Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 14
Birta, bídd’ eftir mér FÁTT KVEIKIR JAFN INNILEGA Í LJÓSMYNDURUM OG BIRTUSKILYRÐIN VIÐ AFTURELDINGU UM HÁSUMAR. ÁRNI SÆBERG BEIÐ ÞVÍ EKKI BOÐANNA ÞEGAR HANN REIS ÁRLA ÚR REKKJU Á DÖGUNUM, HELDUR BRUNAÐI AF STAÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hún var ekki amaleg birtan sem blasti við Árna Sæ-berg, ljósmyndara Morgunblaðsins, þegar hannvaknaði um þrjú leytið eina nóttina fyrir skemmstu. Svö mögnuð raunar, að eftir að hafa tekið myndina af lúpín- unni og gróðrinum hér að ofan, af verönd heimilis síns í Kópavogi, var honum ekki til setunnar boðið. Og hvert er betra að stefna skónum við slíkar aðstæður en upp í Kjós og Hvalfjörð? Eða eins og Steingrímur Thorsteinsson orti um Hvalfjörð: Ó, fjörður væni, sæll að sýn í sumarsólar loga. Hve framnes, björg og flóðvík þín í faðm sjer hug minn toga. Hvar stenst öll prýðin eins vel á við insta botn og fremst við sjá? Hvar sje jeg fleiri fjöllin blá og fegri marar-voga? Óhætt er að fullyrða að Kjósin og Hvalfjörðurinn hafi verið í sínu fínasta pússi þennan morgun. Fátt jafnast á við fallegt landslag, virðuleg guðshús, afskekkt býli og bryggjur sem fyrir löngu luku hlutverki sínu og dular- fullar rústir mannabyggða við dag- renningu. Að ekki sé talað um kyrrðina sem Kjósin og Hvalfjörð- urinn hefur öðlast eftir að bílaum- ferð var beint aðra leið með tilkomu ganganna undir fjörðinn. „Það er ekki bara birtan sem heillar á þessum árstíma, heldur ekki síður skýjafarið. Ég hef mikið dálæti á skýjafari og síðasta sumar var ég heilan mánuð að mynda það eitt og sér. Það var ekki hræða á ferli, ég mætti ekki einum einasta bíl í Hvalfirðinum, en náttúran glaðvakandi og fuglalífið margbrotið. Það var al- gjör stilla, eins og svo oft á þessum tíma sólarhrings, og engu líkara en að maður væri staddur í miðju ævintýri,“ segir Árni. Fyrsti áningarstaður Árna var Reynivallakirkja í Kjós, byggð 1859. Séra Gísli Jóhannesson lét reisa kirkjuna en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Fyrr á öld- um voru Reynivellir kirkjustaður í þjóðbraut þegar helsta hafskipahöfn landsins var Maríuhöfn í Hvalfirði og um hlaðið lá leiðin til Þingvalla og Skálholts. Húsin í Hvammsvík hafa fengið andlitslyftingu á liðnum árum frá hendi eigandans, Skúla Mogensen athafnamanns, og fara ekki framhjá nokkrum manni þegar ekið er þar framhjá, biksvört frá hvirfli til ilja. Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Breski og bandaríski herinn höfðu aðstöðu á jörðinni í síðari heimsstyrjöldinni og byggðu þar töluvert magn mannvirkja, svo sem bragga, höfn, skotfærageymslur, vöruskemmur, aðstöðu til íþrótta- iðkunar og ýmislegt fleira. Á jörðinni eru um 80 fornminjar á fornminjaskrá. Í Hvítanesi eru leifar flotastöðvar Breta og vegna mikilla umsvifa bæði Breta og Bandaríkjamanna í Hvalfirði má finna ýmsar minjar um veru þeirra víðs vegar við fjörðinn, svo sem bryggjuna og rústirnar sem Árni staldraði við. Sitthvað fleira er að sjá. Botnsdalur, í botni Hvalfjarðar, er til dæmis vinsælt útivistarsvæði og þar er hæsti foss landsins, Glymur. Innarlega í firðinum eru víða leirur og þar er fjölbreytt fuglalíf og mikið um krækling. Morgunstund gefur gull í mund, segir máltækið, og Árni var sannarlega ríkari þegar hann sneri heim og lagðist aft- ur á koddann um klukkan níu. Og kláraði nætursvefninn sem hafði verið svo ánægjulega truflaður. Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Húsin í Hvammsvík hafa fengið andlitslyftingu á liðnum árum. Í MYNDUM 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.