Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 17
sem er meðal þekktustu blaðamanna og pistlahöf- unda Bandaríkjanna. Will hefur löngum verið hallari undir repúblikana en andstæðinga þeirra. Það vakti því mikla athygli þegar hann tilkynnti í aðdraganda kosninganna 2016 að hann gæti ekki fengið sig til að kjósa Trump sem forseta og rökstuddi það. Nýlega sagði hann að- spurður að hann hefði ekki gert það upp við sig hvort hann myndi kjósa Joe Biden í kosningunum nú eða ekki. Spyrjandinn benti á sífellt fleiri merki þess að Biden hefði farið stórlega aftur og væri bersýnilega ekki treyst til að standa á eigin fótum fyrir framan blaðamenn. George Will nefndi þá dæmi úr kosninga- baráttu þeirra Bidens og Obama frá haustinu 2008, þegar Biden gagnrýndi Bush, fráfarandi forseta, harðlega fyrir slæleg viðbrögð við fjármálakreppunni nokkru fyrr. Biden sagði að forsetinn hefði þó haft upplagða fyrirmynd sem hann hefði átt að fylgja. (Biden svaraði spurningum í einkaviðtali CBS sem sýnt var 22. september þetta ár. Hann vildi sýna sam- anburð á pólitískri forystu þá og áður þegar Roose- velt forseti, úr röðum demókrata, sat í Hvíta húsinu.) Biden sagði við fréttamann CBS: „Þegar kreppan mikla brast á fór Franklin D. Roosevelt strax í sjón- varpið og talaði til þjóðarinnar og þar lét hann ekki nægja að tala eingöngu um græðgisgaurana (the princes of greed).“ Gallinn við þessa ádrepu Bidens var ekki bara einn heldur margir. Kreppan brast á árið 1929. Herbert Hoover var forseti þá en ekki Franklin Roosevelt. Roosevelt varð ekki forseti fyrr en í janúar 1933. Og þótt hann hefði farið í sjónvarp strax þá hefði það ekki heldur gengið, því að slíkt tæki var fyrst kynnt til sögunnar á heimssýningunni í New York 1939, réttum áratug eftir að kreppan varð! Ekki þótti öllum að þetta dæmi ætti að styrkja George Will í því að þurfa umhugsunarfrest til að svara því hvort hann myndi kjósa Biden í nóvember. En Will færði þetta fram sem svar við fullyrðingum um að „nú væri svo komið“ að Biden væri fjarri því að vera með á nótunum. Hann hefði þannig verið býsna lengi úti á þekju, eins og þetta dæmi sýndi, en það mætti nálgast á YouTube. Will gaf til kynna að verið gæti að þessi „galli“ gerði Biden að manneskjulegri persónu en ella í augum einhverra og benti til að það væri hvorki betra né verra en það hefði lengi verið. Hatur halar inn Það er alþekkt að þeir sem komast nærri forseta Bandaríkjanna, á öllum tímum, leitast við að gera sér mat úr því og oft með góðum árangri. Bróðurdóttir Donalds Trumps, Mary Trump, hefur gefið út bók um frænda sinn, „hættulegasta mann Bandaríkj- anna“, eins og hún kallar hann. Mary er flokksbund- inn demókrati og ötull stuðningsmaður Hillary Clin- ton. Bókin um Trump eftir frænkuna kom út 14. þessa mánaðar og seldist í milljón eintökum fyrsta daginn! Það er því ekki of fljótt að segja að Mary verði mjög fjáð eftir bókina og eru aurarnir þá taldir í millj- örðum króna. Hún var svo sem ekki á flæðiskeri fyrir, því afi hennar hafði arfleitt fjölskylduna að háum fjárhæðum (10-40 milljörðum (mælt í íslenskum krónum)), en Mary og aðrir afkomendur Freds yngri, bróður Trumps, töldu sig hafa komið verr frá þeim potti en eðlilegt hefði verið og þaðan mun hatrið á Donald frænda komið. Fred jr. var forfallinn alkóhól- isti en Donald hefur aldrei smakkað vín. Hann segist ekki hafa sett sínum börnum önnur skilyrði í þeim efnum en þau, að noti þau áfengi, sem sé þeirra mál, geti þau ekki starfað við fyrirtæki hans. Og svo bók Boltons Bók Johns Boltons, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, er einnig komin út og margir töldu að hún væri líklegri til að skaða forsetann en bók frænkunn- ar. En bók Boltons hefur ekki fengið mikið flug og þykir nokkuð tyrfin og smásmyglisleg og sumt sem á að vera gagnrýni sé fremur til að styrkja forsetann en hitt. Eitt af því sem Bolton gagnrýnir Trump fyrir er at- vik þegar Íransher skaut niður njósnadróna Banda- ríkjanna. Bolton lagði hart að forsetanum að gera refsiárás á Íran, þótt hún yrði að sjálfsögðu takmörk- uð. Forsetinn spurði hvað slíkri árás fylgdi og Bolton svaraði því til að það hlyti að verða nokkurt mannfall hjá Írönum, sem reynt yrði að takmarka. Trump benti á að enginn Bandaríkjamaður hefði farist þegar drón- inn var skotinn niður og hann gæti því ekki varið það fyrir sjálfum sér eða öðrum að valda manntjóni í hefndaraðgerð vegna drónans. Öfugt við spár margra (og stundum stórkarlalegt tal Trumps) hefur forsetinn verið tregari til manndrápa en flestir forverar hans á síðari tímum. Augljóst er að Bolton telur viðbrögð forsetans veikleikamerki en þar sem Bolton hefur orð á sér fyrir að vera í vígreifari kanti er ekki víst að af skrifum hans verði mikill skaði. Kórónuveiran hefur farið mikinn í Bandaríkjunum en margt bendir til að senn hjaðni þar og er þá líklegt að fjör færist í leikinn í kosningunum og jafnvel verði sendur leiðangur til að sækja Joe Biden upp úr kjall- aranum. Stjórnendur hans í Demókrataflokknum reyna þó að draga það eins lengi og þeir mega. Kannski mun Biden óska eftir því að fá að ræða þær aðstæður við Franklin D. Roosevelt, enda hefur hann lengi haft mætur á honum. Hvernig væri að þeir tveir hittust í sjónvarpssal? Morgunblaðið/Árni Sæberg 19.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.