Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 55

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 55
Skúli segir bæði auðveldara og skemmtilegra að takast á við áskor- anir dagsins eftir morgunæfing- arnar í ræktinni. Skúli fékk alveg einstaka afmæl- isgjöf þetta árið þegar afadreng- urinn og alnafninn Skúli Rósants- son fæddist í lok ágúst. Það eru ekki margar gjafir betri en það. Fjölskylda Eiginkona Skúla er Guðrún Lára Brynjarsdóttir, f. 1.12. 1962, versl- unareigandi. Faðir hennar er Brynjar Hansson, f. 1.12. 1943, pípulagningameistari. Eiginkona hans er Rut Lárusdóttir, f. 4.9. 1944, d. 22.8. 2005, launafulltrúi. Börn Skúla og Guðrúnar Láru eru: 1) Rut, f. 2.11. 1985, læknir, maki Davíð Matthíasson, f. 3.1. 1981, viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru Guðrún Lára, f. 19.3. 2014, og Ragnhildur, f. 23.5. 2017. Þau eru búsett í Svíþjóð. 2) Rósant Friðrik, f. 15.3. 1989, framkvæmdastjóri, maki Sigríður Inga Svavarsdóttir, f. 30.1. 1990, markaðsstjóri. Þau eiga Ronju, f. 12.10. 2017, og Skúla, f. 30.8. 2020. Þau eru búsett í Keflavík. 3) Soffía Rún, f. 10.10. 1993, háskólanemi, sambýlismaður Gunnar Örn Arn- arson, f. 13.3. 1992, flugmaður. Barn þeirra er Örn Logi, f. 17.10. 2019. Þau búa í Keflavík. Systir Skúla er Guðrún Sumarrós Rósantsdóttir, f. 19.4. 1952, lyfja- fræðingur í Danmörku. Foreldrar Skúla eru Soffía Petr- ea Gunnlaugsdóttir, f. 14.12. 1930, fv. fiskverkakona, og eiginmaður hennar Rósant Friðrik Skúlason, f. 9.1. 1925, d. 29.4. 1987, sem starfaði sem leigubílstjóri. Þau bjuggu í Keflavík. Skúli Rósantsson Anna Sveinsdóttir húsfreyja frá Kothúsum í Garði Jón Helgason bóndi í Kothúsum í Garði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Kefl avík Skúli Högnason byggingarmeistari í Kefl avík Rósant Friðrik Skúlason leigubílstjóri í Kefl avík Anna Skúladóttir húsfreyja í Kefl avík Högni Ketilsson verkamaður í Kefl avík Soffía Jónsdóttir húsfreyja á Þverá í Skíðadal Vigfús Björnsson bóndi á Þverá í Skíðadal í Dalvíkurbyggð Guðrún Sumarrós Vigfúsdóttir húsfreyja í Ólafsfi rði Gunnlaugur Frímann Rögnvaldsson verkamaður í Ólafsfi rði Guðlaug Rósa Kristjánsdóttir húsfreyja á Kvíabekk Rögnvaldur Kristinn Rögnvaldsson bóndi á Kvíabekk í Ólafsfi rði Úr frændgarði Skúla Rósantssonar Soffía Petrea Gunnlaugsdóttir fi skverkakona í Kefl avík DÆGRADVÖL 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Það er einfalt að gerast vinur á icewear.is Vinir 2 fyrir 1 af öllum Icewear dúnjökkum í september MMA/ERIK únjakki með og án hettu r. 15.99 E D k 0.- KRINGLAN • SMÁRALIND • LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 AKUREYRI • VÍK • VESTMANNAEYJAR icewear.is „MINN FYRRVERANDI VAR ALVEG EINS – ALGERLEGA NIÐURNJÖRVAÐUR Í SÍNUM LITLA KASSA.” „ÞEIR FELLDU HRAÐASEKTINA NIÐUR EN ÉG ÞARF AÐ BÆTA TJÓNIÐ Á FRAMHLIÐUM ALLRA BÚÐANNA AUK STRÆTÓBIÐSKÝLISINS.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrstu ummerkin um vorið. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU HVA Ð MIG LANGAR Í Í AFMÆLISGJÖF, GRETTIR? AÐ VERA GÓÐ VIÐ MIG? NEI. EKKI ÞAÐ ERTU VISS? ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR SAGT AÐ VIÐ MYNDUM ALDREI LÁTA NEITT ILLT KOMA UPP Á MILLI OKKAR. ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞÚ ERT AÐ TALA UM! ER ÞETTA EÐA ER ÞETTA EKKI RJÚKANDI HEIT SKÁL AF NÆPUM Á MILLI OKKAR? Í tveimur síðustu Vísnahornumhafa birst kveðjuvísur hagyrð- inga til Leirsins og hér koma þær síðustu. Davíð Hjálmar í Davíðs- haga færði Þóri Jónssyni þakkir fyrir að halda utan um listann. Blikna fífill, rós og reyr, regnið hvín á þökum. Nú er ekki lengur Leir og lítið ort af stökum. Seinnipart mánudags bætti Dav- íð Hjálmar við: „Fyrst Leirinn and- ast ekki fyrr en á morgun má enn skjóta að vísu. Heyrði rétt í þessu að danskir vilja hækka laun drottn- ingar sinnar“: Þó að Leirinn bíði bana bætir óðar sorgarkaun fái Margrét drottning Dana dúndurgóð og hærri laun. Þegar hér var komið sögu sagði Pétur Stefánsson „Lokalokavísan“: Andans þankinn er í blóma, auðnan hefur Pétur kysst. Hann er fram í fingurgóma fagmaður í vísnalist. „Enn lifir Leir“ svaraði Davíð Hjálmar: Í fyrradag ég fór í mó að tína 14 lítra í berjageyma mína. Í huganum nú Herrann bið að laga harðsperrur í rasskinnum og maga. Nú var tekið að kvölda og Arnþór Helgason þakkaði fyrir 26 ára sam- starf með þeim orðum að „vonandi birtist Leirinn á öðrum vettvangi“: Ekki hef ég ort á Leir undanfarna daga. Mikilmenni þykja þeir sem þjóna ennþá Braga. Ólafur Stefánsson bætti við: „Eft- ir tæp tuttugu ár á Leir telst mér þetta til; 1.991 vísa. Tvisvar í viku eins og Lúter sagði að menn ættu að sinna konum sínum. Ljóðadísin er sú sem við dáum, en undirgefin er hún ekki. Heldur að við drögum stutta stráið“: Á Leirnum fléttast lastið og hrósið, liðin eru þau góðu ár. Síðasti slúbbertinn slekkur ljósið, slárnar falla og nokkur tár. Síðustu vísuna átti Sigurlín Her- mannsdóttir: „Þá er indælt sumar liðið. Leirlaust haust og vetur bíða handan við hornið“: Handan sumars haustið býr húmið fyllir allar nætur rigningin á rúður knýr rokið heyra í sér lætur. Til suðurlanda söngfugl snýr sólin tregari á fætur. Handan sumars haustið býr við hornið vetur festir rætur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Síðustu vísur á Leir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.