Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Oft er vitnaðtil alkunnr-ar sögu úr
breskri pólitík síð-
ari ára. Það hafði
gengið á ýmsu á
undan og eftir að
jöfurinn mikli
hafði loks vikið úr
stóli forsætisráðherra fyrir
Anthony Eden, sem illa hafði
getað leynt óþolinmæði sinni
og óþreyju eftir þeirri stund.
En fagnaðarstundin eftir
fullnægðum metnaði stóð
stutt. Himnaríkissælan í para-
dís valdsins varð ekki sú sem
vænst hafði verið.
Nasser, allsráðandi valdhafi
Egyptalands, hafði ákveðið að
þjóðnýta Súesskurðinn, lífæð
alþjóðavæðingar þess tíma.
Bretland var vissulega í hópi
sigurvegaranna í stríðinu við
Adolf Hitler og hinn eini
þeirra sem hafði borið byrðar
allan tímann og á meðan tæp-
ast stóð.
En landið var í efnahagslegu
tómarúmi eftir heimsstyrjöld-
ina og sama gilti um áhrifavald
á heimsvísu. Erfðaprins sjálfs
Winstons Churchills átti ekki
gott með að láta ósvífinn lið-
þjálfa, sem hrifsað hafði til sín
völd í Egyptalandi, komast
upp með að hirða Súes fyrir
framan nef Breska heimsveld-
isins, þótt núorðið orkaði tví-
mælis að það virðingarheiti
ætti enn rétt á sér.
Eiginkona forsætisráð-
herrans nýja, Clarissa, bróð-
urdóttir Churchills, lýsti því
síðar hvernig allt breyttist í
einni svipan. Það sem átti að
tryggja langþráða lífsfyllingu,
svala ævilöngum metnaði og
tryggja varanlegan háan stall í
sögunni gerði út af við allt
þetta og heilsufar forsætisráð-
herrans í leiðinni. Clarissa,
sem varð 100 ára nú í sumar,
sagði um þennan tíma: Það var
engu líkara en að vatn Súes-
skurðar hefði fengið nýjan far-
veg og rynni nú hvern einasta
dag í gegnum stofurnar mínar!
Brotinn á sál og líkama
hrökklaðist Eden úr stólnum
langþráða eftir tveggja ára
veru.
MacMillan tók við og eftir
nokkurt skeið á valdastóli virt-
ist allt ganga honum og flokki
hans í haginn. Hvergi virtist
skuggaský sjáanlegt á póli-
tískum himni hans. Og þá
fæddist fyrrnefnd saga: Ungur
maður sat við fótskör leiðtog-
ans og leit yfir sviðið þar sem
stjórnarandstaðan fann aldrei
fjölina sína, en forsætisráð-
herrann lék allt af fingrum
fram og svo að smá vanda-
málin, sem blöð vonuðust til að
bólgnuðu út, leystust í hvert
sinn upp í frum-
eindir sínar.
Sá ungi sagði
augljóst að Íhalds-
flokkurinn myndi
svo langt sem aug-
að eygði fara með
völdin í góðri sátt
við fólkið. Mac-
Millan gaf lítið fyrir það tal.
Hvað í ósköpunum gæti breytt
þessari styrku stöðu? spurði
hinn.
Atburðir, drengur minn, at-
burðir (Events, my dear boy,
events). Þeir eru reyndar til
sem segja að engar heimildir
séu fyrir því að samtal af þessu
tagi hafi átt sér stað. En hvað
sem því líður þá tóku smælkis-
atburðir að bólgna og blása út,
stundum eins og að ástæðu-
lausu, og dugðu smám saman
til að draga úr trúverðugleika
hinnar styrku stjórnar.
Nú má horfa til margra
landa, nær og fjær, þar sem
veira austan úr Kína, sem eng-
inn gat séð fyrir, hefur gjör-
breytt stöðunni í heiminum öll-
um. Og auðvitað hafa þeir sem
af tilviljun standa utan við völd
og tign á þessu augnabliki ekki
allir getað ráðið við sig og
reynt að gera sér stjórnmála-
legan ávinning út af „atburð-
unum“.
Það má ekki síst sjá á
stærstu stjórnmálaskjám ver-
aldar í Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Margt bendir þó til
að ekki sé víst að veiran muni
endast til þess erindis.
En svo er hitt, að það er ekki
endilega ljóst að óvænt atvik
hljóti að verða þeim til bölv-
unar sem standa óvænt frammi
fyrir.
Þá veltur mest á því hvernig
farið er með og brugðist er við
á ögurstund. Það sanna mörg
dæmin og víðar en í hásölum
stjórnmálanna. Hver fjöl-
skylda á dæmi um hetjulega
baráttu einstakra meðlima við
margvíslegan mótbyr, sjúk-
dóma eða ástvinamissi. Á
þessu landi eru til óteljandi at-
vik þar sem almennir borgarar
og jafnvel þeir sem ekki var
endilega ástæða til að ætla að
yrðu til stórræða þegar verst
gegnir, hafa sýnt ótrúlega
staðfestu, kjark og þrek, sem
enginn og jafnvel ekki þeir
sjálfir vissu að þeir byggju yf-
ir. Og reyndar má segja að öld-
um saman hafi stór hluti þess-
arar þjóðar gert persónuleg
kraftaverk og með öðrum og
ekki síst þegar ofureflið virtist
illsigrandi. Hér verða engin
sannindamerkin talin upp. Því
tilvera þessarar þjóðar, þegar
á móti blés, sem var oftar en
ekki, er ein samfelld sönnun
þeirrar staðhæfingar.
Vond frétt breytist
til batnaðar ef vel er
við henni brugðist.
Fagnaðarefni fýkur
burt ef ekki er hóf
haft á fögnuðinum}
Atburðir, góði minn,
atburðir
S
eðlabankastjóri hóf upp raust sína
svo eftir var tekið. Í þetta sinn síð-
ur en svo um gjaldeyri, banka eða
peningamál. Nei, bankastjórinn
sagði orðrétt, að sögn vefmiðla:
„Mér finnst alveg stórundarlegt og ámæl-
isvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð
miðað við þá umferð sem er í bænum.“
Þegar ég heyrði þetta greip ég um andlitið
og hugsaði: „Ásgeir, Ásgeir, Ásgeir. Svona
segir maður ekki. Allra síst mikils metinn
borgari í þinni stöðu.“
Ég sá að þingmaður Pírata var líka ósáttur
við ummæli bankastjórans og taldi þau „gal-
in“. Hann tekur því mun dýpra í árinni en ég.
Áður en lengra er haldið er rétt að taka
fram að ég tel að Sundabraut sé hið besta mál
og hefði fyrir löngu átt að leggja hana.
Það er nefnilega mergurinn málsins. Vegir eru lagðir
og jafnvel gerðir (samanber vegagerð) en hús eru byggð.
Um þetta eru málvöndunarmenn sammála, allt frá móður
minni sálugu að tungugæsluþætti Morgunblaðsins.
Víkjum nú að efnisþætti málsins. Sundabraut var eitt
af kosningamálunum fyrir borgarstjórnarkosningarnar
árið 2006. Væntanlegir borgarfulltrúar deildu um fjár-
mögnun, staðsetningu og áfangaskiptingu verksins. Einn
frambjóðandi, Dagur B. Eggertsson, setti fram þá mála-
miðlun að helminga brautina, hún yrði sem sé einbreið
alla leið. Sú lausn féll í grýttan jarðveg.
Brautin umþrætta á að byrja einhvers staðar á bilinu
frá Gelgjutanga að Kleppsvík í Reykjavík. Hún á svo að
liggja um Gufunes, Mosfellsbæ og alla leið
upp á Kjalarnes. Enginn hefur tekið af skarið
og byrjað á verkinu, en árið 2006 var áætlun
Vegagerðarinnar að verkinu yrði lokið árið
2011. Síðan eru liðin mörg ár og verkið hefur
lítið nálgast byrjunarreit.
Margar snjallar hugmyndir hafa komið
fram gegnum tíðina. Árið 1983 keypti
Reykjavíkurborg Viðey og borgarstjóri gat
þess að þar gæti orðið framtíðarbyggð. Í
blaðinu sem hann stýrir nú sagði þá: „Frá
Gufunesi væru aðeins 650 metrar út í eyjuna
og talið væri að gera mætti akstursleið mest-
an hluta leiðarinnar.“ Skýringin á því að ekki
hafi orðið af þeim framkvæmdum kann að
vera sú að slíkur vegarhluti, áleiðis út í Viðey,
myndi jafnvel nýtast verr en einbreiði veg-
urinn upp á Kjalarnes sem núverandi borg-
arstjóri lagði til.
Stjórnmálamenn líta margir á vegagerð sem atvinnu-
bót í kreppu. Þeir gætu því talið báða kostina, Viðeyjar-
og Sundabraut, býsna álitlega. En atvinnusköpun er
slæm ástæða til fjárfestinga. Í Viðey eru íbúar vand-
fundnir, en fimm tugir þúsunda búa í norðurbyggðum
Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Hjá þessum hópi eru einn til
tveir tímar á viku, sem sparast við greiðari umferð, millj-
arða verðmæti fyrir samfélagið og auka lífsgæði íbúanna.
Þess vegna er ekki galið að leggja Sundabraut og skyn-
samlegt hjá Ásgeiri að vekja máls á henni.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Svona segir maður ekki, Ásgeir!
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sumar og haust eru tímiframkvæmda og það erágætishljóð í mínum köll-um,“ segir Finnbjörn Her-
mannsson, formaður Byggiðnar,
Félags byggingamanna.
Tíðar fréttir hafa verið af upp-
sögnum að undanförnu og þungt
hljóð í mörgum fyrir komandi vet-
ur. Atvinnuleysi var 5,1% í júlí. Það
tekur mest til samdráttar í ferða-
þjónustu og tengdum greinum.
Faglærðir iðnaðarmenn virðast
hins vegar hafa haft næg verkefni.
„Verkefnastaða hefur verið
góð og það er frekar eftirspurn en
samdráttur,“ segir Finnbjörn um
byggingamarkaðinn. Hann segir að
átakið Allir vinna, sem tryggir fólki
endurgreiðslu á virðisaukaskatti af
vinnu iðnaðarmanna, hafi greini-
lega hvatt marga til að ráðast í end-
urbætur og framkvæmdir. „Þegar
mínir menn kvarta yfir því að þeir
nái ekki að taka sumarfríið sitt, þá
er nóg að gera,“ segir Finnbjörn í
léttum tón.
Aðspurður segir hann erfitt að
sjá langt fram á veginn. „Við sjáum
yfirleitt ekki nema 2-3 mánuði fram
í tímann en þeir líta nokkuð vel út.
Ég hugsa að við getum verið bjart-
sýn alla vega fram að áramótum.
Svo kemur í ljós hversu harður vet-
urinn verður.“
Mikil uppbygging hefur verið á
hótelum og gististöðum síðustu
misseri. Ljóst er að svo verður ekki
um hríð í það minnsta. Finnbjörn
segir að ekki sé öll nótt úti þótt slík
verkefni hverfi. „Auðvitað dragast
saman verkefni sem tilheyra ferða-
þjónustunni, eðli málsins sam-
kvæmt. En það virðist vera þokka-
legur gangur á íbúðamarkaði. Það
hefur verið töluverð sala þar. Við
verðum bara að vera bjartsýn á
framtíðina.“
Atvinnuleysi ekki aukist
Guðmundur Helgi Þór-
arinsson, formaður VM, Félags vél-
stjóra og málmtæknimanna, segir
að þótt óvissu gæti meðal fé-
lagsmanna séu afleiðingar sam-
dráttar í þjóðfélaginu ekki farnar
að ná til verkefnastöðu þeirra.
„Atvinnuleysi hefur ekki aukist
hjá okkar félagsmönnum, það er
um tvö prósent. Það var nokkuð um
að menn væru á hlutabótaleiðinni
til að byrja með en það eru bara 10-
12 eftir þar í dag. Við erum því ekki
farin að finna fyrir þessu enn þá en
það er erfitt að segja til um hvað
gerist í haust.“
Guðmundur segir að störf hafi
tapast er tengjast ferðaþjónust-
unni, nú síðast hjá Herjólfi. Þá eru
ýmis afleidd störf tengd viðhaldi
farin. Í sjávarútvegi og orkugeir-
anum hafi nær engar uppsagnir
verið. „Maður er hræddastur með
Ísal,“ segir hann.
Hann kveðst ekki telja að
kjarasamningum verði sagt upp og
furðar sig á umræðu um að fresta
launahækkunum um ár. Sigurður
Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins og ráðherra sam-
göngu- og sveitarstjórnarmála,
viðraði þá hugmynd á dögunum
hvort skynsamlegt væri að fresta
kjarasamningsbundnum launa-
hækkunum allra launþega á op-
inberum og almennum markaði um
eitt ár á meðan hagkerfið jafni sig á
kreppu í kjölfar kórónuveirunnar.
Vilja ekki fresta hækkunum
„Að fresta þeim fyrir ferða-
þjónustuna þar sem búið er að
segja öllum upp? Mörg fyrirtæki í
öðrum greinum hafa verið að sýna
ágætishagnað. Af hverju ætti að
fresta launahækkunum hjá fyr-
irtækjum sem eru að sýna arð-
semi? Mér finnst ekki rétt að laun-
þegar taki á sig höggið, jafnvel í
greinum þar sem þetta hefur ekki
áhrif. Við þurfum auðvitað að
bregðast við fyrir ferðaþjónustuna
en þetta hefur ekkert með sumar
greinar að segja,“ segir Guð-
mundur Helgi.
Engin kreppumerki
hjá iðnaðarmönnum
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Sumarið er tími framkvæmda og viðhalds og hafa fag-
lærðir iðnaðarmenn haft nóg að gera, að sögn formanns Byggiðnar.
Finnbjörn
Hermannsson
Guðmundur
Helgi Þórarinsson