Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 4
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
lilja@mbl.is
Gerðardómur úrskurðaði í gær að
ríkið skuli leggja Landspítalanum til
aukna fjármuni sem skuli ráðstafað
til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga á
grundvelli stofnanasamnings, alls 900
milljónir króna á ári frá 1. september
2020 til loka gildistíma kjarasamn-
ings aðila. Þá skal ríkið á sama hátt
leggja öðrum heilbrigðisstofnunum
sínum sem hafa almenna hjúkrunar-
fræðinga í þjónustu sinni til aukna
fjármuni sem skal ráðstafað á grund-
velli stofnanasamninga, alls 200 millj-
ónir króna frá 1. september 2020 til
loka gildistíma kjarasamnings aðila.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gær fagna því að úrskurður gerðar-
dóms lægi fyrir eftir eins og hálfs árs
kjaraviðræður. „Þetta er 1,1 milljarð-
ur sem er reiknað með sem viðbót-
arframlag til heilbrigðisstofnana en
frekari framkvæmd er ekki í gerð-
ardómnum svo nú þurfum við að setj-
ast niður með heilbrigðisstofnunum
og þetta framlag verður notað til að
endurnýja stofnanasamninga. Það
verður þá fyrst sem við sjáum hvern-
ig þetta kemur út fyrir hjúkrunar-
fræðinga, hverju í rauninni þetta mun
skila,“ sagði Guðbjörg. Þá segir hún
enn fremur að endurnýjun stofnana-
samninga þurfi að ljúka fyrir næstu
áramót.
„Vanmetin kvennastétt“
Ágreiningur samningsaðila snerist
um hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá
stofnunum ríkisins séu í samræmi við
ábyrgð, álag, menntun og inntak
starfa þeirra samanborið við aðrar
háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu. Í
úrskurði gerðardóms segir meðal
annars að það séu að mati gerðar-
dóms „vísbendingar um að hjúkrun-
arfræðingar séu vanmetin kvenna-
stétt hvað varðar laun með tilliti til
ábyrgðar. Sérstaklega á þetta við
þegar horft er til þess að almennir
hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í
hlutverki teymisstjóra og samhæfing-
araðila milli annarra fagstétta. Þá eru
þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta
snerting skjólstæðings í bráðatilfell-
um.“
Guðbjörg segir það ánægjulegt að
fá viðurkenningu á þessu, en á sama
tíma sé það sorglegt að vera í þeirri
stöðu yfirhöfuð. „Þetta er alveg rétt
eins og við höfum alltaf haldið fram.
Að sjálfsögðu var ég ánægð að sjá
þetta, þó að það sé náttúrulega sorg-
leg niðurstaða, að við skulum standa í
þeim sporum árið 2020, á ári hjúkr-
unarfræðinga. Það er náttúrulega
mjög sérstakt. En það er jákvætt að
fá þessa viðurkenningu,“ segir hún.
Gerðardóm skipuðu þau Ástráður
Haraldsson, Guðbjörg Andrea Jóns-
dóttir og Gylfi Ólafsson. Gerðardóm-
urinn var skipaður í samræmi við
miðlunartillögu ríkissáttasemjara
sem var samþykkt af samningsaðilum
27. júní að lokinni atkvæðagreiðslu
meðal hjúkrunarfræðinga. Samnings-
aðilar náðu samkomulagi um öll meg-
inatriði kjarasamnings utan afmark-
aðra atriða launaliðs, þar á meðal um
breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu
og vaktavinnu.
1,1 milljarðs viðbótarframlag á ári
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kjaramál Hjúkrunarfræðingar samþykktu miðlunartillöguna 27. júní.
Gerðardómur hefur komist að niðurstöðu í kjaradeilum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og
fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs Aukið fjármagn á að bæta kjör stéttarinnar
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
Fullkomið fatbrauð f
yrir öll tækifæri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kynnast samnemendum með hæfilegu millibili
Þessa dagana er skólastarf í óðaönn að hefjast á
öllum skólastigum, þrátt fyrir kórónuveiru-
faraldurinn. Þessir fyrsta árs nemar í félags-
ráðgjöf við Háskóla Íslands nýttu tækifærið í
gær til þess að kynnast samnemendum sínum, en
margir kynnast einmitt á háskólaárum sínum
traustum vinum fyrir lífstíð. Ósagt skal látið
hvort slík vinabönd hafi myndast í gær, en
tveggja metra reglan var alltént í hávegum höfð.
Ráðherra málefna sveitarstjórna
telur koma til greina að styðja sér-
staklega þau sveitarfélög sem eigi í
erfiðleikum með að sinna lögbundn-
um verkefnum í
þágu fólks í við-
kvæmri stöðu,
eins og til dæmis
málefnum fatlaðs
fólks og ef til vill
einnig vegna vax-
andi útgjalda
vegna fjárhags-
aðstoðar. Segir
Sigurður Ingi Jó-
hannsson að ver-
ið sé að fara yfir
málið, út frá skýrslu starfshóps um
áhrif kórónuveirufaraldursins á
sveitarfélög sem kynnt var fyrir
helgi.
„Skýrslan afhjúpar að staða
sveitarfélaganna er mjög misjöfn,“
segir Sigurður Ingi. Hann bendir á
að af þeim rúmlega 30 milljörðum,
sem starfshópurinn metur áhrif
kórónuveirunnar til, geti sveit-
arfélögin fjármagnað um þriðjung
með eigin fé og síðan tekið lán til
að takast á við vandann. Staða
sumra sé hins vegar þannig að þau
geti ekki aukið skuldir til að halda
uppi þeirri þjónustu sem allir séu
sammála um að nauðsynlegt sé að
halda uppi.
Sérfræðingar ráðuneytisins eru
að skoða hvaða sveitarfélög þurfa
stuðning til lögboðinna verkefna og
með hvaða hætti ríkið geti hjálpað
til. Þegar það liggur fyrir verður að
sögn ráðherra tekið upp samtal við
samtök sveitarfélaganna.
helgi@mbl.is
Gætu styrkt
einstök verkefni
Geta sveitarfélaga misjöfn
Morgunblaðið/Ómar
Borgarar Til greina kemur að
styðja verkefni viðkvæmra hópa.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Fimm ný innanlandssmit greindust
á sýkla- og veirufræðideild Land-
spítalans og hjá Íslenskri erfða-
greiningu í fyrradag. Allir fimm
voru í sóttkví við greiningu.
Þá greindust fjögur smit við
landamæraskimun. Tveir voru með
mótefni og beðið var eftir niðurstöðu
úr mótefnamælingu hjá hinum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra skipaði í gær vinnuhóp til
að skoða hvort stjórnvöld geti viður-
kennt erlend vottorð um að viðkom-
andi hafi fengið kórónuveiruna, og
þannig fengið undanþágu frá kröfum
um skimun á landamærum.
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt-
isins segir að jafnframt þurfi að
hefja skipulagða vinnu til að kanna
gagnkvæma viðurkenningu vottorða
milli landa.
Fimm ný
smit greind-
ust í sóttkví