Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 23
Eitt ogannað  Danska knattspyrnuliðið Esbjerg fór vel af stað undir stjórn Ólafs Krist- jánssonar er það vann 8:0-sigur á Glamsberg í fyrstu umferð danska bik- arsins í gær. Andri Rúnar Bjarnason, sem er nýgenginn til liðs við Esbjerg, skoraði þrennu í leiknum. Esbjerg er nýfallið í B-deildina en Ólaf- ur tók við þjálfun liðsins í sumar en áður stýrði hann liði FH hér heima. Andri Rúnar er sömuleiðis nýkominn, frá Kaiserslautern í Þýskalandi. Glamsberg spilar í fjórðu deildinni í Danmörku.  Bandaríska knattspyrnufélagið DC United hefur áhuga á að kaupa ís- lenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson en það er The Athletic sem segir frá þessu. Samkvæmt frétt á miðlinum hafa forráðamenn bandaríska félagsins sett sig í samband við umboðsmann Gylfa en mikið hefur verið rætt og rit- að um framtíð miðjumannsins í sumar. Hann þótti ekki standa undir vænt- ingum hjá Everton í ensku úrvalsdeild- inni á síðustu leiktíð og þá hafa enskir fjölmiðlar sagt liðið nálægt því að ganga frá kaupum á miðjumanninum James Rodríguez frá Real Madríd. Fari þau skipti í gegn gæti tækifærum Gylfa í liði Everton farið fækkandi.  Ivan Rakitic er aftur genginn til liðs við knattspyrnulið Sevilla á Spáni. Rakitic hefur leikið með Barcelona frá árinu 2014 en kom til Barcelona frá Sevilla. Króatíski landsliðsmaðurinn er 32 ára gamall og Sevilla borgar 1,5 milljónir fyrir hann en 9 milljónir evra gætu bæst við kaupverðið.  Miami Heat er 1:0 yfir í einvígi sínu gegn Milwaukee Buck í 2. umferð Austurdeildarinnar í NBA-körfubolt- anum eftir 115:104-sigur. Jimmy But- ler fór á kostum og skoraði 40 stig fyrir Miami. Giannis Antetokounmpo hafði hægt um sig í stigaskori og skor- aði einungis 18 stig en hann var engu að síður nálægt þrefaldri tvennu, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Staðan í rimmu Oklahoma City Thun- der og Houston Rock- ets í 1. umferð Vestur- deildar er nú 3:3 eftir sigur Oklahoma, 104:100. Chris Paul skoraði 28 stig fyrir Oklahoma en James Harden, fyrrverandi leikmaður Okla- homa, var með 32 stig fyrir Houston. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 GOLF Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir keppir ekkert meira á þessu ári á meðan hún jafnar sig af álagsmeiðslum sem hún varð fyrir í sumar. Valdís, 30 ára, er einn fremsti kylfingur meðal kvenna á Íslandi og hefur orðið Ís- landsmeistari í þrígang, 2009 í Grafarholti, 2012 á Hellu og 2017 á Hvaleyri. Undanfarin ár hefur hún einnig keppt á Evrópumótaröð kvenna, þeirri sterkustu í álfunni. Valdís hefur ekki keppt síðan í júní og gat m.a. ekki tekið þátt á Íslandsmótinu í ár, sem fór fram í Mosfellsbæ í síðasta mánuði. Morgunblaðið sló á þráðinn til Val- dísar og tók stöðuna á afrekskylf- ingnum. „Læknirinn vill meina að þetta séu miklar krónískar bólgur og festa í liðum, fyrir neðan neðsta rifbeinið, vinstra megin í hryggn- um. Þetta veldur því að það er ótrúlega sárt að slá boltann,“ sagði Valdís Þóra og bætir við að hún hafi verið að spila golf meidd í nokkur ár, hins vegar hafi hún í sumar komist yfir þolmörkin. Vil geta gengið upprétt síðar „Ég er þegar með þrjár hrygg- skekkjur og eydda smáliði á milli herðablaðanna hægra megin sem hafa verið að angra mig. Ég fann út úr því hvernig ég gæti lifað með því og spilað þannig að sá sársauki væri viðráðanlegur. En svo kemur þetta þar að auki í lok apríl. Þetta hefur undið upp á sig og ég spilaði mjög verkjuð í sumar, var að vakna á næturnar vegna sársauka og var bara komin yfir þolmörk. Ég var byrjuð að gretta mig í hverri sveiflu af sársauka og mað- ur verður líka að hugsa um næstu ár. Ég vil geta gengið upprétt þeg- ar ég er 35 ára og þess vegna tók- um við þessa ákvörðun. Ég vil komast í gott stand áður en álagið byrjar aftur. Ef ég ætla að komast inn á Ólympíuleikana þarf ég að vera 100%.“ Valdís keppir því ekkert fyrr en í fyrsta lagi í janúar á næsta ári en það kemur sér að ýmsu leyti vel fyrir hana að taka sér hlé núna. Heimsfaraldurinn sem herjað hef- ur á heimsbyggðina hefur auðvitað riðlað keppnishaldi í golfi eins og öðrum íþróttum, eitthvað sem kemur þjáðum kylfing, sem þarf á hvíld að halda, vel. Faraldurinn lán í óláni „Ég fer ekkert meira út á þessu ári að keppa. Ég sá ekki fram á að geta verið komin í stand til að taka þátt á mótinu sem var í Tékklandi núna á dögunum og því sem verð- ur í Sviss í næstu viku. Ég hefði þurft að spila mjög vel á þessum mótum til að komast inn á þau næstu, eitthvað sem hefði aldrei gerst miðað við ástandið á mér síð- ustu vikur. Það er kannski lán í óláni, þetta kórónuveiruástand. Það halda allir sömu stöðu í Evrópumótaröðinni, enginn missir keppnisrétt og það verða engin úrtökumót. Það halda allir keppnisréttinum og ég verð í sömu stöðu í byrjun næsta árs eins og ég er í núna á mótaröðinni.“ Hún ætlar að nýta næstu mán- uði vel, styrkja sig og ná fullri heilsu áður en hún byrjar að keppa á fullu að ný. „Ég hef aldrei fengið svona tíma til að styrkja líkamann. Þótt maður hafi verið í ræktinni og í styrktaræfingum hef ég aldrei fengið svona tíma og ég ætla nýta hann. Ég verð á Íslandi fram í jan- úar eins og staðan er í dag,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við Morgunblaðið. Komin að þolmörkum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvíld Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í hvíld frá keppni í golfi til áramóta á meðan hún jafnar sig af meiðslum sem komu upp í byrjun sumars.  Valdís ætlar að hvíla sig til áramóta  Var byrjuð að gretta sig af sársauka Evrópumeistarinn í knattspyrnu, Sara Björk Gunnarsdóttir, sendi löndum sín- um kveðju ef svo má segja á samfélags- miðlum þar sem hún þakkar fyrir hlýjar kveðjur sem henni hafa borist héðan af ævintýraeyjunni. „Vá takk fyrir allar fallegu kveðjunar! Litla Ísland segja þeir,“ skrifaði Sara meðal annars og segir titilinn (sigur í Meistaradeild Evrópu) vera tileinkaðan fótboltastelpum og fótboltastrákum sem eigi sér þann draum að komast langt í íþróttinni. „Það eru engin takmörk! Stolt að vera Íslendingur,“ skrifaði Sara ennfremur og vafalítið hitta þessi orð hennar í mark hér heima. kris@mbl.is Sara þakkar fyrir sig Sara Björk Gunnarsdóttir Danski handboltinn er kominn af stað en í gær fór fram leikurinn um Meistarabikarinn og opnunarleikur efstu deildarinnar. Aalborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari, er meistari meistaranna eftir 37:31-sigur á GOG þar sem landsliðs- markvöðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson stendur á milli stanganna. Þá fóru Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Holstebro vel af stað, unnu 37:32-útisigur gegn Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í fyrstu um- ferð deildarinnar. Óðinn skoraði fjögur mörk fyrir gestina en Rúnar Kárason hið sama fyrir heimamenn. Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú fyrir Ribe-Esbjerg og Daní- el Ingason spilaði einnig fyrir liðið. Thea Imani Sturludóttir og stöllur í Aarhus töpuðu 30:18-gegn Herning-Ikast. Byrjað í Danmörku Óðinn Þór Ríkharðsson. Þrír leikmenn úr efstu deild karla og tveir úr efstu deild kvenna voru úrskurðaðir í leikbann þegar aganefnd KSÍ kom saman í gær. Ragnar Bragi Sveinsson úr Fylki fékk brottvísun gegn Gróttu og fékk eins leiks bann. Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni fékk brottvísun gegn KA og fékk eins leiks bann en tók það út í síðasta leik. Þeir Arnþór Ari Atlason úr HK og Birkir Heimisson úr Val eru komnir í leikbann vegna fjögurra áminn- inga. Við þetta má bæta að Brynjar Björn Gunn- arsson, þjálfari HK, fær eins leiks bann fyrir brottvísun gegn Val. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir úr Þrótti og Eva Núra Abra- hamsdóttir úr FH fá eins leiks bann af sömu ástæðu, hefur þeim fjórum sinnum verið sýnt gula spjaldið. Tveir úr HK í banni Brynjar Björn Gunnarsson Enska knattspyrnufélagið Chelsea nældi í gær í danska landsliðsfyr- irliðann Pernille Harder. Með Chelsea leikur María Þórisdóttir sem er í norska landsliðinu en er ættuð frá Selfossi. Pernille Harder kemur frá þýska stórliðinu Wolfsburg og lék þar með Söru Björk Gunnarsdóttur um tíma. BBC telur að Chelsea greiði um 250 þúsund pund fyrir krafta Har- der sem gerir þriggja ára samning við enska félagið. Eru þetta ein stærstu kaup á knattspyrnukonu frá upphafi en BBC bendir á að árið 2019 hafi verið greidd 500 þúsund pund í heildina fyrir knattspyrnu- konur sem fóru á milli liða. Harder er 27 ára gömul og hefur skorað 61 mark í 118 landsleikjum fyrir Dani. Hún er almennt talin vera ein sú besta í heimi. kris@mbl.is Ein sú besta mun leika með Maríu hjá Chelsea AFP England Pernille Harder í úrslita- leik Meistaradeildarinnar. Haukur Óskarsson, fyrirliði úrvals- deildarliðs Hauka, hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá körfu- bolta en þetta kemur fram á sam- félagsmiðlum félagsins. „Mér gafst tækifæri til að stækka rekstur fjölskyldufyrirtækis sem ég hef tekið þátt í síðustu fjögur árin og sá pakki er stærri og tímafrekari en mig grunaði. Ég tók því þá erfiðu ákvörðun í sameiningu við Hauka að vera á hliðarlínunni þar til rekst- urinn er kominn betur af stað. Ég stefni á að byrja aftur þegar ég get gefið mig 100% í boltann,“ er meðal annars haft eftir Hauki. Haukur er öflug þriggja stiga skytta og var í liði Hauka sem komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2018. Haukar hafa þegar fengið Austin Magnús Bracey frá Val sem ætti að geta leyst stöðu Hauks. Haukur tekur sér frí frá körfunni á Ásvöllum Morgunblaðið/Eggert Annir Haukur ætlar að nýta tímann í annað en íþróttina á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.