Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 28
DUKA.IS – SMÁRALIND – KRINGLAN
Frí heimsending af öllu sem verslað er í netverslun
GJAFAVARA
BIALETTI RESTYLE
mokka kanna:
frá 3.990,-
DESIGN LETTERS A-Z
Stafabolli frá 1.690,-
Stafaglas frá 2.290,-
SPECKTRUM
kertastjakar:
7.690,-
HEKLA SKÚLPTÚR kind: frá
6.900,-
HEIMILIÐ
ELDHÚSIÐ
Specktrum Herringbone
bakki 7.990,-
Aroma Naturals Modern
ilmkerti frá 1.490,-
MAZE Pythagoras hillur
XS hilla með stoðum 8.950,-
Large hilla 6.950,-
Large stoðir 2stk 6.950,-
Specktrum spegill
80 cm 12.990,-
100 cm 18.990,-
Wesco flokkunartunna 39.900,-
OXO rifjárn
frá 2.990,-
Lékué fjölnota silíkon
pokar frá1.990,-
RigTig BOX IT
brauðbox 10.990,-
smjörbox 5.590,-
Oxo POP box
Loftþétt geymslubox
frá 2.690,-
Aida Raw Kartell Jellies
OYOY: Nagdót 2.690,-
Ropklútar 3stk 3.790,-
Smekkur með ermum 3.390,-
Klippan moomin
bómullarteppi 7.490,-
Kay Bojesen ungbarna
sængurverasett – 8.490,- Rättstart moomin borðbúnaður:
Skál 1.490,-
Diskur 1.290,-
Bolli 1.290,-
Skeiðar 2 stk. 1.290,-
BORÐBÚNAÐUR
SMÁFÓLKIÐ
Svanur Vilbergsson
gítarleikari flytur fjöl-
breytta gítartónlist
eftir Manuel Ponce,
Augustin Barrios og
Dusan Bogdanovic í
Salnum í Kópavogi í
dag kl. 12.15. Verkin
eru innblásin af þjóð-
lagatónlist Suður-
Ameríku og Balkan-
skaga þar sem gít-
arinn skipar stóran
sess í tónlistarmenn-
ingu fólksins, segir
um viðburðinn í til-
kynningu og er að-
gangur ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem hús-
rúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.
Tónleikarnir eru liður í dagskránni Menning á miðviku-
dögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi.
Svanur leikur perlur gítartón-
menntanna í Salnum í hádeginu
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir keppir ekki
meira á þessu ári á meðan hún jafnar sig af álags-
meiðslum. „Læknirinn vill meina að þetta séu miklar
krónískar bólgur og festa í liðum, fyrir neðan neðsta
rifbeinið, vinstra megin í hryggnum,“ segir Valdís með-
al annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Valdís hefur
ekki keppt síðan í júní og gat til að mynda ekki tekið
þátt á Íslandsmótinu í ár, sem fór fram í Mosfellsbæ í
síðasta mánuði, en hún hefur þrívegis á ferlinum orðið
Íslandsmeistari í golfi. »23
Valdís Þóra keppir ekki meira
á árinu vegna bakmeiðsla
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fótboltaþjálfarinn Bjarki Már
Ólafsson er að hefja þriðja tímabilið
sem leikgreinandi Al Arabi í Doha í
Katar. Þeir Heimir Hallgrímsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari og
þjálfari liðsins, hófu störf hjá félag-
inu í desember 2018 og Aron Einar
Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur
spilað með liðinu síðan í fyrrasumar.
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarna-
son lék með því þrjá síðustu mán-
uðina 2019. „Þetta hefur verið sér-
lega lærdómsrík upplifun og
dýrmæt reynsla,“ segir Seltirning-
urinn, en liðið leikur til úrslita í bik-
arkeppninni væntanlega í október.
Heimir fékk Bjarka Má til þess að
leikgreina mótherja Íslands í að-
draganda heimsmeistaramótsins í
Rússlandi 2018 og sú samvinna
leiddi þá til Katar. Bjarki Már segir
að hann hafi vitað að það góða og já-
kvæða samstarf héldi áfram en ann-
ars hafi Katar verið sem lokuð bók.
„Ég hafði takmarkaða þekkingu á
landi og þjóð og litla sem enga þekk-
ingu á fótboltanum hérna, þannig að
ég þurfti að kynna mér málin rösk-
lega til þess að hafa aukinn skilning
á því sem beið mín.“
Áhugaverður heimur
Bjarki Már og Estefania, eigin-
kona hans frá Kólumbíu, eru á fram-
andi slóðum. Hann segir að það sé
mjög áhugavert að búa í landi músl-
ima og áður óþekktum menningar-
heimi. „Hér er allt stærra og meira
en við eigum að venjast. Nánast
hvergi er eins öruggt að búa og í
Katar og öryggistilfinningin er
sterk. Hingað kemur fólk alls staðar
að og má segja að þrátt fyrir að
landið búi yfir sterkum hefðum og
menningu, sé það fjölþjóðlegt. Því
gefst tækifæri til þess að eiga í sam-
skiptum við og kynnast fólki frá öll-
um heimshornum með mismunandi
sýn á lífið. Ég hef alltaf viljað læra
og auka reynslu mína og þekkingu á
lífinu almennt og fótboltinn er ágæt-
istól til þess að sækja sér reynslu í
mismunandi löndum og menningar-
heimum.“
Fótboltinn er eins, hvar sem hann
er spilaður. Bjarki Már hefur
reynslu af því á Seltjarnarnesi, þar
sem hann byggði upp svonefnda
Gróttu-leið, í Bogota í Kólumbíu, þar
sem hann, eftir að hafa útskrifast úr
Verslunarskóla Íslands, dvaldi um
hríð sem sjálfboðaliði og leiðbeindi
krökkum í fátækrahverfi, og í auð-
ríkinu Katar, þar sem heimsmeist-
aramótið verður haldið 2022. „Fót-
boltinn er á blússandi siglingu hérna
og umgjörðin verður betri með
hverjum deginum. Síðan við komum
hafa heimamenn tekið nokkra
heimsmeistaramótsleikvelli og æf-
ingasvæði í notkun og umfang og
styrkleiki deildarinnar hafa stórauk-
ist síðasta árið.“
Bjarki Már var efnilegur fótbolta-
maður en varð að hætta 19 ára
vegna hjartasjúkdóms. Fljótlega eft-
ir að kórónuveiran skall á heims-
byggðinni var keppni hætt í Katar.
Liðið hélt samt áfram að æfa, en
hann tók enga áhættu og vann að
heiman. „Við vorum í íbúðinni nán-
ast samfellt í tíu vikur,“ segir hann.
Sóttvarnareglur eru í heiðri hafð-
ar hjá Al Arabi. Leikmenn og starfs-
lið hafa farið í sýnatöku á fjögurra
daga fresti og mótefnamælingar á
um tveggja vikna fresti. „Við upp-
lifum okkur mjög örugg í einu og
öllu, vel er haldið utan um allt og að-
gerðir stjórnvalda hafa borið tilætl-
aðan árangur,“ áréttar Bjarki Már.
Þeir Heimir skrifuðu undir nýjan
samning til eins árs í sumar og hvað
síðan gerist liggur ekki fyrir. „Áður
en ég kom hingað átti ég ekki von á
að leið mín ætti eftir að liggja til
Mið-Austurlanda. En fótboltinn get-
ur leitt mann á ótrúlegustu staði og
ég reyni að taka hverjum degi og
þeim tækifærum sem bjóðast opnum
örmum því enginn veit hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Ég einbeiti
mér að því að sinna starfinu eins vel
og mögulegt er og það er það sem
við höfum í heiðri. Ég hef tamið mér
að vera með skýr markmið í því sem
ég geri hverju sinni og það breytist
ekki.“
Reynsla og öryggi
Ljósmynd/Mohamed Ali Abdalla
Hjá Al Arabi í Katar Bjarki Már Ólafsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir
Bjarnason og Heimir Hallgrímsson voru saman á tímabili í fyrra.
Bjarki Már Ólafsson eflir viskubrunninn hjá Al Arabi
Í Doha Bjarki Már og Estefania.