Morgunblaðið - 02.09.2020, Page 25

Morgunblaðið - 02.09.2020, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Kvikmyndin Tenet eftir Christopher Nol- an var loksins frumsýnd fyrir síðustu helgi eft- ir ítrekaðar frestanir vegna Covid-19 og skil- aði hún yfir 50 milljónum doll- ara í miðasölu, skv. frétt á vef The Guardian. Er það jafnvirði rúmra sjö milljarða króna. Í Bretlandi voru miðasölu- tekjur um 5,4 milljónir punda, jafn- virði um 997 milljóna króna. Langt er liðið frá því Hollywood- kvikmynd af þessu tagi var frum- sýnd í bíóhúsum víða um heim en ekkert var til sparað við gerð henn- ar og framleiðslukostnaður talinn vera allt að 225 milljónir dollara. Hefur kvikmyndin því verið talin prófsteinn á það hvort fólk sé tilbú- ið til að fara í bíó aftur eftir margra mánaða samkomuhömlur vegna Covid-19. Þykir góð aðsókn í Bret- landi benda til þess að svo verði víð- ar en sýningar á myndinni hefjast í Bandaríkjunum og Kína um næstu helgi. Góð aðsókn að Tenet í Bretlandi Christopher Nolan Opnunartón- leikar Listahá- tíðar í Reykja- vík, einleiks- tónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu, hafa enn ekki farið fram vegna Covid-19 en þeir voru upphaflega á dagskrá 6. júní. Tónleikarnir voru síðar færðir til 6. og 7. september en þær dagsetningar ganga ekki upp heldur vegna samkomutak- markana. Nú hafa nýjar dagsetn- ingar tónleikanna verið kynntar, 9., 10. og 11. október. Verður Eld- borgarsalurinn hólfaður niður í samræmi við reglur og leikið án hlés. Uppselt er á fyrstu tón- leikana en miðar lausir á hina. Þrennir tónleikar Víkings í október Víkingur Heiðar Ólafsson Tónlistarhátíðin árlega Blús milli fjalls og fjöru var haldin á Patreks- firði um liðna helgi. Tvær hljóm- sveitir komu fram hvort kvöld og þótt kórónuveirufaraldurinn og fjöldatakmarkanir sem settar hafa verið hafi takmarkað fjölda gesta, og aðeins 80 verið leyfðir í salnum, var stemningin góð að sögn við- staddra. Fyrra kvöldið komu fram Björn Thoroddsen og Unnur Birna Björnsdóttir ásamt hljómsveit og einnig Beggi Smári og hljómsveit með Nick Jameson. Seinna kvöldið léku hljómsveitin GG blús og Blús- band Óskars Loga. Blúsað af list á Patreksfirði Stemning Björn Thoroddsen og Unnur Birna kallast á með gítar og fiðlu. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Í blúsfíling Með Begga Smára og hljómsveit hans lék Nick Jameson. Dúett Þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson eru GG blús. Lokin Félaganir í Blúsbandi Óskars Loga í endaslögum eins lagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.