Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2020 LÍFSSTÍLL Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Heyrnarþjónusta í alfaraleið Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum. Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki. Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs. aði á því teikna svipaða stóla og [danski hús- gagnahönnuðurinn] Børge Mogensen sem voru framleiddir í massavís í Danmörku. Hér var það ekki hægt,“ segir Arndís en Sveinn fékk þá smíðanema til liðs við sig sem smíðuðu eftir teikningum hans. „Rimlastólarnir hans hafa farið aftur í fram- leiðslu og seljast, held ég, ágætlega.“ Hafði bakið hugfast Hönnun Sveins er stílhrein. „Þetta er létt og nútímalegt. Viðurinn fær að njóta sín. Hann var örugglega einn af þeim fyrstu til að nota ís- lenskt grjót innandyra,“ segir Arndís. Sveinn vann einnig með stálstangir og þurfti þá að fara út fyrir sitt þægindasvið. „Það var ekki nóg með að hann væri húsgagnasmiður og gæti smíðað sjálfur heldur er hann þarna kominn í samstarf við vélsmiðju,“ segir Arn- dís. „Einn af stólum Sveins var sýndur á frægri sýningu í París 1958-59 en það var í fyrsta skipti sem Íslendingar tóku þátt í norrænni hönnunarsýningu. Þar voru tvö húsgögn eftir Svein Kjarval.“ Annað þeirra var stóll kallaður Parísarstóllinn og er heldur óvenjulegur í út- liti. „Rimlarnir eru beygðir að lögun baksins.“ Margir stólar Sveins bera þess merki að hann vildi styðja vel við bak þeirra sem í þá settust. „Hann lagði alltaf mikla áherslu á að bólstrunin væri góð.“ Hannaði mjólkurbar Auk húsgagna Sveins eru til sýnis á sýning- unni bæði teikningar eftir hann, þar á meðal af Parísarstólnum, og ljósmyndir af innanhúss- hönnun hans. „Innréttingar hans voru mjög mikilvægar. Þær voru kannski á annað hundr- að í miðbænum. Upp Laugaveginn, niður í Að- alstræti og upp Skólavörðustíginn.“ Arndís bendir mér á stóra mynd sem sýnir bar sem Sveinn hannaði. „Þetta var í gamla Austurbæjarbíó. Það var ekki vínbar heldur gat fólk fengið mjólkurhristinga og svoleiðis.“ Þá má sjá tímalínu þar sem stiklað er á stóru á ferli Sveins og hægt að sjá myndir af kapp- anum. Sýningin stendur yfir til loka ágústmánaðar. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þetta stílhreina viðarborð hannaði Sveinn. Af nógu er að taka á sýningunni. Sveinn hannaði þennan fallega bláa sófa á sínum tíma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.