Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  206. tölublað  108. árgangur  LÆRDÓMS- RÍKIR MÁNUÐIR HJÁ SKELJUNGI ARKAÐ AF STAÐ AF HUGREKKI OG GLEÐI SÓTTVARNIR SETJA STRIK Í REIKNINGINN ÉG KEM ALLTAF AFTUR 24 Í RÉTTUM ER ÞETTA HELST 10VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR Andrés Magnússon andres@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, dregur enga dul á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, en segist hafa óbilandi trú á framtíð- inni og getu íslensks efnahagslífs til þess að rétta skjótt úr kútnum eftir áföll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í opnuviðtali ViðskiptaMogg- ans í dag. „Ég hef ótrúlega sterka tilfinn- ingu fyrir því að okkar bíði kraft- mikið vaxtarskeið þegar þessir erf- iðleikar eru að baki, vaxtarskeið sem ekkert þjóðhagsmódel getur tekið inn sem breytu. Ég held að ef við komumst í gegnum þennan faraldur á næsta ári, þá sé ég fyrir mér miklu meiri vöxt en nokkrar spár gera ráð fyrir.“ Hann segir ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og breytta ríkisfjár- málastefnu miðast við að hér séu um tímabundið ástand að ræða, en sag- an sýni að Íslendingar séu fljótir að vinna sig úr vandanum um leið og færi gefst. „Ég er sérstaklega að horfa til ferðaþjónustunnar þegar ég segi þetta. Gjaldmiðillinn hefur aðlagað sig nú þegar, en innviðirnir, reynsl- an og þekkingin er öll til staðar enn,“ segir Bjarni og bætir við að ýmsar ytri aðstæður leggist þar með. Þegar heimsfaraldurinn sé genginn yfir geti það vel gerst að efnahagslífið fái mikla og skjóta endurreisn með mikilli fjölgun ferðamanna á tiltölulega skömmum tíma. „Ég er ekki að spá því að það ger- ist á næsta ári, það er ógerningur að tímasetja viðsnúninginn, en þegar hann verður og það birtir til að nýju, þá er ég sannfærður um við munum fá – eins og áður hefur gerst – mjög kraftmikið hagvaxtarskeið sem get- ur varað í nokkurn tíma.“ Hefur trú á örum vexti eftir veiruna  Telur ferðaþjónustuna lykilinn að skjótri endurreisn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Endurreisn Bjarni er sannfærður um að kraftmikið vaxtarskeið bíði eftir að faraldurinn líður hjá. MViðskiptaMogginn „Sprettan að undanförnu hefur verið góð og ég er sáttur með uppskeruna,“ segir Sturla Þormóðsson bóndi á Fljótshólum í Flóa. Þar á bæ er stunduð umfangsmikil ræktun á gulrótum og var bóndinn í gær að taka upp úr görðum sínum sem spanna stórt svæði. Afurðir úr þeim, gulrætur í ýmsum litum og rófur, fara gjarnan samdægurs á markað eftir að hafa ver- ið þvegnar og settar í poka. Mikið framboð er í verslunum þessa dagana af íslensku grænmeti, næringarríkri og brak- andi hollustu sem gerir fólki gott. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Góðar gulrætur hjá Sturlu bónda á Fljótshólum Gerðardómur ákvað í gær að ríkið skyldi leggja til aukna fjármuni til þess að bæta kjör hjúkrunarfræð- inga. Er alls um 1,1 milljarð króna að ræða og renna 900 milljónir af því fé til Land- spítalans og 200 milljónir til annarra heilbrigðisstofnana. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, fagnaði því í samtali við Morg- unblaðið í gær að úrskurður gerðar- dóms lægi fyrir eftir eins og hálfs árs kjaraviðræður, en segir að það eigi eftir að koma í ljós hverju niður- staðan muni skila til hjúkrunarfræð- inga. »4 Milljarður í viðbótar- framlag  Fagnar því að úr- skurður liggi fyrir Guðbjörg Pálsdóttir Það hefur magn- að niðursveifluna í hagkerfinu að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans. Þetta er mat Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðar- ins, sem vísar til þróunar á vaxta- álagi nýrra fyrirtækjalána. „Vaxtalækkanir Seðlabankans virðast hafa skilað sér til heimila að mestu en ekki til fyrirtækja nema að litlu leyti,“ segir Ingólfur í samtali við ViðskiptaMoggann í dag. Þegar bankar skelli í lás með því að hækka áhættuálag, halda vöxtum háum og hafna útlánum ýki þeir niðursveifluna. baldura@mbl.is Bankar dýpka kreppuna  Aðalhagfræðingur SI gagnrýnir vextina Ingólfur Bender

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.