Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 Liverpool mun taka við Eng-landsmeistarabikarnum ífyrsta sinn í 30 ár þegar liðið fær hann afhentan á miðvikudag. Þá leikur liðið sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, gegn Chelsea á Anfield. Jürgen Klopp hefur gefið það út að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool sem átt hefur frábært tímabil, muni lyfta bikarnum þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir meiðslum á dögunum og geti ekki leikið með liðinu. Efst í huga aðdáenda liðsins er auðvitað hvort Henderson geti tiplað á tánum eins og óður maður, þrátt fyrir meiðslin, áður en hann lyftir bikarnum. Það gerði hann einkar laglega í Madríd í fyrra þegar Liverpool varð Evrópu- meistari. Fyrrnefdur Klopp, þjálfari liðsins, á allt það hrós skilið sem hann hefur fengið fyrir að rífa Liverpool upp úr svaðinu sem það var í þegar hann tók við liðinu í október 2015. Var liðið þá í 10. sæti eftir átta umferðir og hafði endað í því sjötta tímabilið áður. Fer ekki í viðtöl Fyrir utan taktíska snilld Klopps og samband hans við leikmenn og stuðn- ingsmenn hefur árangurinn á leik- mannamarkaðnum haft mikið að segja. Liverpool hefur byggt upp eitt besta, ef ekki besta, félagslið heims síðan Klopp tók við og er þar valinn maður í hverju rúmi. Þennan árangur má þakka sam- starfi Klopps og yfirmanni íþróttamála hjá Liverpool, Michael Edwards. Edwards þessi tók við stöðu sinni árið 2016 en hann hefur starfað hjá Liver- pool síðan 2011. Fram að því vann hann að ýmsum málum í sambandi við frammistöðu og greiningar á leik- mönnum. Edwards kemur aldrei fram í við- tölum og lætur því lítið á sér bera. En hann vinnur náið með Klopp og hefur unnið á bak við tjöldin að félags- skiptum leikmanna á borð við Mohamed Salah, Sadio Mané, Roberto Firmino, Andy Robertson, Georginio Wijnaldum, Fabinho, Alisson og Virgil van Dijk. Ekki ama- legt það. Þegar Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool í fyrra lofaði hann Edwards. „Ég verð líka að undir- strika hlutverk yfirmanns íþrótta- mála hjá okkur, Michaels Edwards, í vegferð okkar hingað til,“ sagði Klopp. „Framlag hans og samstarf hefur verið jafn mikilvægt og hvers annars í að koma okkur í stöðu til að keppa um eftirsóttustu titla leiksins.“ Varð vinsæll meðal leikmanna Edwards, sem er fertugur, reyndi fyrst fyrir sér í fótboltanum sem leik- maður. Hann ólst upp í Southampton og var á mála hjá Peterborough í nokkur ár og lék með unglingaliði fé- lagsins en aldrei með aðalliði þess. Hann hafði þó mikinn leikskilning og var vinsæll meðal samherja sinna. Hann sýndi áhuga á tölvunar- og töl- fræði og útskrifaðist með gráðu í stjórnun og upplýsingatækni frá Há- skólanum í Sheffield. Stuttu seinna, árið 2003, var hann ráðinn til grein- ingarfyrirtækisins Prozone til að starfa hjá knattspyrnuliðinu Portsmouth. Þar greindi hann myndbönd af leikjum liðsins og varð hvert smáat- riði að gagnapunktum sem síðan var hægt að nota fyrir ýmsa tölfræði- þætti liðsins og leikmanna. Á þessum tíma var þetta byltingarkennd aðferð en margir sem þrifist höfðu í fótbolt- anum í mörg ár vildu lítið gefa fyrir tölfræðigreiningu. En hjá Portsmouth varð Edwards vinsæll hjá leikmönnum liðsins sem gerðu sér ferð á skrifstofu Edwards til að fá upplýsingar frá honum hvernig þeir gætu bætt leik sinn. Skipti þar reynsla Edwards sem leik- maður miklu og átti hann því auðvelt með að ná til leikmannanna. Edwards hélt til Tottenham árið 2008 en á meðan dvöl hans í Ports- mouth stóð náði liðið frábærum ár- angri, náði áttunda sæti í úrvalsdeild- inni og varð bikarmeistari 2008. Þó lítið sem ekkert hafi borið á Edwards fyrir utan Portsmouth-liðið var hann mikilvægur hlekkur í árangri liðsins, að sögn Richard Hughes, þáverandi leikmanns þess. Samstarfið skilað árangri Edwards var fenginn til Liverpool ár- ið 2011, stuttu eftir að Fenway Sports Group keypti liðið. Var ráðningin hluti af þeirri áherslu sem nýir eig- endur liðsins vildu setja á tölfræði- greiningu líkt og þeir gerðu hjá Bost- on Red Sox með góðum árangri. Ekki gekk vel hjá Edwards fyrstu árin hjá Liverpool og var hann bendl- aður við misheppnuð kaup á leik- mönnum eins og Iago Aspas, Lazar Markovic og Christian Benteke. Þá var Brendan Rodgers, sem þjálfaði liðið á undan Klopp, lítið fyrir að vinna með tölfræðinördunum, vissi ekki einu sinni hver Edwards var. Það veit Klopp hins vegar og hefur samstarf þeirra Edwards skilað ótrú- legum árangri. Evrópumeistaratitli, þriðja besta árangri í sögu úrvals- deildarinnar í fyrra og svo yfir- burðasigri í deildinni í vetur. Þá hefur liðinu gengið einkar vel að fá vel greitt fyrir leikmennina sem það sendir á brott. Þar má nefna Mama- dou Sakho, Dominic Solanke, Danny Ward, Danny Ings, Christian Ben- teke, Jordon Ibe og síðast en ekki síst Philippe Coutinho sem fór fyrir 142 milljónir punda til Barcelona en stóð ekki undir væntingum þar. „Það kemur þér á óvart hve gáfað- ur hann er,“ sagði Damien Comolli, fyrrverandi yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, um Edwards í samtali við Independent í fyrra. „Mér líkar að hann mælir gegn hinni hefðbundnu speki, líkt og Billy Bean [úr myndinni Moneyball].“ Maðurinn á bak við tjöldin Fáir þekkja til Michael Edwards enda lætur hann lítið á sér bera. Hann á þó mikinn heiður skilinn fyrir það starf sem unnið hefur verið hjá Liver- pool síðan Jürgen Klopp mætti á svæðið. Eng- landsmeistarabikarinn fer á loft á miðvikudag. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Jürgen Klopp heldur á treyju Liver- pool í október 2015, nýbúinn að taka við liðinu. Fáir áttu von á að árangur- inn yrði eins og raun ber vitni. AFP AFP Margir aðdáendur knatt- spyrnuliðsins Liverpool bíða spenntir eftir því að Englands- meistarabikarinn fari á loft. Uppgangur liðsins síðustu ár hefur verið magnaður og á Michael Edwards mikinn heiður skilinn þó lítið beri á honum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.