Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Páll Vilhjálmssonsér þetta svona:    Ef RÚV væri lýð-veldi yrði það kennt við banana.    RÚV býr til frétt-ir án heimilda, falsar gögn, skipu- leggur herferðir gegn einstaklingum og fyrirtækjum og er með á sínum snærum bloggsveitir til að valda skotmörkum sem mestum miska.    Siðareglur RÚV eru nafnið tómt,áferðarfallegur texti án merk- ingar enda engin siðanefnd til að framfylgja hátíðarloforðum um óhlutdrægni, vönduð vinnubrögð og að heimildir skuli vera fyrir fréttum.    RÚV stundar samsæri með öðr-um opinberum stofnunum um að knésetja fyrirtæki með húsrann- sóknum þar sem einu málsgögnin eru slúður og fölsuð gögn.    Ef fyrirtæki ber hönd fyrir höf-uð sér er fengin fyllibytta frá útlöndum til að bera fram nýjar ásakanir.    RÚV hamrar á tilhæfulausumsöguburði í sjónvarpi, útvarpi og á netinu.    Gildandi verklagslegur: sé lyginendurtekin nógu oft verður hún að sannleika.    Bananalýðveldið á Efstaleiti erskammarlegt fyrirbæri. Drýldinn og ófyrirleitinn ómagi á framfærslu hins opinbera.“ Stefán Eiríksson, Svo fátt sé nefnt STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sveinn Þ. Guðbjarts- son, fyrrverandi for- stjóri Sólvangs, er lát- inn, 82 ára að aldri. Sveinn fæddist í „Kassahúsinu“ við Lækjargötu í Hafnar- firði 28 janúar 1938. Hann lauk prófum í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykja- vík, stundaði nám við Handíða- og mynd- listaskólann í málun og teikningu og sótti nám- skeið hjá ýmsum inn- lendum og erlendum útskurðarmeisturum. Hann stund- aði síðan nám í stjórnun heilbrigðis- stofnana við Nordiska Helsevard- háskólann í Gautaborg og sótti ýmis sérnámskeið við sama skóla. Hann var rafeindavirki með eigið fyrirtæki, Vélar og viðtæki, og hafði þá umboð fyrir ýmsar vörur fjöl- margra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Í 35 ár var hann stjórnandi á heilbrigðissviði, heil- brigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnar- fjarðar og forstjóri Sólvangs. Sveinn var varaformaður SUS um skeið, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði, var stofnfélagi Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, formaður Íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar, lands- forseti JC á Íslandi og stofnandi JC-félaga. Hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi og tók þátt í stofnum fleiri Kiw- anisklúbba, var for- maður safnaðar- stjórnar Hafnar- fjarðarkirkju. Sat í stjórn Sálar- rannsóknarfélags Hafnarfjarðar, Heilsu- gæslu Hafnarfjarðar og Heilbrigðisfulltrúa- félags Íslands, Raf- veitu Hafnarfjarðar og fleiri stjórnum á vegum Hafn- arfjarðarbæjar. Hann var varaformaður Lands- sambands sjúkrahúsa, sat í stjórn Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, í stjórn Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, og gegndi öðrum trúnaðarstörfum, hérlendis og erlendis, á vegum fé- lagasamtaka. Þá sat hann í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Sveinn var félagi í Frímúrara- reglunni á Íslandi. Sveinn kvæntist 12. febrúar 1959 Svanhildi Ingvarsdóttur, f. 11. októ- ber 1937, d. 4. mars á þessu ári, dóttir þeirra er Katrín, gift Krist- jáni Rúnari Kristjánssyni, dætur þeirra eru Hildur Dís og Svana Lovísa, langafabörnin eru þrjú. Andlát Sveinn Þ. Guðbjartsson „Hækkun á skólamat kom foreldrum algjörlega í opna skjöldu í upphafi skólaárs og þykir okkur með ólík- indum að foreldrum hafi ekki verið tilkynnt fyrir fram um hækkun á gjaldskrá,“ segir í bréfi Foreldra- félags Grunnskóla Seltjarnarness til bæjarstjórnar Seltjarnarness. Í bréfinu er skorað á bæjarstjórn að endurskoða þá ákvörðun að hætta að greiða niður skólamat. Morgunblaðið greindi frá óánægju foreldra með ákvörðun bæjarstjórn- ar á dögunum en ráðist var í útboð á framleiðslu og framreiðslu skóla- matar. Starfsfólki var sagt upp og samfara þessu var hætt að niður- greiða mat skólabarna. Reiknað hef- ur verið út að foreldrar barna í grunnskóla greiði 23% meira fyrir mat í ár en í fyrra og hækkunin nemi 45% hjá börnum á leikskólanum. „Miklar óánægjuraddir [eru] inn- an foreldrasamfélagsins bæði vegna samskiptaleysis sem og hversu gríð- arlegar breytingar þetta eru fyrir fjárhag fjölskyldna. Þess vegna ósk- um við þess að bæjarstjórn taki mál- ið fyrir sem allra fyrst og taka af- stöðu til beiðna okkar um að halda áfram niðurgreiðslu skólamáltíða,“ segir í bréfinu. Verðhækkun kom í opna skjöldu  Skorað á bæjarstjórn Seltjarnarness að niðurgreiða áfram mat í skólum Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Óánægja með verð á skólamáltíðum eftir mikla hækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.