Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2020 STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 70 Verð 369.000,- L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 70 Verð 449.000,- L 202 cm Leður ct. 25 Verð 669.000,- LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Það fór þá aldrei svo að við fengjum ekki Ólympíuleika á þessu undarlega sumri. Að vísu ekki glænýja, heldur gamla en Ríkis- sjónvarpið rifjar upp sögu Ólympíuleikanna, allt frá upphafinu til 2016, í ellefu þáttum á virkum dögum frá 24. júlí til 7. ágúst. „Við upplifum ógleymanleg augnablik með keppendum, sér- fræðingum og íþróttafréttamönnum sem voru á staðnum og okkar allra besti frjálsíþróttalýsandi, Sigurbjörn Árni Arn- grímsson, ræðir stærstu afrekin eins og honum einum er lagið,“ segir í kynningu á heimasíðu RÚV. Sigurbjörn Árni kemst gjarnan í mikið uppnám í lýsingum sínum og spennandi verður að sjá hvort hann missir sig yfir löngu liðnum sprettum og köst- um. Enginn ætti að veðja gegn því. Umsjón með þáttunum hefur Kristjana Arnarsdóttir og dag- skrárgerð er í höndum Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur og Ósk- ars Þórs Nikulássonar. Ólafur Stefánsson smakkar á silfrinu á ÓL í Peking 2008. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Saga ÓL rifjuð upp á RÚV Vala Flosadóttir eftir að hafa unnið bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Morgunblaðið/Sverrir Ríkissjónvarpið rifjar upp sögu Ólympíu- leikanna, allt frá upphafinu til 2016. „Sá orðrómur flaug eins og eld- ur í sinu um Rio í dag að Danilo, miðframvörðurinn í knatt- spyrnuliði Brasilíumanna, hafi framið sjálfsmorð.“ Þessa skelfilegu frétt var að finna í Morgunblaðinu á þessum degi fyrir sjötíu árum, 19. júlí 1950. Heimildin var hin alþjóð- lega fréttastofa Reuters. „Sem betur fer reyndist þetta þó ekki svo. Danilo segist að vísu hafa tekið sjer tapið mjög nærri og yfirgefið völlinn grátandi, en hann sje fyrst og fremst íþrótta- maður og góður íþróttamaður kunni að taka ósigri.“ Hér erum við vitaskuld að tala um einhver óvæntustu úrslit knattspyrnusögunnar, þegar Úrúgvæ bar sigurorð af Brasilíu í úrslitaleik heimsmeistaramóts- ins, sem fram fór á Maracanã- vellinum í Ríó 16. júlí 1950. Danilo Alvim Faria var einn besti miðvörður sinnar kyn- slóðar og goðsögn í sögu brasil- íska landsliðsins. Hann væri þó líklega enn hærra skrifaður hefðu úrslit leiksins 1950 verið á annan veg. GAMLA FRÉTTIN Grét en svipti sig ekki lífi Danilo (til vinstri) var hnugginn eftir ósigurinn gegn Úrúgvæ á HM 1950 en svipti sig þó ekki lífi. Goðsögnin dó ekki fyrr en árið 1996, 75 ára að aldri. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Tómas Tómasson veitingamaður Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Kris Kristofferson sveitasöngvari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.