Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 LÍFSSTÍLL á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Í nýrri rannsókn, sem vís- indamenn við Kaliforníuhá- skóla gerðu og birt var í vís- indatímaritinu Science, kemur fram að hreyfing hvetur lifrina til að framleiða lítt- þekkt prótein sem aftur hefur örv- andi áhrif á heilastarfsemi og minni eldri lífvera sem ekki eru í góðu lík- amlegu formi. Rannsóknin náði bæði til manna og músa. Í því ljósi má velta fyrir sér hvort dag einn verði hægt að bjóða upp á hylki eða sprautu sem komi í staðinn fyrir hreyfingu, eins konar „hreyfipillu“? The New York Times fjallaði um málið í vikunni og bendir á, að þeg- ar liggi fyrir skýrar vísbendingar um að hreyfing verndi heilann og hugann fyrir hrörnun sem fylgir hækkandi aldri. Þannig hafa eldri rannsóknir sýnt að nagdýr sem hlaupa allan liðlangan daginn á hjóli eða stigmyllu framleiða fleiri nýjar taugafrumur og læra og muna betur en nagdýr sem sitja daglangt kyrr á strák sínum. Að sama skapi hefur komið í ljós að eldra fólk sem tekur upp á því að ganga eða stunda aðra hreyfingu reglulega í þágu vís- indanna eykur vefmyndun við heil- ann sem hefur bein áhrif á minnið. Það hefur meira að segja sýnt sig að ungu fólki í góðu formi gengur alla jafna betur í prófum sem reyna á vitsmuni þess. Mörgum spurningum ósvarað Mörgum spurningum er þó ósvarað um það með hvaða hætti hreyfingin hefur áhrif á vefmyndun við heilann og starfsemi hans. Flesta vísinda- menn grunar að hreyfingin hafi örv- andi áhrif á efnaskipti í heilanum og annars staðar í líkamanum meðan á æfingunni stendur og eftir að henni lýkur. Það leiði síðan til líf- efnafræðilegra viðbragða sem á endanum breyta hegðun og starf- semi heilans. Hver þessi tilteknu efni eru, hvaðan þau koma og hvernig þau skarast og blandast liggur á hinn bóginn ekki fyrir. Tilgangur nýju rannsóknarinnar við Kaliforníuháskóla var að skyggnast inn í huga og blóðflæði músa. Í eldri rannsóknum á sömu tilraunastofu höfðu menn sprautað blóði úr yngri músum í eldri mýs sem virtist skila sér í öflugri heila- starfsemi og hugsun. „Þetta var eins og minnistilfærsla gegnum blóð,“ segir dr. Saul Villeda, pró- fessor við Kaliforníuháskóla, sem hafði umsjón með rannsókninni, ásamt kollegum sínum, Alana Horo- witz, Xuelai Fan og fleirum. Því skal þó haldið til haga að sú niðurstaða hafði meira með lágan aldur blóðgjafans að gera en hreyf- inguna sem hann stundaði. Vísinda- mennina grunaði hins vegar að hreyfingin myndi ýta undir viðbót- arbreytingar á blóðrásinni sem gæti færst á milli músanna, óháð aldri þeirra. Í nýju rannsókninni létu þeir því bæði eldri og yngri mýs hlaupa stíft í sex vikur og sprautuðu síðan blóði úr báðum hópum í eldri dýr sem vanist höfðu kyrrsetu. Að því búnu stóðu gömlu kyrrsetumýsnar sig betur á vitsmunalegum prófum óháð því hvort blóðið sem þær fengu kom frá ungri og sprækri eða roskinni og lúinni hlaupamús. Það sem meira er, vefmyndun í minnis- stöð heilans hafði aukist. Fyrir vikið draga vísindamennirnir þá ályktun að það hafi verið hreyfingin en ekki aldur blóðgjafans sem skipti sköp- um. Urðu ungar á ný Því næst skoðuðu vísindamennirnir muninn á blóði músanna sem fengu blóðgjöfina og hinna sem ekki fengu hana og fundu þá margvísleg pró- tein hjá fyrrnefnda hópnum sem ekki var að finna hjá hinum síðar- nefnda. Sérstaklega var horft á líttþekkt prótein, GPLD1, sem virðist einkum verða til í lifrinni, líffæri sem hingað til hefur ekki verið talið hafa mikil áhrif á heilann. Framleiðsla á téðu próteini var markvisst aukin hjá gömlu kyrr- setumúsunum og viti menn, þær stóðu sig nánast eins og ungar og ferskar mýs á lærdóms- og minnis- prófum. Þær nutu sum sé góðs af hreyfingunni án þess að hreyfa sig. Galdur sem margir væru ugglaust tilbúnir að kunna. En sitt er hvað mús og maður, þannig að vísindamennirnir færðu tilraunina yfir á menn, að því leyti að GPLD1-próteinið var mælt í eldra fólki. Niðurstaðan var sú að það mældist hærra hjá fólki sem hreyfði sig reglulega. Þegar dr. Villeda dregur niður- stöður rannsóknarinnar saman seg- ir hann allt benda til þess að hreyf- ing hafi jákvæð áhrif á heilann og starfsemi hans enda þótt ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti GPLD1- próteinið breytir heilanum. Hann leggur áherslu á, að rannsóknum verði fram haldið en þegar fram í sækir gæti inngjöf próteinsins í það minnsta nýst veikburða fólki og fötl- uðu sem ekki á gott með að hreyfa sig. Hinum er hollast að hreyfa sig áfram „sjálfir“. Hreyfingin örvar heilann Hreyfing getur haft ótrúlegustu áhrif á starfsemi heilans, að því er fram kemur í nýrri bandarískri rannsókn á samspili hreyf- ingar og heilsufars heilans. Mögulegt er að njóta ávinnings af hreyfingu án þess að hreyfa sig, gegnum líttþekkt prótein. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Markviss hreyfing hefur góð áhrif á líkama og sál. Ætli þessi ágæta mús nenni ekki spönn frá rassi? Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.