Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 18
Allskyns grímur Donald Trump bar loks andlitsgrímu á dögunum en hann vildi upphaflega ekki gera það. AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, með grímu með merki þýska Evrópuráðsins. Johnny Depp ber grímu þegar hann mætir fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi verið of- beldisfullur gagnvart fyrrverndi konu sinni, Amber Heard. AFP Þótt Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar hafi blessunarlega sloppið viðað þurfa að bera andlitsgrímur á almannafæri er ekki sömu sögu aðsegja alls staðar. Víða er grímuskylda og annars staðar er fólk hvatt til að bera grímu fyrir vitum sér til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveir- unnar. Allir verða þó að bera grímur á meðan á millilandaferðalögum stendur. Allur gangur er á því hvernig grímur menn bera. Einhverjir bera einfaldlega skurðaðgerðargrímu, aðrir merktar grímur og enn aðrir nota grímurnar fyrir listræna eða pólitíska tjáningu. Af mörgu er að taka og tók Sunnudagsblað Morgunblaðsins saman nokkrar myndir fyrir þá sem eru í grímuhugleiðingum, nú eða vilja skemmta sér við að skoða ólíkar grímur. Grímutískan er allsráðandi víða um heima þessa dagana enda kórónuveirufaraldurinn í sífelldum vexti. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar grímur. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is AFP Þátttakandi í Pride Ride 2020, sem fór fram í byrjun mánaðarins í Zagreb í tengslum við þingkosn- ingar í Króatíu, hjólar með grímu til stuðnings hinsegin fólki. Veiðivefur í samstarfi við 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.