Morgunblaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 24
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við stóðum frammi fyrir þeirri
ákvörðun hvort við ættum að aflýsa
eða taka slaginn. Eftir að hafa legið
lengi undir feldi varð það niðurstaða
okkar að halda Jazzhátíð Reykjavík-
ur í ár þrátt fyrir þær samkomu-
takmarkanir sem gilda,“ segir Jón
Ómar Árnason, framkvæmdastjóri
og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar
Reykjavíkur
2020. Jazzhátíð
Reykjavíkur, sem
fagnar 30 ára
starfsafmæli í ár,
hefst laugardag-
inn 29. ágúst og
stendur til 5.
september.
Að sögn Jóns
Ómars var skipu-
lagning hátíðar-
innar í ár þegar
hafin þegar kórónuveirufaraldurinn
braust út fyrr á árinu. „Við vorum þá
þegar búin að bóka nokkra erlenda
listamenn, en biðum með að bóka
fleiri þar til staðan myndi skýrast.
Markmiðið var að beina kastljós-
inu í miklum mæli að innlendum
flytjendum en auk þess að bjóða upp
á heimsþekkta erlenda listamenn,
því frá upphafi hefur hátíðin í senn
verið uppskeruhátíð íslenskra djass-
tónlistarmanna sem og vettvangur
til þess að kynna það besta sem er að
gerast á sviði djasstónlistar á alþjóð-
legum vettvangi. Við bundum því
miklar vonir við að hægt yrði að taka
á móti þessum erlendu gestum frá
bæði Evrópu og Bandaríkjunum, en
það breyttist þegar hertari aðgerðir
við landamærin voru teknar upp
fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Ómar
og tekur fram að í staðinn verði
íslenskri djasstónlist gert sér-
staklega hátt undir höfði á þessu af-
mælisári hátíðarinnar.
Samstillt átak margra
„Við fylgjum að sjálfsögðu í hví-
vetna öllum fyrirmælum sóttvarna-
yfirvalda um fjöldatakmarkanir og
fjarlægðarmörk þannig að tveggja
metra reglan sé virt. Það þýðir að
aðeins verða í boði um 90 til 100 mið-
ar á hverja tónleika. Alls verða yfir
30 viðburðir á dagskrá þar sem sam-
tals koma fram um hundrað lista-
menn,“ segir Jón Ómar og tekur
fram að nokkrir listamenn komi
fram oftar en einu sinni á hátíðinni.
„Vegna 30 ára afmælisársins langaði
okkur að reyna að bjóða upp á að
minnsta kosti jafnmarga viðburði og
árin sem hátíðin hefur verið haldin
og það er að verða að veruleika,“
segir Jón Ómar og bendir á að vegna
kórónuveirufaraldursins verði í ár
ekki hægt að bjóða upp á djass-
göngu í upphafi hátíðar líkt og venj-
an hafi verið síðustu árin þar sem
skipuleggjendur geti ekki tryggt
fjarlægðartakmarkanir úti við.
„Vegna fjarlægðarmarka urðum
við einnig að skipta út tónleikastöð-
um,“ segir Jón Ómar og bendir á að
upphaflega hafi verið ætlunin að
halda nokkra tónleika í Mengi og
Tjarnarbíói. „Nú erum við að miklu
leyti komin inn í Hörpu auk þess að
vera í Fríkirkjunni, Tjarnarsal Ráð-
hússins og Kirkju Óháða safnaðar-
ins,“ segir Jón Ómar. Spurður hvort
hátíðin geti staðið undir sér með svo
takmörkuðu miðaframboði í jafn-
dýru húsnæði og Harpa venjulega er
svarar Jón Ómar: „Þegar það þarf
að gera átak til að framkvæma eitt-
hvað þá er það oft þannig að það
koma margir aðilar að borðinu. Í
þessu tilviki er um að ræða samstillt
átak Jazzhátíðar, Reykjavíkur-
borgar, Hörpu og svo auðvitað tón-
listarfólksins en fyrir hlutum við
styrk frá Tónlistarsjóði líkt og fyrri
ár,“ segir Jón Ómar.
Hátíðin hefst á fæðingardegi
Charlie Parker
Spurður hvað beri hæst á kom-
andi hátíð nefnir Jón Ómar að svo
skemmtilega vilji til að hátíðin í ár
hefjist á fæðingardegi Charlie Par-
ker, þ.e. 29. ágúst. „Charlie Parker
hefði orðið 100 ára í ár væri hann
enn á lífi. Í tilefni dagsins bjóðum við
upp á heiðurstónleika í Norður-
ljósum kl. 19.30 þar sem Sigurður
Flosason fer fyrir einvalaliði bæði úr
klassíska og djassgeiranum. Hljóm-
sveitin mun flytja lög af plötum Par-
kers frá 1950 sem bera titilinn Char-
lie Parker with Strings. Þessar
skífur voru þær vinsælustu sem Par-
ker gaf út og voru þær teknar inn í
Grammy Hall of Fame árið 1988,“
segir Jón Ómar og bendir á að dag-
skrá ársins sé „afar glæsileg, þó ég
segi sjálfur frá. Markmiðið í upphafi
var að spanna breitt svið innan
djasstónlistarinnar og huga að jafn-
ara hlutfalli kynja í hópi flytjenda.
Konur eru í forsvari á mörgum tón-
leikanna,“ segir Jón Ómar og nefnir
í því samhengi tónleika Ingibjargar
Turchi bassaleikara sem fram fara í
Flóa Hörpu fimmtudaginn 3. sept-
ember kl. 20.45; tónleika Þórdísar
Gerðar sellóleikara sem flytur tón-
list eftir Kurt Weill í Fríkirkjunni
miðvikudaginn 2. september kl.
19.30 og útgáfutónleika Hafdísar
Bjarnadóttur og Parallax í Flóa
sunnudaginn 30. ágúst kl. 20.45.
„Það á eftir að koma í ljós hvernig
þeir tónleikar verða útfærðir, því við
vitum ekki enn hvort norska spuna-
djasshljómsveitin Parallax komist til
landsins. Ef þeir komast ekki verður
samt boðið upp á flutning þeirra í
hljóð og mynd sem Hafdís mun spila
við. Við þurfum bara að hugsa í
lausnum, enda býður ástandið ekki
upp á neitt annað. Við reynum því
okkar besta til að lyfta andanum,“
segir Jón Ómar og tekur fram að
tónleikar Hafdísar eru einir af
þrennum útgáfutónleikum á hátíð-
inni í ár.
Sterk og jákvæð viðbrögð
„Á opnunardegi hátíðarinnar slær
Tómas R. Einarsson bassaleikari
upp latínballi í Norðurljósum Hörpu
kl. 20.45 til að fagna útgáfu plötu
með úrvali laga frá tónleikum sem
hann hélt í Dölunum árið 2014 og
voru uppistaðan í heimildarmynd-
inni Latínbóndinn sem frumsýnd
var 2015,“ segir Jón Ómar, en með
Tómasi kemur fram níu manna
hljómsveit sem spilar þekktustu lat-
ínlög Tómasar. „Á lokakvöldi hátíð-
arinnar 5. september heldur svo
Agnar Már Magnússon píanóleikari
tónleika í Norðurljósum kl. 20.45 í
tilefni af útkomu plötunnar Mór,“
segir Jón Ómar.
„Af öðrum tónleikum má nefna að
Óskar Guðjónsson saxófónleikari og
Skúli Sverrisson bassaleikari koma
nú fram sem dúó í fyrsta sinn á
Jazzhátíð Reykjavíkur,“ segir Jón
Ómar og vísar þar til tónleika þeirra
sem fram fara í Flóa sunnudaginn
30. ágúst kl. 22. „Tónleikar Frelsis-
sveitar Íslands með frumflutningi á
nýju efni eftir Hauk Gröndal fara
fram í Flóa föstudaginn 4. sept-
ember kl. 22. Tónleikar Unnar Birnu
og Björns Thoroddsen ásamt hljóm-
sveit fara fram í Flóa þriðjudaginn 1.
september kl. 20.45. Svo má ekki
gleyma eina erlenda gesti Jazzhátíð-
ar í ár, en það er franski píanósnill-
ingurinn Romain Collin, en hann
heldur einleikstónleika í Fríkirkj-
unni mánudaginn 31. ágúst. Vert er
að taka fram að það eru hádegistón-
leikar og hefjast þeir á slaginu kl.
12,“ segir Jón Ómar.
Aðspurður segir Jón Ómar að að-
eins verði örfáir hátíðarpassar í boði
þetta árið sem helgast af því hversu
fá sæti eru í boði. „Þrátt fyrir þá
óvissu sem ríkt hefur út af ástandinu
hefur miðasalan farið vel af stað,
sem er ánægjulegt,“ segir Jón Ómar
og bendir á að nær uppselt sé orðið á
tónleika opnunardagsins. „Við finn-
um sterklega fyrir uppsafnaðri þörf
meðal almennings að komast á tón-
leika. Við höfum fengið sterk og já-
kvæð viðbrögð frá fólki sem fagnar
því að Jazzhátíð Reykjavíkur verði
haldin í ár með þeim takmörkunum
sem nauðsynlegar eru,“ segir Jón
Ómar og tekur fram að í ár verði
engin skörun á tónleikum og því geti
áhugasamir sótt alla tónleika hátíð-
arinnar ef því er að skipta.
Dagskrá hátíðarinnar má kynna
sér í heild sinni á vefnum reykjavik-
jazz.is/dagskra/.
„Afar glæsileg“ dagskrá
Jazzhátíð Reykjavíkur fagnar 30 ára starfsafmæli í ár Hátíðin hefst 29. ágúst og stendur til 5.
september Aðeins verða 90 til 100 miðar í boði á hverja tónleika Aðeins einn erlendur gestur
Bassaleikari Ingibjörg Turchi kemur fram í Hörpu 3. september. Mór Agnar Már Magnússon heldur útgáfutónleika í Hörpu 5. september.
Latínbóndi Tómas R. Einarsson slær upp latínballi í Hörpu 29. ágúst. Selló Þórdís Gerður heldur tónleika í Fríkirkjunni 2. september.
Jón Ómar
Árnason
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Hvítrússneski rannsóknarblaðamað-
urinn, rithöfundurinn og sagnfræðing-
urinn Svetlana Aleksijevitj, sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015,
hefur verið kölluð til yfirheyrslu í
Hvíta-Rússlandi vegna gagnrýni sinn-
ar á nýkjörinn forseta landsins.
Í frétt AFP um málið kemur fram að
Aleksijevitj sé meðlimur breytinga-
ráðs sem stjórnarandstaðan stofnaði í
kjölfar þeirra miklu mótmæla sem ríkt
hafa í landinu síðan Alexander Lúka-
sjenkó var endurkjörinn forseti fyrr í þessum mánuði.
Samkvæmt Dagens nyheter voru tveir aðrir aðilar ráðs-
ins handteknir á mánudag og kærðir fyrir að hafa reynt
að skipuleggja mótmæli í verksmiðju í Minsk. Aleksij-
evitj hefur verið óhrædd við að gagnrýna Lúkasjenkó og
hvatt hann til að segja af sér. Í viðtali við Svaboda.org.
sagði hún meðal annars: „Segðu af þér áður en það verð-
ur of seint, áður en þú steypir íbúum landsins í hyldýp-
ið.“ Aleksijevitj hefur heldur ekki farið dult með stuðn-
ing sinn við Svetlönu Tíkhanovskaju, fulltrúa
stjórnarandstöðunnar, sem bauð sig fram í nýafstöðnum
forsetakosningum.
Svetlana
Aleksijevitj
Nóbelsverðlaunahafinn Aleksijevitj tekin til yfirheyrslu