Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 55
Skúli segir bæði auðveldara og skemmtilegra að takast á við áskor- anir dagsins eftir morgunæfing- arnar í ræktinni. Skúli fékk alveg einstaka afmæl- isgjöf þetta árið þegar afadreng- urinn og alnafninn Skúli Rósants- son fæddist í lok ágúst. Það eru ekki margar gjafir betri en það. Fjölskylda Eiginkona Skúla er Guðrún Lára Brynjarsdóttir, f. 1.12. 1962, versl- unareigandi. Faðir hennar er Brynjar Hansson, f. 1.12. 1943, pípulagningameistari. Eiginkona hans er Rut Lárusdóttir, f. 4.9. 1944, d. 22.8. 2005, launafulltrúi. Börn Skúla og Guðrúnar Láru eru: 1) Rut, f. 2.11. 1985, læknir, maki Davíð Matthíasson, f. 3.1. 1981, viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru Guðrún Lára, f. 19.3. 2014, og Ragnhildur, f. 23.5. 2017. Þau eru búsett í Svíþjóð. 2) Rósant Friðrik, f. 15.3. 1989, framkvæmdastjóri, maki Sigríður Inga Svavarsdóttir, f. 30.1. 1990, markaðsstjóri. Þau eiga Ronju, f. 12.10. 2017, og Skúla, f. 30.8. 2020. Þau eru búsett í Keflavík. 3) Soffía Rún, f. 10.10. 1993, háskólanemi, sambýlismaður Gunnar Örn Arn- arson, f. 13.3. 1992, flugmaður. Barn þeirra er Örn Logi, f. 17.10. 2019. Þau búa í Keflavík. Systir Skúla er Guðrún Sumarrós Rósantsdóttir, f. 19.4. 1952, lyfja- fræðingur í Danmörku. Foreldrar Skúla eru Soffía Petr- ea Gunnlaugsdóttir, f. 14.12. 1930, fv. fiskverkakona, og eiginmaður hennar Rósant Friðrik Skúlason, f. 9.1. 1925, d. 29.4. 1987, sem starfaði sem leigubílstjóri. Þau bjuggu í Keflavík. Skúli Rósantsson Anna Sveinsdóttir húsfreyja frá Kothúsum í Garði Jón Helgason bóndi í Kothúsum í Garði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Kefl avík Skúli Högnason byggingarmeistari í Kefl avík Rósant Friðrik Skúlason leigubílstjóri í Kefl avík Anna Skúladóttir húsfreyja í Kefl avík Högni Ketilsson verkamaður í Kefl avík Soffía Jónsdóttir húsfreyja á Þverá í Skíðadal Vigfús Björnsson bóndi á Þverá í Skíðadal í Dalvíkurbyggð Guðrún Sumarrós Vigfúsdóttir húsfreyja í Ólafsfi rði Gunnlaugur Frímann Rögnvaldsson verkamaður í Ólafsfi rði Guðlaug Rósa Kristjánsdóttir húsfreyja á Kvíabekk Rögnvaldur Kristinn Rögnvaldsson bóndi á Kvíabekk í Ólafsfi rði Úr frændgarði Skúla Rósantssonar Soffía Petrea Gunnlaugsdóttir fi skverkakona í Kefl avík DÆGRADVÖL 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Það er einfalt að gerast vinur á icewear.is Vinir 2 fyrir 1 af öllum Icewear dúnjökkum í september MMA/ERIK únjakki með og án hettu r. 15.99 E D k 0.- KRINGLAN • SMÁRALIND • LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 AKUREYRI • VÍK • VESTMANNAEYJAR icewear.is „MINN FYRRVERANDI VAR ALVEG EINS – ALGERLEGA NIÐURNJÖRVAÐUR Í SÍNUM LITLA KASSA.” „ÞEIR FELLDU HRAÐASEKTINA NIÐUR EN ÉG ÞARF AÐ BÆTA TJÓNIÐ Á FRAMHLIÐUM ALLRA BÚÐANNA AUK STRÆTÓBIÐSKÝLISINS.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrstu ummerkin um vorið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU HVA Ð MIG LANGAR Í Í AFMÆLISGJÖF, GRETTIR? AÐ VERA GÓÐ VIÐ MIG? NEI. EKKI ÞAÐ ERTU VISS? ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR SAGT AÐ VIÐ MYNDUM ALDREI LÁTA NEITT ILLT KOMA UPP Á MILLI OKKAR. ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞÚ ERT AÐ TALA UM! ER ÞETTA EÐA ER ÞETTA EKKI RJÚKANDI HEIT SKÁL AF NÆPUM Á MILLI OKKAR? Í tveimur síðustu Vísnahornumhafa birst kveðjuvísur hagyrð- inga til Leirsins og hér koma þær síðustu. Davíð Hjálmar í Davíðs- haga færði Þóri Jónssyni þakkir fyrir að halda utan um listann. Blikna fífill, rós og reyr, regnið hvín á þökum. Nú er ekki lengur Leir og lítið ort af stökum. Seinnipart mánudags bætti Dav- íð Hjálmar við: „Fyrst Leirinn and- ast ekki fyrr en á morgun má enn skjóta að vísu. Heyrði rétt í þessu að danskir vilja hækka laun drottn- ingar sinnar“: Þó að Leirinn bíði bana bætir óðar sorgarkaun fái Margrét drottning Dana dúndurgóð og hærri laun. Þegar hér var komið sögu sagði Pétur Stefánsson „Lokalokavísan“: Andans þankinn er í blóma, auðnan hefur Pétur kysst. Hann er fram í fingurgóma fagmaður í vísnalist. „Enn lifir Leir“ svaraði Davíð Hjálmar: Í fyrradag ég fór í mó að tína 14 lítra í berjageyma mína. Í huganum nú Herrann bið að laga harðsperrur í rasskinnum og maga. Nú var tekið að kvölda og Arnþór Helgason þakkaði fyrir 26 ára sam- starf með þeim orðum að „vonandi birtist Leirinn á öðrum vettvangi“: Ekki hef ég ort á Leir undanfarna daga. Mikilmenni þykja þeir sem þjóna ennþá Braga. Ólafur Stefánsson bætti við: „Eft- ir tæp tuttugu ár á Leir telst mér þetta til; 1.991 vísa. Tvisvar í viku eins og Lúter sagði að menn ættu að sinna konum sínum. Ljóðadísin er sú sem við dáum, en undirgefin er hún ekki. Heldur að við drögum stutta stráið“: Á Leirnum fléttast lastið og hrósið, liðin eru þau góðu ár. Síðasti slúbbertinn slekkur ljósið, slárnar falla og nokkur tár. Síðustu vísuna átti Sigurlín Her- mannsdóttir: „Þá er indælt sumar liðið. Leirlaust haust og vetur bíða handan við hornið“: Handan sumars haustið býr húmið fyllir allar nætur rigningin á rúður knýr rokið heyra í sér lætur. Til suðurlanda söngfugl snýr sólin tregari á fætur. Handan sumars haustið býr við hornið vetur festir rætur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Síðustu vísur á Leir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.