Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 Þ að fer best á því að gera það sem eðlilegast er gefist tveir kostir. Enda leiðir það verklag iðulega til þess að ákvörðunin komi áreynslu- laust, sem einkennir margar góðar ákvarðanir. Forsætisráðherra gerir tillögu Það breytir ekki því að margir leggja nokkuð á sig til að mæla fremur með því sem ekki liggur í augum uppi, þótt þeir þurfi króka og snúninga til. Forsætisráðherra hefur nú gefið út það álit sitt og ríkisstjórnar að best sé að kosningar verði 25. september 2021. Kjörtímabil stjórnarinnar hefur þá staðið því sem næst í fjögur ár. Hvað sem ákvörðuninni líður er til fyrirmyndar að senda snemma skilaboð um þennan vilja ríkis- stjórnarinnar. Tilfinningin er að venja standi til þess að alþingiskosningar fari fram í sumarbyrjun. Er þá átt við reglubundnar kosningar. Megin leiðbeiningar stjórnskipunarinnar eru að kjörtímabil þingsins sé fjögur ár. Hitt eru afbrigði. Og þar sem nýjar stjórn- ir (eða endurnýjaðar) koma gjarnan í kjölfar kosn- inga má einnig lesa út þá meginreglu að eðlilegasti starfstími ríkisstjórnar sé fjögur ár. Um það eru þó hvergi fyrirmæli. Það er sjaldgæft að við reglubundnar kosningar liggi fyrir yfirlýsingar um að stjórnin muni sitja áfram fái hún til þess styrk. Verði kosningar óvænt af stjórnarupplausn er slíku ekki til að dreifa og jafnvel þótt samlyndi stjórnarflokka sé bærilegt þykir þeim oftast henta að þessi þáttur framtíðar- innar sé sæmilega opinn. Sum lönd hafa það ríkulega bundið í lög að þing verði ekki rofið og kjörtímabilið sé sem í gadda slegið, þar á meðal lönd sem nærri okkur standa. Segja má að á Íslandi komi aðeins tvö tímabil ársins til greina þegar horft er til heppilegs tíma til að kalla kjósendur að kjörborði, vorið eða haustið. Oftar en einu sinni hefur verið kosið á öðr- um árstíma, en í því hafa menn þá lent eins og neyðarkosti. Það verður fróðlegt að sjá hvernig haustkosningar leggjast í landann. Ekki er ástæða til þess að ætla að kjördagurinn sem forsætisráðherra leggur til sé lak- ari en kosningar að vori. Öðru nær. Dæmin frá Bretum Lengi vel var það svo að forsætisráðherra Breta hafði einn í hendi sér hvenær kosningar færu fram hjá þeim. Kosningar voru þá boðaðar með svo sem þriggja vikna fyrirvara. Almennt var viðurkennt að ekkert væri að því að forsætisráðherra nýtti þennan rétt sinn, og það þótt augljóst væri að í mörgum til- vikum væri kjördagurinn valinn eftir pólitískum hentugleikum hans. Í landi samsteypustjórna, eins og okkar, gegnir öðru máli en þar sem forsætisráðherra eins flokks ræður algjörlega för. Ef ríkisstjórn „springur“ ekki á vegferðinni þarf gott samkomulag að vera á milli flokkanna (beggja eða allra) fyrir því að boða til kosninga. Stundum mun hafa verið gert formlegt samkomulag á milli flokka um að forsætisráðherra beiti ekki þingrofsvaldi sínu án vilja leiðtoga hins/ hinna flokkanna. Bréfritari fór alllengi fyrir samsteypustjórnum og tók jafnan fram, væri þetta atriði tekið upp, að hann myndi ekki gera slíkt samkomulag, því að þar væri í senn um vald og skyldu að ræða og forsætisráð- herrann gæti ekki framselt. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að forsætisráðherra sem beitti valdi sínu í þessu tilviki gagngert gegn hagsmunum samstarfs- flokks yrði ekki lengi líft í umhverfi samsteypu- stjórna. Létu menn þá þetta kyrrt liggja. Og gagnstætt breska dæminu sem nefnt var er ekki líklegt að þingrofsvaldi sem augljóslega hefði verið beitt eftir pólitískum hentugleikum forsætis- ráðherrans yrði honum heilladrjúgur leikur í kosn- ingunum sem þá yrðu, svo ekki sé talað um stjórnar- myndanir í kjölfarið. Í Bretlandi var hefðin á hinn bóginn sterk og það var þekkt afleiðing að flokkur forsætisráðherrans gæti með þessu haft forskot á helsta andstöðuflokk- inn og aðra. Við bættist að sumir forsætisráðherrar fundu að þetta vald var beggja handa járn. Það er kvöl að eiga völ Þannig var Gordon Brown kominn fram á brún ákvörðunar um kosningar þegar hann missti kjark- inn. Nú telja flestir að hefði Brown stokkið en ekki hrokkið hefði hann haldið velli, og ekki lent í þeim hópi forsætisráðherra sem aldrei hafa unnið kosn- ingar um forsætisráðherraembættið. Þegar kosningar urðu ekki lengur flúnar missti Brown valdið á Neðri málstofunni, án þess þó að Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, næði hreinum meirihluta. Frjálslyndi flokkur Cleggs fékk góða kosningu og hélt lyklinum að Downing-stræti í hendi sér og seldi hann dýrt. Cameron tjaldaði öllu til og gaf frá sér og eftirmönnum sínum þingrofsvaldið úr hendi for- sætisráðherra og fékk þinginu lokaorðið. Við þá gjörð horfði hann eingöngu til persónulegra stund- arhagsmuna. Sú breyting átti eftir að gera Boris Johnson erfitt fyrir á fyrstu mánuðum hans sem for- sætisráðherra. Þegar allt var í uppnámi vegna brexit haustið 2019 og hann komst hvorki lönd né strönd voru allar tillögur hans um kosningar felldar með þeirri niðurlægingu sem fylgdi. Margir spáðu því að hann myndi ekki lifa þennan pólitíska ómöguleika af. Honum varð það til pólitísks lífs að nýr og óreyndur leiðtogi Frjálslyndra hélt ekki höfði í umrótinu og tryggði Johnson óvænt nýjan kjördag í mikilli óþökk Verkamannaflokksins. Formaðurinn sá missti í kjöl- farið þingsæti sitt og formannstignina og virðist vera úr sögunni en Íhaldsflokkurinn hefur ekki haft öflugri þingmeirihluta í langan tíma. Gervivandamál Stjórnarandstaðan hér hefur lagt áherslu á að stjórnin samþykki kosningar að vori, svo sem hefð- bundið sé. Það er ekkert að því að stjórnarandstaða vilji kosningar sem fyrst. Vandinn er hins vegar sá að hér er engu tjaldað til nema hefðinni, sem hefur þó verið brotin þegar efni hafa staðið til. Það hefur reyndar oftast verið þegar ríkisstjórn springur á limminu eins og varð síðla árs 2017. Gerðist það upp úr miðnætti eftir svefndrukkið rugl trölla á netinu og fæstir ráðherrarnir höfðu þá eða síðar vitneskju um hvert banameinið varð og krufning fjölmiðla- manna færði engan mann nær. Sú sprenging varð ekki fyrirboði stórkostlegra Haustið er tært, fagurt og kjörið til kjördags ’ Það verður fróðlegt að sjá hvernig haust-kosningar leggjast í landann. Ekki erástæða til þess að ætla að kjördagurinn semforsætisráðherra leggur til sé lakari en kosn- ingar að vori. Öðru nær. Reykjavíkurbréf24.07.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.