Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 54
54 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mál skipast svo í þína þágu að það veldur þér ánægjulegri undrun. Aðrir eiga erfitt með að átta sig fyllilega á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Skemmtu þér eins vel og þú getur. Haltu fólki í þeirri fjarlægð sem þú vilt því engan varðar um þína einkahagi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert of fljótur á þér að vilja leiða ákveðið mál til lykta strax. Ekki eyða tíma í óspennandi hluti sem ekki fela í sér neina möguleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Langþráðar aðstæður hafa loks- ins runnið upp. Farðu á námskeið, lærðu eitthvað nýtt og svalaðu forvitninni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það lífgar tvímælalaust upp á til- veruna að eiga stund með góðum vinum. Sestu niður með blað og penna og sjáðu fyrir þér næstu mánuðina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefnir sín alltaf að sópa vandamálunum undir teppið. Láttu hrak- spár annarra lönd og leið og treystu eðl- isávísun þinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur látið undan þrýstingi í nafni vinskapar. Bregstu vel við því þarna er komið kjörið tækifæri til að sanna sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá fram- komu endurgoldna þúsundfalt. Reyndu að dæma aðra með sama umburðarlynd- inu og þú vilt verða dæmdur með. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú veist ekki hvernig þú átt að snúa þér í vinnunni og félagslífinu. Vertu óhræddur við djarfar lausnir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skapandi hæfileikar þínir eru umtalsverðir í dag. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú leggur þig allan fram er ekki við þig að sakast þótt hlutirnir gangi ekki upp. Líklegt er að eitthvað komi upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fólk hefur oft á orði að það sé hugurinn sem gildir, þegar það gefur ómerkilegar gjafir. Einbeittu þér að ein- hverju eins og til dæmis hæfileikum þín- um og vandamálin gufar hreinlega upp. er í dag í 1.200 fm glæsilegu hús- næði. Í dag eru verslanirnar fimm: Casa húsgagnaverslun í Skeifunni, Casa gjafavöruverslun í Kringlunni, Casa gjafavöruverslun á Glerár- torgi, Dúka gjafavöruverslun í Kringlunni og Dúka gjafavöru- verslun í Smáralind. Tvær vefversl- anir, www.casa.is og www.duka.is. Nýlega hefur verið stofnuð deild innan fyrirtækisins sem mun ein- beita sér að vörum fyrir byggingar- iðnaðinn, svo fyrirtækið er í stöð- ugri þróun. Kynslóðaskipti hafa átt sér stað í fyrirtækinu, sem er hefð- bundið fjölskyldufyrirtæki, og hefur nú Rósant Friðrik, sonur hjónanna, tekið við framkvæmdastjórn og daglegum rekstri og Skúli einbeitir sér að sölunni og nýjungum á mark- aði. Áhugamál Skúla tengjast mest S kúli Rósantsson fæddist 3. september 1960 og ólst upp á Faxabraut í Keflavík, nálægt hafnar- svæðinu sem í þá daga var leikvöllur krakkanna í hverfinu og spiluðu hverfisguttarnir þar fót- bolta daginn út og inn. Þar hófst íþróttaferill Skúla, sem fór að æfa með ÍBK og vann með þeim Ís- landsmeistaratitil í öðrum flokki árið 1978. Ári áður hafði Skúli spil- að sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍBK og var þar í nokkur tíma- bil en gekk síðan til liðs við Njarð- vík. Skúli spilaði með unglinga- landsliði Íslands á þessum árum, þar með talið á Evrópumóti ung- linga 1978 í Póllandi sem hann seg- ir hafa verið ógleymanlega reynslu. Eftir landspróf stundaði Skúli nám í símvirkjun og lauk prófi með sveinsbréf í rafeindavirkjun. Hann vann í Fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli í 14 ár þar til hann opn- aði sína fyrstu húsgagnaverslun í Keflavík með eiginkonu sinni Guð- rúnu Láru árið 1995. „Þessi áhugi á húsgögnum bara fæddist smám saman og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Skúli segir að áhuginn hafi alltaf beinst að gæðavörum og er ítölsk hönnun í sérstöku uppáhaldi. „Segja má að við séum með alla stærstu og vönd- uðustu framleiðendur Ítalíu í bók- um okkar,“ segir Skúli og bætir við að hann hafi ferðast mikið til Ítalíu og í raun megi segja að hans uppá- haldssvæði í heiminum séu Ítalía og Ísland. Árið 1998 opnuðu hjónin Kósý húsgögn í Síðumúla í Reykja- vík en þurftu fljótt að stækka við sig og færðu sig í annað húsnæði í sömu götu. „Það var mikill upp- gangur í þjóðfélaginu á þessum ár- um,“ segir Skúli. Árið 2004 keyptu þau hjónin húsgagnaverslunina Casa, sem var flutt undir sama þak og Kósý húsgögn. Árið 2008 fluttist verslunin í Skeifuna 8, þar sem hún starfsvettvanginum þar sem vinnan er sex daga vikunnar allan ársins hring. „Það kemur ekki sá dagur að það sé ekki tilhlökkun að mæta í vinnu og takast á við ný verkefni,“ segir Skúli. Eins og í öllum við- skiptum hefur Skúli fundið í eigin rekstri að markaðurinn sveiflast bæði upp og niður. „Einhvers stað- ar segir að eftir sjö feit ár komi sjö mögur og má það til sanns vegar færa í viðskiptalífinu.“ Það er lang- hlaup að stunda viðskipti og segir Skúli að þegar fyrirtæki fundu fyrir þrengingum hrunsins upp úr 2008 hafi hann fundið að ævilangt áhuga- mál hans, íþróttirnar, hafi hjálpað honum mikið. „Það skiptir máli að vera í góðu formi, og ég hef undan- farin 30 ár æft þrisvar í viku klukk- an hálfsex á morgnana áður en ég mæti til vinnu.“ Gott líkamlegt ástand hefur áhrif á hugann og Skúli Rósantsson, eigandi gjafavöru- og húsgagnaverslunarinnar Casa – 60 ára Fjölskyldan F.v. Brynjar Hansson tengdafaðir Skúla, Gunnar Örn, Soffía Rún, Skúli Rósantsson, móðir Skúla Soffía Petrea Gunnlaugsdóttir, Guðrún Lára, Rut, Davíð, Rósant Friðrik og Inga Svavarsdóttir. Alltaf tilhlökkun að takast á við verkefni dagsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afmælisbarnið Skúli Rósantsson. 30 ára Henrietta er Reykvíkingur og býr enn í höfuðborginni. Hún hefur starfað sem atferlisþjálfi og er núna að sinna börnum og búi og er í atvinnu- leit. Hennar helstu áhugamál eru íþróttir og hún hefur gam- an að fást við skapandi handverk. Henrietta er ógift. Börn: Víkingur Otri, f. 2012, og Ninja Mjöll, f. 2017. Foreldar: Linda Andersen, f. 1964, mót- tökuritari hjá Öskju og Guðmundur Otri Sigurðsson, f. 1964, kraftlyftingamaður. Henrietta Otradóttir 30 ára Rebekka Loga- dóttir er Hafnfirðingur og býr þar enn. Hún er flugmaður og hefur unnið hjá Icelandair og víðar en sinnir nú börn- um og búi. Maki: Jón Páll Hall- dórsson, f. 18. september 1990, graf- ískur hönnuður. Börn: Halldór, f. 2017, og Ylfa Rakel, f. 2019. Foreldrar: Sólveig Viðarsdóttir, f. 1954, vinnur hjá Vinnumálastofnun og Logi Már Einarsson, f. 1955, vinnur hjá Eigna- miðlun. Þau búa í Hafnarfirði. Rebekka Logadóttir Steindór Guðmundsson | Löggiltur fasteignasali | Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi ehf. 802 Selfoss | sími 862 1996 | steindor@log.is | www.log.is LÖGMENN SUÐURLANDI Um er að ræða vandað 237,7 fm. steinsteypt frístundarhús sem skiptist í 86,3 fm. íbúðarhús, 30 fm. gestahús og 121,4 fm. vinnurými í kjallara. Húsið stendur á 10.000 fermetra eignarlóð að Mosamóa í landi Þórisstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einungis um kluk- kustundar akstur er frá höfuðborgarsvæðinu og u.þ.b. hálftíma akstur á Selfoss. Þá er örstutt frá húsinu í Reykholt í Biskupstungum þar sem alla helstu þjónustu er að finna sem og í Skálholti og Laugarás. Góð útivistarsvæði eru í nágrenninu, stutt í veiði, sundlaugar og golf. Þá liggur staðsetninginn vel við Gullna hringnum og þjóðgarðinum á Þingvöllum sem býður upp á góða möguleika á því að leigja húsið út til ferðamanna. Húsið er einangrað að innan og utan og klætt með viðhaldsléttri klæðningu. Hringinn í kringum bæði húsin er rúmlega 134 fm. timburverönd á steyptum stöplum, heitur pottur undir skyggni með fallegu útsýni til Hestfjalls. Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 Mosamói 10 Grímsnes og Grafningshreppi Til hamingju með daginn ReykjavíkYlfa Rakel Jóns- dóttir fæddist 12. júlí 2019. Hún vó 4.001 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Jón Páll Halldórsson og Rebekka Logadóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.