Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Margir hafa skoðun á sótt-varnaaðgerðum um þessar mundir. Þegar gripið var til aðgerða í vor var mikil samstaða meðal þjóð- arinnar og skoðanir lítt skiptar, hvað þá að hörð andmæli heyrðust. Nú eru á hinn bóg- inn talsverðar umræður og gagn- rýni á þá leið sem stjórnvöld – eða sóttvarnayfirvöld – hafa valið í bar- áttunni við veiruna. Þessi umræða er mikilvæg enda aðgerðirnar harð- ar og mega aldrei verða „nýtt norm- al“ eins og sumir hafa orðað það.    Einn þeirra sem leggja orð í belger Vefþjóðviljinn á andriki.is sem er lítið hrifinn af aðgerðunum nú. Hann segir að þó að fyrstu dag- ana í seinni bylgjunni hafi menn vissulega getað „haldið því fram að um svipaða þróun sé að ræða og í hinni fyrri. En þegar komið er fram í ágúst hefur seinni bylgjan tekið aðra og betri stefnu en sú fyrri. Eng- inn vafi er á því að eftir að fyrstu innanlandssmitin um nokkurra vikna skeið greindust í lok júlí höfðu landsmenn aukinn vara á sér í sam- skiptum, ekki síst þegar viðkvæmir einstaklingar eiga í hlut. Þar kom reynslan frá í vor að góðum notum. Einstaklingsbundnar sóttvarnir virkuðu. Kúrfan var orðin flöt og jafnvel á niðurleið.    Þess vegna er illskiljanlegt hversvegna gripið var til svo afdrifa- ríkra takmarkana á landamær- unum.“    Vefþjóðviljinn ræðir þetta ílengra máli en klykkir svo út með orðunum: „Allt hnígur því að því að lokunin hafi verið ástæðulaus og litlum ef nokkrum ávinningi skil- að. Tjónið í efnahagslífinu og skerð- ingin á borgaralegum réttindum manna er hins vegar öllum ljóst.“ Illskiljanlegar aðgerðir? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 | Við sérsmíðum gluggatjöld sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili Z-Brautir og gluggatjöld Allt fyrir gluggana á einum stað Íslensk framleiðsla Niðurstaða ætti að fást í þessari eða næstu viku um hverjar verði lyktir verðlaunahátíðar Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem átti að vera í Hörpu í desember nk. Ljóst er að hátíðin verður ekki með í þeirri útfærslu sem að var stefnt í upphafi, það er vegna kórónuveirunnar. Hjá Reykjavíkurborg og ríki er nú verið að skoða þær sviðsmyndir sem í stöðunni eru og út frá því verður ákvörðun tekin. „Fyrirkomulag hátíðarinnar verður annað en að var stefnt,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menn- ingar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, í sam- tali við Morgunblaðið. „Ein sviðsmynd þessa máls er sú að hátíðinni í Reykjavík verði frestað milli ára, önnur sú að hún verði að mestu haldin í lágstemmdri útgáfu eða þá í Berlín, þar sem hátíðin hefur jafnan verið haldin á oddatölu- árum. Viðburður í Reykjavík með óbreyttu sniði er út úr myndinni.“ Stofnað var til verðlaunanna árið 1988, í þeim tilgangi að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Í febrúar á síðasta ári var ákveðið að verðlaunaafhendingin fyrir 2020 færi fram í Reykjavík og samhliða því voru á döfinni fjöl- margir hliðarviðburðir tengdir evrópskum kvik- myndum. Ráðgert var að hátt í 1.400 gestir verði viðstaddir verðlaunahátíðina sjálfa – sem hefur ver- ið í sjónvarpsútsendingu víða um lönd. Útlagður kostnaður borgar og ríkis vegna und- irbúnings kvikmyndahátíðarinnar hingað til eru um 20 milljónir króna, fyrst og fremst laun. Allt er það fyrir vinnu sem nýtist, hvort sem viðburðinum í Reykjavík verður frestað eða fyrirkomulagi hans breytt, að sögn Örnu Schram. sbs@mbl.is Óbreyttur viðburður úr myndinni Arna Schram  Evópsku kvikmyndaverðlaunin í endurskoðun  Hátíð í Hörpu breytt Mikil umskipti eru í veðrinu nú í upphafi septembermánaðar og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði. Þau eru Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, miðhá- lendið og Austurland að Glettingi. „September hefst með látum“ er yfirskrift tilkynningar Veður- stofunnar frá í gær en viðvar- anirnar taka gildi kl. 17 á morg- un, fimmtudag, 3. september. Fram kemur að útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15- 20 metra á sekúndu og talsverða úrkomu. „Hiti verður nærri frost- marki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 400 metra. Veðrið gæti skap- að vandræði fyrir búfénað, eink- um kindur til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir í tilkynningu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur einnig vakið athygli á leiðindaveðrinu sem spáð er að komi yfir landið á morgun. Spáð er slæmu veðri og að færð geti spillst Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sumarstemning Ágúst var blíðviðrasamur en nú verða sviptingar í veðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.