Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2020 LESBÓK Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Isabel stólar á snúning í 3 litum Verð aðeins 32.000 kr. ÚTKAST Upptökustjórinn Bob Rock rifjaði upp einu kynni sín af John Paul Jones, bassaleikara Led Zeppel- in, í samtali við hlaðvarpsþáttinn Tone Talk á dögunum. Fóru þeir félagar út að borða og kom svo vel saman að þeir héldu spjalli sínu áfram heima hjá útgefanda og fé- laga Jones. Þá kárnaði hins vegar gamanið þegar Jones áttaði sig á því að Rock hefði stýrt upptökum á fyrstu plötu Kingdom Come, sem fræg var að endemum fyrir að stæla Zeppelin, ekki síst söngvarinn Lenny Wolf, en rödd hans svipar mjög til raddar Roberts Plants. Móðg- aðist Jones þá svo innilega að Rock var beðinn að yfir- gefa svæðið. „Þú fattar þetta ekki, lagsi. Við gerðum þetta í virðingarskyni við ykkur,“ reyndi Rock að malda í móinn. Án árangurs. „Þetta var skelfilegt.“ Henti Rock öfugum út John Paul Jones í Laugardalshöll 1970. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson SJÓNVARP „Þetta [viðhorf] hryggir mig og örvar í senn. Um það snýst mikilvægi þess- arar þáttaraðar – að halda samtalinu áfram. Hvað er svona skelfilegt við jafnrétti?“ spyr leikkonan Cate Blanchett í samtali við breska blaðið The Independent en hún hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á and-femínist- anum Phyllis Schlafly í nýrri smáseríu, Mrs. America, sem frumsýnd var nýlega á banda- rísku sjónvarpsstöðinni FX. Schlafly lagðist af þunga gegn kvenfrelsishreyfingunni fyrir um hálfri öld og hvatti konur til að viðhalda gömlum gildum; vera áfram heimavinnandi og til taks fyrir eiginmenn sína. Hvað er svona skelfilegt við jafnrétti? Cate Blanchett í hlutverki Phyllis Schlafly. FX Jay Weinberg er fullur sjálfstrausts. Apar ekki eftir AUÐMÝKT „Ég hafði allt að sanna. Ekki gagnvart áheyrendum, enda get ég ekki stýrt því hvað þeim finnst, heldur gagnvart sjálf- um mér og félögum mínum í band- inu sem fengu mig í verkið,“ segir Jay Weinberg, trommari málm- bandsins vinsæla Slipknot í samtali við spænska vefmiðilinn The Metal Circus en hann fékk það erfiða hlutverk að fylla skarð Joeys Jordisons árið 2014 en hann er al- mennt talinn einn besti málm- trymbill sögunnar. Weinberg er auðmjúkur gagnvart því verkefni enda hafi hann ungur lært að vera hann sjálfur og apa ekki eftir öðr- um. Þess má geta að hann er sonur Max Weinbergs, trommuleikara E Street-bands Bruce Springsteens. Það er mikil stemmning þegarnærri 80.000 manns syngjagamla Bítlalagið „Let It Be“ og höfundurinn sjálfur, Paul McCartney, leikur undir á píanó. Fólkið á Wembley hreyfði sig í takt við tónlistina og hver söng með sínu nefi. Það var reyndar búið að hita það vel upp – síðustu tvo tímana áð- ur en McCartney kom fram opinber- lega í fyrsta sinn í sjö ár höfðu Elton John, David Bowie, Who og Wham flutt hvert topplagið á fætur öðru. Úr fjarlægð var mannfjöldinn á vellinum eins og ormagryfja. Enginn gat setið kyrr undir dynjandi tónfall- inu og það fór ekkert á milli mála að þetta voru mögnuðustu tónleikar rokksögunnar – haldnir til ágóða fyrir hungraða í Afríku. Á milli at- riða síðari hluta dagsins var sýnt á risastórum sjónvarpsskermum frá tónleikum sem fram fóru á sama tíma í Fíladelfíu í Bandaríkjunum með þátttöku 90.000 manna.“ Þannig lýsti Ómar Valdimarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, and- anum á Live Aid-tónleikunum frægu sem fram fóru í Lundúnum og Fíla- delfíu fyrir hálfum fjórða áratug. Hugmynd Bobs Geldofs, skipu- leggjanda tónleikanna, um að safna saman flestum ástsælustu tónlistar- mönnum heims á einum degi var í senn metnaðarfull og geggjuð. Svo geggjuð raunar að Geldof svaf sem frægt er á handklæðum nóttina á undan – enda lagðist hann til hvílu í svitabaði. „Mun þetta ganga? Kem- ur einhver til með að láta sjá sig?“ hugsaði hann með sér. Áhyggjur hans voru óþarfar; leik- vangarnir fylltust beggja vegna Atl- antsála og stjörnurnar létu sig ekki vanta; aldrei í mannkynssögunni hafa fleiri slíkar komið saman á ein- um stað, tja eða tveimur. Sumar með meiri sérþarfir en aðrar. Þyrla ferj- aði margar þeirra til leiks á Wemb- ley og Geldof þurfti að hafa snarar hendur þegar í ljós kom að David Bowie flygi aðeins í bláum þyrlum. Því var snöfurmannlega bjargað en síðar kom í ljós að um græskulaust grín var að ræða af hálfu umboðs- teymis söngvarans. En Geldof vissi sem var að Bowie var sérlundaður og tók þar af leiðandi enga sénsa. Auðvitað gekk ekki allt upp, skárra væri það nú í veislu af þessari stærðargráðu. Hljóðnemi Pauls McCartneys virkaði ekki til að byrja með í „Let It Be“, Simon Le Bon fór út af laginu í „A View to a Kill“ og sitthvað var bogið við framlag Bryans Ferrys, hljóðneminn virkaði ekki sem skyldi og trymbillinn refs- aði húðunum með þeim afleiðingum Wembley-leikvangurinn iðar af lífi og fjöri laugar- daginn 13. júlí 1985. Það vantaði bara Elvis og Lennon Margir hafa minnst þess að í vikunni voru 35 ár liðin frá Live Aid-tónleikunum frægu. Mögnuð- ustu tónleikum rokksögunnar, eins og blaða- maður Morgunblaðsins komst að orði í júlí 1985. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Live Aid-tónleikarnir mæltust vel fyrir á Íslandi en hluti dagskrár- innar var sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi og var það lengsta útsending sinnar tegundar hér á landi fram að því. „Árangur hljómleikanna gegn hungri, framtaki margra helstu popptónlistarmanna heimsins, sem haldnir voru bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum laugardaginn 13. júlí, er nú óðum að koma í ljós,“ stóð í Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. júlí. „Nú um helgina söfnuðust 700 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Magnús Einarsson, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar, er hann var inntur eftir áhrifum framtaksins á gjafmildi landans. „Þar af má rekja 400 þúsund krónur beint til hljóm- leikanna,“ bætti hann við. Að sögn Magnúsar gekk sumarsöfnun Hjálpar- stofnunarinnar, undir slagorðinu „Neyðin fer ekki í frí“, framar öllum vonum. Þegar höfðu safnast þrjár milljónir króna. Lengsta beina útsendingin Bob Geldof í essinu sínu á Live Aid.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.