Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 „ÉG SKIPULAGÐI ALLT BRÚÐKAUPIÐ. ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÁTTIR AÐ GERA VAR AÐ STELA HRINGUNUM ÁN ÞESS AÐ LÁTA NAPPA ÞIG.” „STRAX BÚIÐ AÐ REKA ÞIG! ÞÚ VARST BARA ÞARNA Í FIMM VIKUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera með einhvern upp á arminn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SEI SEI, EN FALLEGUR DAGUR KANNTU ANNAN? ÞAÐ Á ALLTAF AÐ FORÐAST AÐ RÆÐA VIÐ FÓLK Í KASTÖLUNUM SEM VIÐ RÆNUM! HVAÐ EF ÉG ÞARF AÐ SPYRJA HVAR SALERNIÐ ER? Gunnarsdóttir markaðsfræðingur, f. 11.6. 1964. Maður Jóhönnu var Jón Þór Ágústsson sölumaður, f. 9.1. 1966, d. 19.3. 2019. Foreldrar Ragnheiðar: Gunnar Dofri Kjartansson sjóntækjafræð- ingur, f. 29.6. 1935, d. 9.9. 1970, sem rak gleraugnaverslunina Fókus í Lækjargötu 6b, og eiginkona hans Helga Sigfúsdóttir, f. 2.5. 1937, fv. framkvæmdastjóri, býr í Reykjavík. Seinni maður Helgu var Hjalti Stef- ánsson, f. 23.9. 1925, d. 23.1. 2014, fv. framkvæmdastjóri. Ragnheiður Gunnarsdóttir Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir húsfreyja á Hjarðarfelli Guðbjartur Kristjánsson bóndi og hreppstjóri á Hjarðarfelli í Miklaholtshr. Sigríður Elín Guðbjartsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigfús Tryggvi Kristjánsson brúarsmiður í Reykjavík Helga Sigfúsdóttir fv. framkvæmdastjóri í Rvík Guðrún Stefanía Jónsdóttir húsfreyja á Þröm og Akureyri Daníel Kristján Bjarnason bóndi á Þröm á Langholti og verkamaður á Akureyri Elínborg Sturludóttur dómkirkjuprestur Gunnar Guðbjartsson b. á Hjarðarfelli og form. Stéttarsambands bænda Stefán Máni rithöfundur Sindri Freysson rithöfundur Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri Hallgerður Gunnarsdóttir lögfr. í Stykkishólmi Sigþór Guðbrandsson bifvélavirki á Fornu-Fróðá Hulda Hjálmsdóttir húsmóðir í Rvík Sigrún Helgadóttir tölfræðingur Jóhann Ólafsson stórkaupmaður í Rvík Guðbrandur Guðbjartsson hreppstjóri í Ólafsvík Ragnheiður Guðbjartsdóttir kirkjuvörður á Akranesi Guðbjörg Guðbjartsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðrún Blöndahl Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús Blöndahl Sigfússon athafnamaður í Rvík og alþm. Kristjana Blöndahl Ólafsson kaupmaður í Reykjavík Kjartan Ólafsson augnlæknir í Rvík Jórunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Ytra-Kálfskinni Ólafur Jónsson kennari og b. á Ytra-Kálfskinni á Árskógsströnd Úr frændgarði Ragnheiðar Gunnarsdóttur Gunnar Dofri Kjartansson sjóntækjafr. og optiker í Rvík Leirnum hefur endanlega veriðlokað og eins og við var að bú- ast er hans sárt saknað. Í gær birt- ust hér í Vísnahorni stökur ýmissa skálda og hagyrðinga sem kvöddu Leirinn nú um helgina en vitaskuld komst ekki allt fyrir hér í horninu sem ort var. Verður því fram hald- ið. Gústi Mar yrkir: Leirinn hefur fróðleik fært er fólkið kveður saman. Margt hef lesið, mikið lært en mest var þetta gaman. Fía á Sandi færir Þóri kærar þakkir fyrir hans störf öll þessi ár og félögum kærar þakkir fyrir skemmtunina , – „Lifi stakan!“: Þegar glösin tvisvar tvenn tæmi, glöggt ég finn hvað ég elska alla menn og einnig leirinn minn. Friðrik Steingrímsson þakkar fyrir samveruna á Leirnum: Yrkja sumir ekki meir eftir fjörug kynni, þegar hefur ljóðaleir lokið göngu sinni. Sigmundur Benediktsson segist munu „sakna ykkar sárt“: Lognast burtu Leirsins bú, liðinn góður fengur. Hagleiksrödd mín hljóðnar nú – heyrist ekki lengur. „Sama hér,“ svaraði Skírnir Garðarsson. „Öllu er afmörkuð stund, einnig blessuðum leirnum“: Ef gjörla bæði og grannt er skoðað, góður tími er nú forbí, hér lengi höfum við leirinn hnoðað, en láta munum nú víst af því. Jón Helgi Arnljótsson sagði: „Þakka ykkur félagar, lífs og liðnir, Leirsins tíð!“: Það er kominn þrítugasti Gústi, því er rétt að fara að kveðja leirið. Geri það með aðeins einu pústi, ofurlágt svo varla þið það heyrið. Á mánudaginn segist Helgi Zim- sen hafa vaknað við það, að nú væri senn síðasti dagur að kveldi kominn hjá Leirnum (31.8. 2020). Og bætti við: „Fyrst ríkissjónvarpinu (RÚV) þykir við hæfi að enda dagskrá á þjóðsöngnum, þá þykir mér við hæfi að enda mínar leirútsendingar hér með þessum hætti: Ó Leir vors pósts! Ó Leir vors pósts! Ó, pósts vors Leir! Vér prísum þitt leiruga, dágóða safn! Úr pósthólfum félaga fáum ei meir því til fortíðar heyrir þitt nafn. Fyrir kvæðin sem þáðum í þúsundavís vér þökkum er skellt er í lás. En óðglaða hjörðin þó aftur upp rís. því annan hún finna má bás. :; Leirinn forni frýs :; En óðglaða hjörðin þó aftur upp rís því annan hún finna má bás. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Og nú er Leirnum lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.