Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
✝ Kristín Sveins-dóttir fæddist í
Bolungarvík 13.
október 1923. Hún
lést 18. ágúst 2020
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Hall-
dórsson skóla-
stjóri, f. 13. jan.
1891, d. 19. jan.
1976, og Guðrún
Pálmadóttir húsmóðir, f. 5. júlí
1892, d. 21. nóv. 1963. Kristín
eignaðist fjögur systkini og eru
þau öll látin. Systkini Kristínar
voru Þorvalda Hulda, f. 18.
feb. 1916, d. 16. des. 1983;
Baldur, f. 18. okt. 1919, d. 26.
nóv. 1927; Pálmi, f. 24. okt.
1921, d. 16. nóv. 1987; Haukur,
tvíburabróðir Kristínar, f. 13.
okt. 1923, d. 14. okt. 2017.
Kristín giftist 6. mars 1948
Emil S. Guðmundssyni skipa-
smið, frá Gerði í Norðfirði, f.
1. sept. 1917, d. 8. mars 2012.
Foreldrar hans voru Þórunn
Guðbjörg Halldórsdóttir hús-
freyja, f. 4. des 1894, d. 12.
sept. 1977, og Guðmundur
Halldórsson bóndi, f. 25. des.
1892 d. 29. apríl 1976. Börn
búsett í Svíþjóð, börn hennar
eru Anna Linnea, f. 1990, og
Emil Viktor, f. 1992, faðir
þeirra er Rune Lysell.
Kristín ólst upp á menning-
arheimili í Bolungarvík þar
sem leiklist, tónlist, lestur bóka
og skáklist voru í hávegum
höfð. Kristín og Emil áttu sam-
an farsæl 65 ár. Þau hófu bú-
skap í Eskihlíð 12b en árið
1959 fluttu þau á Digranesveg
34 í Kópavogi og bjuggu þar
alla tíð síðan. Emil lést árið
2012 og bjó hún þar áfram ein
allt þar til fyrir tveimur árum
að hún flutti að Kópavogstúni
9. Þar bjó hún í tæp tvö ár eða
þar til hún veiktist í desember
2019 og fór á hjúkrunarheim-
ili.
Kristín gekk í Barnaskóla
Bolungarvíkur og lauk þaðan
barna- og unglingaprófi. Hún
átti ekki kost á meiri formlegri
menntun en var vel sjálfmennt-
uð. Húsmóðurstarfið varð síð-
an hennar aðalstarf. Auk þess
vann hún tímabundið ýmis
störf s.s. fiskvinnslustörf,
vinnukonustörf og var um tíma
matráður í Kópavogsskóla.
Útför Kristínar fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi 2.
september 2020 klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
þarf að virða fjöldatakmark-
anir við útförina.
Kristínar og Emils
eru: 1) Guðbjörg,
f. 1948, maki Pét-
ur Karl Sig-
urbjörnsson, f.
1946; þeirra börn
eru a) Emil, f.
1968, maki Ólafía
Bjarnadóttir. Börn
Emils og fyrrver-
andi sambýliskonu
hans Andreu
Grétu Axelsdóttur
eru Pétur Axel og Úlfur. Börn
Emils og Ólafíu eru Emilía Rán
og Rakel Ylfa; b) Kristín, f.
1971, sonur hennar er Pétur
Karl; c) María, f. 1972, maki
Bragi Halldórsson, börn Maríu
eru Víðir Alexander, faðir Jón
Júlíus Sandal, og Una Guð-
björg, faðir Bragi Halldórsson.
Eldri dóttir Braga er Ester,
börn hennar eru Jón Bragi og
Freyja; 2) Ástríður Herdís, f.
1951, búsett í Svíþjóð, maki
Pär Åhman, f. 1956, börn
þeirra eru a) Jónas, f. 1979,
dóttir Freyja Herdís, móðir
hennar er Sunneva Ösp Helga-
dóttir, b) Dísa, f. 1983, maki
Anders Malmström, börn
þeirra eru Liv, Alva og Edda;
c) Fríða, f. 1991; 3) Guðrún,
Nú hefur elskuleg móðir okkar
Kristín Sveinsdóttir kvatt okkur,
tæplega 97 ára að aldri. Hún ólst
upp á menningarheimili í Bolung-
arvík ásamt þremur eldri systk-
inum og Hauki tvíburabróður sín-
um. Hún reyndist foreldrum og
systkinum sínum alla tíð einstak-
lega vel og var þeim algjör stoð og
stytta ásamt föður okkar. Heima
var alltaf heima í Víkinni þó svo
hún byggi mestan hluta ævi sinn-
ar á Digranesveginum í Kópavogi.
Móðir okkar var glæsileg og vel
gefin kona. Hún hafði unun af að
fara í leikhús, dansa, ganga úti og
ferðast. Hún átti mjög auðvelt
með að læra, las mikið, var vel rit-
fær og þráði að mennta sig þegar
hún var ung. Verst fannst henni að
hafa ekki komist í húsmæðra-
skóla. Þrátt fyrir að hafa ekki gert
það var hún snilldarkokkur og
bakari. Hún sá eftir að hafa ekki
tekið bílpróf og að hafa ekki lært
sænsku til að geta talað við barna-
börnin í Svíþjóð. Móðir okkar
eignaðist marga góða vini um æv-
ina, bæði í æsku og svo síðar þar
sem hún bjó, en nágrannar hennar
urðu fljótt hennar bestu vinir.
Mjög gestkvæmt var alla tíð á
æskuheimili okkar. Þar þekktist
ekki kynslóðabil, engir fordómar,
allir voru velkomnir. Þær voru
ófáar veislurnar á Digranesvegin-
um, bæði stórar og smáar. Vin-
konur okkar systra eiga góðar
minningar af því að sitja við eld-
húsborðið, gæða sér á brúnköku
og ræða við móður okkar jafnvel
þótt við værum víðs fjarri. Móðir
okkar var mjög umhyggjusöm og
lét sér sérlega annt um fjölskyldu
sína, ættingja, vini og samferða-
menn. Hún var mjög frændrækin
og fylgdist vel með öllum. For-
eldrar okkar voru mjög samhent í
því og voru afkomendum sínum
frábær fyrirmynd þar sem hin
mikilvægu gildi í lífinu, tryggð,
trúmennska, samkennd, hjálp-
semi, umhyggja fyrir samferða-
fólkinu, æðruleysi, þrautseigja,
dugnaður, þakklæti og áhugi á líf-
inu voru í hávegum höfð. Aldrei
sagði hún styggðaryrði um nokk-
urn mann né sagði frá því sem
henni var trúað fyrir. Móðir okkar
hafði oft á orði síðustu tvö árin að
hún skildi ekki í því af hverju hún
þyrfti að verða svona gömul.
Líkaminn lét undan en hugsun-
in var vel skýr fram á síðasta dag.
Á hverju kvöldi fór hún með bænir
og bað fyrir öllum í fjölskyldunni.
Síðustu vikurnar sem hún lifði bað
hún fyrir innilegar kveðjur og
þakkir til allra, fjölskyldunnar,
vina og ættingja.
Nú kveðjum við þig elsku
mamma og þökkum fyrir að hafa
átt þig að öll þessi ár. Það eru ekki
allir svona heppnir eins og við.
Þú varst dásamleg móðir, dótt-
ir, systir, amma, langamma,
frænka, vinkona og nágranna-
kona. Við vitum að þú varst hvíld-
inni fegin og fannst þetta orðið
gott, þó svo þú hefðir alveg verið
til í að lifa aðeins lengur ef heilsan
hefði leyft það. Þú hefðir viljað
vera lengur í nýju, fallegu íbúðinni
þinni, komast eina ferð til Svíþjóð-
ar og fylgjast lengur með afkom-
endum þínum, ekki síst lang-
ömmubörnunum sem glöddu þig
svo mikið. Þú hélst fullri hugsun
og reisn fram á síðustu mínútu og
sýndir eins og alltaf óskiljanlegan
vilja til að lifa lífinu, dugnað og
seiglu. Minningin um þig og allt
sem þú gafst okkur lifir með okk-
ur.
Guðbjörg, Ásta og
Guðrún Emilsdætur.
Elsku amma mín, hún Kristín
Sveinsdóttir, hefur nú kvatt okkur
en í hvert skipti sem ég fór frá
henni á Sunnuhlíð bað hún marg-
faldlega að heilsa öllum sem ekki
komu með mér í það skiptið og
þakkaði mér fyrir komuna.
Amma lifði tímana tvenna enda
fædd árið 1923 í Bolungarvík. Hún
var alin upp á mennta- og menn-
ingarheimili þar sem mikið var
skeggrætt um heimsmálin enda
las hún blöðin spjaldanna á milli
alla sína ævi og var vel til við-
ræðna um það sem var að gerast í
pólitík sem og dægurmálum.
Hún var yngsta dóttir foreldra
sinna og var sú sem átti að sinna
þeim í ellinni eins og oft var hugs-
unin á árum áður og hún fékk því
ekki að ganga menntaveginn eins
og hin systkinin en hefði vel getað
lært, var alltaf góð í stærðfræði og
með eindæmum minnug.
Hún var raunar svo minnug
hún amma að það er ekki mikið
meira en ár síðan hún mundi hve-
nær ég átti að mæta einhvers
staðar þótt ég myndi það ekki
sjálf.
Okkur þótti alltaf jafn
skemmtilegt þegar hún sagði okk-
ur frá dýrunum sem þau áttu í
Bolungarvík; hundi, kisum og geit
sem var henni mjög minnisstæð
en amma var alltaf mikill dýra-
unnandi og var því vel til fundið
þegar Emil bróðir gaf henni
Kobba páfagauk sem var mikill
gleðigjafi á heimili þeirra afa um
áratugaskeið.
Fyrstu minningar mínar af
ýmsum atburðum eru af „Digró“
eins og við kölluðum heimili þeirra
og margar úr eldhúsinu.
Við systur drukkum þar fyrsta
kaffibollann okkar í barnæsku
þegar amma og vinkonur hennar
gáfu okkur „kerlingarsopa“ með
sér og ég hef alveg örugglega
saumað minn fyrsta sláturkepp í
þessu eldhúsi. Á meðan við systk-
inin gengum í tónlistarskólann var
líka alltaf komið við hjá ömmu í
hádegismat og okkur auðnaðist
öllum að búa í kjallaranum hjá
þeim á tímabilum í ævi okkar.
Amma var listakokkur en hún
smurði alltaf nesti með afa í vinn-
una og bakaði mikið. Fumlaus
handtök hennar við baksturinn
verða mér alltaf minnisstæð en
það var alltaf til brúnkaka og
marmarakaka á Digró og fyrir jól-
in var bökuð jólalagkaka og smá-
kökur sem fengu nafnið Maríu-
kökur af því mér fannst þær svo
góðar. Jólin voru líka alltaf
skemmtilegust með ömmu en hún
var mikið jólabarn og var sú sem
kreisti pakkana fyrir matinn því
forvitnin var svo mikil og ef ein-
hver fékk platpakka pakkaðan inn
í fimmtíu pappíra og kassa þá var
það hún.
Amma og afi á Digró voru eins
og kletturinn í hafinu. Þau voru
aldursforsetarnir og fyrirmynd-
irnar okkar fjölskyldunnar svo
ofsalega lengi. Samhent og hjálp-
söm með eindæmum. Til þeirra
komu ættingjar af landsbyggðinni
og þau voru einstök þegar kom að
því að halda sambandi við fólk,
varðveita tengsl og sinna fólkinu
sínu. Hjá þeim lærðum við öll að-
eins meira um umburðarlyndi og
samhygð.
Afi, sem hefur ennþá haft
sterka nærveru í lífi okkar allra
síðan hann kvaddi árið 2012, hefur
nú tekið á móti henni Stínu sinni.
Ég sé þau bæði og heyri í huga
mér.
Elsku amma mín, það sem þú
varst dugleg þessar síðustu vikur
og hvað þér tókst að halda reisn og
geisla fallega frá þér.
Mikið sem við eigum eftir að
sakna þín. Þín
María.
Elsku langamma.
Ég sakna þín mjög mikið. Það
var mjög gaman að eiga lang-
ömmu og þú varst mjög góð. Það
var mjög skemmtilegt að búa til
kjötbollur með þér og spila.
Vonandi ertu núna búin að hitta
langafa aftur og þið eruð að gera
eitthvað skemmtilegt saman.
Ég elska þig.
Þinn langömmustrákur,
Pétur Karl Kristínarson.
Það sem ég er heppinn að hafa
fengið að eiga ömmu í lífi mínu í
nánast hálfa öld. Við amma vorum
nánar vinkonur alla tíð, við nöfn-
urnar. Ég var svo heppin að fá að
búa í sama húsi og amma og afi á
Digranesveginum þegar ég var
lítil og svo aftur síðustu 20 árin.
Við hittumst daglega og eftir að
þau eltust vorum við hvort öðru
mikil stoð og stytta. Ófáar Bón-
usferðir, matur eldaður og bíltúr-
ar á kaffihús og heimsóknir. Þegar
ættingjar og vinir heimsóttu þau
var iðulega kallað í mig sem varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
þannig að kynnast og halda
tengslum við ættingja og vini.
Eftir að afi dó 2012, stuttu eftir
að sonur minn fæddist, borðuðum
við með ömmu á hverju kvöldi.
Amma og litli langömmupésinn
voru miklir vinir og gátu hlegið,
púslað og spilað saman endalaust.
Kisurnar mínar stálust líka í heim-
sókn til ömmu hvenær sem færi
gafst, sem henni þótti ekki leið-
inlegt enda mikill dýravinur. Það
var mjög tómlegt í húsinu þegar
amma flutti á Kópavogstúnið. Við
Pétur heimsóttum hana oft og það
var fallegt hvernig hann heilsaði
og kvaddi langömmu sína alltaf
með knúsi og fékk koss á móti.
Amma var mjög stolt af afkom-
endum sínum og öllu því stóra og
smáa sem við höfum afrekað í leik
og starfi. Hún mundi alla afmæl-
isdaga og símanúmer hjá ættingj-
um og vinum, hringdi reglulega í
fólk og fékk fréttir eða fólk
hringdi í hana. Þegar maður frétti
eitthvað, t.d. á Facebook, og ætl-
aði að segja henni var hún oftast
búin að fá fréttirnar. Dagblöð voru
lesin daglega og hægt að spjalla
um málefni líðandi stundar við
hana allt fram á síðustu stund.
Hún heklaði og las þegar hún átti
lausar stundir. Hún varð alltaf
mjög glöð að frétta þegar von var
á barni hjá einhverjum nákomn-
um og margir hafa fengið dásam-
leg hekluð barnateppi frá henni.
Það var alltaf gott að koma í eld-
húsið til ömmu, alltaf gott að
borða, eða kaffi og besta meðlæt-
ið. Henni þótti svo gaman að fá
alla fjölskylduna í heimsókn, hvort
sem það var í mat eða kaffi. Þó
gestir hafi þegið kaffi og með því
þótti henni aldrei nógu vel í lagt og
verst þótti henni ef gestir vildu
ekkert þiggja. Það fá ekki allir að
verða svona gamlir eins og amma
en hún var að verða 97 ára þegar
hún lést. Afi dó fyrir 8 árum og
sagði hún oft eftir því sem árin
hafa liðið: „Að maður skuli vera
látinn verða svona gamall.“
Svo bætti hún gjarnan við: „En,
maður ræður því víst ekki sjálfur.“
Líkaminn fylgdi ekki alveg hug-
anum síðustu árin en hún eldaði
mat og þvoði þvott þar til hún
lagðist á sjúkrahús og flutti svo á
Sunnuhlíð í vor. Að hennar sögn
var fyrsta þvottavélin besta heim-
ilistækið sem hún hefði eignast
um ævina því að þá þurfti hún ekki
lengur að þvo þvott í höndunum.
Hún lifði miklar samfélagsbreyt-
ingar og var ótrúlega dugleg að
takast á við þær. Elsku amma mín
og nafna. Ég er svo þakklát fyrir
öll árin okkar saman, fyrir alla
gleðina sem þú hefur gefið mér.
Ég er svo þakklát fyrir að Pétur
minn fékk að kynnast langömmu
sinni svona vel. Við söknum þín
mikið.
Kristín Pétursdóttir.
Ég var alltaf mjög náinn ömmu
minni – hún sá um mig eftir að
mamma fór að vinna og sinnti því
vel þar til ég fór í skóla. Það sést
vel á myndum af mér sem barn að
ég átti góðar stundir í eldhúsinu
með ömmu en skúffukakan henn-
ar hefur verið í mínu uppáhaldi
alla mína ævi. Það var alltaf gott
að koma á Digranesveg 34 en
amma og afi bjuggu þar í u.þ.b. 60
ár og stór hluti afkomenda þeirra
hóf sinn fyrsta búskap þar. Ég bjó
því ekki bara með mömmu og
pabba þar þegar ég var strákur
heldur hóf minn búskap þar þegar
ég var um tvítugt.
Það eru forréttindi að eiga
ömmu þegar maður er sjálfur
kominn á sextugsaldurinn. Ég er
þakklátur fyrir þann tíma sem við
amma áttum saman og einnig fyr-
ir þann tíma sem afkomendur
mínir áttu með langömmu sinni.
Eldri sonur minn og amma voru
sérstaklega góðir vinir og veit ég
að hann mun búa vel að þeim vin-
skap allt sitt líf. Amma var klár í
kollinum fram á síðasta dag þótt
skrokkurinn hafi verið farinn að
dragast aftur úr. Hún fylgdist allt-
af vel með hvað væri að gerast hjá
mér og mínum.
Elsku amma, þótt þú hafir ver-
ið tilbúin að kveðja þetta líf skilur
þú eftir stórt skarð hjá afkomend-
um þínum enda búin að vera okk-
ar stoð og stytta í áratugi. Ástar-
og saknaðarkveðjur til þín og afa –
ég hlakka til að sjá ykkur þegar
mínu ferðalagi á þessari jörð lýk-
ur.
Kveðja,
Emil.
Það er gott að kveðja aldna ætt-
ingja þegar ekkert lifir nema góð-
ar minningar. Það á við um Stínu
frænku, tvíburasystur pabba, þar
ber engan skugga á staðfasta ást
og umhyggju.
Stína var fædd í Baldurshaga í
Bolungarvík þar sem hún ólst upp.
Guðrún móðir hennar var úr
Skálavík, en Sveinn úr Garðinum.
Afi minn, faðir Stínu, missti báða
foreldra aðeins sex ára að aldri og
voru hann og systkini hans boðin
niður, eins og þá tíðkaðist, lentu
sem sveitarómagar hjá þeim
bændum sem buðu lægst með-
gjald fyrir að taka þau. Sveinn afi
braust úr þessari fátækt eftir að
hann náði 16 ára aldri, komst á
vertíð og gat kostað sig í Kenn-
araskólann. Hann lauk námi að-
eins 19 ára gamall og hóf kennslu
sem farkennari austur í Berufirði
haustið 1910. Tvítugur að aldri var
hann ráðinn til kennslu fyrir vest-
an, byrjaði sem farkennari í
Skálavík en varð síðan fastráðinn
kennari og síðar skólastjóri í Bol-
ungarvík í meira en þrjá áratugi.
Á stríðsárunum flutti fjölskyldan
suður í Garð og seinna í Kópavog.
Þegar afi kom á slóðir Ljósvík-
ingsins, Magnúsar Hjaltasonar,
skáldsins á Þröm, þá var orðin sú
mikilvæga breyting á lögum að
vistarbandið svokallaða hafði ver-
ið afnumið og sveitarstyrkurinn
olli því ekki lengur að sá er hann
hafði þegið nyti ekki borgararétt-
inda. Afi gat kvænst stúlkunni
sem hann elskaði, stofnað heimili,
kosið í kosningum, en allt þetta
gat forveri hans í farkennslu,
Ljósvíkingurinn, ekki.
Það er ótrúlega stutt síðan rétt-
leysi fátækra var eins og hér er
lýst en það er aðeins ein manns-
ævi, það er ævi Stínu og pabba
sem urðu 94 og 96 ára gömul, sem
greinir frá ævi afa sem fæddist inn
í fátækt og réttleysi hreppsómag-
ans.
Þótt alltaf hafi verið nóg að
borða í Baldurshaga þá mótaði
þetta umhverfi systkinin fimm.
Það varð hlutskipti Stínu að vera
alla tíð helsta hjálparhella sinna
foreldra og raunar allrar fjöl-
skyldunnar ef því var að skipta.
Hún bjó lengi á heimili foreldra
sinna, líka eftir að þau fluttu í
Garðinn en þá var Stína að verða
tvítug. Hulda systir hennar var
prestsfrú, fyrst á Staðastað og síð-
ar á Norðfirði og fór Stína talsvert
til hjálpar systur sinni. Fyrir aust-
an kynntist hún sínum yndislega
Emil sem hún eignaðist þrjár góð-
ar dætur með. Þau bjuggu lengst
af í næsta húsi við afa og ömmu í
Kópavogi og var Stína ávallt með
annan fótinn þar, en amma var
lengi heilsulítil. Tvær dætra
þeirra Emils eru búsettar í Gauta-
borg. Þegar Stína og Emil veikt-
ust, þá voru þær mættar, Ásta og
Guðrún, og stóðu vaktir á sjúkra-
húsinu á móti Guðbjörgu svo vik-
um skipti. Ástin og umhyggjan
erfist.
Stína var einstök manneskja.
Hún lét sér annt um hvern og einn
í stórfjölskyldunni og fylgdist ná-
kvæmlega með velferð allra sinna
ættingja og vina. Dæmigert var að
daginn áður en hún dó spurði hún
Guðbjörgu hvernig liði brúðkaupi
Kristínar alnöfnu hennar, dóttur
minnar. Stína vissi að til stæði að
Kristín gifti sig á Staðastað um
síðustu helgi. Þótt mjög væri af
henni dregið og hún alveg hætt að
nærast, þá var umhyggjan söm við
sig.
Blessuð sé minning minnar ást-
kæru frænku.
Sveinn Rúnar Hauksson.
Kristín Sveinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Sveinsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓHANNA SKÚLADÓTTIR
frá Dönustöðum,
Álfhólsvegi 21, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 23. ágúst, í faðmi fjölskyldu sinnar.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
7. september klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
útförina.
Þorsteinn Guðbrandsson
Ingunn, Eyþór, Darri, Dagný Yrsa og Ægir
Daði Gils, Margrét Indra og Þorsteinn Skúli
Kristín Lilja og Róbert
Ragnhildur og Ingibjörg Sólrún
Sólrún og Lilja
og barnabarnabörnin
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
INGA G. MAGNÚSDÓTTIR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 26. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
4. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á
www.akraneskirkja.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og
hjúkrunarheimilið Höfða, Akranesi.
Fríða Sigurðardóttir Þórður Þ. Þórðarson
Kristinn Jakob Reimarsson
Guðrún Kristín Reimarsd. Aðalsteinn Víglundsson
Inga Snæfells Reimarsdóttir
Linda Reimarsdóttir Sveinn Ómar Grétarsson
Pétur Reimarsson Hera Sigurðardóttir
Gréta R. Snæfells
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn