Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir Stykkishólmur. SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds- staðurinn þinn á landinu? Steinn Ólafsson Heima hjá okkur. Lilja Jakobsdóttir Selfoss. Jón Valur Guðmundsson Haukadalur. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Veislan á heima í Hörpu Rými sem henta fyrir hverskyns tilefni Nánar á harpa.is/veislur Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðan er samsett úr myndum frá nokkrum minnistæðum atburðum. Á hverju á fólk sem mætir á uppistandið von? Það á von á skemmtilegu flippi með almennilegu fólki. Skemmti- legt grín bara. Hvernig myndirðu lýsa VHS, grínist þið allir á mismunandi hátt? Við erum allir nokkuð mismunandi, sem er dálítið skemmtilegt. Mér finnst til dæmis gaman að leika í uppistandinu. Hákon minnir mig stundum á ungan Seinfeld. Svo talar Stefán Ingvar mikið um reynslu sína af alkóhólisma en gerir auðvitað meira en það. Hvernig kom það til að þið setjið upp sýningu saman? Ég var fenginn til að vera með uppistand með Fyndnustu mín- um sem er uppistandsandshópur sem samanstendur af Re- beccu Scott Lord, Lóu Björk og Sölku Gullbrá. Það gekk bara merkilega vel með þeim en það voru þær, ég og Stefán Ingv- ar; Fyndnustu mínar + 2 gaurar. Svo ákváðum við Stefán að setja upp sýningu saman sem hét Endurmenntun og fengum Hákon til að kynna fyrir okkur. Hákon var svo ógeðslega fyndinn og góður kynnir að við gátum ekki annað en fengið hann með okkur í lið núna. Við fengum þá hugmynd að búa til VHS sem er „Villi, Hákon, Stefán“. Ég var helvíti sáttur með þetta nafn. Hvernig gekk að finna nýtt efni? Við fórum að prófa nýtt grín eftir áramót. Svo vorum við mikið að hittast og skrifa og vissum að við vildum setja upp aðra alvöru- sýningu. Þá er maður kominn í annan brandaragír, kasta fram hugmyndum fram og til baka. Sjá hvað er fyndið og hvað ekki. Stundum eru hlutirnir bara ekki fyndnir og það þarf að taka þá út. Þú ert í tökum um þessar mundir, ekki satt? Jú, þetta er sjónvarpssería sem heitir Hver drap Friðrik Dór? Ég get ekki sagt mikið en þetta verður einstök sería. Ótrúlega skemmtileg og fyndin. Fram- leiðslufyrirtækið SNARK vinnur að þessu með mér. Skemmtilegt flipp VILHELM NETO SITUR FYRIR SVÖRUM Uppistandshópurinn VHS sýnir sýningu sína, VHS biðst forláts, í Tjarnarbíói í sumar. Fyrsta sýning var fyrr í sumar en næst er sýnt 25. júlí og síðan 15. ágúst. Vilhelm Neto, Hákon Örn Helgason og Stefán Ingvar Vigfússon skipa hópinn. Miðar fást á Tix.is. Ég var spjaldaður fyrir það á dögunum að tala um hjúkrunarkonur ogspurður hvort ég væri að koma þráðbeint á fyrsta farrými aftan úrgrárri forneskju ásamt Birgittu Haukdal. Hjúkrunarkonur væru ekki lengur til, aðeins hjúkrunarfræðingar. Baðst ég að vonum auðmjúklega af- sökunar, eins og uppeldi mitt býður mér. Síðan fór ég að hugsa málið aðeins betur. Þetta voru konur sem vinna við hjúkrun. Hvað er þá móðgandi við það að kalla þær hjúkrunarkonur? Varla móðgast konur yfir því að vera kallaðar konur! Nei, það eru karlarnir sem gætu móðgast, þeir eru nefnilega ekki konur. Sú var tíðin að hjúkrun var kvennastétt en svo er ekki leng- ur, fjölmargir karlar hafa haslað sér þar völl. Og þess vegna þurfti að breyta starfsheitinu. Ekki vegna kvennanna, heldur vegna karlanna. Svo þeir móðgist ekki. Það leiðir hugann að öðru virðulegu starfsheiti, ráð- herra. Hvers vegna í ósköpunum hefur því ekki verið breytt líka? Hvers vegna gilda önnur lögmál um ráð- herra en hjúkrunarkonur? Er þetta á einhvern hátt frábrugðið? Einu sinni var það karlastétt en er það ekki lengur; langt er síðan konur fóru að gegna embætti ráðherra. Hvers vegna sætta Katrín, Svandís, Áslaug Arna, Þórdís Kolbrún og Lilja Dögg sig við að vera herrar? Og bændur þeirra ráðherra- herrar? Hvers vegna er í lagi að móðga konu sem er ráðherra en ekki karl sem er hjúkrunarkona? Vinsamlega réttið upp hönd ef þið sjáið muninn? Eini lærdómurinn sem maður getur dregið af þessu er sá að það sé alvar- legra mál að móðga karla í þessu landi en konur. Eru það skilaboðin sem við viljum í raun og veru senda út í þjóðfélagið? Einhver gæti bent á að ráðherra sé rótgróið starfsheiti og fyrir vikið erfitt að breyta því með einu pennastriki. Gott og vel. En var hjúkrunarkona það ekki líka? Fyrst ég er búinn að taka lokið af þessari ormagryfju hlýt ég að þurfa að koma með valkost. Ef ekki ráðherra, hvað þá? Ráðfrú blasir við. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðfrú. Hljómar kannski aðeins undarlega eins og svo mörg önnur orð sem koma í stað eldri orða. Það venst. Mögulega væri samt ennþá betra að sneiða bara herra og frú aftan af. Tala einfaldlega um ráð, s.s. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráð. Þetta er rótgróið í íslenskri málhefð, sbr. konferensráð. Steinliggur. Pistill Orri Páll Orm- arsson orri@mbl.is ’Hvers vegna er í lagiað móðga konu sem erráðherra en ekki karl semer hjúkrunarkona? Vin- samlega réttið upp hönd ef þið sjáið muninn? Sitt er hvort ráðherra eða hjúkrunarkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.