Morgunblaðið - 26.08.2020, Side 16

Morgunblaðið - 26.08.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020 ✝ GuðmundurRúnar Ósk- arsson fæddist 15. janúar 1946 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur 11. ágúst 2020. Faðir Guðmund- ar var Óskar Magn- ússon, bifreiða- smiður á Seyðis- firði, fæddur 13. október 1922, dáinn 4. apríl 1991. Foreldrar Óskars voru Magnús Símon Guðfinns- son og Vilborg Júlíana Guð- mundsdóttir, frá Seyðisfirði. Móðir Guðmundar var Guð- munda Kristjánsdóttir hús- freyja, fædd 24. nóvember 1921, látin 25. apríl 1959. Foreldrar hennar voru Kristján Guð- mundsson, bóndi á Arnarnúpi, Keldudal í Dýrafirði, og Guð- björg Kristjana Guðjónsdóttir húsfreyja. Stjúpmóðir Guðmundar var Arndís Sigríður Halldórsdóttir húsfreyja, fædd 9. október 1921, dáin 5. september 1995. Systkini Guðmundar eru Kristján, fæddur 24. september 1951, og Guðmunda, fædd 23. október 1960 (samfeðra). Upp- eldissystkini Guðmundar eru Jón Pétursson, fæddur 21. júlí 1947, Guðlaug Halldóra Péturs- fæddur 16. maí 2003, sem eru börn Sigrúnar frá fyrra sam- bandi. 2) Sigurður lögfræð- ingur, fæddur 5. september 1977. Maki hans er Margrét María Grétarsdóttir, fædd 26. október 1980. Börn þeirra eru Grétar Már, fæddur 21. janúar 2014, og Ragnheiður Dóra, fædd 4. mars 2015. 3) Guðrún Inga lögfræðingur, fædd 19. sept- ember 1987. Guðmundur útskrifaðist með verslunarpróf frá Samvinnu- skólanum á Bifröst árið 1967. Hann nam endurskoðun á ár- unum 1973-1977 og hlaut lög- gildingu árið 1978. Hann starf- aði hjá Samvinnutryggingum við tryggingar og tölvumál á ár- unum 1967-1969, sem bæjarrit- ari Akraneskaupstaðar á árun- um 1970-1971, hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga árin 1972-1975 og hjá Ragnari Ólafs- syni, hrl. og endurskoðanda, Laugavegi 18, árin 1976-1980. Frá árinu 1981 rak Guðmundur eigin endurskoðunarstofu ásamt öðrum að Ármúla 40, síðar End- urskoðun og reikningshald ehf. á Bíldshöfða 12 og síðar á Suð- urlandsbraut 22. Guðmundur sat í stjórn Félags löggiltra end- urskoðenda á árunum 2000- 2002. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju 26. ágúst kl. 11. Í ljósi að- stæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina, en athöfninni verður streymt á https://live- stream.com/luxor/gudmund- uroskarsson dóttir, fædd 18. maí 1951, og Sigmar Pétursson, fæddur 22. september 1952. Arndís Sigríður átti áður Sigurbjörgu Eiríksdóttur, fædd 23. nóvember 1941, dáin 4. febrúar 1997. Guðmundur kvæntist Ragnheiði H. Sigurðardóttur, fædd 18. desember 1948, hjúkr- unarfræðingi og ljósmóður, 16. ágúst 1975. Faðir hennar var Sigurður Ólafsson, kennari á Ísafirði og síðar skólastjóri og hreppstjóri í Sandgerði, fæddur 6. september 1918, dáinn 13. mars 1985. Móðir hennar var Guðrún Jörgensdóttir Hansen, húsfreyja á Ísafirði og kennari í Sandgerði, fædd 27. maí 1921, dáin 28. ágúst 2001. Börn Guðmundar og Ragn- heiðar eru 1) Kristján flugstjóri, fæddur 11. maí 1976. Maki hans er Sigrún Hallgrímsdóttir, fædd 9. september 1975. Börn þeirra eru Guðmundur Óskar, fæddur 2. nóvember 2009, og Hall- grímur Orri, fæddur 29. ágúst 2011. Stjúpbörn Kristjáns eru Elín Birna Hallgrímsdóttir, fædd 14. september 2000, og Magnús Björn Hallgrímsson, Þegar náinn fellur frá stöðv- ast tilveran um stund. Þá er staldrað við og horft yfir farinn veg við kveðjustund. Mummi bróðir var á fimmtánda ári þeg- ar ég kom í heiminn. Þar sem þessi aldursmunur var á okkur var Mummi fluttur að heiman þegar ég komst til vits og ára. Þegar hann var að byrja að starfa sem endurskoðandi fékk hann litlu systur til að vélrita fyrir sig framtölin og ársreikn- ingana í aukavinnu. Þar hófst samstarf okkar sem varað hefur í 42 ár. Kenndi hann mér allt um bókhald og reikningsskil sem ég kann. Studdum hvort annað í framþróuninni að fara úr spjaldabókhaldi yfir í tölvu- bókhald í einkatölvum. Sem þótti mikil framþróun. Aldrei hefði maður trúað því að ritvélin yrði að safngrip með tilkomu tölvunnar. Það segir mikið um skapgerð Mumma að hann hafi þolað litlu systur í öll þessi ár og viljað hafa hana við hliðina á sér í vinnunni alla daga. Þvílík forréttindi að fá að hafa hann við hliðina á mér í öll þessi ár. Ég hlakkaði til að koma í vinnuna, gantast við hann og kryfja dægurmálin ásamt vinnufélögunum. Sárt mun ég sakna hans. Drúpi höfði í djúpu þakklæti fyrir allt. Guðmunda litla systir. Hugurinn hvarflar til hausts- ins 1959, ég er 12 ára að koma úr sveitinni og inn á nýtt heimili í Hamarsgerði 8. Mamma, Sig- ríður Halldórsdóttir ekkja með þrjú börn og Óskar Magnússon ekkill með tvo drengi höfðu tek- ið saman og sameinað fjölskyld- urnar. Guðmundur eða Mummi eins við kölluðum hann alltaf, var ári eldri en ég, mun hærri og þreknari. Mér fannst hann vera stór og gæjalegur. Við áttum að vera saman í kvistherberginu sem mér fannst stórt á þeim tíma en rúmin voru sitt hvoru megin í herberginu og þegar við sátum á rúmbríkinni þá snertust hnén á okkur. Fyrsta kvöldið kom í ljós hve mikill ljúflingur og gæðadrengur hann var. Ég að sálast úr feimni og hann að létta á spennunni með að segja sögur fram á nótt, sögur sem voru allar hlaðnar gamni og það tísti í mér hláturinn þar til Ósk- ar og mamma skipuðu okkur að fara að sofa. Nokkru síðar sátum við í aft- asta sæti í strætó á leið í bíó, þegar þrír strákar koma upp í vagninn og ég verð órólegur því ég hafði átt í útistöðum við þá. Þeir setjast fyrir framan okkur, horfa fast á mig og segja svo við Mumma, þekkir þú hann ? Mummi svara snöggt, já þetta er bróðir minn. Þeir þegja um stund þar til einn þeirra segir, já ég sé það þið eruð svo líkir. Þá kumraði hláturinn í Mumma eins og svo oft síðar þegar góð saga var sögð og ég hólpinn í hans skjóli. Mummi hafði margt fram yfir mig, var duglegur í skóla, góður í handbolta og fótbolta, gat munað nöfn á flestum bátum og skipum í höfninni og á hvers- konar veiðum þeir voru. Hann var 15 ára þegar hann fór sem messagutti á millilandaskip og þótti mér mikið til koma. Þegar hann kom svo heim var setið í eldhúsinu og maður drakk í sig siglingasögurnar, það var gam- an að hlusta á Mumma segja frá. Þegar við Malla bjuggum í Stykkishólmi kom upp sú staða að ég varð að búa mér til auka- vinnu. Ákveð þá að taka að mér bókhald sem þótti ekki mikið vit, því ég hafði bara skólabók- færslu í grunninn. Mummi hvatti mig áfram og sagðist geta lagt mér eitthvað til í aðstoð. Aðstoð hans var ekki lítil því á ótrúlega stuttum tíma kenndi hann mér að skilja bókhald og gera reikningsskil. Það var sama hvenær maður hringdi í hann með stór og smá vanda- mál, hann gaf sér alltaf tíma til að hjálpa, skipti þá ekki máli þó hann sjálfur væri á kafi í vinnu og tímaklemmu með sín verk- efni. Þessi aukavinna varð að bókhaldsskrifstofu með fulla vinnu fyrir okkur Möllu. Árið 1999 flytjum við í Kópavog og höldum þar áfram okkar rekstri, gott þótti mér nú að geta litið við á skrifstofunni hjá Mumma og Guðmundu systur, hafa með sér vínarbrauð, létta af sér vandamáli bókhalds og fá ráð, spjalla og hafa gaman í stutta stund. Stundirnar með Mumma voru alltaf stuttar. Rekstur bók- haldstofu okkar Möllu hefði ekki getað orðið jafn farsæl nema fyrir ómetanlega aðstoð hans. Mummi unni fjölskyldu sinni mjög og eins og honum einum var lagið sagði hann sögur af börnum og barnabörnum þar sem gaman og væntumþykja skein í gegn. Við hjónin vottum fjölskyldu Mumma samúð og kveðjum góð- an dreng með söknuði. Jón Pétursson. Í dag kveðjum við elskulegan bróður minn, Guðmund Rúnar Óskarsson, sem varð bráðkvadd- ur 11. ágúst síðastliðinn. Þótt andlát Mumma hafi borið brátt að hafði hann verið veill fyrir hjarta allt frá því hann fékk al- varlegt hjartaáfall aðeins 37 ára gamall. Á milli okkar bræðra var alla tíð sterkur kærleiks- strengur. Við urðum fyrir þeirri sáru reynslu ungir að missa móður okkar eftir nokkurra ára erfið veikindi. Á þessum tíma áttum við bræður um skeið okkar annað heimili hjá móðurömmu og móð- urafa. Nutum við kærleiks þeirra og umönnunar á erfiðum tíma eða allt þar til heimilishald gat hafist á ný í Hamarsgerði, sem var æskuheimilið, eftir að faðir okkar kynntist Sigríði stjúpmóður okkar. Inn á heim- ilið komu þá þrjú börn Sigríðar og síðan bættist hálfsystir okkar við. Systkinahópurinn stækkaði því ört á stuttum tíma og taldi sex. Oft var því fjör á heimilinu eins og gefur að skilja en allt gekk þetta blessunarlega vel. Við systkinin höfum haldið hóp- inn og verið að hittast reglulega í gegnum tíðina, oftar en ekki að frumkvæði Mumma og Ragn- heiðar. Mummi var einstakur öðling- ur. Hann var yfirvegaður í allri sinni framgöngu, hlýr, bóngóð- ur, vel greindur og með gott skopskyn. Hann barði sér ekki á brjóst eða fór um með hávaða en allir hlustuðu þegar hann tal- aði. Í umræðum kom glöggt í ljós hversu fróður hann var um margvísleg málefni og dró hann oft fram nýjar hliðar á málum sem öðrum hafði yfirsést. Hann var ekki stóryrtur og talaði aldr- ei illa um nokkurn mann. Alltaf var gott að leita til hans um að- stoð og til að fá ráðleggingar enda einstaklega ráðagóður. Þegar ég var í menntaskóla var sumarhýran venjulega búin síðla vetrar og lítið aflögu hjá for- eldrum. Ég gat þá alltaf leitað til bróður míns. Ávallt tók hann mér vel og aldrei stóð illa á hjá honum. Ekki taldi hann heldur eftir sér að sjá um okkar mál þegar við hjónin ásamt börnum fluttum til Texas í tvö ár, er ég var í framhaldsnámi. Ekki var þá internetið komið til sögunnar né rafræn þjónusta. Öll erindi lítil sem stór tóku þá lengri tíma en í dag. Mummi og Ragnheiður áttu í farsælu hjónabandi um 45 ára skeið. Á milli þeirra ríkti kær- leikur og gagnkvæm virðing. Þau stóðu þétt saman og mynd- uðu sterka heild. Börnin þeirra þrjú eru öll frábærir einstak- lingar sem hafa komist vel til manns. Mummi var afar stoltur af börnum sínum og talaði alltaf um þau og fjölskyldur þeirra af mikilli hlýju og væntumþykju. Síðustu ár áttum við hjónin þess kost að ferðast með Mumma og Ragnheiði. Árið 2017 dvöldum við saman í Or- lando á Flórída í um vikutíma. Síðastliðið haust dvöldum við saman í Villages á Flórída í mánaðartíma. Þar nutum við saman lífsins í góðu umhverfi og þægilegu loftslagi við golfiðkun og fleira. Við Síá virkilega nut- um þess að vera með þeim Mumma og Ragnheiði í þessum ferðum. Minningarnar frá þess- um ánægjulega tíma með þeim hjónum er okkur nú enn dýr- mætari en áður. Við Síá sendum Ragnheiði, Kristjáni, Sigurði, Guðrúnu Ingu, tengdabörnum og barna- börnum einlægar samúðarkveðj- ur. Við vitum að þau munu standa þétt saman á þessum erf- iðu tímum og veita hvert öðru styrk. Með sorg í hjarta kveð ég Mumma bróður minn sem var mér svo kær. Blessuð sé minn- ing hans. Kristján. Stundum er rætt um gæfu- spor manna í lífinu. Slíkt gæfu- spor tók ég, er ég gekk til sam- starfs við kollega mína, Þorstein Kristinsson og Guðmund R. Óskarsson, í árslok 1986. Báðir þessir heiðursmenn eru nú falln- ir frá, Þorsteinn árið 2007 og Guðmundur hinn 11. ágúst síð- astliðinn. Samstarf okkar Guð- mundar hafði þá verið á fjórða áratug, samstarf og samvera sem aldrei bar skugga á. Í daglegum samskiptum einkenndist framganga Guð- mundar félaga míns og vinar af yfirvegun og hógværð, en jafn- framt var honum tamt að koma auga á spaugilegu hliðar mál- anna og var því oft glatt á hjalla í kaffitímunum á skrifstofunni. Eins og oft er hjá góðum sögu- mönnum varð hann oft skot- spónn í sögum sínum eins og til dæmis er hann sagði frá eigin afrekum í sundballettinum en svo nefndi hann sundtíma með eldri borgurum, sem hann stundaði hin síðari ár. Í störfum sínum var Guð- mundur samviskusamur, glögg- ur, réttsýnn og hjálpsamur fag- maður. Þessara eiginleika nutum við samstarfsfólk hans og upp í hugann koma ótal skipti er við sátum og skeggræddum ým- islegt sem upp kom í amstri dagsins og okkur þótti tilefni til að leita álits á hvor hjá öðrum. Verðmætastar eru þó minning- arnar um kynnin og samvist- irnar við góðan dreng sem mað- ur hlakkaði til að hitta og eiga dagleg samskipti við. Nú förum við ekki fleiri ferðir til að kíkja á prentara, en það sögðum við gjarnan við samstarfsfólkið er við skruppum út í hádeginu til að fá okkur eitthvað í svanginn. Stóllinn hans stendur nú eftir auður, en bjartar minningar lifa í hugskotinu og þakklæti fyrir samstarfið og vinskapinn. Ég votta Ragnheiði, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingj- um samúð mína. Þorvaldur Þorvaldsson. Kveðja frá bekkjarfélögum í Bifröst 1965-67 Það voru daprar fréttir sem okkur bekkjarfélögum bárust þann 11. ágúst um að Guðmund- ur Rúnar Óskarsson væri allur. Þar með hafa 10 úr okkar sam- heldna bekk kvatt og er aldeilis skarð fyrir skildi. Hugurinn hvarflar til hausts- ins 1965. Hópur ungmenna er mættur á Bifröst til tveggja ára náms í Samvinnuskólanum. Það er eftirvænting í loftinu og ný- nemarnir finna sér stað og byrja að laga sig að aðstæðum. Einn af hópnum er fjölhæfur en hóg- vær nítján ára Reykvíkingur sem ekki fer mikið fyrir í upp- hafi en ávinnur sér fljótt traust bekkjarfélaganna og þegar kem- ur að því að bekkurinn velji sér leiðtoga fyrir næsta ár er valið auðvelt. Guðmundur Óskars er valinn og gegnir því hlutverki af stakri prýði eins og við var að búast. Hann Guðmundur var á margan hátt sérstakur og lífs- reyndari en við hin yngri. Hann var „sigldur“ – hafði heimsótt framandi lönd á íslenskum skip- um og sagði okkur, sem yngri vorum og óreyndari, frá þeim ferðum og atburðum þeim tengdum. Hann hafði góða frá- sagnargáfu, gott skopskyn og bókstaflega á allan hátt, góða og þægilega nærveru. Það átti fyrir okkur báðum að liggja að ævistarfið yrði að fást við endurskoðun og reiknings- lega aðstoð við fólk og fyrirtæki – þar var nafni minn svo sann- arlega á réttri hillu – talnag- löggur með afbrigðum og reynd- ist skjólstæðingum sínum vel. Við áttum saman góða daga hjá Endurskoðun SÍS og síðan, í marga áratugi, á vettvangi fag- félags okkar og það var æv- inlega mannbætandi að hitta nafna. Bekkurinn okkar hefur um langt skeið haft það fyrir venju að hittast reglulega á veturna. Svo mun vonandi einnig verða á komandi vetri og þar munum við bekkjarsystkinin rifja upp kynnin og minnast okkar góða félaga, sem kvaddi allt of snemma. Við sendum fjölskyldu Guð- mundar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og óskum vini okk- ar góðrar vegferðar á nýjum slóðum. Blessuð sé minning Guð- mundar Rúnars Óskarssonar. Guðmundur Jóelsson. Gummi vinur eins og Guð- mundur Rúnar var alltaf kall- aður af okkur í fjölskyldunni í Akraselinu lék stórt hlutverk í lífi pabba okkar, Guðmundar Skjaldar. Þeir vinir kynntust ungir að árum í Samvinnuskólanum Bif- röst þar sem þeir voru báðir við nám en þar þróaðist með þeim dýrmæt vinátta sem fylgdi þeim allt þeirra líf. Þeir voru nánast sem bræður, ræddu saman sím- leiðis ef þeir náðu ekki að hitt- ast daglega og deildu bæði gleði og sorg saman í gegnum allt. Gummi vinur var einstaklega traustur og góður maður og aldrei bar skugga á vinskap hans og pabba enda virðing og gagnkvæmt traust ríkjandi á milli þeirra alla tíð. Hann og Gagga reyndust pabba og mömmu ómetanlegir vinir í veikindum pabba og fyrir það erum við systkinin ævinlega þakklát. Það er gott til þess að hugsa að þeir vinirnir eru nú samein- aðir aftur og á erfiðum tímum sem þessum er það viss huggun að vita að pabbi tekur fagnandi á móti sínum besta vini. Elsku Gagga og börn, okkar hugur er hjá ykkur. Linda Björk Guðmundsdóttir Páll Ásgeir Guðmundsson. Við fráfall Guðmundar R. Óskarssonar, löggilts endur- skoðanda, er okkur efst í huga eftirsjá og þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa notið vináttu hans og mildi og eftirsjá nú þegar lokið er skyndilega ljúfum og ánægjulegum samskiptum við hann í marga áratugi. Þegar Ragnheiður kona hans og fjórar hollsystur hennar úr Hjúkrunarskólanum stofnuðu með sér bridgeklúbb fyrir mörg- um árum varð til fimm hjóna samheldinn vinahópur. Auk spilakvöldanna og spilaferðanna var árlega stofnað til ferðalaga hópsins innanlands og/eða utan þar sem blandað var saman úti- vist og skoðunarferðum sem og menningu og glaðværð í bland við góðan mat og drykk. Þar lagði Guðmundur oft mikið til enda var hann víðfróður listunn- andi með mikla alhliða þekkingu og ríka kímnigáfu. Fyrir allmörgum árum fékk Guðmundur alvarlegt hjartaáfall sem mótaði líf hans að verulegu leyti upp frá því. Hann var þó fáorður um þetta og vildi alls ekki láta eftirleik þessa áfalls hindra sig í að njóta lífsins, nátt- úru landsins og útiveru. Sérlega eftirminnileg er ferð sem hóp- urinn fór um Suðausturland fyr- ir sex árum þegar m.a. var gengið á hið sögufræga fjall Laka. Það var alsæll Guðmundur sem sigraðist á því og naut stór- kostlegs útsýnis þaðan þrátt fyr- ir að eiginkonan teldi af mikilli umhyggju fyrir honum hann færast of mikið í fang. Guðmundur var virtur endur- skoðandi enda mikill fagmaður, vandvirkur og skipulagður. Vinnusemi hans var við brugðið og eftir sjötugt hafði hann eng- an áhuga á að setjast í helgan stein. Sinnti hann starfi sínu allt fram á hinsta dag. Það var því ekki lítill fengur fyrir þann sem Guðmundur Rúnar Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.