Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 S agt er að „almenningur“ fylgist lítt eða illa með opinberri umræðu og því hvað menn hafist að í hans nafni. Ein ástæða þess geti verið sú að kjörnir fulltrúar geri það ekki aðlað- andi að fylgjast með þessum þáttum. Traust, sem má ekki glatast Þau mál sem helst taka flugið eru einatt blásin upp umfram þá þýðingu sem þau hafa. Þótt hávaðinn sé nokkur um hríð situr lítið eftir. Hafi nettröllin, einn helsti óvinafagnaður tilverunnar, náð að gera þau að sínum uns þeim er kastað burt fyrir næstu fórnar- lömb stóryrðanna og imbesíl úrskurð sleggjudóm- aranna sem arka áfram í sora og eðju. En svo er önnur ástæða þess að almenningur verður afskiptur í umræðunni. Hann gerir það vilj- andi. Þetta góða fólk tekur lýðræðisumgjörðina al- varlega og treystir henni. Það hefur margt á könnu sinnar daglegu lífsbaráttu og þarf stundum á öllu sínu að halda. Það hefur sætt sig við og talið ákjósanlegan kost að treysta ókunnu fólki fyrir umsjón og síðan menntun barna sinna. Elsta kynslóðin fær lág- marksaðhlynningu á meðan það dugar eða fyllra ör- yggi við hentugri aðstæður. Nútíminn kallar á út- vistun verkefna sem áður var undir hatti fjölskyldunnar, hún hefur smækkað og flestir hafa nóg með sitt, þótt böndin séu enn óslitin. Þróun þjóðmála hefur einnig verið vistað út að hluta til eins og svo margt annað. Flestir reyna að fylgjast með megindráttum til að vera í stakk búnir til að hafa áhrif á þróun mála, með atkvæðu sínu og með óbeinni og aðeins virkari stjórnmálaþátttöku í að- draganda kosninga. Sáttmáli settur í kjörkassann Þetta fólk, sem mætir á kjörstað og gefur öðru fólki umboð til að véla um stór mál og smá í sínu umboði, má ekki svíkja. Afleiðingar af slíku yrðu ekki miklar fyrst í stað, en til lengri tíma þýða þær að traustið í þjóðfélaginu raknar upp. Það verður seint tekið aftur. Það þykir stundum þroskamerki hjá þeim sem með valdið fara að koma sér upp formi til kynningar mála, svo sem með auglýsingum eða „gátt“. En það hefur tekið á sig þá mynd að vera skjól fyrir þá sjálfa. Formið er aukaatriði hjá því sem meira skiptir, þeirri ábyrgð og trausti sem opinberu umboði fylgir. Upp- fylling formsins tryggir aðkomu þeirra 10 eða 20 sem ákveðnir eru í að láta einstök mál til sín taka og eru oft þrautþjálfaðir í þrýstingi og oftar en ekki fyrir málstað sem hefur alls ekki náð eyrum almennings. Þeim sama sem treystir því að kjörnir fulltrúar séu vakandi og bili hvergi, svo ekki sé talað um ókjörna valdamenn í ráðuneytum og sveitarstjórnum, sem vísa gjarnan til þrýstingsaflanna sem dæma um að lýðræðisleg áhrif séu virt. Það fer vaxandi að fámenn þrýstiapparöt hafi sig iðulega mjög í frammi þegar slík færi gefast og nái of oft að sveigja mál í átt að sérvisku sinni, þótt óþjóðholl sé. Þegar þjóðin stendur frammi fyrir gerðum hlut er formið fært fram og sagt að allur almenningur hafi getað komið sinn afstöðu á framfæri. Það hafi þrýst- ingsfólkið gert og því eðlilegt að málstaður þess fái að njóta sín. Þeim tugþúsundum sem tóku kjörseðilinn alvarlega og treystu þeim sem fengu dýrmætt umboð er svipt til hliðar eins og hendi sé veifað. Það er ekk- ert að því að hafa slíka „gátt“, því ekki er útilokað að þar komi fram hagsmunir sem skylt sé og eðlilegt að horfa til eða sjónarmið sem koma megi að gagni. En þegar horft er til skipulögðu þrýstiaflanna, oft fá- menns hóps sem fær að auki opinberan fjárstuðning til að tala sínu máli, og undanlátssemi við það, er með lævísi farið aftan að fólkinu. Þótt það hafi hugsanlega verið utan „gáttar“ er það illa svikið í þeirri fullvissu sinni að lýðræðið sjálft væri trygging sem setja mætti allt sitt traust á. Athugun síðar sýnir iðulega að þrýstiloftsmenn hafa áður reynt að fá trúnað al- mennings í gegnum kjörkassana og því valið bak- dyrnar. Það segir sig sjálft að flestum borgurum er ómögu- legt að fylgjast að gagni með þeim breytingum sem ríki og sveitarfélög eru að gera eða hafa áhrif á þær. Almenningur má sín lítils gegn öflugum hagsmuna- vörðum ef kjörnir fulltrúar bila þótt þeir megi vita um vilja umbjóðenda sinna. Ekkert nýtt. Alltaf verið svona Nýlega var fjallað í ritstjórnargrein um slaginn um lyklavöld Hvíta hússins vestra. Bent var á að demó- krötum þætti að nú helgaði tilgangur öll meðul sem gætu hugsanlega dugað til að koma Donald Trump úr húsi. Í því sambandi voru nefnd nokkur dæmi sem stað- festu kenningar repúblikana um að forsetaefni demó- krata „gengi ekki á öllum“. Nýlega var rætt í ljósvökum vestra við George Will, Spurt er um traust. Svarið verður að vera rétt ’ Þetta fólk, sem mætir á kjörstað og gefur öðru fólki umboð til að véla um stór mál og smá í sínu umboði, má ekki svíkja. Afleiðingar af slíku yrðu ekki miklar fyrst í stað, en til lengri tíma þýða þær að traustið í þjóðfélaginu raknar upp. Reykjavíkurbréf17.07.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.