Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 Íransk-bandaríski konseptlistamað- urinn Siah Armajani er látinn, 81 árs að aldri. Armajani, sem var þekktur fyrir notkun á arkitekt- úrískum formum, eins og brúm og ljóðrænum bændabýlum, í konsept- myndlist sinni, hefur lengi verið þekktur og dáður í hópum lista- manna en hefur öðlast aukna al- menna frægð á síðustu árum. Fyrir tveimur árum var viðamikil og um- töluð yfirlitssýning á verkum hans sett upp í Metropolitan-listasafninu í New York, undir heitinu „Follow This Line“, og var hún einnig sett upp í Walker-listamiðstöðinni í Minneapolis. Listamaðurinn var bú- settur í Minnesota-ríki síðustu sex- tíu árin sem hann lifði. Armajani nam heimspeki við há- skólann í Teheran í Íran en flúði land árið 1960, þar sem hann ótt- aðist að verða handtekinn vegna þátttöku sinnar í mótmælum gegn stjórnvöldum á þeim tíma. Settist hann að í Minnesota og hélt náminu áfram. Í Bandaríkjunum heillaðist Armajani af arkitektúrískum form- um til sveita, til að mynda korn- turnum bænda á sléttunum, hlöðum og yfirbyggðum brúm. Þegar hann tók að vinna myndlistarverk vísuðu þau iðulega í slíka strúktúra og byggðu á formum úr þeim. Armajani hannaði fjölmörg opin- ber listaverk og minnisvarða, til að mynda turninn þar sem Ólympíu- eldurinn var tendraður á leikunum í Atlanta árið 1996, og var afstaða hans til verkanna mótuð af aust- rænni speki og ljóðlist. „Það er viss kjarni í hugmyndum um listaverk og þegar maður eldist skilur maður sífellt betur að sá kjarni þolir engar málamiðlanir,“ sagði hann. Vildi engar mála- miðlanir í listinni  Siah Armajani allur, 81 árs að aldri Ljósmynd/Metropolitan Museum of Virtur Siah Armajani skapaði fjöl- mörg opinber listaverk um dagana. Röð verka eftir Æsu Björk gler- listakonu og Tinnu Þorsteinsdóttur tónlistarkonu, Shield I-III, eru kynnt og sýnd á nýrri sýningu streymissafns í New York-borg, Streaming Museum. Eru verk þeirra sýnd með verkum nokkurra annarra norrænna listamanna en sýningin er sett upp í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar. Sýningin var opnuð á vefnum streamingmuseum.org í liðinni viku undir heitinu „Art’s New Natures - Digital Dynamics in Contemporary Nordic Art“ og eru þar sýnd verk- efni sjö norrænna listamanna. Verkin Shields eftir Æsu Björk og Tinnu eru samsett úr gler- skúlptúrum, heilabylgjum, vídeóum og hátölurum. Verkin hafa vakið athygli á undanförnum árum og í tilkynningu segir að þau hafi meðal annars unnið til Grand Prize- verðlauna á Toyama International Glass Exhibtion 2018 í Japan og verið sýnd í Danmörku og Noregi og nýjasta verk þeirra, Shield III, var sýnt í Feneyjum meðan á 58. myndlistartvíæringnum stóð sum- arið 2019, sem hluti af samsýningu Karuizawa New Art Museum við Markúsartorgið. Stjórnendur Streaming Museum ritstýra nú Centerpoint Now, út- gáfu World Council of Peoples for the United Nations, sem verður gef- in út fyrir allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna og dreift á heimsvísu. Fjölþætt Eitt verka Æsu Bjarkar og Tinnu sem sýnd eru á vef streymissafnsins. Verk Æsu Bjarkar og Tinnu í Stream- ing Museum Ferð með fyrirheiti eftir heldur horfa á þá úr öruggri fjarlægð háðfuglsins. Pálína Jónsdóttir hefur verið í fyrri hópnum. Áður en sýning hófst á Ég kem alltaf aftur flutti hún nokkur inngangsorð um vinnu hópsins og minningar sínar um sýningu Cricot 2 sem að hennar sögn breytti sýn hennar á hvað leikhús gæti verið, og þar með lífi hennar. Sjálf steig Pálína samt ekki á svið í Iðnó til að hafa áhrif á gang mála, heldur eftirlét það félögum sínum í Reykjavík En- semble, þeim Adam Switała, Ewu Marcinek, Jördisi Richter, Magda- lenu Tworek, Mao Alheimsdóttur, Karolinu Bogusławska, Robert Zadorozny og Wiolu Ujazdowska. Sýningin er kölluð verk í vinnslu, og Pálína talaði um níu daga sem hópurinn hafði til um- ráða í Iðnó áður en áhorfendum var hleypt inn. Þeir hafa verið vel nýttir. Óreiðan í sýningunni stafar ekki af fumi og fáti heldur einmitt af trú á að línuleg rökvísi og vits- munalegur agi sé, ef ekki til óþurftar, þá allavega óþarfur til að hreyfa við áhorfendum. Það er alveg rétt. Brota- kenndar, næstum kúbískar myndir leikhópsins úr veruleika sínum – pólskum og íslenskum, sögulegum og nútímalegum, persónulegum og pólitískum, trúarlegum og hvers- dagslegum, harmrænum og fyndn- um – opnuðu hugmyndaflug áhorf- enda og héldu athygli salarins áreynslulaust í þann klukkutíma sem sýningin stóð. Afslöppuð nær- vera og alvörublandin glettni hópsins var hárrétt til að draga okkur inn í heiminn og láta okkur í léttu rúmi liggja að skilja ekki allt. Auðvitað er allt önnur orka í sýningu sem unnin er á þessum hraða í íslenska atinu en í djúpri og langvinnri samvinnu og djúp- köfun á borð við þá sem Kantor og aðrir sjáendur og vitringar leikhússins á tuttugustu öld fóru í áður en áhorfendum var hleypt að borðinu. En þannig virkar inn- blástur á alvörulistamenn eins og Pálínu og hennar fólk: kallar ekki fram eftiröpun heldur hvetur til dáða í eigin leit að möguleikum og viðfangsefnum. Opnar dyr sem enginn veit hvert liggja fyrr en gengið er um þær, eða alla vega kíkt inn. Hér er arkað af stað af hug- rekki og gleði. Það verður gaman að hitta Reykjavík Ensemble á næsta áfangastað. Þau munu koma aftur. »En þannig virkarinnblástur á alvöru- listamenn eins og Pálínu og hennar fólk: kallar ekki fram eftiröpun heldur hvetur til dáða í eigin leit að möguleikum og viðfangsefnum. Nærvera „Afslöppuð nærvera og alvörubland- in glettni hópsins var hárrétt til að draga okkur inn í heiminn og láta okkur í léttu rúmi liggja að skilja ekki allt,“ segir í umsögn um Ég kem alltaf aftur í uppfærslu Reykjavík Ensemble. AF LISTUM Þorgeir Tryggvason Ég missti af hinni rómuðuÍslandsheimsókn pólskameistarans Tadeusz Kantors og leikhópsins Cricot 2 á Listahátíð 1990. Eins og títt er um framúrstefnuleg stórvirki hef ég bæði heyrt vitnisburði frá fólki sem varð fyrir nánast trúarlegri upplifun á Ég kem aldrei aftur, og séð nokkra leikhúsgesti skopast með tilburðina. Aðallega að leik- stjóranum sjálfum, sem var kannski frægastur fyrir að taka sér einatt stöðu á sviðinu með leikhópnum sínum og gefa fyrir- skipanir meðan á sýningum stóð. Ekkert liggur eins vel við höggi gárunganna og þegar listamenn leggja á ókönnuð svæði tjáningar- innar og sækja svo langt í dýptina eftir innblæstri að flestum þykir einfaldara að fylgja þeim ekki Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.