Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.05 Mæja býfluga 09.20 Adda klóka 09.45 Mia og ég 10.05 Lína langsokkur 10.30 Latibær 10.55 Lukku láki 11.20 Ævintýri Tinna 11.40 Friends 12.05 Nágrannar 12.25 Nágrannar 12.45 Nágrannar 13.10 Nágrannar 13.30 Nágrannar 13.55 Friends 14.15 Mom 14.35 Katy Keene 15.20 Nei hættu nú alveg 15.50 Ice On Fire 17.25 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Sportpakkinn 19.00 Samkoma 19.25 Nostalgía 19.50 Vitsmunaverur 20.25 Rebecka Martinsson 21.15 Pennyworth 22.10 Walk the Line 00.25 The Nest ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Framtíðin er rafmögn- uð 20.30 Hvítir mávar – Jónatan Magnússon 21.00 Framtíðin er rafmögn- uð 13.00 Catch the Fire 14.00 Omega 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 20.00 Mannamál (e) 20.30 Eldhugar: Sería 1 (e) 21.00 21 – Úrval (e) 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 11.30 The Voice US 13.00 Bachelor in Paradise 14.25 Carol’s Second Act 16.05 Survivor 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Madam Secretary 22.10 Godfather of Harlem 23.10 City on a Hill 00.05 Love Island 01.00 Hawaii Five-0 01.45 Seal Team 02.30 The Affair 03.30 Black Monday 04.00 Síminn + Spotify 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Tónlist í straujárni. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta frá Kálfa- tjarnarsókn. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Bítlatíminn. 15.00 Úti að húkka bíla. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Ástarsögur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Vegur að heiman er vegur heim. 21.15 Kvöldvaka: Sagnaþætt- ir. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.46 Hrúturinn Hreinn 07.53 Klingjur 08.04 Lalli 08.11 Stuðboltarnir 08.23 Nellý og Nóra 08.30 Robbi og Skrímsli 08.52 Hæ Sámur 08.59 Unnar og vinur 09.21 Ronja ræningjadóttir 09.45 Sammi brunavörður 09.55 Þvegill og skrúbbur 10.00 Unga Ísland 10.30 Þegiðu og syntu 11.40 Innlit til arkitekta 12.10 Átta raddir 12.45 Það er gott að vera hér: Leonard Cohen á Ís- landi 14.00 Draugagangur 14.30 Ferðir víkinga 15.25 Pricebræður bjóða til veislu 15.55 Hansa-hljóðverið 17.25 Sætt og gott 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Í fremstu röð 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Sumarlandinn 20.15 Löwander-fjölskyldan 21.15 Íslenskt bíósumar: Eitur í æðum 22.10 Senur úr hjónabandi 00.50 Dagskrárlok 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Dj Dóra Júlía sagði frá frábæru uppátæki bréf- berans Jon Matson í ljósa punktinum á K100. Matson tók upp á því að klæðast nýjum búningi á hverjum degi er hann gekk á milli húsa til að afhenda íbúum í Sunder- land á Englandi póst sinn. Gerði hann það einna helst til þess að gleðja börn í hverfinu sem þurftu skyndilega að eyða miklum tíma heima fyrir vegna kórónuveirunnar. Segir Matson að honum þyki gaman að geta glatt aðra, þó það vari bara í stutta stund en Matson deilir jafnframt mynd- um af sér í búningunum á Instagram-síðu sinni. Nánar er fjallað um málið á K100.is. Fer í nýjan búning á hverjum degi Dúbaí, Washington. AFP | Ráðist verður í þrjá leiðangra til Mars í þessum mánuði. Sameinuðu arabísku furstadæmin hyggjast ríða á vaðið á morgun, mánudag, með geimfarinu Al-Amal, sem merkir Von og mun fara á braut um Mars. Kínverjar hyggjast senda Tianwen-1 á loft milli 20. og 25. júlí og 30. júlí ráðgerir bandaríska geimvísinda- stofnunin, NASA, að hefja leiðangurinn Mars 2020. Þessi tími er valinn því að nú er Mars næst jörðu. Bara 55 milljón kílómetrar skilja reikistjörnurnar að. Þær eru aðeins þetta nærri hver annarri á 26 mánaða fresti. Tilgang- ur leiðangranna er að kanna hvort einhvern tímann hafi líf getað þrifist á Mars og hverjar forsendurnar séu fyrir að senda þangað menn. Ferðin til Mars tekur sex mánuði. Byrjað var að senda geimför og farartæki til Mars snemma á átt- unda áratugnum, en enn er ekki komið að því að fyrsti maðurinn stígi fæti á rauðu reikistjörnuna. Sérfræðingar telja að tæknilegar úrlausnir á því að senda menn til Mars liggi að mestu leyti fyrir, en pólitískar forsendur ráði því hvenær geimskip með áhöfn fer þangað. NASA er með áætlun sem nefnist Artemis um að senda fólk til tungls- ins eftir fjögur ár og nota reynsluna þaðan til undirbúnings fyrir mann- aða ferð til Mars. Fyrstu tillögurnar um slíka ferð komu fram fyrir stofnun NASA árið 1958 en ekkert hefur orðið úr þeim. Vorið 1980 tilkynnti George H.W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkj- anna, að maður myndi stíga fæti á Mars fyrir 20. júlí 2019 þegar hálf öld yrði liðin frá því að fyrsti mað- urinn steig fæti á tunglið. Þeirri fyrirætlan var ekki fylgt eftir og svipaðar yfirlýsingar forsetanna George W. Bush, Baracks Obama og Donalds Trumps hafa ekki orðið til þess að áætlun hafi verið njörvuð niður. „Ég hef sennilega séð 10 þúsund gröf og línurit með hinum ýmsum hugmyndum um hvernig við eigum að komast með menn til Mars,“ sagði G. Scott Hubbard, aðstoðar- prófessor við Stanford-háskóla, sem áður var háttsettur yfirmaður hjá NASA, við AFP. „Það hafa hins veg- ar ekki verið settir peningar í verk- efnið þannig að það gæti orðið að veruleika.“ Slíkur leiðangur myndi taka tvö til þrjú ár. Nú þegar eru í smíðum hjá geimferðafyrirtækjunum SpaceX, sem er í eigu Elons Musks, og Blue Origin, sem er á vegum Jeffs Bezos, geimflaugar, sem gætu borið nokk- urra tuga tonna farm til Mars. Ferðin þangað tekur hálft. Menn hafa í tuttugu ár búið og starfað í al- þjóðlegu geimstöðinni og reynslan af því hefur veitt upplýsingar um hætt- una af geislun í geimferðum og þyngdarleysi, sem leitt getur til vöðvarýrnunar. Áhrifin á líkamann eru skaðleg, en talið er að una megi við áhættuna. Síðan er það dvölin sjálf á Mars, sem yrði 15 mánuðir eða þar til reikistjörnurnar eru að nýju sömu megin sólar. Hitinn á yfirborði Mars yrði að meðaltali -63°C og þótt geislun hafi sitt að segja er til fatnaður og skýli, sem myndu verja geimfarana. Fjarlægðin er slík að yrði slys eða kæmu upp alvarlegir sjúkdómar yrði ekki hægt að sækja menn í skyndi. Ýmis óhöpp gætu dunið yfir. Elon Musk hefur lagt til að stofn- uð verði nýlenda á Mars og fyrsti leiðangurinn verði notaður til að reisa verksmiðju sem myndi breyta vatni á reikistjörnunni og koldíoxíði úr andrúmsloftinu í súrefni og metaneldsneyti. „Að verða margraplánetutegund hefur alltaf vinninginn yfir að vera einnarplánetutegund,“ sagði hann í ræðu 2017. Robert Zubrin, forseti Mars- félagsins í Bandaríkjunum, hvetur einnig til þess að maðurinn breiði siðmenningu sína út til fleiri reiki- stjarna. Honum finnst skammarlegt að ekkert hafi gengið frá því að mað- urinn steig síðast fæti á tunglið 1972. „Það er eins og Kólumbus hefði snúið aftur frá Nýja heiminum í fyrsta skipti og Ferdinand og Ísa- bella hefðu sagt: Hvað með það, við höfum ekki áhuga,“ segir hann. KAPPHLAUPIÐ TIL MARS Verkfræðingar að störfum í Mohammed Bin Rashid-geimstöðinni í Dúbaí. AFP Þrír leiðangrar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.