Morgunblaðið - 02.09.2020, Page 18

Morgunblaðið - 02.09.2020, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Aðalfundur Aðalfundur Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Heiðmörk, Ögurhvarfi 4, Kópavogi, 10. september 2020 kl. 14.00 Stjórnin. Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028. Minna Hof, breyting á landnotkun Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breyting- ar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Minna Hofs, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að íbúðabyggð. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Minna Hof, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264). Ármót, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Ármóta. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu gisti- og ferðaþ- jónustu á svæðinu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landeyjavegi (252). Marteinstunga tankur, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.4.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Marteinstungu. Samþykkt aftur á fundi 27.8.2020. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkoma frá Landvegi (26) verði nýtt með fyrirvara vegna aðkomu að vatnstanki og til eink- anotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 15. október 2020 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is ------------------------------ Har. Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018/nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 21. janúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Garpsdals. Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps ásamt umhverfisskýrslu. Markmið fyrirhugaðrar breytingar er að skilgreina iðnaðarsvæði undir vatnsaflsvirkjun í Garpsdal en svæðið sem fellur undir nýja skilgreiningu er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir vatnsaflsvirkjun við Múlaá í Garpsdal. Tillögurnar verða til sýnis, frá 3. september til 15. október nk., á skrifstofu Reykhóla- hrepps, stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð Reykhólum, 380 Reykhólahreppi og á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Auk þess verða skipu- lagsgögnin aðgengileg hjá Skipulags- stofnun í Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað skriflega til skrifstofu Reykhólahrepps eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 16. október 2020. Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Aukin framleiðsla í eldisstöð Stofnfisks í Vogavík Verkís fyrir hönd Stofnfisks hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulags- stofnunar frummatsskýrslu um aukna framleiðslu í eldisstöð Stofnfisks í Vogavík, Sveitarfélaginu Vogum. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 2. september til 15. október á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. október 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Stofnfiskur hf. stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslunni þann 9. september frá kl.17 til 19 í Stóru-Vogaskóla og eru allir velkomnir. Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Seyðisfjarðarkaupstaðar er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Lambalækur – Breyting á deiliskipulagi Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að frístundabyggð F-322 á Lambalæk í Fljótshlíð verður breytt í íbúðabyggð með allt að sex íbúðalóðum. Ofangreinda deiliskipulagsbreytingu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2. september 2020. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 14. október 2020. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Sýnum þætti úr Heilsubælinu í Gervahverfi kl. 13.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könn- unni. Allir velkomnir. S. 411-2600. Bústaðakirkja Það verður opið hús miðvikudaginn 2. september frá kl. 13-16. Við munum gæta fyllsta öryggis og millibils, kaffið góða verður framreitt eins og vant er. Við hlökkum til að sjá ykkur eftir langt hlé, þeir komi sem treysta sér. Kærleikskveðjur Hólmfríður djákni. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélags- sáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir vel- komnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu- hópur fer frá Smiðju kl. 13. Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa. Kl. 9-12 útskurður með leiðbeinanda (Grænagróf). Kl. 11 leikfimi Helgu (Háholt). Kl. 12.30-15 Döff, félag heyrnalausra (Lágholt). Kl. 13-16 útskurður / pappamódel með leiðbeinanda. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá frá 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga ,,Vatnsenda-Rósa" kl. 10.30. Handa- vinnuhópur kl. 13-16. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum með 2 metra millibili, virðum samfélagssáttmálann, sprittum þegar komið er inn í Borgir og við útgang. Kaffi eftir göngu í stóra salnum og verndum viðkvæma hópa. Matar og kaffitímar á sínum stað með takmörkunum um fjölda. Njótum saman með öryggi í fyrirrúmi. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handverks- stofu 2. hæðar kl. 9-12. Þá verður bókband á sínum stað kl. 9-13 og kl. 13-17. Dagskrá fer fram með þeim hætti að hægt sé að tryggja fjar- lægð milli einstaklinga. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59, við hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, leiðsögn, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Fundir/Mannfagnaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.