Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 44

Morgunblaðið - 22.08.2020, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 2020 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég hef unnið í myndlist eins og tök hafa ver- ið á síðan 1979, þegar ég útskrifaðist úr mynd- listarnámi, og fram á þennan dag,“ segir myndlistarkonan Ásta Ólafsdóttir sem í dag opnar yfirlitssýningu sína, sem nefnist Hjart- sláttur, í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. Sýningin er opin á venjulegum starfstíma safnsins, miðvikudaga til sunnudaga frá klukkan 12 til 18, og stendur til 4. október. Verkin á sýningunni eru sum yfir 40 ára gömul en einnig eru á sýningunni ný verk, meðal annars glænýtt bókverk. Ásta segir sýningarsalinn ótrúlega fallegt rými. „Það er afskaplega bjart og hvítt; birtan er einstök hér. En fermetrafjöldinn og vegg- svæðið er ekki mikið þannig það varð að velja verkin vel.“ Varð til í gegnum samtalið Sunna Ástþórsdóttir, sýningarstjóri, segist hafa unnið sýninguna í miklu samstarfi við Ástu. „Við Ásta erum búnar að hittast mjög reglulega og fara í gegnum verk-arkívið henn- ar, sem er stórt og umfangsmikið. Hún hefur varðveitt það vel. Hún á ljósmyndir af öllu, skissur og mikið af skemmtilegum módelum. Þessi sýning hefur orðið til í gegnum sam- talið. Ég er titluð sýningarstjóri en við vinnum þetta algjörlega í sameiningu. Það er oft svo gott að vinna með öðrum og það er það sem okkar samstarf hefur lagt til sýning- arinnar.“ Á sýningunni má sjá fjölbreytnina í mynd- listariðkun Ástu í gegnum tíðina. „Ásta er mjög tilraunagjörn og hefur unnið í ýmsa miðla í gegnum tíðina. Hún hefur sagt að henni finnist skemmtilegast að vinna í þrívídd, þannig það er mikið af innsetningum í rým- inu,“ segir Sunna. Auk þess verða til sýnis málverk, teikningar, skissur, myndbandsverk og geisladiskur, og verk á hugmyndastigi. Sunna segir verkin kallast vel á sem ein heild. Ásta bætir við að á sýningunni sé að finna úrval verka sem fara vel saman og njóta sín í rýminu. „Síðan væri hægt að gera aðra álíka stóra sýningu með verkum mínum sem eru annars eðlis því þetta er heilmikið sem maður á til,“ segir hún. „Maður reynir að hafa sam- hljóm milli verka og svo getur komið á óvart hvaða verk fara vel saman.“ Hún segir að þurft hafi talsverða útsjónarsemi að raða verkunum saman, enda verkin margvísleg. „Þetta er öðruvísi en þegar maður setur upp myndlistarsýningu þar sem allt er hengt á nagla. Hér er heilmikið stúss að setja upp eitt verk,“ segir Ásta. Sýningin ber yfirskriftina Hjartsláttur en Sunna segir að margar hug- myndir að titli sýningarinnar hafi komið fram. „En vegna þess að Ásta vinnur í ýmsar áttir og er að skoða ýmsar víddir tilverunnar, allt frá litlum sandkornum upp í himingeiminn, þá fannst henni við hæfi að velja titil sem er sam- einandi á einhvern hátt. Hjartsláttur er eitt- hvað sem allar lífverur á jörðinni eiga sameig- inlegt. Hjartsláttur minnir líka á tifið í klukku og tíminn er Ástu mjög hugleikinn og birtist á svolítið lífrænan hátt í verkunum hennar,“ skýrir Sunna. Létt og fjölbreytileg „Það er alveg yndislegt að Nýlistasafnið hafi boðist til þess halda einkasýningu yfir verk mín því ég er Nýlistasafnskona,“ segir Ásta. Hún er einn af stofnfélögum Nýlista- safnsins og hefur tekið virkan þátt í starfsemi safnsins frá upphafi. „Okkur í Nýló finnst sér- staklega gaman að geta boðið upp á þessa sýningu, sem er létt og fjölbreytileg. Hún er mjög skemmtileg fyrir sögu safnsins og fyrir Ástu sjálfa,“ segir sýningarstjórinn Sunna. „Þegar maður er að vinna að listum gengur þetta náttúrulega út á það að fólk sjái hvað maður er að gera,“ segir myndlistarkonan Ásta að lokum og bætir við: „Maður er partur af þessu samfélagi og sýningin er tækifæri okkar til þess að bjóða fólki að skoða og skynja hluta af lífsverki myndlistarmanns. Myndlist hefur mikil sálfræðileg og félagsleg áhrif á fólk ef það opnar sig fyrir því sem það sér. Allir eru velkomnir og það er engin regla um hvernig þú átt að skilja listina.“ Hjartslátturinn sameinar  Sýningin Hjartsláttur verður opnuð í dag  Yfirlit yfir verk Ástu Ólafsdóttur myndlistarkonu Morgunblaðið/Eggert Hjartsláttur „Ásta er mjög tilraunagjörn og hefur unnið í ýmsa miðla í gegnum tíðina.“ 2020 árgerðina af GMC færðu hjá IB.is IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 Einkasýningar tveggja myndlistarmanna, Aniara Om- ann og Maríu Rúnar Þránd- ardóttur, verða opnaðar í dag í Kling & Bang í Marshallhús- inu og eru sýningarnar á dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík. Aniara Omann er dönsk og nefnist sýning hennar Porous Tomorrow, eða Holóttur morgundagur. Omann vinnur jöfnum hönd- um með skúlptúra, vídeó, hljóð, texta og gjörninga í rannsóknum sínum á mörkum efnislegra hluta og á mörk- unum á milli þeirra, segir í til- kynningu, og nýtir sér aðferðir leikmunagerðar og sækir inn- blástur í fagurfræði vísinda- skáldskaparins sem endur- speglar svo sterklega ástand mannkyns í samtímanum með vísan til ímyndaðrar framtíðar eða hliðarveruleika. Omann vinnur með nið- urbrjótanleg efni, tilbúna leik- muni og tónlist úr kvikmynd- um og sjónvarpi; hún setur hér fram innsetningu sem ein- kennist af sjálfbærum og framtíðarkenndum efniviði, skapar þannig hugleiðingu um ástand vistkerfisins og ýjar að mögulegri útgáfu af framtíð- inni, segir í tilkynningu og að Omann sé afar eftirtekt- arverður danskur listamaður sem búi og starfi í Glasgow. Hún verður með lista- mannaleiðsögn og spjall á löngum fimmtudegi 27. ágúst kl. 20. Í samtali við tíðarandann María Rún Þrándardóttir er einn fulltrúa ungu kynslóð- arinnar á Listahátíð í Reykjavík í ár. Hún útskrifaðist úr mynd- listardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor og á sýningu hennar í Kling & Bang, sem nefnist Hverfandi, birtast ný verk sem hafa brýnt erindi, eins og því er lýst í tilkynningu en sýningin er jafnframt hennar fyrsta einka- sýning í opinberu rými. „Viðfangsefni Maríu eiga í sterku samtali við tíðarandann en bregða upp óvæntu og áleitnu sjónarhorni á málefni á borð við umhverfismál og sam- band manns og náttúru, auk þess sem verk hennar hafa oft- ar en ekki skírskotun í fem- ínisma. Tungumálið leikur einn- ig stórt hlutverk í verkum listakonunnar sem sækir í brunn persónulegrar reynslu við sköpun gjörninga og vídeó- listar,“ segir í tilkynningu um listsköpun Maríu. Sýningarnar tvær standa yfir til og með 27. september. Porous Tomorrow og Hverfandi  Tvær einka- sýningar í Kling & Bang Dönsk Aniara Omann. Íslensk María Rún Þrándardóttir. Leiðsögn um útisýn- inguna Yfir Gullinbrú fer fram á morgun, sunnudag, kl. 16 en leiðsögumenn verða þær Eygló Harð- ardóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Elísabet Bryn- hildardóttir auk Birtu Guðjónsdóttur sýning- arstjóra. Leiðsögnin nær yfir þrjú af verkum útisýn- ingarinnar sem er í Grafarvogi og er sýn- ingin sú þriðja af fimm í aðdraganda 50 ára afmælis Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Birta og Eygló taka á móti gestum við verk Eyglóar kl. 16 og verður þaðan haldið að verkum Þórdísar Öldu Sigurð- ardóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem báðar segja frá verkum sínum. Verk Eyglóar er á Geirsnefi og verður hist á bílastæðinu vestan megin. Verk Þórdísar er staðsett við Geldinganes og bílastæði við Kayakklúbbinn. Verk Elísabet- ar er við sjóinn í Gorvík og eru bílastæði annars vegar við út- skot frá Strandvegi en hins vegar er hægt að leggja inni í hverfi við enda götunnar að Garðastöðum og ganga þaðan eftir göngustíg niður að sjó. Frekari upplýsingar má finna á vefslóðinni hjolid.is/is/ yfir-gullinbru. Leiðsögn veitt um verk á útisýningunni Yfir Gullinbrú Sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.