upp“ alls kyns smá- atriði,“ eins og segir í grein Árna. Þegar fólki var sagt að sagan væri uppspuni varð það gátt- að. Seinni rannsóknir benda til að á milli 20 og 40% muna ranglega eftir sögum af þessu tagi. Sýnt hefur verið fram á að þetta fólk hafi hærra gildi en aðrir á kvarða Gísla Guðjónssonar yfir sefnæmi, þ.e. hægt er að breyta skoðunum þeirra á fortíðinni með misvísandi eða leiðandi upplýsingum. Í október 1992 biluðu tveir hreyflar ísraelskar flutningavélar skömmu eftir flugtak hennar frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Reynt var að snúa vélinni til baka en hún lenti á 11 hæða íbúðablokk áður en hún náði til flugvallarins. 43 létust. Tíu mánuðum síðar var minni háskólanema og -starfsmanna um atburðinn kannað. Spurt var, „Sást þú sjónvarpsupptökuna af því þegar vélin lenti á íbúðablokkinni?“ 55% sögðu já í fyrstu rannsókninni og 66% í þeirri seinni. Þrátt fyrir það var engin upptaka til af brotlending- unni en þar sem spurningin gaf það í skyn „mundi“ fólk eftir henni. Þetta er skýrt dæmi um áðurnefnt sefnæmi. Með því að leggja eitthvað til við fólk er hægt að fá það til „muna“ eftir alls kyns atburðum sem aldrei áttu sér stað. Kemur þetta fram þegar fólk les blöðin, skoðar myndir, horfir á mynd- bönd eða heyrir sögur ættingja og vina. Eins og í tilfelli Oliver Sacks geta bréf af sögum ættingja haft mikil áhrif. Auðvelt að hafa áhrif Árið 1996 voru birtar niðurstöður úr rannsókn þar sem háskólanemar áttu að slá inn á lykla- borð orð sem lesin voru upp. Þau máttu alls ekki ýta á „alt“-takkann því þá frysi tölvan. Enginn ýtti á alt-takkann en eftir að logið var að þeim að þeir hafi gert það játuðu 70% háskólanemanna á sig glæpinn. Í rannsókn Elizabeth Loftus og John Palmer frá 8. áratugnum var fólki sýnt myndband af bílaárekstri. Þátttakendur voru spurðir hversu hratt bílarnir hefðu farið í myndbandinu en spurningin var orðuð á mismunandi hátt fyrir nokkra hópa þeirra. Einn hópur var spurður, „Hversu hratt fóru bílarnir þegar þeir rákust saman?“ Í annarri spurningu var orðinu rákust skipt út fyrir „klesstu“. Fólki fannst bílarnir hafa farið hraðar þegar sagt var „klesstu“ heldur en „rákust“. Í annarri rannsókn Loftus sýndi hún, ásamt öðrum, fram á að tiltölulega auðvelt væri að telja fólki trú um að það hafi séð bið- fremur en stöðv- unarskyldumerki. Og það einungis með því að spyrja hvað gerðist eftir að bílinn fór framhjá biðskyldumerkinu en ekki stöðvunarskyldu- merkinu. Á að treysta minni vitna? Þetta vekur upp spurningar um hvort hægt sé að treysta bæði vitnisburði fólks í réttar- höldum, sem og játningu á glæpum. Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi játað á sig glæpi sem það framdi ekki þegar þjarmað hefur verið að því og margir hafa setið inni vegna rangs vitnisburðar sjónarvotta glæpsins sem viðkomandi var dæmdur fyrir. Sannfæring sjónvarvotta hefur lítið að segja um áreiðanleika þeirra. Daniel Schacht- er sálfræðingur og sérfræðingur í minnis- rannsóknum hefur haldið því fram að sam- bandið milli sannfæringar sjónarvotta og hversu réttar minningar þeirra eru sé veikt, í besta falli. Dómurum og kviðdómendum virðist eðlis- lægt að trúa frekar vitnisburði þar sem við- komandi virðist viss í sinni sök. Árið 2008 var fyrrverandi dómari í Bretlandi, Gerard Butl- er, spurður hvort þörf væri á minnissérfræð- ingum í dómsmálum til að útskýra fyrir kvið- dómendum hvernig minnið virki. „Mér finnst, í hreinskilni sagt, þetta vera fáránleg hugmynd,“ sagði Butler. Sagði hann aðra sérfræðinga, eins og t.d. genasérfræð- inga, vera mikilvæga en kviðdómendur ættu að treysta á skynsemi sína til að meta hvort einstaklingur sé að segja sannleikann. „Það er ekki fyrir sérfræðing að dæma um.“ En kannski er það fyrir sérfræðing að dæma um. Sýnt hefur verið fram á að í málum þar sem dómsúrskurður er felldur úr gildi vegna rannsókna á erfðaefni hefur oftast ver- ið treyst á vitnisburð sjónarvotta. The Innocence Project, samtök sem vinna að því að frelsa þá sem hafa verið ranglega sak- felldir fyrir glæpi, halda tölfræði yfir rangrar sakfellingar. Í 71% tilvika þar sem erfðaefni er notað til að fella dóm úr gildi hefur dómurinn byggst á vitnisburði sjónarvotta. Þá voru 28% sakfellinganna byggð á falskri játningu. Í helm- ingi þeirra tilfella var sakborningurinn yngri en 21 árs. Í samræmi við upplifun þeirra sem hafa „rangar“ minningar hafa rannsóknir ekki sýnt neinn mun á heilastarfsemi fólks hvort það muni rangt eða rétt. Fyrir heilanum og starfsemi hans er minning minning, sama hversu vitlaus hún er. Þá hafa rannsóknir varpað ljósi á það hvernig atburðir sem gerðust aldrei geta orð- ið að minningum. Þegar fólk ímyndar sér at- burði virkjast sömu svæði heilans og þegar fólk sér atburðina. Því geta minningar af at- burði orðið til þó einungis sé verið að ímynda sér hann. Engin leið að hinu sanna Í byrjun júlí 2018 kom fram í fjölmiðlum að Brett Kavanaugh væri á lista yfir þá sem kæmu til greina að taka við af Anthony Kennedy sem dómari í hæstarétti Bandaríkj- anna. Þá hafði Christine Blasey Ford, sál- fræðiprófessor við Háskólann í Palo Alto, samband við Washington Post og sagði Kavanaugh hafa misnotað sig kynferðislega þegar þau voru bæði í menntaskóla, í upphafi 9. áratugarins. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilnefndi Kavanaugh í starfið 9. júlí og í lok mánaðarins hafði Ford samband við öldungardeildarþing- manninn Dianne Feinstein og sagði henni frá ásökunum sínum. Í september steig Ford fram opinberlega og sagði Ford og vin hans, Mark Jugde, hafa haldið sér niðri í rúmi í her- bergi húss þar sem haldið var partí. Þar áttu þeir að hafa áreitt hana kynferðislega þar til hún slapp frá þeim. Kavanaugh gaf fljótlega út yfirlýsingu þar sem hann neitaði ásökununum. Bæði mættu þau fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og sögðu sína hlið á málinu. Sitt sýndist hverjum um málið. Töldu margir að trúa ætti Ford, hún hefði enga ástæðu til að stíga fram og segja ósatt. Aðrir sögðu skrítið að Ford stigi fram nú og að saga hennar af árásinni væri ekki nógu skýr. Í viðtali við AFP á þessum tíma sagði Eliza- beth Loftus, sem nefnd var hér á undan, að vel gæti verið að bæði Ford og Kavanaugh segðu heiðarlega frá. „Hún var mjög trúverð- ug og viðkunnanleg. Flestir vildu trúa því sem hún sagði og hún virtist trúa eigin orðum. Hann leit út fyrir að vera mjög reiður en það er hægt að búast við því af einhverjum sem er ranglega sakaður um eitthvað,“ sagði Loftus. Ayanna Thomas, annar sérfræðingur á sviði minnisrannsókna, tók í sama streng í viðtali við hlaðvarpsþátt NPR, Hidden Brain, í fyrra. „Bæði hafa sína útgáfu af sannleikanum. Og það sem fólk þarf að skilja er að það er engin leið að vita nákvæmlega hvað gerðist fyrir 30 eða 40 árum. Það er bara engin leið að finna þær upplýsingar,“ sagði hún. Minnið er merkilegt fyrirbæri. Árið 1992 lenti flugvél á íbúðablokk í Amsterdam. Tíu mán- uðum síðar hélt meirihluti aðspurðra að þeir hefðu séð mynd- bandsupptöku af slysinu þó ekkert myndband af því væri til. AFP Christine Blasey Ford sakaði verðandi hæstaréttardómara um kynferðisárás tugum ára eftir árás- ina. Minnissérfræðingar hafa sagt ómögulegt að vita nákvæmlega hvað gerðist. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.