Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Bio-Kult Mind Upplifir þú stundum skort á EINBEITINGU & SKÝRLEIKA? NÝTT Ný vara með áherslu á hugræna virkni. Rannsóknir hafa sýnt að tenging á milli heila og meltingarvegs (gut-brain-axis) er mikil og að þarmaflóran gegni þar lykilhlutverki. Bio Kult – stendur vörð um þína heilsu Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hótel Aníta Ekberg nefnist nýút- komin bók eftir rithöfundana og systurnar Helgu S. og Steinunni G. Helgadætur og myndlistarmanninn Siggu Björgu Sigurðardóttur. Bókin hefur að geyma ellefu smá- sögur, sex eftir Steinunni og fimm eftir Helgu, og ellefu blekteikningar eftir Siggu Björgu. Saman mynda sögurnar sagnasveig og fjallar bók- in um gesti Hótels Anítu Ekberg við Trevi-gosbrunninn í Róm sem eiga fátt sameiginlegt annað en að lenda í sóttkví í byrjun Covid-19- faraldursins. Meðal gesta eru ís- lenskar systur, sænskur rithöf- undur, grænlenskur matgæðingur, hundur með mannsandlit og aldr- aðar breskar vinkonur sem leyna á sér og yfir öllu vakir svo óaðfinn- anlega klæddur dyravörður, svo vitnað sé í lýsingu aftan á bókinni. Þar segir einnig að bókin sé ekki sannsöguleg en gæti verið það. Þær systur fóru nefnilega til Rómar, sneru aftur heim í febrúarlok og þurftu þá að fara í sóttkví heima hjá sér. Þær hófust handa við að skrifa umrædda bók og Sigga Björg að búa til sínar súrrealísku og bráð- fyndnu myndir við sögurnar. Blaðamaður sló á þráðinn til Steinunnar á dögunum en þá var Helga stödd úti á landi og því ekki hægt að hitta þær systur og taka viðtal við þær saman. Úr varð að senda þeim spurningar sem þær svo svöruðu í sameiningu. „Smávegis af okkur líka“ – Sagan á bak við þessa bók er býsna merkileg og í raun eru smá- sögurnar að vissu leyti byggðar á raunverulegum atburðum og fólki. Getið þið sagt mér frá tildrögum þessara skrifa ykkar? „Sagan byggist ekki beint á raun- verulegu fólki en við notuðum ein- staka atburði og suma karakterana sem voru í kringum okkur á hótel- inu og auðvitað smávegis af okkur líka.“ – Þið lentuð báðar í sóttkví eftir að hafa verið í Róm en hvernig kom Sigga Björg inn í myndina með sín- ar stórskemmtilegu og furðulegu myndir í bókinni? „Sigga Björg kom snemma inn í ferlið – hún var líka í sóttkví og teikningarnar hennar urðu til nán- ast um leið og sögurnar.“ – Hvernig var vinnuferlið hjá ykkur, báruð þið sögurnar hvor undir aðra eða var hvor um sig með frítt spil? „Þetta var frítt spil hjá öllum, en við skoðuðum allar hjá öllum.“ – Nú eru margar skrítnar per- sónur þarna og skondnir atburðir. Bókin byrjar á því að íslenskar systur halda til Rómar og gista á Hótel Anítu Ekberg við Trevi-gos- brunninn fræga. Snapchat-mynda- tökur og -vídeógerð annarrar syst- urinnar fara í taugarnar á hinni. Er þetta raunverulegur núningur milli ykkar systra eða birtast ykkar sam- skipti og samband í bókinni með öðrum hætti? „Önnur okkar notaði snapchattið en hin ekki – segjum ekki hvor. Enginn núningur samt.“ Kynlaust barn og norskur tónlistarmaður – En aðrar persónur bókarinnar, er einhver þeirra raunveruleg, ein- hver sem þið kynntust á hótelinu? „Við fundum fyrirmyndir að sum- um persónunum á hótelinu, til dæmis kynlausa barninu og norska tónlistarmanninum. Dyravörðurinn á hótelinu var akkúrat svona eins og í sögunni; stoltur af búningnum og þáttakandi í félagslífinu í göt- unni framan við hótelið þar sem sól- gleraugnasalar „morfuðust“ í regnhlífasala, allt eftir veðri. Þetta var svona þjóðfélag í þjóðfélaginu, maður skynjaði tengslin á milli fólksins sem var alltaf þarna. Fyrir þeim vorum við túristarnir bara dægurflugur. Þjónarnir á veitingahúsunum voru allir með svarta plasthanska, það var eitthvað „goth“ við and- rúmsloftið í þessum gömlu veitinga- húsum, eitthvað „dauðinn er nálæg- ur“ eða „memento mori“. Við hefðum ekkert orðið hissa þótt þjónarnir hefðu sett upp svona fen- eyskar læknagrímur. Móttökustjórinn var sprækastur. „Iss þetta er bara flensa,“ sagði hann, horfði djúpt í augun á okkur og við trúðum honum þar til við vorum komnar niður hálfan stigann á leiðinni út. Túristahóparnir við brunninn voru héðan og þaðan eins og geng- ur, margir frá Asíu. Stundum var eins og fólk vildi að það væri svolít- ið smeykt við þá.“ Fullkomin aðferð – Hvernig fannst ykkur þessi vinnuaðferð, að skrifa hvor um sig í sinni sóttkví og gefa svo saman út á bók þær sögur? „Að vinna svona saman að bók í sóttkví og hvor á sínum stað er full- komin aðferð – bæði samvinna og einstaklingsfrelsi.“ – Mér finnst bæði aðferðin skemmtileg og myndir Siggu Bjarg- ar og alltof sjaldan sem myndlist- armenn fá að láta ljós sitt skína með þessum hætti. Munuð þið end- urtaka leikinn, gefa aftur út bók í sameiningu og fá Siggu eða ein- hvern annan til að vinna myndir í bókina? „Mér (Steinunni) finnst gaman að nota myndlist/myndir í hefðbundn- um bókum, var t.d. með ljósmyndir í fyrstu skáldsögunum mínum. En þetta tekst alveg sérstaklega vel í samvinnunni við Siggu Björgu því hún skynjaði andrúmsloftið í sög- unum um leið og við skrifuðum þær. Það er aldrei að vita hvernig við vinnum næst.“ Undarlegur tími – Bókin er skrifuð upp úr því sem kófið brast á og þið skrifið beint úr þeim veruleika, sóttkví og dagleg- um fréttum af veirunni. Hvernig hefur þessi tími verið fyrir ykkur tvær og haldið þið að hann hafi haft hvetjandi eða letjandi áhrif svona sköpunarlega séð? „Þetta hefur verið undarlegur tími fyrir okkur öll, en kannski er einveran ekki svo framandi fyrir listamenn og rithöfunda. Við erum flest vön þessu. Andrúmsloftið og fréttirnar ná samt auðvitað til okk- ar og það hafði töluverð áhrif á okk- ur þrjár og hvernig við unnum.“ Sóttkví Sigga Björg, Helga og Steinunn með grímur í sóttkví að undirrita útgáfusamning vegna bókarinnar Hótel Aníta Ekberg. Sigga Björg teiknaði myndirnar og þær systur skrifuðu sögurnar. „Móttökustjórinn var sprækastur“  Marga kynlega kvisti má finna í bókinni Hótel Aníta Ekberg  Unnin í sóttkví  Grænlenskur matgæðingur og hundur með mannsandlit eru meðal persóna  Ellefu smásögur og teikningar Macho Teikning eftir Siggu Björgu innblásin af hundinum Macho sem kemur við sögu í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.