Morgunblaðið - 26.08.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Ritsafn Kristmanns Guðmunds-
sonar, 1-8, einnig ævisaga hans,
4 bindi, Alfreð Flóki, teikningar,
Skarðsbók, Börn ævintýranna,
Jón Gnarr, ‘88, Menntamál 1.-42.
árg.
Uppl. í síma 898 9475
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Veiði
Vegna flutninga og
skipulagsbreytinga
seljum við flugustangir,
veiðarfæri, vöðlur o. fl., í Nethyl 1.
Opið miðvikudag, fimmtudag 13-
17 og föstudag 13-15.
Aðeins tveim til þrem hleypt inn í
einu. facebook.com/IGvorur
I. Guðmundsson ehf
Nethyl 1
110 Reykjavík
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Hádegismatur kl. 11.30–13. Félagsfundur kl. 11. Kaffisala kl.
14.45–15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í
Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleikfimi kl. 13.
Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum,
þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð
aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Félag eldri borgara í Garðabæ, s. 565-6627,
skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10. Gönguhópur frá Smiðju kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Gönguhópur fer af stað kl. 10 í göngu með 2 metra milli-
bili, frá Borgum og frá Grafarvogskirkju. Hádegisverður frá kl. 11.30
raðað niður með fjöldatakmörkunum og kaffihúsið opið frá kl. 14.30
til 15:30 og við virðum samfélagssáttmálan og leggjum áherslu á að
vernda viðkvæma hópa.
Korpúlfar/Borgir Grafarvogi. Ingrid Kulhman verður með fyrirlest-
ur í Borgum í dag kl. 13 til 15, Vellíðan á tímum COVID. Stillt upp með
2 metra regluna að leiðarljósi, hvetjum sem flesta til að koma og
hlusta á áhugaverða fræðslu kl. 13: í Borgum.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð félagsh. við
Suðurströnd. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall
í króknum kl. 10.30. Handavinna og samvera á Skólabraut kl. 13. Í dag
kl. 14 tökum við fyrsta leikinn á púttvellinum á baklóð Skólabrautar 3-
5. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30. Virðum samfélagssáttmálann, 2ja m. regluna.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝ Unnur Gunn-arsdóttir Sande
menntaskólakenn-
ari fæddist á
Smáragötu 7 í
Reykjavík 18. maí
árið 1938. Hún lést
14. ágúst 2020 á
heimili sínu í Ósló.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Guðjónsson skipa-
miðlari, f. 26.12.
1909, d. 22.12. 1992 og Unnur
Magnúsdóttir húsmóðir, f. 8.5.
1913, d. 19.11. 1983. Unnur var
næstelst systkina sinna, þau eru:
1) Ragnhildur Gunnarsdóttir, f.
21.6. 1934, d. 29.6. 2014. 2) Berg-
ljót Gunnarsdóttir, f. 27.1. 1940.
3) Hanna Gunnarsdóttir, f. 21.8.
1942. 4) Magnús Gunnarsson, f.
4.7. 1945. Unnur giftist Henrik
Jan Sande tannlækni, f. 22.9.
1935 og gengu þau í hjónaband
tvítug að aldri og starfaði hjá
Joachim Grieg skipamiðlun í
Ósló. Skömmu síðar kynntist hún
lífsförunaut sínum Henrik sem
var þá í tannlæknanámi. Þau
bjuggu sér síðar heimili að
Lønnåskollen 3 í Ósló þar sem
hún bjó til æviloka. Að loknu
framhaldsnámi í Noregi hóf Unn-
ur störf hjá Norsk Veritas, en
söðlaði síðar um og gerðist
menntaskólakennari í frönsku og
nýnorsku, en hún lauk háskóla-
prófi frá Óslóarháskóla í þeim
greinum. Ung að aldri lauk Unn-
ur námi í píanóleik og tónfræði
við Tónlistarskólann í Reykjavík,
og lærði síðar klassískan gítar-
leik. Hún fékkst m.a. við hann-
yrðir og glermálun, var blóma-
ræktandi og lék jöfnum höndum
á píanó, gítar og harmóníku.
Unnur kom reglulega til Íslands
og hélt sterkum tengslum við
fjölskyldu og vini hér.
Útför Unnar fer fram frá
Vestre Gravlund nye kapell í
Ósló 26. ágúst 2020 kl. 12.30 að
íslenskum tíma og verður beint
streymi frá athöfninni. Stytt slóð
á streymi: https://tinyurl.com/
yxcdxuxp
17.8. 1960. Börn
þeirra eru: Erling
Sande tölvunar-
fræðingur, f. 21.2.
1961, d. 26.2. 2018,
sonur Magnus, f.
1998. Unnur Sande,
framkvæmdastjóri
Vega Scene í Ósló, f.
20.12. 1962, börn
Ingrid f. 1991, Hen-
rik f. 1995 og Eira
Elise, f. 2003. Gunn-
ar Sande tölvunarfræðingur, f.
9.4. 1970, kvæntur Annemette
Falkenberg Sande, f. 25.11.1970,
börn Iver, f. 2001, Petter, f. 2004,
Pia Unnur, f. 2009 og Ida, dóttir
Annemette, f. 1991.
Að loknu landsprófi fór Unnur
í hússtjórnarskóla í Danmörku
og lauk síðar námi í hrað- og vél-
ritun við Denson College í Eng-
landi. Hún hóf störf sem ritari
hjá Lýsi hf. en fluttist til Noregs
Það er erfitt að sætta sig við að
Unnsa systir mín, sem mér þótti
svo óhemju vænt um, sé horfin af
sjónarsviðinu. 82 ár teljast ef til
vill allnokkur aldur en hún hafði
bara svo gaman af lífinu og öllu
sem það hafði upp á að bjóða,
hvort sem það var tónlist, mynd-
list, bókmenntir, gönguferðir,
bridge – já eða fallhlífarstökk, svo
fátt eitt sé nefnt. Unnsa lærði ung
píanóleik, en gerði sér fljótlega
grein fyrir því að það yrði ekki
hennar vettvangur í lífinu. Þetta
var vegna þess, sagði hún, að tveir
jafnaldrar hennar í Tónlistarskól-
anum væru svo miklu flinkari en
hún, en það voru Atli Heimir
Sveinsson og Þorkell Sigurbjörns-
son! Hún lauk samt náminu og
spilaði sér til ánægju alla tíð og
lærði síðar á klassískan gítar.
Unnsa var í senn skipulögð og
dreymin, og fann einstakt jafn-
vægi milli þess að sinna því prakt-
íska í lífinu og því sem henni
fannst gefa lífinu sérstakt gildi.
Ég minnist þess úr einni af heim-
sóknum mínum á heimili hennar í
Ósló að hún var að ryksuga af
miklum myndarskap en hætti
skyndilega í miðju verki og settist
við píanóið. Þar spilaði hún eitt
eða tvö lög, greip gítarinn á eftir
og hélt svo áfram að ryksuga.
Unnsa gegndi um árabil góðri
stöðu hjá fyrirtækinu Norsk Veri-
tas en hóf síðar menntaskóla-
kennslu og fann þar sína fjöl í líf-
inu.
Unnsa var afar klár, kát og fé-
lagslynd, og safnaði alls staðar
fólki kringum sig. Árið 2000 eign-
aðist fjölskylda hennar íbúð við
Sóleyjargötu í Reykjavík sem þau
notuðu óspart fyrir sig og vinafólk
sem hún og Rikk höfðu ómælda
ánægju af að uppfræða og ferðast
með um landið okkar fagra.
Þó svo að Unnsa hafi búið í
Noregi var samgangur mikill milli
fjölskyldna okkar systra og
tengslin sterk. Börnin mín eiga
einstaklega góðar minningar um
Unnsu sem sýndi því ávallt ein-
lægan áhuga sem þau fengust við í
lífinu. Heiða dvaldi hjá fjölskyld-
unni í Noregi sumarlangt, og kom
heim ákveðin í að læra á gítar eins
og frænka sín. Unnsa sýndi mynd-
listarferli Önnu óþrjótandi áhuga
og í vinnuferðum Magnúsar til
Óslóar á undanförnum árum hefur
honum verið tekið opnum örmum
af Unnsu og fjölskyldu.
Eins og oft vill verða skiptust á
skin og skúrir í ævi hennar og fjöl-
skyldunnar. Eldri sonurinn Er-
ling lést fyrir tveimur árum af
völdum ALS-sjúkdómsins eftir
fjögurra ára baráttu. Sjálf fékk
Unnsa krabbamein fyrir tíu árum
sem þó tókst að halda niðri með
góðum árangri þar til nú. Ég bar
gæfu til þess að komast til Óslóar
og dvelja með henni og fjölskyld-
unni í nokkra daga áður en hún
féll frá.
Þrátt fyrir að vera orðin mjög
veik birtist mér Unnsa í öllum sín-
um styrkleika og sjarma, hún tók
því sem koma skyldi af æðruleysi,
með húmorinn og hlýjuna að
vopni. Þegar ég kvaddi hana hafði
hún áhyggjur af því að okkur Sig-
urði hefði ekki gefist tími til að
skoða nýjar og fallegar byggingar
í miðborginni – við yrðum að sjá
Bibliotekið!
Þessi orð lýsa því hversu um-
hugað Unnsu var um allt í kring-
um sig og ég kveð systur mína
með sorg í hjarta.
Elsku Rikk, Unnur, Gunnar og
fjölskyldur – ég og fjölskylda mín
vottum ykkur innilega samúð.
Hann
Hvaðan kemur
systraást?
Hún kemur
frá hjartanu,
er það ekki?
Þó himinn og haf
skilji að,
slitnar hún aldrei
í sundur.
Ég sakna þín!
Bergljót Gunnarsdóttir.
Unnur Gunnars-
dóttir Sande
Þú kveiktir von um
veröld betri
mín von hún óx með
þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér
um stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.
… söng Kristín svo undurvel í
fermingarveislunni minni á sínum
tíma og á þetta textabrot vel við í
dag.
Það er þyngra en tárum taki að
vera á þeim stað að þurfa að
kveðja æskuvinkonu sína í blóma
lífsins. Eftir lifir minningin um
yndislega, fallega, bráðgreinda og
hæfileikaríka stúlku með einstaka
sköpunargáfu sem ég hef alla tíð
dáðst að. Þrátt fyrir að leiðir okk-
ar hafi legið hvor í sína áttina með
hækkandi aldri þá átt þú alltaf
stað í hjarta mér, elsku Kikka. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir okkar
margra ára vináttu, allar góðu
stundirnar og dýrmætu minning-
arnar, svo ekki sé minnst á allar
ferðirnar í Kópavoginn til ömmu
Lillý og afa Adda.
Takk fyrir að vera til staðar í
mínu lífi og veita mér byr undir
báða vængi þegar ég þurfti mest á
að halda. Ég vildi óska þess að ég
hefði getað verið til staðar á sama
hátt fyrir þig.
Góða ferð í sumarlandið, elsku
fallegi engill.
Hildur Lára.
Ljúf, bráðgáfuð, stórglæsileg
og skapandi – það er það sem hún
Kristín Lilja
Gunnsteinsdóttir
✝ Kristín LiljaGunnsteins-
dóttir fæddist 4.
mars 1990. Hún lést
14. júlí 2020.
Útför Kristínar
Lilju fór fram í
kyrrþey 28. júlí
2020.
Kristín Lilja var.
Enginn ljómaði jafn
mikið af innlifun á
sviði, skrifaði jafn fal-
leg ljóð eða bar jafn
mikinn þokka og feg-
urð. Kristín Lilja var
í eðli sínu listakona.
Ég minnist þess
að taka rútuna með
Kristínu í Kópavog-
inn að heimsækja
ömmu Lillý og afa
Adda. Stundum kynntumst við
öðrum krökkum á leiðinni og þótt-
umst vera tvíburar og sögðum frá
lífi okkar sem systur. Hjá Lillý og
Adda var alltaf svo huggulegt og
við höfðum mjög gaman af því að
ráfa um hverfið og Smáralindina, í
eins fötum sem við keyptum í Hag-
kaup. Það var alltaf nóg að bíta í
hjá Lillý, en ég minnist þess að fá
ávexti í dós með rjóma eftir versl-
unarleiðangur. Kvöldsögurnar
hans Adda voru í uppáhaldi. Sér-
staklega sú sem segir frá því þegar
foreldrar Kikku vildu barn og fóru
í Hagkaup í leit að barni (því þann-
ig urðu börnin til skilurðu). Þau
fundu fallegasta og klárasta barnið
í efstu hillunni í Hagkaup – Krist-
ínu Lilju. Ég verð alltaf þakklát
fyrir það að Kikka bauð mér að
kalla Lillý og Adda – ömmu og afa
– því að ég sjálf átti ekki ömmu og
afa á lífi.
Við fórum ýmislegt saman fyrir
utan helgarferðirnar til Lillý og
Adda. Tvö sumur í röð í sumarbúð-
irnar, ævintýraland, rétt fyrir út-
skrift úr grunnskóla ferðuðumst
við tvær til Hannover að heim-
sækja Kirsten og John og
skemmtiferðin með Sunnu til Berl-
ínar gleymist seint.
Kristín sló alls staðar í gegn, í
skólanum námslega og félagslega,
í félagsmiðstöðinni, vinnustaðnum
og vinahópnum. Í raun alls staðar.
Hún geislaði af fegurð og sjálfs-
öryggi. Hún samdi ótalmörg ljóð
og sögur, söng í söngvakeppnum,
var með nær dagleg söngatriði
heima og lék á sviði. Fólk hafði orð
á því hvað hún væri hæfileikarík
leikkona þegar hún lék aðalhlut-
verkið í Litlu hryllingsbúðinni, þó
að hún væri aðeins 15 ára og í
grunnskólaleikriti.
Kristín Lilja elskaði Fenri
Flóka af öllu sínu hjarta og ég man
hversu mikið hún breyttist þegar
hann kom í heiminn. Hún varð
jarðbundnari og tók móðurhlut-
verkið alvarlega.
Lífið tekur óvæntar beygjur og
Kristín skilur eftir sig stórt gat í
hjörtum okkar sem við fyllum af
ljúfum minningum.
Fyrir okkur verður Kristín Lilja
alltaf vinkona, systir, dóttir,
ömmu- og afastelpa, hunda-
mamma, Kikkugullið hennar Sól-
veigar og mamma hans Flóka litla.
Sjáumst, elsku Kikka mín.
Guðrún Magnea
Magnúsdóttir.
Að missa eina af sínum bestu
æskuvinkonum er óraunverulegt
og erfitt að sætta sig við. Kristín
eða Kikka eins og við kölluðum
hana oftast var ótrúlega klár, list-
ræn, hæfileikarík, næm og yndis-
leg vinkona. Hún skaraði framúr í
því sem hún tók sér fyrir hendur,
tók allt alla leið. Hvort sem það var
ritlist, myndlist, leiklist, söngur
eða fyrirsætustörf. Það var mér
ljóst mjög snemma að hún hefði
einhverja náðargáfu þegar það
kom að listgreinum og langaði mig
því að skrifa nokkur orð um vin-
konu mína, listakonuna Kristínu.
Ég eins og svo margir aðrir dáðist
að því hvað Kristín var ófeimin,
huguð og óhrædd við að fara sínar
eigin leiðir. Þegar við vorum að
æfa okkur fyrir úrslitin í stóru upp-
lestrarkeppninni, þá aðeins 13 ára
gamlar, var svo magnað að hlusta á
hana flytja textana og ljóðin því
flutningurinn var aldrei nákvæm-
lega eins, túlkunin hennar var svo
einlæg og sannfærandi. Texta sem
voru alveg óskiljanlegir tókst
henni að flytja á þann hátt að
manni fannst maður skilja hvert
einasta orð. Ég hugsaði með mér:
Kristín skilur þessi skáld á ein-
hverju allt öðru leveli en við hin,
enda var enginn vafi á því að hún
myndi vinna þessa keppni. Það er
svo miklu seinna sem ég átta mig á
því hvað Kristín var bara á allt
öðrum stað en við flest. Á meðan
flestir voru að eyða alltof miklum
tíma í að reyna að skilja hvað höf-
undarnir væru að hugsa þá var
Kristín búin að átta sig á því hvað
ljóð eru tilfinningaleg og að þau
eru opin fyrir ólíkum túlkunum.
Þarna komum við líka inn á þenn-
an eiginlega sem hún hafði að vera
ófeimin, hún tók textana og gerði
þá að sínum og gaf sér svo leyfi til
þess að túlka textann öðruvísi
næst þegar hún fór með hann.
Þetta er eiginleiki sem margir
bestu listamenn sem ég hef
kynnst eiga oft erfitt með því við
erum oft svo hrædd við það hvað
öðrum finnst og við að taka
áhættu. En það átti ekki við Krist-
ínu. Þetta einkenndi líka textana
sem hún samdi, maður gat alveg
gleymt sér við lesturinn og lesið
þá nokkrum sinnum yfir og túlkað
þá á svo marga vegu. Þegar við
settum upp leikritið Litla hryll-
ingsbúðin þá fékk hún aðalhlut-
verkið og brilleraði í hlutverki
Auðar bæði í söng og leik, hún tók
karektervinnuna mjög alvarlega.
Í viðtali við Morgunblaðið sagði
hún: „Mér finnst gaman að vera á
sviði og fyrir framan fólk. Ég er
svo heppin að vera laus við feimni
svo að hún dregur ekki úr mér
kjark.“ Í seinni tíð sat hún fyrir
sem módel, þegar ég heyrði talað
um hugtakið „listrænt módel“ þá
fannst mér það svo lýsandi fyrir
hana þar sem á myndunum henn-
ar var listræn tjáning í fyrirrúmi
þar sem fókusinn var oft á manns-
líkamann, form og náttúruna. Ég
man sérstaklega vel eftir fallegri
myndaseríu sem kom í tímaritinu
Nýtt Líf. Það er erfitt að hugsa til
þess að við munum ekki hittast
aftur en eftir sitja allar góðu minn-
ingarnar og þakklætið fyrir að
hafa átt Kristínu Lilju sem vin-
konu.
Sigrún Björk Sævarsdóttir.