Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
Forseti Brasilíu, Jair
Bolsonaro, er trúaður
maður. Hann er eins og
margir landar hans und-
ir miklum áhrifum frá
vakningarhreyfingum
sem hefur vaxið ásmeg-
in undanfarna áratugi í
Suður-Ameríku.
Frelsunarguðfræði
Slíkir söfnuðir hafa
fyllt í ákveðið tómarúm
sem myndaðist þegar rómversk-
kaþólska kirkjan í álfunni klofnaði í
fylkingar í lok síðustu aldar. Aðdrag-
andi þess var sá að leiðtogar innan
kirkjunnar höfðu beitt sér fyrir fé-
lagslegum umbótum og vistvernd í
ýmsum löndum álfunnar. Það var
meðal annars fyrir tilstilli þeirra sem
herforingjar hrökkluðust frá völdum í
Brasilíu.
Hugmyndakerfið sem knúði þessa
hugsuði áfram, bæði innan háskólanna
og kaþólsku kirkjunnar, er kallað
frelsunarguðfræði. Hún gengur í meg-
inefnum út á að baráttan fyrir guðsrík-
inu fari ekki síst fram
hér á jörðu. Þökk sé
starfi þeirra var hlúð að
menntun og fé-
lagslegum þáttum með-
al þeirra sem neðst
stóðu í stöðnuðu stig-
veldi þessara landa.
Umhverfismál brunnu
á kirkjunnar fólki enda
eru grimmdarverk
gróðaaflanna óvíða jafn
sýnileg eins og í Ama-
zon-frumskóginum. Fé-
lagsleg gagnrýni
streymdi af vörum
þeirra og krafan um langþráðar um-
bætur.
Fyrirmyndina sóttu þeir í Biblíuna.
Á fyrstu síðum hennar kemur fram
sú afstaða að manneskjan sé sköpuð í
Guðs mynd. Sú hugmynd átti sér
nokkra hliðstæðu í trúarbrögðum ná-
grannaþjóða Ísraels en þar var það
konungurinn sem átti að vera í guð-
legri mynd. Af því að yfirvöld gátu
auðveldlega villst af sporinu störfuðu
spámenn í samfélaginu. Hlutverk
þeirra var að minna á að ekkjan og
munaðarleysinginn væru ekki síður
mótuð í mynd hins almáttuga. Þetta
orðar Kristur svo í Mattheusar-
guðspjalli á þennan hátt, er hann vísar
í orð dómarans á hinum efsta degi:
„Allt sem þér gerðuð einum minna
minnstu bræðra það hafið þér gert
mér.“
Guðfræðingar á borð við Gustavo
Gutierrez, Leonardo Boff og Helder
Camara biskup létu ekki nægja að
leggja fátækum og frumbyggjum lið.
Þeir spurðu þeirrar óþægilegu spurn-
ingar hvers vegna auðnum væri svo
misskipt í þessari ríku álfu. Sú guð-
fræði féll ekki í kramið í Vatíkaninu.
Þeir voru fyrir vikið stimplaðir sem
marxistar. Jóhannes II páfi og Ratz-
inger kardínáli, síðar Benedikt páfi,
beittu sér gegn þeim með þeim afleið-
ingum að þeir misstu hljómgrunn
sinn og trúverðugleika.
Vakningarguðfræði
Guðfræði skiptir máli og hana þarf
að tengja við líf fólks hverju sinni. Í
stað þeirra hugmynda að kirkjan eigi
að standa fyrir róttækum umbótum á
mannlífi og vistkerfi komu vakningar-
hreyfingar, einkum frá Bandaríkj-
unum, sem breiddust ört út í álfunni.
Forsetinn og fyrrverandi herforing-
inn Bolsonaro er dæmi um áhrifafólk
sem heillast af þeirri hugmyndafræði
sem er afar frábrugðin frelsunarguð-
fræðinni. Í vakningarguðfræði er vel-
gengni álitin tákn um guðlega vel-
þóknun og fátækum er gert að una
við sinn hlut í von um betri heim að
þessu lífi loknu.
Sumir fræðimenn tala um Bolson-
aro sem einn hættulegasta mann
jarðar, svo hart gengur hann fram
gegn regnskóginum. Hann styður
landeigendur í hvívetna. Gróðureyð-
ingin er nú örari en nokkru sinni
fyrr, þar sem auðugt lífríkið verður
eldi að bráð og verður að lokum að
bithaga fyrir nautgripi. Frum-
byggjar eru hraktir á brott og bar-
áttufólk ráðið af dögum. Sjálfur tal-
ar forsetinn fjálglega um yfirvofandi
heimsendi og sitthvað í orðum hans
bendir til þess að hann sé jafnvel að
flýta þeim endalokum með fram-
ferði sínu.
Misgóð guðfræði
Því hefur löngum verið haldið fram
að trúarbrögð og hugmyndir fólks um
æðri mátt hafi æ minni áhrif, jafnt á líf
einstaklinga sem gang heimsmála, eft-
ir því sem afhelgun og veraldarvæðing
færist í vöxt. Reyndin er þó önnur og
átrúnaður hefur síst minna vægi en
áður var. Guðfræði er þó misgóð og
misgagnleg. Hún er að því leyti sama
marki brennd og hver önnur skipulögð
hugsun, hver sú sýn sem fólk hefur á
hið ásættanlega ástand og farsælt fyr-
irkomulag.
Því fer fjarri að öll trú sé jafnsett og
öll guðfræði leiði af sér blessun. Við
lesum um það í guðspjöllunum að and-
stæðingar Jesú voru ekki útlendingar.
Þeir voru ekki fólk sem játaði aðra trú
og við aðra siði, heldur systkini hans af
sömu þjóð sem voru alin upp við sama
sið. Engir hafa líka gagnrýnt kristna
trú með jafnáhrifamiklum hætti og
kristnir guðfræðingar hafa gert í
gegnum aldirnar.
Sú gagnrýni heldur áfram og við-
leitni okkar á að vera að bæta hag okk-
ar minnstu systkina, þeirra sem eru
rétt eins og allar manneskjur, sköpuð í
mynd Guðs. Sá grunntónn er gefinn á
upphafssíðum Biblíunnar og hann lifir
áfram allt til okkar daga.
Guðfræði skiptir máli
Eftir Skúla Sigurð
Ólafsson » Forsetinn og fyrr-
verandi herforing-
inn Bolsonaro er dæmi
um áhrifafólk sem
heillast af þeirri hug-
myndafræði sem er afar
frábrugðin frelsunar-
guðfræðinni.
Skúli Sigurður
Ólafsson
Höfundur er sóknarprestur
í Neskirkju. skuli@neskirkja.is
Stjórn Íslandspósts
og nýr forstjóri eru á
undarlegu ferðalagi.
Ætlun þeirra virðist sú
að troða fyrirtækinu
inn í óljós markmið um
afkomu og hagnað.
Aðferðirnar eru hand-
hófskenndar, lítt skil-
greindar og hvergi er
tekist á við hinn raun-
verulega vanda. Frá-
farandi stjórnir sem forstjórinn nýi
ásakar um bruðl og stefnuleysi höfðu
skorið niður hátt í þrjá milljarða á
undanförnum árum. Jafnframt hefur
umræðan snúist um viðvarandi tap á
póstþjónustunni sem er í reynd al-
rangt, miklu fleiri ár hafa skilað
hagnaði en tapi á þeim árum sem Ís-
landspóstur hefur starf-
að. Tapaði reyndar
mestu árið 2019 undir
stjórn núverandi for-
stjóra eða um 510 millj-
ónum. Nokkur mál sem
forstjóri og stjórn telja
sér til tekna núna voru
komin á koppinn löngu
fyrir nýjan forstjóra og
stjórn, t.d. flutningur
höfuðstöðvanna.
Vandi póstþjónust-
unnar er ekki einskorð-
aður við Ísland. Hann er
í grunninn sá sami um allan hinn
vestræna heim. Það hefur lengi legið
fyrir að hluti af því að leysa vanda
póstþjónustunnar, sem er að mestu á
ábyrgð stjórnvalda, felst í því að gera
þarf þjónustusamning við stjórnvöld,
þar sem þau verkefni eru skilgreind,
sem Póstinum er ætlað að sinna og
skila ekki nægum tekjum, og tryggja
þannig fjármögnun á óarðbærum
hluta þjónustunnar, t.d. þjónustu við
hinar dreifðu byggir. Ekki er sjáan-
legt að stjórn og forstjóri ætli þá leið
heldur einhverja aðra sem liggur ekki
ljós fyrir nema í skötulíki. Grunn-
vandi póstþjónustunnar er jafn
óleystur sem fyrr.
En það sem blasir við póstmönnum
og stéttarfélagi þeirra er eftirfarandi:
Stjórnin virðist ætla að leysa vanda
póstþjónustunnar inni á borði hjá sér.
Hvernig þá? Með því að segja upp
miklum fjölda þrautþjálfaðra starfs-
manna, keyra á undirmönnuðum
starfsstöðvum og ganga fram af
mannauði sínum. Það ætti öllum að
vera ljóst hvaða afleiðingar það hefur
að keyra slíka stefnu. Veikindatíðni
stóreykst, kulnun verður vandamál,
þekkingin hverfur og starfsgleðin þar
með. Eftir stendur verra fyrirtæki
sem skilar minni arðsemi þegar til
heildar er litið. Kannski er það ráð að
ráða mikinn fjölda „sérfræðinga“ á
miklu hærri launum inn í höfuð-
stöðvarnar eins og gert hefur verið.
Gott að hafa þjálfað lið í að skipu-
leggja fyrir starfsmennina á gólfinu
sem fer fækkandi. Þrátt fyrir háleit
markmið um að draga úr yfirbygg-
ingu hefur hlutfall sérfræðinga í höf-
uðstöðvunum hækkað á kostnað
þeirra sem vinna verkin á gólfinu.
Áætlun þessari er ætlað að ná
skammtímaárangri til að reyna að fá
góðar tölur í bókhald fyrirtækisins.
Ekkert liggur fyrir um langtíma-
áætlun og stefnu eða hvernig eigi að
leysa vanda póstþjónustunnar á Ís-
landi til framtíðar, en hann á sér
sömu orsakir og velflest póstfyr-
irtæki í Evrópu hafa staðið frammi
fyrir um árabil. Í besta falli kallast
það að pissa í skó sinn að reyna að
búa til skammtímaárangur og berja
sér á brjóst, en í versta falli er það
hættuleg rangfærsla að draga vísvit-
andi upp mynd, sem ætla má að menn
vilji heyra og lítil innistæða er fyrir.
Eftir situr hinn raunverulegi vandi
óleystur.
Ég trúi því varla að ríkið vilji láta
slíkt gerast. Íslandspóstur var stofn-
aður sem hlutafélag til þess að reka
póstþjónustu með arðbærum hætti í
trausti þess að gjöfulli þættir rekstr-
arins gætu staðið undir lögbundnum
kostnaði, sem ekki skilar fullnægj-
andi tekjum. Með mikilli fækkun
bréfa að óbreyttri þjónustuskyldu
gengur slíkt fyrirkomulag ekki upp
til lengdar. Það að draga upp þá
mynd að verið sé að skera Íslands-
póst niður við trog, segja upp fjölda
manns, sem sinnt hefur störfum sín-
um af kostgæfni og samviskusemi,
margir hverjir um langt árabil, og
ráða svo nýja í staðinn er auðvitað
sett fram sem þjónkun við þá sem
hafa kallað eftir því að Pósturinn eigi
ekki að vera í samkeppni. Það er vond
stefna og gamaldags hugsun. En
þjónar líklega hagsmunum einhverra
úti á mörkinni. Verði ekki brugðist
við með réttum hætti mun ríkið eiga
verðminna fyrirtæki sem hefur ein-
skorðað sig í þröngum kassa án
möguleika á nútíma þróun. Og eftir
stendur óleystur vandi póstþjónust-
unnar.
Það væri ef til vill áhugavert og
þess virði að stjórnmálmenn og aðrir
hagsmunaaðilar póstþjónustunnar
kíktu á hvað er að gerast í fyrir-
tækinu. Ekki er alveg víst að það
gleðji alla, ef grannt er skoðað.
Íslandspóstur – ferð án fyrirheits
Eftir Jón Inga
Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson
» Það hefur legið fyrir
að hluti af því að
leysa vanda póstþjón-
ustunnar, sem er að
mestu á ábyrgð stjórn-
valda, felst í því að gera
þarf þjónustusamning.
Höfundur var áður stjórnarmaður í
Íslandspósti ohf. og er nú formaður
Póstmannafélags Íslands.
jonc@simnet.is
Slípivél
BTS800
Verð 49.980
Þykktarhefill
/afréttari
Verð 107.100
Rennibekkur DM460T
Verð 69.800
TRÉSMÍÐAVÉLARNAR
FÁST Í BRYNJU
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16 Þúsundir vörunúmera í vefverslun
www.brynja.is
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir