Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.08.2020, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 hvorri mynd. Nolan er leikstjóri af því tagi sem vill í lengstu lög forðast tölvubrellur og tölvuteiknun og það sést á útkomunni. Geti leikari leikið í hasaratriði skal hann gera það. Allt skal vera eins raunverulegt og kostur er. Slík atriði fá að sjálf- sögðu á sig raunverulegri blæ en ella. Mikið er á leikarana lagt en þeir fá líka nóg greitt fyrir. Ef leik- arar eiga að slást í þyngdarleysi þá slást þeir í þyngdarleysi. Ef Boeing 747 breiðþota á að brotlenda á flug- skýli verður að redda slíkri þotu og láta hana brotlenda á flugskýli. Draumur eða veruleiki? Inception, sem í íslenskri þýð- ingu er kölluð Hugljómun, segir frá Cobb nokkrum sem leikinn er af Leonardo DiCaprio. Cobb er sá allra færasti þegar kemur að því að lauma sér inn í drauma fólks og stela þaðan leyndarmálum (ekki fylgir sögunni hvort samkeppnin sé hörð í þeim bransa). Cobb er eftir- lýstur, talinn hafa valdið dauða eig- inkonu sinnar og hefur hann því ekki séð börn sín tvö í dágóðan tíma. Dag einn býðst Cobb að fram- kvæma svokallaða hugljómun sem felst í því að koma hugmynd fyrir í kolli fórnarlambs. Slíkt er áhættu- samt því kafa þarf sérstaklega djúpt í drauminn, niður um þrjár hæðir ef líkja má draumi við nokkurra hæða hús. Í venjulegum draumi nægir að vera drepinn til að vakna en sé mað- ur drepinn í enn dýpri svefni, svo- kallaðri þriðju draumavídd hugans, lendir maður í einhvers konar limbói um óákveðinn tíma og óvíst hvort maður á þaðan afturkvæmt. Ekki víst hvort maður komist til raunheima úr draumheimi yfirleitt. Mal, látin eiginkona Cobb eða minningin um hana öllu heldur, reynist honum fjötur um fót í störf- um hans. Hún mætir oftar en ekki í draumana og eyðileggur fyrir hon- um. Undirmeðvitund Cobb gerir það að verkum að hann stefnir sam- verkamönnum sínum ítrekað í hættu í draumheimum og þegar allt hangir á bláþræði undir lokin er ekki ljóst hvort draumagengið muni enda í limbói eða vakna eins og ekk- ert hafi ískorist. Á endanum veit áhorfandinn ekki lengur í hvorum heiminum hann er staddur. Er þetta draumur eða veruleiki? Endirinn er glettilega galopinn. Völundarhús Sæbjörn Valdimarsson heitinn gagnrýndi Inception fyrir Morg- unblaðið í júlí árið 2010 og gaf fullt hús stjarna, fimm stykki. Lýsti hann myndinni sem vísindaskáldsögu- legum framtíðartrylli með róm- antísku ívafi og sagði hana marg- flókna, sem hún vissulega er. Rómantíski kaflinn er að vísu of fyr- irferðarmikill í handritinu að mínu mati og hefði gjarnan mátt stytta hann. En margflókin er myndin svo sannarlega og oft veltir maður fyrir sér hvort ákveðin flétta í sögunni gangi upp miðað við þær forsendur sem gefnar voru í upphafi. Margir hafa einmitt bent á hin ýmsu göt í handritinu, eitthvað sem fær ekki staðist og haldið því fram að götin séu mörg. Á móti má spyrja hvort vísindaskáldskapur á borð við þenn- an þurfi að standast slíkar kröfur yfirleitt. Inception er kvikmynd sem hrífur mann með sér og lifir lengi eftir áhorfið. Ekki gefst mikill tími til heilabrota í bíóinu því kvikmynd- in er keyrð áfram af miklum krafti (þegar hún er ekki að segja frá sam- bandi Cobb og eiginkonu hans), hugmyndaflugi og tilkomumiklum tæknibrellum og sjónhverfingum. Inception er völundarhús sem manni tekst næstum því að rata út úr. Ekkert jafnast á við gott bíó Þótt fátt nýtt sé að finna í bíó- húsum landsins þessa dagana er ástæðulaust að hætta að fara í bíó þegar hægt er að sjá myndir á borð við Inception. Að upplifa myndir af þessu tagi í stórum bíósal með háu tjaldi og kröftugu hljóðkerfi er allt annað en að horfa á þær í sjónvarpi. Skiptir þá engu hversu stór flat- skjárinn er eða krafturinn í græj- unum heima. Ekkert kemur í stað- inn fyrir bíó og auðvitað saknar maður þess að geta ekki séð sum- armyndirnar í bíóhúsum. Frumsýn- ingum þeirra hefur verið frestað en einhvern tíma hlýtur þessu kófi að ljúka. James Bond á að koma í nóv- ember. Við skulum vona að það standist því Bond-mynd er alltaf bíóveisla. Þangað til dreypum við á vodka Martini, hristum en ekki hrærðum. Margflókin hugljómun » Að upplifa myndiraf þessu tagi í stórum bíósal með háu tjaldi og kröftugu hljóð- kerfi er allt annað en að horfa á þær í sjónvarpi. Flækja Inception er mikið sjónarspil og fléttan hefur fengið margan bíógestinn til að klóra sér í hausnum. AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sambíóin hafa staðið fyrir sýn-ingum í kófinu í sumar ávöldum kvikmyndum enska leikstjórans Christophers Nolans en nýrrar kvikmyndar hans, Tenet, er beðið víða um lönd með mikilli eftir- væntingu þar sem um stórmynd er að ræða. Stórmynd í þeim skilningi að ekkert er til sparað og mun myndin vera sú dýrasta eftir Nolan til þessa og er þá mikið sagt. Ef marka má vefinn Screen- rant og fleiri s vefi sem fjalla um kvikmyndir var framleiðslukostn- aður Tenet á bilinu 200 til 250 millj- ónir dollara og við bættist svo annar kostnaður og þá einkum við mark- aðssetningu. Heldur vefmiðillinn In- dieWire því fram að myndin þurfi að skila 800 milljónum dollara í miðasölu til að koma út á sléttu. Í ís- lenskum krónum eru það 111 millj- arðar króna (!). Bíómynd Ein þekktasta mynd Nolans er Inception og sú var heldur betur dýr í framleiðslu á sínum tíma. Kostaði 160 milljónir dollara að framleiða hana en myndin skilaði um 829 milljónum dollara í miðasölu sem telst harla gott. Skal engan furða að myndin hafi kostað skild- inginn því annað eins sjónarspil hafði varla sést áður á hvíta tjaldinu þegar myndin var frumsýnd árið 2010. Í tilefni af tíu ára afmælinu hafa Sambíóin nú hafið sýningar á henni að nýju og kom hún vel út á háu tjaldi salar 1 í Egilshöll þar sem ég sá hana fyrir rúmri viku. Incep- tion, líkt og Tenet, er kvikmynd gerð fyrir bíó, fyrir stórt og hátt tjald og öflugt hljóðkerfi. Að frum- sýna kvikmyndir á borð við þessa í sjónvarpi væri mikil synd, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Á undan Inception sýna Sam- bíóin nú tvær stuttar kynningar- myndir, annars vegar um gerð myndarinnar og hins vegar Tenet. Eru þar sýnd myndbrot frá tökum og áhugaverð viðtöl, m.a. við Nolan þar sem hann segir frá sýn sinni og hverju hann vildi ná fram með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.