Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 29
að þær rifnuðu. Þá slokknaði fyrir fullt og fast á sviðsljósi sem átti að gefa listamönnunum til kynna að upptroðsla þeirra væri senn á enda meðan The Who var í ham. Þetta var þó hjóm við hliðina á „verstu endurkomu allra tíma“, eins og framlag Led Zeppelin er gjarnan kallað. Robert Plant var hás, gít- arinn hans Jimmys Page vanstilltur og þegar á hólminn kom kunni Phil Collins, sem tók sæti Johns heit- ins Bon- hams á þessu fyrsta giggi frá andláti hans, ekki lögin. „Helvítis hörmung,“ sagði Plant síðar og Page sagði frammi- stöðu Collins hafa verið grín. Trymbillinn varði þó hendur sínar og sagði: „Það var ekki mér að kenna að þetta var ömurlegt. Hefði ég getað gengið út hefði ég gert það. En þá hefðu allir farið að tala um að Phil Collins hefði gengið út af Live Aid.“ Page og Plant hafa séð til þess að giggið er hvergi aðgengilegt. Bjargaði 15 ára stúlku Öðrum gekk betur og sumum miklu betur. Live Aid gerði U2 að stór- stjörnum og Bono að dýrlingi, eftir að hann stökk niður til áhorfenda til að dansa við fimmtán ára stúlku sem var við það að troðast undir. Bowie var líka í essinu sínu, eins Elton John og gestur hans, George Mich- ael. Þá voru Mick Jagger og Tina Turner í banastuði saman; tvö af mestu sviðströllum allra tíma. Tina endaði á leikfimibol eftir að Jagger- inn hafði rifið utan af henni kjólinn. Talandi um sviðströll, þá var það Freddie Mercury sem stal senunni á Wembley. Lýðurinn bókstaflega át úr lófa hans. Slíka stjórn hafði söngvarinn á mannskapnum að hefði hann gefið fólki fyrirmæli um að berhátta sig hefðu 80 þúsund manns staðið þarna á Adams- og Evuklæð- unum. Til þess kom þó sem betur fer ekki. „Aaaaaay-o“-ið hans Freddies í a cappella-hluta giggsins hefur allar götur síðan verið þekkt sem „tónn- inn sem heyrðist um allan heim“. Húsmæður í Belgíu munu hafa kvartað undan hávaða. Síðar sagði Brian May við The Observer að ork- an á sviðinu hefði verið svakaleg en bandið yfirspennt og fyrstu við- brögðin voru þau að þetta hefði ekki verið neitt sérstakt. „Freddie var leynivopnið okkar. Hann náði áreynslulaust til hvers einasta manns á leikvanginum, þetta var hans kvöld.“ Gefum okkar manni á Wembley, Ómari Valdimarssyni, aftur orð- ið: „„Ég trúi þessu ekki,“ sagði uppgjafahippi um fer- tugt sem stóð nærri mér í þvögunni. „Ég trúi því ekki að þetta sé satt. Það vantar bara Elvis og Lennon, þá væri lífið fullkomið.“ Bob Geld- of, söngvarinn úr Boomtown Rats, sem var upphafsmaður tón- leikahaldsins í fjórum heimsálfum einn og sama daginn, tók undir þetta: „Mér var að verða ljóst,“ sagði hann, „að þetta er besti dagur lífs míns.“ Fagnaðaróp gullu úr 80.000 mannsbörkum og víða mátti sjá tár glitra á hvarmi.“ AFP 19.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 VANDRATAÐ Breska söngkonan Lianne La Havas, sem er af blönd- uðum kynþætti, viðurkennir í sam- tali við breska blaðið The Guardian að hún viti ekki alltaf í hvorn fótinn hún eigi að stíga þegar umræða um kynþáttamál er annars vegar. „Fólk segir að ég sé svört – sem ég er. En þar með er faðir minn ekki virtur viðlits, sem ég tek nærri mér. Án hans væri ég ekki sú manneskja sem ég er,“ segir La Havas sem sendi í gær frá sér sína þriðju breiðskífu, sem ber nafn hennar. Stolt af báðum kynþáttum Breska söngkonan Lianne La Havas. AFP BÓKSALA 8.-14. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Vegahandbókin 2020 Steindór Steindórsson o.fl. 2 Þerapistinn Helene Flood 3 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 4 Tíbrá Ármann Jakobsson 5 Hálft hjarta Sofia Lundberg 6 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides 7 Handbók fyrir ofurhetjur 5 – horfin Elias/Agnes Vahlund 8 Kortabók Örn Sigurðsson ritstjóri 9 Risasyrpa – frægð og frami Walt Disney 10 Ættarfylgjan Nina Wähä 1 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir 2 Urðarköttur Ármann Jakobsson 3 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 4 HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson 5 Útlagamorðin Ármann Jakobsson 6 Delluferðin Sigrún Pálsdóttir 7 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 8 Hvítidauði Ragnar Jónasson 9 Kokkáll Dóri DNA 10 Tregasteinn Arnaldur Indriðason Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Stundum hef ég lesið bækur of snemma og það er ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem eitt- hvað smellur innra með mér og ég átta mig loksins á snilldinni. Það kom fyrir mig þegar ég þrjóskaðist við að lesa Önnu Kareninu hans Tolstoys. Ég var 17 ára gömul og hafði engar forsendur til þess að skilja tog- streituna milli skyldunnar og ást- arinnar. Stundum hef ég líka lesið bækur í absúrd aðstæðum. Að lesa Glæp og refs- ingu hans Dosto- evsky í útskrift- arferð á Marmaris er ágætis dæmi um það. Sitjandi þunn á sólarbekk með þennan rússneska doðrant umkringd kátum og vel hífuðum samstúd- entum var í hrópandi ósamræmi við Sankti Pétursborg og ein- manaleikann sem Rodion Ra- skolnikov finnur fyrir í sinni hrikalegu siðferðisklípu. Það eina sem við Raskolnikov áttum sameiginlegt á þeirri stundu var óbærilega hitasvækjan sem við fundum okkur í. Það allra besta er samt þegar maður les ekki bara góða bók á réttum tíma heldur þar að auki í réttum aðstæðum. Í janúar 2018 las ég Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þá nýflutt til Parísar í nám. Fyrir utan það að vera yndis- legur lestur og þrælfyndin í þokka- bót þá var hún mögulega mest viðeigandi bók sem ég hefði getað lesið á þess- um tímapunkti ævi minnar. Hon- um tókst svo vel að kjarna spennuna og á tímum vandræða- leikann við að vera ósiðfágaður og einfeldningslegur Íslendingur nýfluttur til Frakklands. Undanfarið hef ég fundið mig í lestri sem ég upplifi hvorki að spegli mína tilvist né sé í stór- kostlegu misræmi við hana. Þeg- ar covid stóð sem hæst hér á landi las ég Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco, ótrúlegur texti þar á ferð. Þessa dag- ana les ég Killing Commendatore eftir Haruki Mura- kami, ég hef virkilega gaman af töfraraunsæinu sem birtist þar. Á náttborðinu hvíla svo English Patient eftir Michael Ondaatje og Beðið eftir bar- börunum eftir J. M. Coetzee í splunkunýrri þýð- ingu Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar. Ég stefni því á að ferðast ekki að- eins innanlands í sumar heldur einnig til Japans, Ítalíu og á „mærum ótilgreinds heims- veldis“. ÁSDÍS NÍNA ER AÐ LESA Bók til að spegla sig í Ásdís Nína Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Freddie Mercury, senuþjófurinn á Wembley, vafði gest- um um fingur sér. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.