Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 22
Listamaður að störfum í Jakútsk í Síberíu stillir sér upp fyrir mynd í kuldanum. Hitabylgjan sem gengið yfirSíberíu á þessu ári hefurslegið öll met yfir hitastig síðan mælingar hófust. Hitinn á þessu landsvæði í Rússlandi, sem hefur að geyma meirihluta kolefnisríks sífera heimsins, var fimm gráðum yfir með- altali fyrri hluta þessa árs. Hitinn fór yfir 38 gráður á celsius í bænum Verkojansk 20. júní síðastliðinn. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hef- ur komist að því að hitinn sé að meðal- tali um tveimur gráðum hærri en ef losun gróðurhúsalofttegunda af mann- völdum væri ekki við lýði. Fimm heit- ustu ár frá upphafi mælinga á svæðinu hafa orðið á síðustu fimm árum og meiri líkur en minni eru á því að þetta ár verði það heitasta í sögunni. Eykur líkurnar sexhundruðfalt Rannsóknin sem vísindamennirnir gerðu var leidd af Andrew Ciavarella hjá Veðurstofu Bretlands. Í niður- stöðum hennar kemur fram að meðal- hitastig í Síberíu síðustu mánuði ætti ekki að hafa getað orðið eins hátt og raun ber vitni nema einu sinni á hverj- um 80.000 árum ef ekki væri fyrir hlýnun af mannavöldum. Það gerir at- burðinn „nánast ómögulegan“ ef ekki væri fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda, segir í skýrslu vísinda- mannanna. Þá segir í skýrslunni að losun koltvísýrings auki líkur á hitabylgju af þessu tagi sexhundruðfalt. Auk þessa segja vísindamennirnir að hitabylgjan í Síberíu hafi „lagt að mörkum við að hækka meðalhitastig jarðarinnar upp í það næsthæsta síðan mælingar hóf- ust á tímabilinu janúar til maí“. Vitað hefur verið um áhrif hlýnun- ar jarðar á ofsafengið veður eins og þurrka og fellibylji en þar til nýlega hefur ekki verið hægt að bendla ákveðinn atburð við hlýnunina. Nú er hægt að notast við hermanir í tölvu og bera saman veður í dag við veður sem væri við þær aðstæður sem voru hér áður en menn fóru að losa gróðurhúsalofttegundir í mikl- um mæli, þ.e. við upphaf iðnbylting- arinnar. Peter Stott, einn vísindamann- anna, segir við BBC að niðurstöður rannsóknarinnar á veðrinu í Síberíu séu þær sterkustu sem sést hafa í slíkum rannsóknum. Á ótroðnum slóðum Hvergi í heiminum hækkar hitinn hraðar en á heimskautunum og hef- ur hitinn þar hækkað um tvær gráð- ur síðan 1850 samanborið við eina gráðu fyrir utan svæðið. Síbería hef- ur ekki farið varhluta af þeirri þró- un. Nokkuð hefur verið um skógar- elda síðustu misseri og í maí féll saman olíutankur sem var byggður á frosnum grunni þar sem bráðnun var óvenjulega mikil. Varð það til þess að mikill olíuleki varð á svæð- inu. „Heimskautin eru mjög, mjög mikilvæg fyrir veðurmyndun og dreifingu lofts almennt. Svo hátt hitastig er mjög alvarlegt fyrir allan heiminn,“ segir Olga Zolina, við Haf- fræðistofnun P.P. Shirshov í Rúss- landi við AFP. Áhrifin á heiminn allan í framtíð- inni eru óljós. „Ef við tökum mið af jarðfræðilegu gögnunum höldum við að magn koltvísýrings hafi ekki ver- ið eins hátt í um fimm milljón ár,“ segir dr. Katharine Hendry við Há- skólann í Bristol við BBC. „Þannig að við vitum ekki við hverju við eig- um að búast. Við erum á ótroðnum slóðum.“ Einu sinni á 80.000 árum Hitabylgjan sem farið hefur um Síberíu undanfarið væri „nánast ómöguleg“ ef ekki væri fyrir hlýnun jarðar af mannavöldum, segir í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Við erum á ótroðnum slóðum, segir vísindamaður um stöðuna í dag. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Hitastigið fer undir -40 gráður í borginni Jakútsk í Síberíu á veturna. Nokkuð hefur verið um skógarelda í Síberíu síðustu misseri. Hér er barist við þann vágest árið 2015. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.