Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 - síðan 1986 - Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 568 67 55 alfaborg.is Framkvæmdir standa núna yfir við nýjan göngustíg meðfram Hörgár- braut á Akureyri, frá Hlíðarbraut og suður að núverandi stíg við Hraunholt. Stígurinn verður 320 metra langur og þrír metrar á breidd. Verkið hófst í síðustu viku og reiknað með að því ljúki fyrir 15. október næstkomandi. Í ár fara fram jarðvegsskipti, settir ljósa- staurar og undirstöður fyrir girð- ingu. Lokafrágangur fer síðan fram á næsta ári. Með þessum stíg við Hörgárbraut verður hægt að fara alla leið frá Akureyrarflugvelli og norður að Krossanesborgum á stígum, svo til beina leið í gegnum allan bæinn. Strax í kjölfarið verður gerður stíg- ur í Sjafnargötu og að sveitar- félagamörkum Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Þar með hafa sveitarfélögin Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit verið tengd saman með stígum, nærri níu kílómetra leið. Því er um tímamótaframkvæmdir að ræða. Framkvæmdir við göngustíg meðfram Hörgárbrautinni á Akureyri Stígar alla leið á flug- völlinn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjómannadagsráð hefur óskað eftir endurskoðun á samningi þess við Garðabæ um rekstur hjúkrunar- heimilisins Ísafoldar. Hrafnista hef- ur rekið heimilið frá 2017 og fengið framlög frá Garðabæ vegna tap- reksturs. Hrafnista hefur ekki náð að stöðva tapreksturinn og óskar því eftir áframhaldandi framlögum og endurskoðun. Ísafold tók til starfa á árinu 2013 með samningum Garðabæjar við ríkið. Bærinn byggði húsið og leigir ríkinu, samkvæmt svokallaðri leigu- leið. Fljótt kom í ljós að daggjöld sem ríkið ákvarðar og greiðir dugðu ekki til að standa undir rekstri sam- kvæmt þeim kröfum sem gerðar eru af sömu yfirvöldum og sagði Garða- bær upp samningum við ríkið. Ekki náðust samningar um yfirfærsluna en Garðabær samdi við sjómanna- dagsráð um að Hrafnista tæki við rekstrinum en stofnunin rekur mörg hjúkrunarheimili. Voru bundnar vonir við að hægt yrði að snúa rekstrinum við innan þeirrar einingar. Samið var um að Garða- bær myndi greiða hluta tapreksturs fyrstu árin. Annars vegar með því að láta fullt húsnæðisgjald, 46 millj- ónir á ári, renna til rekstursins fyrstu þrjú árin og hins vegar með sérstöku 24 milljóna króna framlagi til að jafna tap, meðal annars vegna mismunandi launakjara starfsfólks Garðarbæjar og Hrafnistu, einnig fyrstu þrjú árin. Endurskoða átti samninginn í heild á þessu ári. Um- rædd ákvæði eru nú runnin út en Hrafnista vill halda fullu húsnæðis- gjaldi sem á að nota til viðhalds, bæði innanhúss og utan og hefja við- ræður um endurskoðun. Erindi Hrafnistu hefur verið kynnt í bæjarráði Garðabæjar. Gengur ekki upp Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að málið sé í gerjun. Hrafnista sé að skoða enn betur hvort hægt sé að hagræða frekar í rekstri. Þá séu bundnar vonir við vinnu samráðshóps um rekstur hjúkrunarheimila. „Mörg sveitar- félög eru að sligast undan rekstri hjúkrunarheimila. Þetta gengur ekki upp. Við vildum ekki greiða eins mikið með þessum rekstri og raunin varð og vonuðumst til að ná kostnaði niður með samstarfi við Hrafnistu. Það hefur því miður ekki tekist fullkomlega.“ Samningur Garðabæjar og Hrafnistu er til tíu ára með níu mánaða uppsagnarfresti. Gunnar segir að ef ekki kemur viðbótarfjár- magn frá ríkinu til reksturs Ísafold- ar og Hrafnista segir sig frá honum muni Garðabær segja upp samning- um við ríkið og fara í þá vegferð að afhenda ríkinu starfsemina. Það var eins og áður segir reynt á árinu 2016. Óska eftir endurskoðun samninga Ísafold Listamenn syngja fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu í Garðabæ.  Hrafnista óskar eftir áframhaldandi aukagreiðslum frá Garðabæ vegna hallareksturs á hjúkrunar- heimilinu Ísafold  Bæjarstjóri segir að ef Hrafnista hættir rekstrinum verði honum skilað til ríkisins Vandi hjúkrunarheimila » Mörg sveitarfélög eru að kikna undan hallarekstri hjúkr- unarheimila. » Þrjú sveitarfélög hafa sagt upp samningum við ríkið um þjónustuna og fleiri eru að íhuga þá leið. » Unnið er að úttekt á rekstr- arfyrirkomulagi hjúkrunar- heimila og veitir heilbrigðis- ráðuneytið engin svör við kröfum um hækkuð daggjöld fyrr en niðurstaða hennar ligg- ur fyrir. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Minna framboð var á mjólkurkvóta á fyrsta tilboðsmarkaði nýs fram- leiðsluárs en reiknað hafði verið með. Flestir sem vildu kaupa buðu hámarksverð og koma innan við 4.000 lítrar í hlut hvers og eins, nema hvað nýliðar fá heldur meira. Lítil viðskipti hafa orðið með mjólkurkvóta á fyrri tilboðsmörk- uðum. Talið var að verðið væri of lágt til þess að bændur, sem eru að hugsa um að minnka við sig eða hætta, vildu stíga skrefið. Á síðasta markaði ákvað landbúnaðarráð- herra að hámarksverð yrði tvöfalt afurðastöðvaverð en nú var ákveðið að það yrði þre- falt, 294 krónur á lítra, og myndi verða við það mark áfram. Tilboðsmark- aðurinn í fyrra- dag var sá fyrsti með þessu há- marksverði. 209 tilboð bárust og var óskað eftir kaupum á 9,8 milljón lítrum. Aðeins 13 tilboð bárust um sölu á greiðslumarki. Niðurstaðan varð að 845 þúsund lítrar skiptu um hendur sem er innan við 9% af þörf- inni. Jafnvægisverðið reyndist 294 krónur enda voru 206 kauptilboð á hámarksverði. Spennan ofmetin? Arnar Árnason, formaður Lands- sambands kúabænda, segir að held- ur fleiri aðilar hafi selt en síðast. Eigi að síður hafi framboðið verið heldur minna en reiknað var með. „Það er spurning hvort við höfum verið að ofmeta spennuna á mark- aðnum. Að vilji þeirra bænda sem nú eru starfandi til að hætta sé ekki sá sem við höfum talið okkur skynja. Það er greinilega mikill vilji til að framleiða mjólk. Þeir sem eru að framleiða vilja halda því áfram,“ segir Arnar. Minna framboð á mjólkur- kvóta en reiknað var með  Aðeins 4.000 lítrar í hlut hvers  Allt selt á hámarksverði Arnar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.