Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fríður hópur Fjallavina lagði á dögunum leið sína um Friðlandið að Fjallabaki og inn í Landmannalaugar, alls 21 km leið. Gengið var upp Halldórsgil og vaðið yf- ir Jökulkvíslina og inn að Grænahrygg sem er í Hryggnum á milli Gilja. Þar var haldið áfram yfir seinni jökulkvíslina og upp Uppgönguhrygg, þar sem myndin er tekin, meðfram Skalla og niður í Land- mannalaugar. Á Uppgönguhrygg er vissara að fara varlega á meðan einstigið er fetað með brattar malar- hlíðar á hvora hlið. Ljósmynd/Arnar Egilsson Fjallavinir á Uppgönguhrygg Guðrún Hálfdánardóttir Oddur Þórðarson Rannsókn Íslenskrar erfðagrein- ingar bendir til þess að 0,9% Íslend- inga hafi smitast af kórónuveirunni og 91,1% smit- aðra hafi myndað mótefni. Ekkert bendir til þess að það dragi úr mót- efni í blóði fjórum mánuðum eftir sýkingu. Þá hafi 44% þeirra sem smituðust ekki fengið greiningu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vís- indamanna Íslenskrar erfðagrein- ingar og samstarfsfólks þeirra sem birtist í vísindaritinu The New Eng- land Journal of Medicine í gær. Vísindamennirnir álykta út frá gögnum að dánartíðni sé 0,3% á Ís- landi en alls var skimað fyrir mót- efnum í blóði 30.576 Íslendinga. Það eru um 8% af íbúafjölda landsins. Veiran kom ekki til Íslands fyrr en í febrúar að því er segir í spjalli Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, við Daní- el Fannar Guðbjartsson, vísinda- mann hjá Íslenskri erfðagreiningu, um rannsóknina sem birt var í gær en Daníel Fannar er einn höfunda rannsóknarinnar. Að sögn Daníels er hlutfall þeirra sem hafa smitast af COVID-19 á Ís- landi afar lágt sem þýðir að þjóðin er enn útsett fyrir annarri smitbylgju. Prófuð voru 2.102 sýni úr 1.237 Ís- lendingum sem höfðu sýkst af SARS-CoV-2 (kórónuveirunni), tek- in allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Þá voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. 2,3 prósent þeirra sem höfðu farið í sóttkví voru með mótefni og 0,3 prósent fólks sem ekki var vitað að hefði smitast eða umgengist smit- aða einstaklinga. Tengsl á milli alvarleika veikindanna og magns mótefna Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn- fremur tengsl milli alvarleika veik- inda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin ein- kenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða eng- in. Af þeim 8,9% sem greinst höfðu með nef- og hálssýni og mynduðu ekki fullt mótefnasvar, myndaði tæpur helmingur (4% af heildinni) engin mælanleg mótefni. Upphafleg greining þessara einstaklinga var annaðhvort fölsk eða líkami þeirra losnaði við veirusýkinguna með öðr- um ráðum en myndun mótefna. Kári segir gott að geta lagt að baki áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út á einhverjum vikum eftir sýkingu. Núna sé fyrirtækið að rannsaka frumubundið ónæmi gegn veirunni hjá þeim sem ekki mynduðu mótefni. Kári sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að niðurstöður rannsóknarinnar sönnuðu ágæti tvö- faldrar skimunar á landamærum. Að sögn Kára er rétt að notast við tvö- falda skimun í ljósi þess að 99,1% Ís- lendinga getur enn smitast af veir- unni. Því sé rétt að varna því að veiran nái hingað til lands í miklum mæli. „Við verðum að safna gögnum um sjúkdóminn og leyfa gögnunum að leiðbeina okkur í þeim ákvörðunum sem teknar eru.“ Mótefni í blóði minnkaði ekki  Yfir 90% smitaðra mynda mótefni  Nýjar niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra birtar í vísindaritinu The New England Journal of Medicine Landspítali/Þorkell Þorkelsson Sýni Rannsókn ÍE bendir til þess að 91,1% smitaðra hafi myndað mótefni. Kári Stefánsson Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Tilkynnt var í gær að mennta- og menningarmálaráðherra hefði sam- þykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs- ins kemur fram að alls hafi borist 26 umsóknir um sérstakan rekstrar- stuðning, þar af 25 frá fjölmiðlaveit- um og ein frá félagi sem ekki teldist fjölmiðlaveita í skilningi laga um fjölmiðla. 23 af umsóknunum hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir stuðningi í reglugerð 670/2020. Í tilkynningunni er bent á að Al- þingi hafi samþykkt að verja 400 milljónum króna til verkefnisins og falið ráðherra að setja reglugerð um málið, en þar er tilgreint að við ákvörðun um fjárhæð stuðnings verði litið til „tryggingagjalds vegna launagreiðslna til blaða- og frétta- manna, myndatökumanna, ljós- myndara, ritstjóra og aðstoðarrit- stjóra á árinu 2019 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni“. Af þeim 23 sem hlutu styrk fékk Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, mbl.is og K100 mest úthlutað, eða 99.904.495 kr. Sýn, útgáfufélag Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísir.is, hlaut 91.118.336 kr. og Torg ehf., út- gáfufélag Fréttablaðsins, fékk 64.754.052 kr. Einkareknir fjöl- miðlar styrktir  23 fyrirtæki uppfylltu skilyrðin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölmiðlar 23 fjölmiðlafyrirtæki fengu rekstrarstuðning frá ríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.