Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Grísk stjórnvöld ræða nú við Frakka og aðrar þjóðir um hugs- anleg vopnakaup samhliða vaxandi spennu við Miðjarðarhaf. Eru Grikkir meðal annars sagðir vilja festa kaup á orrustuþotum, að sögn Reuters. „Við eigum nú í viðræðum við Frakkland, og aðrar þjóðir, til að auka varnargetu landsins,“ hefur fréttaveitan eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnar Grikklands. „Inni í þessari vinnu eru viðræður sem fela í sér kaup á flugvélum.“ Sami heimildarmaður segir enga niðurstöðu liggja fyrir, en grískir fréttamiðlar fullyrða að þarlend stjórnvöld hafi ákveðið að kaupa 18 franskar orrustuþotur af gerðinni Dassault Rafale. „Það er ekkert samkomulag í gildi, líkt og sumir fjölmiðlar hafa haldið fram. Það er þó verið að ræða nokkra hluti,“ seg- ir sami heimildarmaður Reuters. Rafale-orrustuþotur hafa mikið flugþol, eru hannaðar með fjöl- breytt verkefni í huga og þykja henta vel til árása gegn loftförum, skipum og skotmörkum á jörðu niðri. Rafale-þotur eru til að mynda notaðar hjá flug- og sjóher Frakka og flugherjum Egyptalands og Kat- ar. Deila við Tyrki um auðlindir Grikkir hafa af ýmsum ástæðum átt í deilum við Tyrkland að und- anförnu, meðal annars út af auðlind- um sem finna má á svæðinu. Fram til þessa hafa Frakkar og Þjóðverj- ar reynt að stilla til friðar á milli ríkjanna, en í síðustu viku ræddi gríski forsætisráðherrann í tvígang við forseta Bandaríkjanna, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters. Vilja nú efla vopnabúr sitt  Grískir miðlar segja þarlend stjórnvöld ákveðin í að kaupa orrustuþotur af Frökkum  Heimildarmaður innan ríkisstjórnar segir það gert til að auka varnir AFP Herstyrkur Rafale-þota um borð í flugmóðurskipinu Charles de Gaulle. Hátt í þrettán milljónir barna og um 900 þúsund kennarar sneru í gær aftur í skóla sína í Frakklandi. Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er nær öllum gert að bera andlits- grímu meðan á skólastarfi stendur. Einungis yngsti hópur nemenda er undanskilinn grímuskyldunni. „Ég treysti nú mjög á ykkur að virða fjarlægðarmörk, bera grímur og fylgja öllum öðrum reglum,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í ávarpi sem flutt var í tilefni nýs skólaárs, en vonast er til að hægt verði að halda öllum skól- um opnum. Sýni einstaklingur sex ára eða eldri þó einkenni kórónu- veirusýkingar verður sá hinn sami sendur í sýnatöku og heimasóttkví í allt að 14 daga, að því er segir í frönskum miðlum. Heimsfaraldur kórónuveiru setur svip sinn á skólastarf í Frakklandi AFP Með veiru- varnir í skólanum Ráðist var á tölvukerfi norska þingsins og upplýsingum stolið úr tölvu- póstkerfi kjör- inna fulltrúa og starfsmanna þingsins. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki árásinni og stendur rannsókn lögreglu nú yfir. „Þetta var umfangsmikil árás,“ hef- ur Reuters eftir Marianne Andr- eassen, skrifstofustjóra þingsins. Í áhættugreiningu sem unnin var fyrir norsk stjórnvöld í febrúar síð- astliðnum er sérstaklega varað við árásum á tölvukerfi hins opinbera og slíkt sagt geta ógnað þjóðarör- yggi Noregs. NOREGUR Ráðist á tölvukerfi Stórþingsins Þinghúsið Gögn- um var stolið. Rannsókn vísindamanna á hræjum ellefu fíla sem nýverið fundust dauðir í Simbabve hefur leitt í ljós að bakteríusýking varð dýrunum að aldurtila. Ákveð- ið var að senda lífsýni úr dýr- unum til rannsóknar eftir að í ljós kom að um var að ræða unga kálfa. Ekki hefur verið greint frá hvaða bakteríusýking drap fílana, en tals- maður þjóðgarða Simbabve segir yngri dýr ekki geta náð sér í fæðu í háum trjákrónum og leita þau því gjarnan í lággróður. „Þessir yngri geta ekki náð upp í hæstu toppa og snúa sér því gjarnan að því að éta nær hvað sem er, sem í sumum til- fellum getur verið lífshættulegt.“ Fyrr á þessu ári fundust hræ 154 fíla í Botsvana og hratt það af stað umfangsmikilli rannsókn dýra- verndunarsinna þar í landi. Ekkert bendir til aðkomu veiðiþjófa og voru lífsýni því send til rannsóknar. Enn er beðið eftir niðurstöðu. ZIMBABWE Fílar drápust vegna bakteríusýkingar Afríka Fíladauði vakti athygli. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin HAUSTVÖRUR Glæsilegar komnar Túnikur • Bolir • Peysur Nokkur spenna ríkti í gær þegar íbúar Massachusetts-ríkis kusu í forkosningum Demókrataflokksins um væntanlega frambjóðendur flokksins til bæði öldungadeildar og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Mesti áhuginn var á prófkjöri flokksins um öldungadeildarþing- sætið, en þar hafði Joe Kennedy III., barnabarn Roberts F. Ken- nedy, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, boðið sig fram gegn Edward Markey, sitj- andi öldungadeildarþingmanni rík- isins. Markey, sem er 74 ára, tók við öldungadeildarþingsætinu árið 2013 þegar John Kerry tók við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Bar- acks Obama og hafði áður setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1976. Kjörstöðum hafði enn ekki verið lokað þegar Morgunblaðið fór í prentun, en flestallar kannanir undanfarna daga hafa sýnt Markey með nokkuð forskot á Kennedy, eða á bilinu 7-12 prósentustig. Verði það niðurstaðan er það í fyrsta sinn sem fulltrúi hinnar fornfrægu Kennedy-ættar tapar kosningum til embættis á landsvísu í Massachusetts-ríki, heimavígi ættarinnar. Ekki þykir mikill munur á mál- efnum frambjóðendanna tveggja, og reyndi Kennedy, sem nú situr í fulltrúadeildinni fyrir hönd demó- krata, að benda á ýmis atriði af 44 ára ferli Markeys á þingi sem sönnun þess að yngra blóðs væri þörf. Markey svaraði því hins vegar með því að leita út á vinstri væng Demókrataflokksins, og fékk hann meðal annars þingkonuna Alexand- ríu Ocasio-Cortez til að veita sér meðmæli, sem öflugan fulltrúa fyr- ir unga róttæklinga. Hinn 39 ára gamli Kennedy var engu að síður bjartsýnn á að sér tækist að snúa taflinu sér í hag. sgs@mbl.is Stefndi í sögulegan ósigur Kennedy  Markey með forystu í könnunum AFP Ættarsvipur Kennedy þykir svipa mjög til hinnar frægu ættar sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.