Morgunblaðið - 26.08.2020, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020
Við höfnina Vaskur maður vann við bát í Reykjavíkurhöfn í veðurblíðunni í gær. Veðrið hefur leikið við borgarbúa síðustu daga og hefur fólk verið duglegt við að nýta síðustu sumardagana.
Árni Sæberg
Öll höfum við orðið
fyrir skakkaföllum,
beint eða óbeint, vegna
þeirra efnahagsþreng-
inga sem gengið hafa
yfir heiminn vegna
kórónuveirufaraldurs-
ins. En byrðarnar eru
misþungar – þyngstar
hjá atvinnurekendum
og launafólki á al-
mennum vinnumark-
aði, ekki síst í ferðaþjónustu. Heil-
brigðar forsendur fyrir rekstri
margra fyrirtækja hafa brostið og
við mörgum blasir ekki annað en
gjaldþrot. Launafólk hefur orðið
fyrir tekjumissi og margir eru án
vinnu. Sveitarfélög glíma við erf-
iðleika, sum alvarlega. Ríkissjóður
hefur þurft að mæta samdrætti –
útgjöld aukist og tekjur lækkað. Á
örfáum mánuðum hefur staða efna-
hagsmála gjörbreyst til hins verra.
Í stað hagvaxtar er samdráttur.
Ríkissjóður safnar skuldum í stað
þess að greiða líkt og gert hefur
verið á síðustu árum.
Reiknað er með því að halli á
ríkissjóði (A-hluta) verði um 10% af
vergri landsframleiðslu á þessu ári
og um 8% á því næsta. Samtals
verða gjöld ríkissjóðs umfram
tekjur, að öðru óbreyttu, því um
18% af landsframleiðslu eða rúm-
lega 500 milljarðar króna á tveimur
árum. Þetta er lítillega lægri fjár-
hæð en nemur raunhækkun út-
gjalda hins opinbera á síðustu tutt-
ugu árum.
Öllum má vera ljóst að forsendur
gildandi fjármálastefnu eru brostn-
ar og því nauðsynlegt að breyta
henni í samræmi við nýjan veru-
leika. Á grunni fjármálastefnunnar
verða fjárlög fyrir komandi ár lögð
fram á nýju þingi í október næst-
komandi. Bjarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra, mælir
fyrir tillögu að breytingum á stefn-
unni á morgun, fimmtudag. Í grein-
argerð segir að markmið fjár-
málastefnunnar á komandi árum sé
„að veita hagkerfinu stuðning til
þess að það geti náð vopnum sínum
að nýju, styðja við þau
heimili og fyrirtæki
sem verða fyrir alvar-
legum búsifjum vegna
áhrifa heimsfaraldurs-
ins og koma í veg fyrir
að mikið atvinnuleysi
festist í sessi“. Stefnan
í ríkisfjármálum leggst
þannig á sömu sveif og
peningastefnan. „Þess-
um stuðningi verður
viðhaldið þar til at-
vinnustigið hefur
hækkað markvert. Að-
gerðum ríkissjóðs er ætlað að styðja
við vaxtargetu hagkerfisins, m.a.
með stóraukinni fjárfestingu. Leit-
ast verður við að vernda þann ár-
angur sem náðst hefur í velferðar-
og heilbrigðismálum. Eftir sem áður
þarf að tryggja að hagkerfið geti
staðið undir framúrskarandi þjón-
ustu.“
Að þessu leyti er stefna ríkis-
stjórnarinnar skýr og afdráttarlaus.
Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa
gripið til á undanförnum mánuðum
til að milda áhrif alvarlegs sam-
dráttar hafa í flestu verið skyn-
samar og skilað árangri. Markvissar
aðgerðir Seðlabankans hafa skipt
fyrirtæki og heimili miklu. Leiða má
rök að því að ríkisfjármál og pen-
ingamál hafi unnið betur saman á
síðustu mánuðum en nokkru sinni
áður.
Áskoranir komandi ára
Ríkissjóður hefur haft bolmagn til
að takast á við samdráttinn. Hröð
niðurgreiðsla skulda á síðustu árum
hefur verið forsenda þess að hægt
hefur verið að beita ríkisfjármálum
af skynsemi. Ég hef haldið því fram
að allt frá 2013 hafi bóndinn í fjár-
málaráðuneytinu verið duglegur að
safna korni í hlöður til að mæta
mögrum árum. Hann hafi ekki fallið
í þá freistingu að eyða búhnykk og
hvalrekum aðeins í stundargaman
og pólitískar vinsældir.
Ekki verður hins vegar séð að
hallarekstur ríkisins hafi dregið úr
kröfum um aukin útgjöld. Kröf-
urnar eru til staðar líkt og ríkið sé
uppspretta verðmæta og velmeg-
unar. Þeir eru fáir (eða að minnsta
kosti ekki háværir) sem beina sjón-
um að meðferð opinbers fjár –
spyrja hvort samhengi sé á milli
aukinna útgjalda og bættrar op-
inberrar þjónustu. Í velgengni síð-
ustu ára hefur sinnuleysi náð að
festa rætur og við leyft okkur þann
munað að líta á hagkvæma ráð-
stöfun og meðferð sameiginlegra
fjármuna sem aukaatriði. Og aukn-
ing útgjalda hefur orðið mælikvarði
á pólitíska frammistöðu einstakra
þingmanna og stjórnmálaflokka.
Áskoranir í rekstri hins opinbera
á komandi mánuðum felast ekki í
auknum ríkisútgjöldum heldur í
betri og hagkvæmari nýtingu sam-
eiginlegra fjármuna. Þetta á jafnt
við um ríkið og sveitarfélögin.
Hundruð milljarða aukning útgjalda
hins opinbera og ríkisins sér-
staklega er ekki vísbending um að
skortur sé á peningum í fjárkist-
urnar heldur fremur merki um
ómarkvissa nýtingu þeirra.
1,5 milljarðar á hverjum degi
Rekstur hins opinbera [ríkis og
sveitarfélaga] kostaði nær 47 millj-
örðum króna meira í hverjum mán-
uði á síðasta ári en árið 2000, á föstu
verðlagi. Þetta jafngildir rúmlega
1,5 milljörðum á hverjum einasta
degi, helgidaga sem virka.
Í heild var rekstrarkostnaður
2019 um 560 milljörðum króna
hærri og þar af var launakostnaður
um 195 milljörðum meiri en alda-
mótaárið. Raunhækkun kostnaðar
var liðlega 87% á þessum tuttugu
árum. Launakostnaður hækkaði um
86%. Rekstrarkostnaður ríkisins
hækkaði að raungildi um nær 387
milljarða, þar af laun um 209 millj-
arða.
Sé litið til fjölgunar íbúa hækkaði
rekstrarkostnaður hins opinbera á
hvern landsmann um rúmlega 46%
á föstu verðlagi. Hækkunin á hverja
fjögurra manna fjölskyldu var tæp-
ar 4,3 milljónir króna eða um 355
þúsund á mánuði. Aldamótaárið
nam rekstrarkostnaðurinn um 9,2
milljónum á hverja fjölskyldu en á
síðasta ári var kostnaðurinn kominn
upp í 13,4 milljónir króna eða liðlega
1,1 milljón á mánuði. Launakostn-
aður á hverja fjölskyldu hækkaði á
þessum tveimur áratugum um nær
1,5 milljónir á föstu verðlagi.
Í raun skiptir engu hvaða tölur
um útgjöld hins opinbera eru skoð-
aðar. Sameiginlegur kostnaður
landsmanna hefur hækkað gríðar-
lega á síðustu áratugum. Aukning
útgjalda getur verið nauðsynleg og
skynsamleg s.s. í uppbyggingu heil-
brigðiskerfisins, þar sem verið er að
tryggja aðgengi sjúkratryggðra –
okkar allra – að nauðsynlegri þjón-
ustu. En jafnvel innan heilbrigðis-
kerfisins eru fjármunir ekki nýttir
eins og best verður á kosið. Fram-
lög til almannatrygginga hafa stór-
aukist og hið sama á við um
menntakerfið.
Hver og einn verður að svara því
hvort þjónusta hins opinbera – ríkis
og sveitarfélaga – hafi batnað í sam-
ræmi við aukin útgjöld. Velta því
fyrir sér hvort við sem velferðar-
þjóð höfum efni á þessu öllu, eða
hvort tækifærin felist ekki síst í
bættri nýtingu fjármuna og endur-
skipulagningu ríkisrekstrar.
Eftir Óla Björn
Kárason »Rekstur hins opin-
bera kostaði nær 47
milljörðum króna meira
í hverjum mánuði á síð-
asta ári en árið 2000, á
föstu verðlagi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Höfum við efni á þessu öllu?
Rekstrarkostnaður ríkisins og hins opinbera
Rekstrarkostnaður árið 2000 og 2019*
Vísitala rekstrarkostnaðar hins opinbera 2000 til 2019*
1.000
750
500
250
0
180
160
140
120
100
1.200
900
600
300
0
Rekstrarkostnaður án launa Laun
2000 2019
Rekstrarkostnaður ríkisins
2000 2019
Rekstrarkostnaður hins opinbera
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
Milljarðar kr. á föstu verðlagi 2019
Vísitala 2000=100, á föstu verðlagi 2019
* Óregluleg útgjöld hafa verið tekin út til að fá gleggri mynd af þróun útgjalda. Þannig er 192,2 milljarða króna
yfi rtaka ríkissjóðs 2008 á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans ekki meðtalin. Horft er fram hjá færslu
ríkissjóðs til A-hluta LSR upp á 105,1 milljarð króna árið 2016. Þá er 32 milljarða framlag sveitarfélaga til Brúar
lífeyrissjóðs 2017 ekki meðtali ð. Árið 2011 færðust málefni fatlaðra til sveitarfélaga. Heildartilfærsla tekjustofna
var upp á 10,7 milljarða króna vegna þjónustu við nærri 2.500 einstaklinga, auk þess sem nær 1.500 starfsmenn í
rúmlega 1.000 stöðugildum fl uttust yfi r til sveitarfélaganna. Heimild: Hagstofa Íslands.
+78,7%
+87,4%