Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020
Nýtt frá Ten Points
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is
Einnig til í brúnu
28.990 kr.
Einnig til í svörtu
24.990 kr.
Einnig til í svörtu
28.990 kr.
Einnig til í grábrúnu
26.990 kr.
29.990 kr.
Einnig til í svörtu
28.990 kr.
Einnig til í svörtu og brúnu
28.990 kr.
Einnig til í brúnu
28.990 kr.
Opnunartími
mán-fös 11-18
laugardaga 12-16
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrstu fjárréttir haustsins verða á
föstudag og réttað verður á all-
nokkrum stöðum um helgina.
Fyrstu gangnamenn eru farnir af
stað. Göngur og þó sérstaklega rétt-
ir verða með öðru sniði en venjulega
vegna samkomutakmarkana og sótt-
varna. Til að mynda eru réttirnar
eingöngu fyrir bændur og starfsfólk
þeirra en ekki fyrir gesti.
„Það eru svo leiðinlegar aðstæður
núna að maður hefur aldrei lent í
öðru eins,“ segir Rafn Benediktsson
á Staðarbakka í Miðfirði, formaður
fjallskilastjórnar Miðfirðinga. Hann
hefur tekið þátt í að skipuleggja
göngur undanfarnar vikur með þeim
hætti að það standist kröfur yfir-
valda en segir að reglurnar hafi ver-
ið að breytast og þurft hafi að vinna
skipulagið upp á nýtt.
Fyrstu gangnamenn Miðfirðinga
fóru af stað síðdegis í gær, tveimur
dögum fyrr en vanalega. Ekki er
hægt að koma öllum gangnamönn-
um fyrir í skála og því fóru níu menn
til leitar á Núpsheiði en venjulega
fer 21 maður í þá leit. Rafn telur að
mennirnir geti leyst verkefnið.
Aðgöngumiðar í réttir
Fyrstu réttirnar verða á föstudag,
meðal annars í Austur-Húnavatns-
sýslu og á Síðu. Um helgina verður
réttað víða, meðal annars á nokkrum
stöðum í Húnavatnssýslum, Eyja-
firði, Mývatnssveit og á Vesturlandi.
Réttað verður í Miðfjarðarrétt á
laugardag. Til þess að hægt sé að
halda fjölda fólks innan við 100
manna markið verður reynt að koma
söfnunum af þremur heiðum Mið-
firðinga til réttar á mismunandi tím-
um og strax gengið í að draga sund-
ur féð. Þá eru útbúnir aðgöngumiðar
fyrir þá sem eiga erindi í réttina.
Rafn segist hafa lent í alls konar
veseni við þessa skipulagningu.
Nefnir að reglurnar hafi verið svo
stífar að ekki hafi mátt skipta fólki
inn á. Ef hann vildi fara heim og
senda einhvern annan í staðinn
mætti það ekki. Segir hann þetta
skjóta skökku við, miðað við versl-
anir og veitingastaði í Reykjavík.
Þar þurfi aðeins að passa upp á
fjöldann sem er inni í einu. Það
mætti víst ekki í sveitinni. Vonast
hann til að þessar reglur sem hann
telur að brjóti mannréttindi fólks
verði ekki framkvæmdar.
Tvísýnt með veður
Annars segir Rafn að mikilvægt
sé fyrir bændur og héraðið að smit
komi ekki upp, eins og gerðist í
Húnaþingi í vor, og allir verði að
gæta sín vel.
Slæm spá er fyrir norðanvert
landið og hálendið og gul viðvörun í
gildi frá því síðdegis á fimmtudag og
fram eftir degi á föstudag. Spáð er
hvassvirði og jafnvel snjókomu.
„Það er önnur saga sem enginn ræð-
ur við. Ekki þýðir að sækja um und-
anþágu frá veðrinu. Guð og lukkan
verður að ráða hvernig til tekst með
göngur,“ segir Rafn. Hann vonast til
að veðrið fari mildum höndum um
hans landsvæði.
Engin undanþága frá veðrinu
Fyrstu fjárréttir haustsins um helgina Aðgangur takmarkaður vegna sótt-
varna Gangnamenn Miðfirðinga farnir á Núpsheiði Þurfi að breyta skipulagi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Flugrolla Féð verður réttað í þremur hollum í Miðfjarðarréttum í ár. Einn til níu menn fá að mæta frá hverjum bæ.
„Það verður öðruvísi stemmn-
ing og þeir sem upplifa þennan
dag geta skrifað um það í sögu-
bækurnar,“ segir Jón Bjarna-
son, bóndi í Hvítárdal, fjall-
kóngur Hrunamanna. Hann
telur ekki að réttastörf ættu að
ganga verr, þótt aðgangur verði
lokaður fyrir gestum enda ekki
margt fé í Hrunarétt.
Spurður hvort söngur falli
niður í réttunum telur Jón það
ólíklegt. Alltaf hafi verið sungið
og miklir söngmenn á fjalli sem
geti vel brostið í söng þótt ekki
verði margir áhorfendur.
Hrunaréttir verða föstudag-
inn 11. september og þann dag
og um helgina verða fjárflestu
réttir Suðurlands. Fjallmenn
eru að búa sig undir fjallferð-
ina. Jón og hans menn fara af
stað á föstudag og laugardag.
Telur Jón að skálarnir rúmi
vel þá 10 til 20 menn sem í
þeim verða. Hann segir að ekki
hafi komið til álita að fækka
fjallmönnum út af sóttvörnum.
Leitarsvæðið sé stórt og fækk-
un í fyrstu leit myndi aðeins
kosta meiri mannskap í seinni
leitum. Segir Jón að vissulega
muni menn gæta að smitvörn-
um.
Safnið kemur til byggða á
miðvikudagskvöld og rekið til
réttar á fimmtudag. Vinsælt
hefur verið að ríða á móti safn-
inu en það verður bannað að
þessu sinni, enginn fær að slást
í hóp fjallmanna.
Áfram sungið
í réttum
ÖÐRUVÍSI STEMMNING