Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920 Opið 12.30-18.00 ÞÚ FIN N U R A LLT FYR IR Á H U G A M Á LIN H JÁ O K K U R pingpong.is pingpong.is pingpong.is pingpong.is ÞÚ FINNU ALLT FYRIR ÁHUGAM ÁLIN HJÁ O KKUR DARTVÖRUR Mikið úrval - Frábært verð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rústir verkstæðishússins á Grett- isgötu 87 standa enn óhreyfðar eft- ir að kveikt var í húsinu og það eyðilagt í bruna í mars 2016. Rúst- irnar eru lýti á umhverfinu í mið- bænum. Þótt rústunum hafi verið lokað eftir brunann hefur ein- hverjum tekist að brjóta sér leið inn í húsið og þar er nú leikvöllur barna og fleiri. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir reitinn sem samþykkt var af borg- inni fyrir 14 árum er gert ráð fyrir byggingu fjölbýlishúss með 25 íbúðum á lóðinni ásamt bílakjallara. Eigendur lóðarinnar sem ráku þar verkstæði sín hafa óskað eftir að byggja þar iðnaðarhúsnæði. Sigur- borg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að aðeins sé heimilt að byggja íbúð- arhús. Við gerð deiliskipulagsins var heimilað byggingarmagn meira en tvöfaldað og telur Sigurborg að þannig uppbygging hljóti að vera mun verðmætari fyrir eiganda lóð- arinnar. Telur hún það tímaskekkju að vera þarna með verkstæði í ljósi staðsetningar. Við Hlemm verði ein stærsta stoppistöð væntanlegrar borgarlínu og hafi svæðið mikið að- dráttarafl. Því væri til mikilla bóta að byggja þar íbúðir. Teldur hún víst að skipulagið hafi verið þróað í samvinnu við lóðarhafa. Einn af þeim sem voru með rekstur í húsinu fyrir brunann og tengist eiganda lóðarinnar segir að gengið hafi verið frá brunarúst- unum og vissi í gær ekki af því að krakkar hefðu brotið sér leið inn í þær. Sigurborg segir að þótt rúst- irnar séu lýti á miðbænum geti borgin ekki gripið inn í, nema ef hætta stafi af byggingunni. Þá gæti heilbrigðiseftirlit gert athugasemd- ir ef illa er gengið frá lóð eða mann- virki í slæmu ástandi. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakhlið Áhugamenn um veggjakrot hafa fengið útrás fyrir sköpunargleði sína á veggjum brunna hússins á Grett- isgötu 87. Þá hafa einhverjir brotið sér leið inn í húsið að framanverðu og nota það sem leiksvæði. Ekki bólar á uppbygg- ingu við Grettisgötu  Krakkar hafa brotið sér leið inn í brunarústirnar Ágúst var fremur hlýr í ár, sér- staklega á Norðausturlandi. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Ís- lands sem birt var á heimasíðu henn- ar í gær. Þar kemur fram að meðal- hitinn í ágúst hafi víðast hvar verið hærri en meðalhiti júlímánaðar, en fyrri hluti mánaðarins var mjög úr- komusamur sunnan- og vestanlands. Á meðan var hlýtt á Norður- og Austurlandi. Mjög hlýtt var á Aust- urlandi um miðjan mánuðinn og mældist hitinn víða vel yfir 20 stig. Í yfirlitinu kemur fram að í Reykjavík hafi úrkoman mælst 93,0 mm, en það er 50% umfram meðal- lag áranna 1961 til 1990, og voru úr- komudagar í ágúst 16 talsins í Reykjavík, eða fjórir fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru úrkomu- dagar hins vegar sex talsins, sem er einum færri en í meðalári. Á vef Veðurstofunnar kemur einnig fram að von sé á norðanhríð í kvöld fyrir norðan og austan land. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá kl. 20:00 í kvöld á Norðurlandi eystra og Austurlandi, og gul við- vörun á Austfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Ágúst var hlýr Morgunblaðið/Hari Regnhlíf Ágústmánuður var heldur blautur í Reykjavík að þessu sinni.  Gul og appelsínugul viðvörun í kvöld Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Willum Þór Þórsson, formaður fjár- laganefndar og þingmaður Fram- sóknar, segir að óvarlegt sé að segja að einhugur ríki um efnisatriði frum- varps fjármálaráðherra til fjárauka- laga, er snúa að ríkisábyrgð fyrir Icelandair, en þau voru rædd á fjar- fundi fjárlaganefndar í gærmorgun. „En það er sannarlega einhugur meðal nefndarmanna um að vinna þetta mál vel svo tryggja megi hag almennings og skattgreiðenda í þessu máli,“ segir Willum. Hann bætir við að vinna síðustu daga hafi snúið að því fyrst og fremst að safna gögnum og umsögnum um málið svo hægt sé að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um málið. Þannig hafi nefndin fengið gesti til sín á fundinn til að lýsa skoðun sinni á málinu. Willum vonast til þess að málið klárist á fundi nefndarinnar í dag, en ekki hefur formlega verið boðað til hans. Hann segir alla nefndarmenn skilja mikilvægi þess að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. Al- menningur í landinu og efnahagur landsins væri illa staddur ef félagið færi í þrot. Þetta segir Willum að all- ir nefndarmenn skilji vel. Óttast að veðin dugi ekki Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er einn nefndarmanna í fjárlaganefnd. Hann segir áhyggjur minnihlutans af frumvarpinu vera margþættar. „Við höfum áhyggjur af ýmsu varðandi þetta frumvarp. Í fyrsta lagi teljum að fyrirliggjandi veð dugi ekki fyrir lánunum sem verið er að veita. Í öðru lagi viljum við leita leiða til þess að auka tryggingavernd fyrir hags- muni almennings í þessum máli. Í þriðja lagi viljum við skoða hvort ekki megi breyta skuldum félagsins í hlutafé svo ríkið eignist hluta í félag- inu ef illa fer og geti þá tekið þátt í björgunaraðgerðum og endurupp- byggingu félagsins,“ segir Ágúst Ólafur. „Enn fremur viljum við einskorða stuðning ríkisins við þann þátt fé- lagsins er snýr að flugsamgöngum svo staða samkeppnisaðila félagsins sé ekki skekkt hvað varðar aðra þætti reksturs Icelandair. Við teljum einnig rétt að núverandi og verðandi eigendur, að loknu hlutafjárútboði, eigi ekki rætur sínar að rekja til skattaskjóla.“ Ábyrgðin sem fyrirhugað er að ríkið veiti Icelandair nemur um 15 milljörðum króna. Ágúst nefnir einn- ig hvernig erfitt er að setja þá upp- hæð í samhengi sem veita á Ice- landair. Hann segir sem dæmi að barnabætur sem ríkið veiti á hverju ári séu lægri en fyrirhuguð fjárhags- asðstoð til Icelandair. Ágúst segist einnig vera ósáttur við þann tíma sem það tók að koma þingmönnum inn í málið. Ráðuneytið hafi verið að vinna í málinu svo mánuðum skipti en svo fái þingmenn ekki nema örfáa daga til þess að vinna í málinu. Einhugur um að vinna málið vel  Minnihluti fjárlaganefndar hefur „margþættar áhyggjur“ Willum Þór Þórsson Ágúst Ólafur Ágústsson Krabbameinsfélagið sendi í gær- kvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem fé- lagið harmaði það „hörmulega mál sem nú er til rannsóknar hjá Emb- ætti landlæknis og þær alvarlegu af- leiðingar sem það hefur þegar haft“. Rannsókn landlæknis beinist að mis- tökum í starfi félagsins, sem leiddu til þess að hið minnsta þrjátíu konur fengu rangar niðurstöður úr skimun um frumubreytingar. Í yfirlýsingu félagsins segir að nú sé unnið eftir viðbragðsáætlun, sem feli m.a. í sér að skoðun 6.000 sýna, sem ákveðið var að athuga aftur nán- ar, verði flýtt, og einnig að konur séu kallaðar inn til skimunar sem talin sé þörf á að skoða að nýju. „Verið er að kalla inn aukastarfsfólk til að flýta enn frekar vinnu við endurskoðun sýnanna,“ segir í yfirlýsingunni, en fjöldi kvenna hefur haft samband við leitarstöð félagsins síðustu daga. Málið hafi vakið ótta Í yfirlýsingunni segir að skiljan- lega hafi málið vakið ótta meðal margra um hvort mistök kunni að hafa átt sér stað við greiningu í þeirra tilviki. „Ekki er ástæða til að allar konur sem komið hafa í skimun að undanförnu þurfi að óttast slíkt,“ segir í yfirlýsingu félagsins og tekið er fram að þær konur sem þarf að skoða aftur séu kallaðar jafnóðum í frekari skoðun sé minnsti grunur um frumubreytingar og þeirra rann- sóknir fá flýtimeðferð. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem fékk ranga niðurstöðu úr leghálssýnatöku árið 2018 og greind- ist með ólæknandi krabbamein í vor, sagði í samtali við mbl.is í gær að grunur léki á að álíka mistök hefðu verið gerð í málum tveggja einstak- linga sem hafa leitað til hans. Flýta endur- skoðun sýna  Mistök í starfi Krabbameinsfélagsins Morgunblaðið/Eggert Leitarstöð Landlæknir rannsakar nú mál Krabbameinsfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.